Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 665, 133. löggjafarþing 364. mál: Landsvirkjun (eignarhald og fyrirsvar).
Lög nr. 154 15. desember 2006.
Fjármálaráðherra skipar stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hana skulu skipa fimm menn og jafnmargir til vara.
Stjórnarmenn, aðal- og varamenn, skulu vera lögráða, bú þeirra skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta, þeir skulu hafa óflekkað mannorð og skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Landsvirkjunar. Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum orkufyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum orkustarfsemi sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Landsvirkjunar.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Á aukafundi Landsvirkjunar, sem halda skal í desember 2006, skal fyrirtækinu frá 1. janúar 2007 kosin ný stjórn og varastjórn. Frá sama tíma skal umboð núverandi stjórnarmanna og varastjórnarmanna Landsvirkjunar falla úr gildi.
II.
Reykjavíkurborg og Akureyrarbær bera einfalda ábyrgð með ríkissjóði á öllum skuldbindingum Landsvirkjunar sem stofnað er til fyrir árslok 2006. Skal sú ábyrgð sveitarfélaganna tveggja á skuldbindingum Landsvirkjunar haldast þar til skuldbindingarnar hafa að fullu verið efndar, en íslenska ríkið mun eftir 1. janúar 2012 tryggja Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ skaðleysi ábyrgðar á þeim skuldbindingum Landsvirkjunar sem á þau kunna að falla eftir þann tíma.
Þingskjal 665, 133. löggjafarþing 364. mál: Landsvirkjun (eignarhald og fyrirsvar).
Lög nr. 154 15. desember 2006.
Lög um breyting á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:- Í stað orðanna „Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og Eignarhluta ehf.
- 4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á ríkissjóður 99,9% eignarhluta í fyrirtækinu og Eignarhlutir ehf. 0,1%.
- 2. mgr. orðast svo:
2. gr.
3. gr. laganna fellur brott og breytist númeraröð annarra greina í samræmi við það.3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:- Við 1. mgr. bætist: eða með sérlögum eða samningum.
- 2. mgr. fellur brott.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- 1. mgr. fellur brott.
- 2. mgr. orðast svo:
- 3. mgr. fellur brott.
5. gr.
6. gr. laganna fellur brott og breytist númeraröð annarra greina í samræmi við það.6. gr.
7. gr. laganna fellur brott og breytist númeraröð annarra greina í samræmi við það.7. gr.
8. gr. laganna orðast svo:Fjármálaráðherra skipar stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hana skulu skipa fimm menn og jafnmargir til vara.
Stjórnarmenn, aðal- og varamenn, skulu vera lögráða, bú þeirra skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta, þeir skulu hafa óflekkað mannorð og skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Landsvirkjunar. Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum orkufyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum orkustarfsemi sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Landsvirkjunar.
8. gr.
Í stað orðsins „reglugerð“ í lokamálsgrein 9. gr. laganna kemur: starfsreglur stjórnar Landsvirkjunar.9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:- Í stað orðsins „ársfund“ í 1. málsl. og orðsins „ársfundi“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: aðalfund; og: aðalfundi.
- Orðin „til eigenda Landsvirkjunar“ í 3. tölul. 1. mgr. falla brott.
- 2. mgr. orðast svo:
- 3. mgr. orðast svo:
10. gr.
11. gr. laganna fellur brott og breytist númeraröð annarra greina í samræmi við það.11. gr.
Eftirfarandi beytingar verða á 3. mgr. 12. gr. laganna.- Í stað orðsins „Ársfundur“ kemur: Aðalfundur.
- Orðin „borgarendurskoðunar Reykjavíkur og endurskoðanda Akureyrarbæjar“ falla brott.
12. gr.
13. gr. laganna fellur brott og breytist númeraröð annarra greina í samræmi við það.13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:- Í stað orðsins „eignaraðila“ í lok 2. málsl. 1. mgr. kemur: fjármálaráðherra.
- 2. mgr. fellur brott.
14. gr.
15.–20. gr. laganna falla brott.15. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2007.Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.