Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 198. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Nr. 5/136.

Þskj. 699  —  198. mál.


Þingsályktun

um íslenska málstefnu.


    Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.
    Alþingi lýsir yfir stuðningi við það meginmarkmið tillagna Íslenskrar málnefndar að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.

Samþykkt á Alþingi 12. mars 2009.