Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 452, 136. löggjafarþing 152. mál: kolvetnisstarfsemi (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 166 31. desember 2008.
1. ÞÁTTUR
Breytingar á löggjöf iðnaðarráðuneytis.
I. KAFLI
Breyting á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, með síðari breytingum.
Iðnaðarráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir veitingu leyfis til leitar að kolvetni.
a. (8. gr. a.)
Þátttaka ríkisins.
Iðnaðarráðherra er heimilt að ákveða um þátttöku íslenska ríkisins í vinnslu kolvetnis samkvæmt lögum þessum.
Ákveði iðnaðarráðherra að íslenska ríkið taki þátt í vinnslu kolvetnis skal hann beita sér fyrir stofnun hlutafélags með það að markmiði að gæta hagsmuna íslenska ríkisins vegna þátttöku þess. Öll hlutabréf í hlutafélaginu skulu ávallt vera eign ríkissjóðs. Skal iðnaðarráðherra annast undirbúning að stofnun hlutafélagsins í samráði við fjármálaráðherra. Hlutafélaginu er óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki.
Hlutafélagi skv. 2. mgr. skal eingöngu vera heimilt að starfa á landgrunni Íslands. Hlutafélaginu er þó heimilt að starfa á þeim svæðum utan landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunns Íslands sem íslenska ríkið á rétt á hlutdeild í samkvæmt alþjóðasamningum eða öðrum heimildum.
b. (8. gr. b.)
Stjórn hlutafélagsins.
Ríkissjóður Íslands skal vera eigandi alls hlutafjár í hlutafélaginu við stofnun þess. Iðnaðarráðherra fer með eignarhlut ríkisins í félaginu.
Stjórn hlutafélagsins skal skipuð fimm mönnum. Þeir skulu kosnir á aðalfundi ár hvert.
Tilgangi og verkefnum hlutafélagsins skal nánar lýst í samþykktum þess. Samþykktum félagsins má breyta á hluthafafundi samkvæmt almennum reglum.
Ákvæði laga um hlutafélög gilda um félagið ef ekki er kveðið á um annað í lögum þessum.
Orkustofnun skal gefa iðnaðarráðherra árlega skýrslu um framkvæmd leitar, rannsókna og vinnslu.
Orkustofnun skal starfrækja og leiða starf samráðshóps eftirlitsaðila vegna leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis við Ísland. Í samráðshópnum skulu sitja 11 fulltrúar skipaðir af Brunamálastofnun, Flugmálastjórn Íslands, Geislavörnum ríkisins, Hafrannsóknastofnuninni, Landhelgisgæslu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Siglingastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Vinnueftirliti ríkisins. Hlutverk samráðshópsins skal m.a. vera að tryggja upplýsingaskipti og samræma opinbert eftirlit vegna leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis við Ísland. Nánar skal kveðið á um samráðshópinn í reglugerð.
a. (I.)
Þar til reglugerð hefur verið sett með stoð í 3. mgr. 6. gr. halda reglur um veitingu leyfa til leitar að kolvetni, nr. 553/2001, gildi sínu.
b. (II.)
Fyrir 1. janúar 2010 skulu iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti hafa lokið skoðun á því hvort þörf sé breytinga á ákvæðum 14.–18. gr. laganna og ákvæðum skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, varðandi efni, gerð og málsmeðferð skipulagsáætlana og leyfisveitinga vegna einstakra framkvæmda á grundvelli leyfa til rannsóknar og vinnslu kolvetnis sem gefin eru út af Orkustofnun.
2. ÞÁTTUR
Breytingar á löggjöf umhverfisráðuneytis.
II. KAFLI
Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.
Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir atvinnurekstur vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis sem getur haft í för með sér mengun í hafi eða á hafsbotni innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka. Áður en Umhverfisstofnun tekur ákvörðun varðandi leyfisumsókn skal stofnunin afla umsagna Hafrannsóknastofnunarinnar, Orkustofnunar og Brunamálastofnunar. Umhverfisstofnun annast eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum vegna starfsleyfisskyldrar starfsemi samkvæmt þessari grein. Ráðherra setur reglugerð samkvæmt tillögum Umhverfisstofnunar um framkvæmd hollustuhátta- og mengunarvarnaeftirlits varðandi mannvirki sem reist eru vegna rannsókna eða vinnslu kolvetnis í jörðu.
III. KAFLI
Breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum.
IV. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004, með síðari breytingum.
V. KAFLI
Breyting á lögum um brunavarnir, nr. 75/2000, með síðari breytingum.
Um eldvarnaeftirlit varðandi mannvirki vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis í íslenskri efnahagslögsögu og innan landgrunnsmarka fer samkvæmt ákvæðum þessarar greinar eftir því sem við getur átt. Brunamálastofnun annast framkvæmd eldvarnaeftirlits og setur um það reglur sem hljóta skulu staðfestingu ráðherra.
Mannvirki innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka sem eru fyrirhuguð eða tilkomin vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis skulu háð sérstöku öryggismati sem framkvæmt er af notanda mannvirkis og staðfest af Brunamálastofnun. Öryggismat þetta skal endurskoða að jafnaði á fimm ára fresti. Umhverfisráðherra setur að fengnum tillögum Brunamálastofnunar reglugerð um útfærslu og framkvæmd öryggismats, svo og þau gögn og upplýsingar sem nauðsynlegar verður að telja til að matið byggist á öruggum forsendum. Í reglugerð þessari skal einnig kveðið á um hlutverk slökkviliða vegna eld- eða sprengihættu í þessu sambandi.
Brunamálastofnun er heimil gjaldtaka vegna eldvarnaeftirlits, öryggismats og endurskoðunar öryggismats. Gjaldið má þó ekki vera hærra en nemur rökstuddum kostnaði við gerð eða endurskoðun öryggismats og framkvæmd eldvarnaeftirlits.
Þingskjal 452, 136. löggjafarþing 152. mál: kolvetnisstarfsemi (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 166 31. desember 2008.
Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna kolvetnisstarfsemi.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:- 4. mgr. orðast svo:
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
2. gr.
3. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.3. gr.
Við 2. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal Orkustofnun leita umsagnar viðeigandi sveitarfélaga ef sótt er um leyfi á svæði sem er innan 1 sjómílu frá netlögum.4. gr.
3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:Iðnaðarráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir veitingu leyfis til leitar að kolvetni.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- 3. mgr. fellur brott.
- 7. mgr. orðast svo:
6. gr.
Á eftir 8. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 8. gr. a og 8. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:a. (8. gr. a.)
Ákveði iðnaðarráðherra að íslenska ríkið taki þátt í vinnslu kolvetnis skal hann beita sér fyrir stofnun hlutafélags með það að markmiði að gæta hagsmuna íslenska ríkisins vegna þátttöku þess. Öll hlutabréf í hlutafélaginu skulu ávallt vera eign ríkissjóðs. Skal iðnaðarráðherra annast undirbúning að stofnun hlutafélagsins í samráði við fjármálaráðherra. Hlutafélaginu er óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki.
Hlutafélagi skv. 2. mgr. skal eingöngu vera heimilt að starfa á landgrunni Íslands. Hlutafélaginu er þó heimilt að starfa á þeim svæðum utan landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunns Íslands sem íslenska ríkið á rétt á hlutdeild í samkvæmt alþjóðasamningum eða öðrum heimildum.
b. (8. gr. b.)
Stjórn hlutafélagsins skal skipuð fimm mönnum. Þeir skulu kosnir á aðalfundi ár hvert.
Tilgangi og verkefnum hlutafélagsins skal nánar lýst í samþykktum þess. Samþykktum félagsins má breyta á hluthafafundi samkvæmt almennum reglum.
Ákvæði laga um hlutafélög gilda um félagið ef ekki er kveðið á um annað í lögum þessum.
7. gr.
Við 1. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Umsækjandi skal leggja fram viðeigandi uppdrætti.8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:- Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal Orkustofnun leita umsagnar viðeigandi sveitarfélaga ef sótt er um leyfi á svæði sem er innan 1 sjómílu frá netlögum.
- Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 5. mgr. kemur: Orkustofnunar.
- Við bætast fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Kolvetnisstarfsemi og tengd starfsemi skal rekin frá stöð á Íslandi. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um starfsemi slíkra stöðva í reglugerð, svo sem varðandi fjarlægð frá rannsóknar- og vinnslusvæði.
Leyfishafi rannsóknar- og vinnsluleyfis skal á gildistíma leyfis greiða árlegt framlag til sérstaks menntunar- og rannsóknarsjóðs. Í rannsóknar- og vinnsluleyfi skal nánar kveðið á um stofnframlag sem og árlegt gjald í framangreindan sjóð. Nánar skal kveðið á um markmið og hlutverk menntunar- og rannsóknarsjóðs í reglugerð sem iðnaðarráðherra setur. Stjórn sjóðsins skal skipuð fulltrúum leyfishafa auk fulltrúa ríkisins sem iðnaðarráðherra skipar og hefur neitunarvald séu ákvarðanir stjórnarinnar ekki í samræmi við hlutverk og markmið sjóðsins eins og þau eru skilgreind í reglugerð. Orkusjóður undir umsjón Orkustofnunar annast daglega umsýslu sjóðsins.
Hver umsækjandi getur eingöngu fengið úthlutað einu leyfi skv. IV. kafla.
9. gr.
9. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Stofnframlag sem og árlegt gjald leyfishafa rannsóknar- og vinnsluleyfis í sérstakan menntunar- og rannsóknarsjóð.10. gr.
Í stað orðsins „hann“ í 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: stofnunin.11. gr.
Í stað 2. mgr. 24. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Orkustofnun skal gefa iðnaðarráðherra árlega skýrslu um framkvæmd leitar, rannsókna og vinnslu.
Orkustofnun skal starfrækja og leiða starf samráðshóps eftirlitsaðila vegna leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis við Ísland. Í samráðshópnum skulu sitja 11 fulltrúar skipaðir af Brunamálastofnun, Flugmálastjórn Íslands, Geislavörnum ríkisins, Hafrannsóknastofnuninni, Landhelgisgæslu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Siglingastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Vinnueftirliti ríkisins. Hlutverk samráðshópsins skal m.a. vera að tryggja upplýsingaskipti og samræma opinbert eftirlit vegna leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis við Ísland. Nánar skal kveðið á um samráðshópinn í reglugerð.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. a laganna:- Við bætast tvær nýjar málsgreinar, 1. og 2. mgr., svohljóðandi:
- 1. mgr., er verður 3. mgr., orðast svo:
- Fyrir leyfi til leitar að kolvetni með rannsóknir og vinnslu að markmiði, sbr. 4. gr., skal greiða 600.000 kr.
- Fyrir leyfi til rannsókna kolvetnis, sbr. 7. gr., skal greiða 850.000 kr.
- Fyrir leyfi til vinnslu kolvetnis, sbr. 7. gr., skal greiða 1.350.000 kr.
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Gjaldtaka vegna umsókna, útgáfu leyfa og eftirlits.
Umsækjandi um leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis skal greiða til Orkustofnunar 150.000 kr. umsóknargjald.
13. gr.
Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:a. (I.)
Þar til reglugerð hefur verið sett með stoð í 3. mgr. 6. gr. halda reglur um veitingu leyfa til leitar að kolvetni, nr. 553/2001, gildi sínu.
b. (II.)
Fyrir 1. janúar 2010 skulu iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti hafa lokið skoðun á því hvort þörf sé breytinga á ákvæðum 14.–18. gr. laganna og ákvæðum skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, varðandi efni, gerð og málsmeðferð skipulagsáætlana og leyfisveitinga vegna einstakra framkvæmda á grundvelli leyfa til rannsóknar og vinnslu kolvetnis sem gefin eru út af Orkustofnun.
14. gr.
Við 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lögin ná einnig til starfsemi og framkvæmda í efnahagslögsögunni vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis.15. gr.
Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, svohljóðandi:Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir atvinnurekstur vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis sem getur haft í för með sér mengun í hafi eða á hafsbotni innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka. Áður en Umhverfisstofnun tekur ákvörðun varðandi leyfisumsókn skal stofnunin afla umsagna Hafrannsóknastofnunarinnar, Orkustofnunar og Brunamálastofnunar. Umhverfisstofnun annast eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum vegna starfsleyfisskyldrar starfsemi samkvæmt þessari grein. Ráðherra setur reglugerð samkvæmt tillögum Umhverfisstofnunar um framkvæmd hollustuhátta- og mengunarvarnaeftirlits varðandi mannvirki sem reist eru vegna rannsókna eða vinnslu kolvetnis í jörðu.
16. gr.
Í stað „6. gr. a“ í 7. gr. a laganna kemur: 6. gr. b.17. gr.
Við 2. mgr. 32. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu leyfis skv. 6. gr. a er heimilt að kæra til umhverfisráðherra. Um aðrar ákvarðanir Umhverfisstofnunar fer skv. 31. gr.18. gr.
Við fylgiskjal I við lögin bætist nýr töluliður er verður 25. tölul. og orðast svo: Rannsóknir og vinnsla kolvetnis.19. gr.
Við fylgiskjal II við lögin bætist nýr töluliður er verður töluliður 1.5 og orðast svo: Kolvetnisvinnsla.20. gr.
Við c-lið 2. tölul. 2. viðauka við lögin bætist nýr liður, vi. liður, svohljóðandi: vinnsla og rannsóknarboranir vegna kolvetnis utan netlaga og innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka.21. gr.
Við b-lið 7. tölul. 3. gr. laganna bætist: nema um sé að ræða efni frá kolvetnisvinnslu eða borunum tengdum henni.22. gr.
Við A-lið viðauka I við lögin bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Rannsóknir og vinnsla kolvetnis innan mengunarlögsögunnar.23. gr.
Við 1. málsl. 2. gr. laganna bætist: nema kveðið sé á um annað í lögum þessum.24. gr.
Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:Um eldvarnaeftirlit varðandi mannvirki vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis í íslenskri efnahagslögsögu og innan landgrunnsmarka fer samkvæmt ákvæðum þessarar greinar eftir því sem við getur átt. Brunamálastofnun annast framkvæmd eldvarnaeftirlits og setur um það reglur sem hljóta skulu staðfestingu ráðherra.
25. gr.
Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, 13. gr. a, svohljóðandi:Mannvirki innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka sem eru fyrirhuguð eða tilkomin vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis skulu háð sérstöku öryggismati sem framkvæmt er af notanda mannvirkis og staðfest af Brunamálastofnun. Öryggismat þetta skal endurskoða að jafnaði á fimm ára fresti. Umhverfisráðherra setur að fengnum tillögum Brunamálastofnunar reglugerð um útfærslu og framkvæmd öryggismats, svo og þau gögn og upplýsingar sem nauðsynlegar verður að telja til að matið byggist á öruggum forsendum. Í reglugerð þessari skal einnig kveðið á um hlutverk slökkviliða vegna eld- eða sprengihættu í þessu sambandi.
Brunamálastofnun er heimil gjaldtaka vegna eldvarnaeftirlits, öryggismats og endurskoðunar öryggismats. Gjaldið má þó ekki vera hærra en nemur rökstuddum kostnaði við gerð eða endurskoðun öryggismats og framkvæmd eldvarnaeftirlits.
26. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 20. desember 2008.