Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1172, 138. löggjafarþing 513. mál: framkvæmdarvald ríkisins í héraði (tímabundin setning í sýslumannsembætti).
Lög nr. 51 9. júní 2010.

Lög um breyting á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ef sýslumanni er veitt lausn frá embætti, leyfi frá störfum eða hann forfallast af öðrum ástæðum getur ráðherra falið öðrum sýslumanni að gegna embættinu til allt að eins árs í senn.
     Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2015.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2010.