Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 825, 136. löggjafarþing 362. mál: náttúruvernd (gjaldtökuheimild).
Lög nr. 31 1. apríl 2009.

Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 29. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Umhverfisstofnun skal halda námskeið í landvörslu í samræmi við reglugerð umhverfisráðherra, sbr. 2. mgr. Umhverfisstofnun er heimilt að taka gjald fyrir námskeið í landvörslu og próftöku sem þátttakendur greiða. Upphæð gjalds má ekki vera hærri en sá kostnaður sem hlýst af námskeiðshaldi og vinnu vegna próftöku. Ráðherra setur gjaldskrá að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. mars 2009.