Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1189, 138. löggjafarþing 530. mál: stimpilgjald og aukatekjur ríkissjóðs (undanþága stimpilgjalds við endurfjármögnun bílalána).
Lög nr. 49 9. júní 2010.

Lög um breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, og lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 24. og 26. gr. laganna skal, þegar bílalán einstaklings er, á tímabilinu frá og með 1. desember 2009 til og með 31. desember 2010, endurnýjað með nýju bílaláni sem kemur í stað þess eldra, ekki greiða stimpilgjald af þeim hluta nýja bílalánsins sem svarar til uppreiknaðs virðis eldra bílalánsins ásamt vanskilum. Er ákvæði þetta óháð því hvort um nýjan kröfuhafa er að ræða samkvæmt hinu nýja bílaláni.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

2. gr.

     Á milli fjárhæðarinnar „30.000.000 kr.“ og orðsins „vegna“ í b-lið 2. tölul. 1. mgr. og b-lið 3. tölul. 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: og.

3. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. laganna skal ekki greiða þinglýsingargjald af skjölum sem stimpilfrjáls eru samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða II–VI í lögum um stimpilgjald.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2010.