Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Prentað upp.

Þskj. 1508  —  705. mál.
Flutningsmenn.




Breytingartillaga



við till. til þál. um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010 [í skýrslu á þskj. 1501].

Frá Birgittu Jónsdóttur og Þór Saari.



    Eftirfarandi breytingar verði á tillögugreininni:
     a.      Við bætist ný málsgrein, 7. mgr., svohljóðandi:
                  Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að breyta aðalnámskrám grunnskóla og framhaldsskóla þannig að heimspeki verði skyldufag sem verði kennt að meðaltali einn áfanga á hverju skólaári að lágmarki á hvoru skólastigi.
     b.      Við II. lið 8. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Stjórnsýsluúttekt á forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti og starfsháttum þeirra frá ársbyrjun 2007 til loka september 2010. Úttektin taki sérstaklega til samskipta við önnur ráðuneyti og stofnanir, ákvarðana sem teknar voru í viðkomandi ráðuneytum á tímabilinu og atburða sem tengjast falli bankanna.

Greinargerð.


    Með vísan til 8. bindis skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008, er lögð til breyting við tillöguna sem miðar að því að tryggja að heimspeki verði skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.
    Jafnframt er í ljósi umfjöllunar um forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneyti í skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lagt til að gerð verði stjórnsýsluúttekt á ráðuneytunum þremur og þá sérstaklega horft til samskipta, ákvarðana og atburða sem tengjast falli bankanna.