Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 746. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Nr. 19/131.

Þskj. 1463  —  746. mál.


Þingsályktun

um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin 2005–2010.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að stefna að eftirfarandi meginmarkmiðum í fjarskiptamálum á tímabilinu 2005–2010 í samráði við ráðherra viðkomandi málaflokka:
     1.      Lögð verði áhersla á að þau tækifæri sem felast í góðum fjarskiptum, góðri menntun og tækniþróun verði nýtt til að skapa störf og auka hagsæld um land allt.
     2.      Allir landsmenn sem þess óska geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjónustu.
     3.      Menntastofnanir verði tengdar öflugu háhraðaneti.
     4.      Öryggi vegfarenda verði bætt með auknu aðgengi að farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins og helstu ferðamannastöðum.
     5.      Háhraðafarþjónusta verði byggð upp um allt land.
     6.      Langdræg stafræn farsímakerfi til að þjóna landinu öllu og miðunum verði byggð upp.
     7.      Allir landsmenn hafi aðgengi að gagnvirku stafrænu sjónvarpi.
     8.      Útvarpað verði um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið.
     9.      Öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og við umheiminn verði tryggt með fullnægjandi varasamböndum.
     10.      Öryggi netsins verði bætt svo að almenningur geti treyst á það í viðskiptum og daglegu lífi.
     11.      Unnið verði að því að bæta laga- og reglugerðarumhverfi og efla eftirlit á fjarskiptamarkaði til að auka samkeppni, gagnsæi og traust.
     12.      Stuðlað verði að lækkun einingaverðs í fjarskiptatengingum milli landa.
     13.      Stuðlað verði að því að jafna verð á fjarskiptaþjónustu um land allt.
     14.      Stuðlað verði að bættu aðgengi að hagkvæmum og öruggum fjarskiptakerfum um land allt.
     15.      Stuðlað verði að því að fatlaðir geti nýtt sér fjarskipti í upplýsingasamfélaginu.
    Enn fremur verði unnið að eftirfarandi markmiðum:

I. Forskot.
     1.      Íslensk fyrirtæki og stofnanir nái forskoti á aðrar þjóðir í að hagnýta fjarskiptatækni í þjónustu- og framleiðslugreinum.
     2.      Skerpt verði á ímynd Íslands sem lands þar sem fjarskipti eru til fyrirmyndar og styrkt með því staða þess í samkeppni um erlendar fjárfestingar.
     3.      Notuð verði bætt fjarskipti til að vega á móti jaðaráhrifum í atvinnulífi á landsbyggðinni og í alþjóðaviðskiptum.

II. Háhraðavæðing.
     1.      Allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingu árið 2007.
     2.      Allar framhaldsskóla-, háskóla- og rannsóknastofnanir samnýti 2,5 Gb/s tengingu til útlanda árið 2006.
     3.      Allir framhaldsskólar verði tengdir öflugu háhraðaneti (lágmörk háð stærð skóla):
                  a.      Árið 2006 100–1.000 Mbps.
                  b.      Árið 2007/2008 1 Gbps.
     4.      Allir grunnskólar verði tengdir öflugu háhraðaneti (lágmörk háð stærð skóla):
                  a.      Árið 2006 10–100 Mbps.
                  b.      Árið 2007/2008 100–1.000 Mbps.
     5.      Allar helstu stofnanir ríkisins verði tengdar öflugu háhraðaneti (lágmörk háð stærð stofnunar):
                  a.      Árið 2006 10 Mbps.
                  b.      Árið 2007 100–1.000 Mbps.
                  c.      Árið 2010 1 Gbps.
     6.      Íslensk löggjöf um höfundarétt þróist í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar með tilliti til hagsmuna neytenda og rétthafa. Framboð efnis á háhraðanetum verði aukið.

III. Farsamband.
     1.      GSM-farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum, á helstu ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum, sbr. samþjónustumarkmið fyrir árið 2006.
     2.      Háhraðafarþjónusta standi til boða um allt land eigi síðar en 2006.
     3.      Langdræg stafræn farsímaþjónusta standi til boða um allt land og á miðum við landið eftir að rekstri NMT-kerfisins lýkur.

IV. Stafrænt sjónvarp og hljóðvarp.
     1.      Stafrænt sjónvarp um háhraðanet verði boðið árið 2005.
     2.      Dreifing sjónvarpsdagskrár Ríkisútvarpsins, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2, til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlli svæða verði stafræn um gervihnött.
     3.      Boðnar verði út UHF-sjónvarpstíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á árinu 2005.
     4.      Stafrænt gagnvirkt sjónvarp nái til því sem næst allra landsmanna árið 2007.
     5.      Hliðrænt dreifikerfi fyrir sjónvarp verði lagt niður eigi síðar en árið 2010.
     6.      Stjórnvöld tryggi sjónvarpsstöðvum sem hafa skyldur við almenning aðgengi að lokuðum dreifikerfum.

V. Öryggi og persónuvernd.
     1.      Leiðbeiningum og fræðsluefni um öryggismál, neytendavernd, persónuvernd og siðferðileg álitaefni verði miðlað til neytenda.
     2.      Stofnaður verði vinnuhópur til að herða viðbrögð við óværu á netinu.
     3.      Skilgreind verði skýr öryggisviðmið og lágmarksgæðakröfur vegna virkni fastaneta og farsímaneta. Eftirfylgni verði tryggð.
     4.      Skilgreint verði hvaða kröfur um gæði og rekstraröryggi á að gera til netþjónustuaðila.
     5.      Gert verði áhættumat um tengingu landsins við útlönd og tryggt að öryggismálum verði þannig háttað að tenging rofni ekki. Lágmarksþjónusta og viðbragðsáætlun verði skilgreindar ef bregðast þarf við bilun eða ógn, t.d. ef tenging um sæstreng rofnar.
     6.      Hlutverk almannavarna hvað varðar virkni fjarskiptaneta verði skilgreint og tryggt að vernd fjarskiptavirkja verði í samræmi við kröfur stjórnvalda.
     7.      Sett verði fram og framfylgt aðgerðaáætlun um hvernig megi verjast ruslpósti.
     8.      Almenningur verði upplýstur um rétt sinn til friðhelgi einkalífs í fjarskiptum, þær hættur sem fjarskipti kunna að hafa í för með sér og viðbrögð við þeim.

VI. Samkeppnishæfni.
     1.      Stuðlað verði að samkeppni milli fjarskiptaneta þar sem það er hagkvæmt.
     2.      Tryggt verði að fyrirtæki geti auðveldlega veitt virðisaukandi þjónustu ofan á fyrirliggjandi net.
     3.      Gagnsæi í kostnaði við fjarskiptanotkun verði tryggt og skyldur þjónustuaðila vegna gjaldmælinga verði skilgreindar.
     4.      Verð á fjarskiptatengingum til og frá landinu lækki.
     5.      Sérþarfir fatlaðra í fjarskiptum í upplýsingasamfélaginu verði greindar og stuðlað að framboði þjónustu og búnaðar sem hentar þeim.
     6.      Breytt verði byggingarreglugerð þannig að:
                  a.      húsbyggjanda verði skylt að sjá til þess að lögð séu ídráttarrör fyrir ljósleiðara að nýbyggingum,
                  b.      öllum fjarskiptafyrirtækjum sé heimilt að leggja háhraðalagnir (t.d. ljósleiðara) um lögnina að uppfylltum skilyrðum.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2005.