Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 43. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Nr. 12/136.

Þskj. 869  —  43. mál.


Þingsályktun

um úttekt á aðgengi í gömlu íbúðarhúsnæði.


    Alþingi ályktar að fela félags- og tryggingamálaráðherra að gera úttekt á aðgengi í gömlu íbúðarhúsnæði á Íslandi svo að fötluðum, öldruðum, barnafólki og öðrum sem þess þarfnast verði gert mögulegt að búa lengur í íbúðum sínum en nú er hægt eða festa kaup á hentugum íbúðum í eldra húsnæði. Jafnframt verði ráðherra falið að leggja fyrir Alþingi tillögur til úrbóta.

Samþykkt á Alþingi 31. mars 2009.