Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 390, 136. löggjafarþing 179. mál: frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins o.fl. (framlenging aðlögunartíma).
Lög nr. 154 23. desember 2008.

Lög um breytingu á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993, lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, og lögum um útlendinga, nr. 96/2002.


I. KAFLI
Breyting á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðanna „1. janúar 2009“ í ákvæði til bráðabirgða II í lögunum kemur: 1. janúar 2012.

II. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, með síðari breytingum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „nánustu aðstandenda“ í 1. mgr. kemur: íslensks ríkisborgara eða.
  2. Við 6. mgr. bætist: eða um sé að ræða nánasta aðstandanda íslensks ríkisborgara.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða II í lögunum:
  1. Í stað orðanna „14. gr.“ kemur: 22. gr.
  2. Í stað orðanna „1. janúar 2009“ kemur: 1. janúar 2012.


III. KAFLI
Breyting á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða II í lögunum:
  1. Í stað orðanna „1. janúar 2009“ í 1. og 2. málsl. kemur: 1. janúar 2012.
  2. Orðin „og ákvæði 4. mgr. 35. gr. laganna um heimild EES- eða EFTA-útlendings til að sækja um dvalarleyfi eftir komu til landsins“ í 2. málsl. falla brott.


5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2008.