Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 30. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 816  —  30. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum.

Frá félags- og tryggingamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, Landssambandi sjálfstæðiskvenna, Viðskiptaráði Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Jafnréttisstofu og menntamálaráðuneyti. Þá barst tilkynning frá félags- og tryggingamálaráðuneyti.
    Í tillögunni er kveðið á um að Alþingi skuli álykta að félagsmálaráðherra feli Jafnréttisstofu að hrinda af stað aðgerðum í því skyni að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum. Mikið hefur verið rætt um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum á undanförnum missirum. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar vorið 2010 og telur nefndin rétt að leggja í aðgerðir fyrir þær enda hefur hlutur kvenna í sveitarstjórnum aukist hægt.
    Nefndin hefur kynnt sér sjónarmið umsagnaraðila sem eru að mestu jákvæð, þá styður Jafnréttisstofa framgang tillögunnar en stofunni er ætlað virkt hlutverk samkvæmt henni.
    Nefndin telur um þarft verkefni að ræða og leggur til að ályktunin verði samþykkt óbreytt.
    Ármann Kr. Ólafsson, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. mars 2009.



Þórunn Sveinbjarnardóttir,


form., frsm.


Steinunn Valdís Óskarsdóttir.


Þuríður Backman.



Atli Gíslason.


Helga Sigrún Harðardóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.