Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 614. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Nr. 11/131.

Þskj. 1413  —  614. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2004 og samnings EFTA-ríkjanna um breytingu á bókun 4 við samninginn milli EFTA- ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og samning EFTA-ríkjanna er varða framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins:
     1.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2004 frá 4. júní 2004, um breytingu á XIV. viðauka (Samkeppni), bókun 21 (um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki) og bókun 24 (um samvinnu varðandi eftirlit með samfylkingum) við EES- samninginn frá 2. maí 1992.
     2.      Samning EFTA-ríkjanna frá 4. júní 2004 um breytingu á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2005.