Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 549, 135. löggjafarþing 293. mál: þingsköp Alþingis (starfstími Alþingis, eftirlitshlutverk, ræðutími o.fl.).
Lög nr. 161 20. desember 2007.

Lög um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, sbr. lög nr. 74/1992, 102/1993, 68/2007 og 102/2007.


1. gr.

     Á eftir orðunum „við þingsetningu“ í fyrri málslið 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: að loknum alþingiskosningum.

2. gr.

     4. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Hluta skal um sæti þingmanna á þingsetningarfundi í upphafi hvers löggjafarþings.

3. gr.

     Orðin „skv. 1. mgr. 39. gr.“ í fyrri málslið 2. mgr. 4. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þingflokki, sem ekki á fulltrúa í forsætisnefnd, er heimilt, með samþykki nefndarinnar, að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hennar.
  2. Í stað 2. mgr. koma fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  3.      Forsætisnefnd skipuleggur þinghaldið og gerir starfsáætlun fyrir hvert þing. Í starfsáætlun skal að jafnaði skipta starfstíma þingsins í fjórar annir:
    1. Haustþing, frá þingsetningu 1. október fram að jólahléi.
    2. Vetrarþing, að loknu jólahléi fram að dymbilviku.
    3. Vorþing, að lokinni páskaviku til loka maímánaðar.
    4. Þing- og nefndafundir í september.


     Sumarhlé þingsins er frá 1. júlí til 10. ágúst og skal ekki boða til nefndafunda á þeim tíma nema brýn nauðsyn krefji.
     Í starfsáætlun skal tilgreina hvaða daga ætla má að þingfundir verði, hvaða daga einvörðungu fundir í nefndum eða þingflokkum og hvaða dagar ætlaðir eru sérstaklega til starfa þingmanna í kjördæmum. Reglulegir þingfundir samkvæmt starfsáætlun skulu ekki standa lengur en til kl. 8 síðdegis. Frá því má þó víkja ef þingflokkar ná samkomulagi þar um eða ef þingið samþykkir, sbr. 67. gr. Tillögu um lengri fundartíma getur forseti borið upp án nokkurs fyrirvara. Þá getur forseti ákveðið að þingfundur standi til miðnættis á þriðjudagskvöldum.
     Forsætisnefnd fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og stofnana sem undir Alþingi heyra og hefur umsjón með alþjóðasamstarfi sem Alþingi á aðild að. Nefndin setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu. Auk þess fjallar forsætisnefnd um þau mál sem forseti leggur fyrir hana eða varaforsetar óska að ræða. Verði ágreiningur í nefndinni sker forseti úr.

5. gr.

     Við 2. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá getur þriðjungur nefndarmanna óskað eftir því að ráðherra komi á fundi þingnefndar í þinghléum.

6. gr.

     Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherrar skulu að jafnaði á fyrstu vikum þings koma á fund þingnefnda er fjalla um málaflokka þeirra, sbr. 1. mgr. 23. gr., og gera grein fyrir þeim þingmálum sem þeir hyggjast leggja fram á löggjafarþinginu, sbr. 3. mgr. 73. gr.

7. gr.

     Í stað orðanna „sbr. þó fyrri málslið 27. gr.“ í 1. mgr. 29. gr. laganna kemur: sbr. þó fyrri málslið 1. mgr. 27. gr.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
  1. Orðin „nema með samþykki þingsins“ í 4. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Lagafrumvörp, sem útbýtt er eftir lok nóvembermánaðar, verða ekki tekin á dagskrá fyrir jólahlé nema með samþykki þingsins, sbr. 67. gr. Þá verða lagafrumvörp, sem útbýtt er eftir 1. apríl, ekki tekin á dagskrá fyrir sumarhlé nema með samþykki þingsins, sbr. 67. gr.


9. gr.

     2. mgr. 39. gr. laganna orðast svo:
     Breytist frumvarp við 2. umræðu skal nefnd fjalla um frumvarpið að nýju áður en 3. umræða hefst ef þingmaður eða ráðherra óskar þess.

10. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 40. gr. laganna orðast svo: Við framhald umræðunnar gilda að nýju ákvæði 80. gr. um 3. umræðu um lagafrumvörp ef breytingartillögur hafa komið fram.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. laganna:
  1. 1., 4. og 5. málsl. 3. mgr. falla brott.
  2. Lokamálsliður 4. mgr. fellur brott.
  3. 5. mgr. fellur brott.
  4. 6. mgr. orðast svo:
  5.      Þingsályktunartillögur, sem útbýtt er eftir lok nóvembermánaðar, verða ekki teknar á dagskrá fyrir jólahlé nema með samþykki þingsins, sbr. 67. gr. Þá verða þingsályktunartillögur, sem útbýtt er síðar en 1. apríl, ekki teknar á dagskrá fyrir sumarhlé nema með samþykki þingsins, sbr. 67. gr.


12. gr.

     Orðin „sbr. 48. gr.“ í niðurlagi 45. gr. laganna falla brott.

13. gr.

     1. mgr. 48. gr. laganna orðast svo:
     Við umræður um skýrslur skv. 26., 31. og 45.–47. gr. geta þingflokkar sammælst um að hafa talsmenn, sbr. 6. mgr. 55. gr., og fer þá um ræðutíma þeirra skv. 80. gr.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:
  1. 3. málsl. 5. mgr. fellur brott.
  2. 4. málsl. 5. mgr. orðast svo: Öðrum þingmönnum er heimilt að gera einu sinni stutta athugasemd áður er fyrirspyrjandi og ráðherra tala öðru sinni.
  3. 7. mgr. orðast svo:
  4.      Í allt að hálftíma á fyrir fram ákveðnum þingfundum, að jafnaði tvisvar í hverri heilli starfsviku, sbr. 2. mgr. 10. gr., getur forseti heimilað þingmönnum að bera fram munnlegar fyrirspurnir til ráðherra án nokkurs fyrirvara. Forsætisráðherra skal fyrir kl. 12 á hádegi undanfarandi föstudag tilkynna forseta hvaða ráðherrar, að jafnaði fimm á hverjum fundi, verði til svara á þingfundum í næstu viku. Forseti tilkynnir þingmönnum um ákvörðun forsætisráðherra. Verði forföll eða óski forsætisráðherra eftir að breyta fyrri ákvörðun eða bæta við nýjum ráðherra til að svara fyrirspurnum skal það tilkynnt eins fljótt og unnt er.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 1. mgr., sem verður 2. mgr., fellur brott.
  2. Í stað orðanna „1. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr., sem verður 3. mgr., kemur: 2. mgr.
  3. 2. og 3. málsl. 2. mgr., sem verður 3. mgr., falla brott.
  4. Í stað orðanna „fyrri málsgreinar“ í 4. málsl. 2. mgr., sem verður 3. mgr., kemur: 2. mgr.
  5. 3. mgr., er verður 1. mgr., orðast svo:
  6.      Í allt að hálftíma á fyrir fram ákveðnum þingfundum, að jafnaði tvisvar í hverri heilli starfsviku, sbr. 2. mgr. 10. gr., geta þingmenn kvatt sér hljóðs um störf þingsins, gefið yfirlýsingu eða beint spurningum til formanna nefnda, formanna þingflokka eða annarra þingmanna.


16. gr.

     55. gr. laganna orðast svo:
     Um ræðutíma um lagafrumvörp, þingsályktunartillögur, svo og önnur þingmál, umræður utan dagskrár og aðrar umræður samkvæmt þingsköpum gilda þær reglur sem tilgreindar eru í 80. gr., yfirliti með reglum um ræðutíma.
     Forseta er þó heimilað að rýmka ræðutíma um þingmál við hverja umræðu sem er ef það er svo umfangsmikið eða mikilvægt að ekki sé hægt að ræða það á fullnægjandi hátt innan þeirra reglna sem annars gilda, sbr. 72. gr. Einnig er forseta heimilt að rýmka ræðutíma þingmanns ef sérstaklega stendur á og nauðsyn krefur. Ákvörðun forseta samkvæmt þessari málsgrein skal liggja fyrir áður en umræða hefst.
     Um umræður um frumvarp til fjárlaga gildir tvöfaldur sá ræðutími sem tilgreindur er í 80. gr. nema fyrir liggi samkomulag þingflokka um annað fyrirkomulag umræðunnar.
     Ef fyrir liggur rökstudd beiðni þingflokks skal við 2. umræðu um lagafrumvörp gilda tvöfaldur sá ræðutími sem tilgreindur er í 80. gr. Hver þingflokkur hefur rétt til að bera slíka beiðni fram við forseta tvisvar á hverju þingi. Beiðnin skal borin fram áður en umræða hefst.
     Framsögumaður telst sá sem svo er tilgreindur á skjali. Hafi hann forföll við umræðuna má fela öðrum að hafa framsögu með sömu réttindum meðan svo stendur. Ef tveir eða fleiri eru flutningsmenn máls skal sá er fyrstur stendur á skjalinu teljast framsögumaður nema annar sé tilnefndur.
     Talsmaður flokks eða þingflokks telst sá sem fyrstur talar af hálfu flokksins nema formaður þingflokksins tilkynni forseta um annað.
     Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um fundarstjórn forseta og til þess að bera af sér sakir.

17. gr.

     4. og 6. málsl. 2. mgr. 56. gr. laganna falla brott.

18. gr.

     Fyrri málsliður 1. mgr. 63. gr. laganna orðast svo: Forseti boðar þingfundi og ákveður dagskrá hvers fundar.

19. gr.

     Síðari málsliður 6. mgr. 66. gr. laganna fellur brott.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
  1. Í stað 2. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Forseti getur þá, með samþykki allra þingflokka, ákveðið áður en umræða hefst að ræðutími skuli vera annar en þingsköp ákveða, svo og hve lengi umræðan má standa. Þegar þannig er samið milli þingflokka um umræðutíma skal skipta honum sem næst því að hálfu jafnt milli þingflokka og að hálfu skal hafa hliðsjón af því hve margir þingmenn eiga aðild að hverjum þingflokki, en forseti ákveður þá ræðutíma þingmanna utan flokka.
  2. 4. mgr. fellur brott.


21. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 80. gr., svohljóðandi:
     Réttur þingmanna og ráðherra til að taka þátt í umræðum skal vera allt að þeim tíma sem tilgreindur er í eftirfarandi yfirliti með reglum um ræðutíma, sbr. þó 55. gr., um rýmkaðan rétt til umræðna, 56. gr., um styttingu andsvara, 57. gr., um takmörkun umræðna, 72. gr., um umsaminn ræðutíma, og 73.–75. gr., um stefnuræðu, almennar stjórnmálaumræður og útvarp umræðu:
REGLUR UM RÆÐUTÍMA
\hline
1. sinn 2. sinn Oftar
LAGAFRUMVÖRP
1. umræða:
Flutningsmaður (ráðherra eða þingmaður) 30 mín. 15 mín. 5 mín.
Aðrir ráðherrar 15 mín. 5 mín. 5 mín.
Aðrir þingmenn 15 mín. 5 mín.
2. umræða:
Framsögumaður nefndarálits 30 mín. 15 mín. 5 mín.
Ráðherra og flutningsmaður máls 20 mín. 10 mín. 5 mín.
Aðrir þingmenn 20 mín. 10 mín. 5 mín.
3. umræða:
Sama og við 1. umræðu nema hvað framsögumaður nefndarálits kemur í stað flutningsmanns
ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR
Fyrri umræða:
Flutningsmaður (ráðherra eða þingmaður) 15 mín. 10 mín. 5 mín.
Ráðherra 10 mín. 5 mín. 5 mín.
Aðrir þingmenn 10 mín. 5 mín.
Síðari umræða:
Sama og við 2. umræðu lagafrumvarpa
Ein umræða:
Sama og við 2. umræðu lagafrumvarpa
FYRIRSPURNIR
Fyrirspyrjandi 3 mín. 2 mín.
Ráðherra 5 mín. 2 mín.
Aðrir þingmenn og ráðherrar (stutt athugasemd) 1 mín.
ÓUNDIRBÚINN FYRIRSPURNATÍMI
Fyrirspyrjandi og ráðherra 2 mín. 1 mín.
SKÝRSLUR
Framsögumaður (ráðherra eða þingmaður) 20 mín. 10 mín. 5 mín.
Ráðherra 10 mín. 5 mín. 5 mín.
Talsmaður þingflokks 15 mín. 5 mín.
Aðrir þingmenn 10 mín. 5 mín.
STÖRF ÞINGSINS
Þingmenn og ráðherrar 2 mín. 2 mín.
UMRÆÐUR UTAN DAGSKRÁR (HÁLFTÍMI)
Málshefjandi 5 mín. 2 mín.
Ráðherra (sem er til andsvara) 5 mín. 2 mín.
Aðrir þingmenn og ráðherrar 2 mín. 2 mín.
UMRÆÐUR UTAN DAGSKRÁR (HINAR LENGRI)
Sama og við skýrslur
ANDSVÖR (ALLT AÐ 15 MÍN.)
Þingmenn og ráðherrar 2 mín. 2 mín.
Ræðumaður 2 mín. 2 mín.
ATHUGASEMDIR
Að gera grein fyrir atkvæði sínu 1 mín.
Fundarstjórn forseta, bera af sér sakir, athugasemd um atkvæðagreiðslu 1 mín. 1 mín.

22. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Lög þessi skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá gildistöku þeirra.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2007.