Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 361. máls.
136. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 708  —  361. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2007, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Högna S. Kristjánsson og Andra Júlíusson frá utanríkisráðuneyti og Ástríði Jóhannesdóttur frá viðskiptaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 114/2007, frá 28. september 2007, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/16/EB um framkvæmd tilskipunar ráðsins 85/611/EBE um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS) að því er varðar útskýringu á tilteknum skilgreiningum.
    Um verðbréfaviðskipti annars vegar og verðbréfasjóði hins vegar gilda ólíkar Evrópugerðir, hinar svokölluðu MiFID- og UCITS-tilskipanir. Í UCITS-tilskipuninni er m.a. skilgreint í hvaða eignum verðbréfasjóða er heimilt að fjárfesta. Frá setningu tilskipunarinnar hafa allnokkrar breytingar átt sér stað á fjármálamörkuðum. Þannig hefur tegundum fjármálagerninga t.d. fjölgað umtalsvert. Af þessum sökum þótti tilefni til setningar tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar nr. 2007/16/EB, en í henni eru tiltekin hugtök sem fram koma í UCITS- tilskipuninni skilgreind nánar.
    Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og er gert ráð fyrir að frumvarp þar að lútandi verði lagt fram á næsta þingi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson, Lúðvík Bergvinsson, Ragnheiður E. Árnadóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. mars 2009.Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.Siv Friðleifsdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.