Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.Þingskjal 432  —  342. mál.


Skýrsla

forsætisráðherra um meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013.

(Lögð fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014–2015.)
    Samkvæmt 8. mgr. 45. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis skal forsætisráðherra í október ár hvert leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd þeirra ályktana sem þingið samþykkti á næstliðnu ári og kalla á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar, nema lög kveði á um að haga skuli skýrslugjöf til þingsins á annan hátt. Í skýrslunni skal enn fremur fjalla um meðferð málefna sem þingið hefur vísað til ríkisstjórnar eða einstaks ráðherra. Þegar skýrslan hefur verið lögð fram skal hún ganga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til umfjöllunar.
    Skýrsla sú, sem nú er lögð fram, nær til ályktana Alþingis á árinu 2013. Forsætisráðuneytið óskaði eftir því að viðkomandi ráðuneyti tækju saman greinargerðir um meðferð og framkvæmd þeirra þingsályktana og málefna sem þeim hefði verið falin meðferð á og fara svör ráðuneytanna hér á eftir.
    Þá fylgir skýrslunni einnig yfirlit yfir framkvæmd ályktana þingsins þrjú ár aftur í tímann í samræmi við fyrrnefnt ákvæði laga um þingsköp Alþingis. Er yfirlitið unnið á grundvelli upplýsinga frá viðkomandi ráðuneytum.

FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
Þál. 18/141 um hvernig minnast skuli 100 ára afmælis kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015, 11. mars 2013 – þskj. 1223.

    Þann 14. september 2013 hélt forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson fund með fulltrúum kvennasamtaka sem komu að undirbúningi þingmálsins. Þar var kosin afmælisnefnd. Hún hefur haldið 17 fundi (okt. 2014). Framkvæmdastjóri var ráðinn til starfa 1. mars 2014. Verkefni á vegum afmælisnefndar eru ýmis verkefni á vegum höfuðsafna landsins, Þjóðminjasafns, Listasafns Íslands og Landsbókasafns–Háskólabókasafns, s.s. sýningar, rannsóknir og málþing og er undirbúningur þeirra vel á veg kominn. Ritverk helgað 100 ára afmælinu sem komi út 2020. Hátíðahöld 19. júní 2015 á Austurvelli, undirbúningur stendur yfir og alþjóðaráðstefna haldin 22. og 23. október 2015. Hún er í undirbúningi. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með sérstaka tónleika með konum í lykilhlutverkum og verkum kvenna á efnisskrá 11. júní 2015. Verkefnastyrkjum til félagasamtaka verður úthlutað í nóvember og aftur eftir áramótin á vegum nefndarinnar, en félagasamtök, sveitarfélög, skólar, söfn, og kvenfélög, áhugahópar og grasrótarsamtök ýmiskonar hafa verið hvött til að minnast afmælisins með fjölbreyttum hætti. Sá undirbúningur er víða í fullum gangi. Frímerki í tilefni afmælisins kemur út í febrúar 2015. Afmælisins verður minnst með viðburðum allt árið 2015. Sjá nánar á vef afmælisins www.kosningarettur100ara.is

Þál. 1/142 um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, 28. júní 2013 – þskj. 55.

    Öllum liðum þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi er lokið.

     1.      Settur verði á fót sérfræðingahópur er útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Tillögur liggi fyrir í nóvember 2013. Ábyrgð: Forsætisráðherra og ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna. Sérfræðingahópurinn skilaði af sér í lok nóvember 2013 skýrslu um aðgerðaáætlun um lækkun húsnæðisskulda. Tillögurnar voru tvíþættar, annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattaívilnun vegna séreignarsparnaðar. Í kjölfarið var skipuð verkefnisstjórn um framkvæmd skuldaleiðréttingar og ráðinn verkefnisstjóri yfir verkefninu. Í maí 2014 voru samþykkt á Alþingi lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, nr. 35/2014, og lög um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, nr. 40/2014. Opnað var fyrir umsóknir um leiðréttingu og séreignarsparnaðarleið sl. sumar og er nú unnið að framkvæmd leiðréttingar.
     2.      Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána. Tillögur að mögulegum útfærslum liggi fyrir í nóvember 2013. Ábyrgð: Forsætisráðherra. Útfærsla á skuldaleiðréttingunni krafðist ekki stofnunar leiðréttingarsjóðs.
     3.      Kannað skal hvernig gera megi yfirskuldsettum íbúðareigendum kleift að losna undan eftirstöðvum, sem veðið sjálft stendur ekki undir, án gjaldþrots. Um væri að ræða tímabundna aðgerð sem miðar að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013. Ábyrgð: Innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra. Félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra hafa lagt fram tillögur í ríkisstjórn og eru frumvörp væntanleg í haust.
     4.      Skipuð verði verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Tillögur liggi fyrir í upphafi árs 2014. Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gert opinberar tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála.
     5.      Lögfest verði flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldvanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu. Frumvarp lagt fram á sumarþingi 2013. Ábyrgð: Innanríkisráðherra. Lög nr. 80/2013, um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, voru samþykkt í júní 2013. Þar er kveðið á um flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldavanda heimilanna,.
     6.      Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. Ábyrgð: Forsætisráðherra. Sérfræðingahópurinn skilaði tillögum sínum í janúar 2014. Ríkisstjórnin samþykkti tilhögun vinnu við afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum í maí 2014.
     7.      Kannað verði hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu. Tillögur liggi fyrir í september 2013. Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra. Lög nr. 9/2014, um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, voru samþykkt á Alþingi í janúar 2014.
     8.      Sérfræðingahópur meti möguleika á því að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána. Tillögur liggi fyrir í ágúst 2013. Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra. Niðurstaða sérfræðingahóps var að gjaldtakan væri ekki framkvæmanleg að teknu tilliti til ákvæða stjórnarskrár.
     9.      Stimpilgjöld af lánsskjölum verði endurskoðuð og stefnt að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á húnæði til eigin nota. Frumvarp verði lagt fram á haustþingi 2013. Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra. Ný heildarlög um stimpilgjöld, nr. 138/2013, tóku gildi í janúar 2014.
     10.      Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Frumvarp verði lagt fram á sumarþingi 2013. Ábyrgð: Forsætisráðherra. Lög nr. 104/2013 um breytingu á lögum nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, voru samþykkt á Alþingi í september 2013.

ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ

    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á umræddu tímabili.

FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTIÐ

    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á umræddu tímabili.

INNANRÍKISRÁÐUENEYTIÐ
Þál. 19/141 um endurbætur björgunarskipa, 11. mars 2013 – þskj. 1224.

    Í apríl 2013 var undirritað samkomulag milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og innanríkisráðherra um greiðslur úr ríkissjóði vegna viðhalds og endurbóta björgunarskipa félagsins.

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Þál. 14/141 um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 24. janúar 2013 – þskj. 931.

    Starfshópur var skipaður í janúar 2014. Stefnt var að skilum tillagna í lok apríl 2014 en vegna mikils umfangs málsins er nú stefnt að skilum í lok desember 2014.

Þál. 16/141 um menningarstefnu, 6. mars 2013 – þskj. 1149.

    6. mars 2013 ályktaði Alþingi að fela mennta- og menningarmálaráðherra að starfa samkvæmt stefnu um listir og menningararfsstefnu. Er það fyrsta heildstæða menningarstefnan sem myndar ramma um framtíðarsýn og áherslur ríkisins í menningarmálum. Menningarstefnan byggir m.a. á niðurstöðum menningarþings, Menningarlandið 2010 – mótun menningarstefnu sem haldin var í apríl það ár.
    Í stefnunni eru fjórir meginþættir lagðir til grundvallar: Sköpun og þátttaka í menningarlífinu; gott aðgengi að listum og menningararfi; samvinna stjórnvalda við þá fjölmörgu aðila sem starfa á sviði menningar; þátttaka barna og ungmenna í menningarlífinu.
    Árið 2013 var skipaður starfshópur til að vinna að aðgerðaáætlun í anda markmiða samþykktrar menningarstefnu um að efla menningu barna og ungmenna. Hópurinn mun skila aðgerðaáætlun innan skamms.

Þál. 5/143 um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 19. desember 2013 – þskj. 435.

    Þingsályktunin gerir ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. september 2014. Skipun hópsins tafðist sökum mikilla anna við önnur verkefni ráðuneytisins. Nú er búið að skipa hópinn og boða til fyrsta fundar en óskað verður eftir því við Alþingi að fá skilafrest framlengdan til loka febrúarmánaðar 2015.

UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTIÐ
Þál. 13/141 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 14. janúar 2013. – þskj. 892.

    Verndar- og orkunýtingaráætlun var samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013. Í áætluninni eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk, allt eftir því hvort þar er að finna virkjunarkosti sem nýta má til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa þá eða kanna frekar. Umhverfisstofnun vinnur að friðlýsingu þeirra svæða sem lentu í verndarflokki, sbr. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Verkefnisstjórn áætlunarinnar vinnur nú að gerð tillagna um þriðja áfanga áætlunarinnar.

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Þál. 15/141 um aukin áhrif Íslands á ákvarðanir á vettvangi Evrópusamstarfs, 26. febrúar 2013 – þskj. 1081.

    Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi 26. febrúar 2013. Í mars 2014 kynnti ríkisstjórnin Evrópustefnu sína. Í henni er áhersla lögð á að skilgreina hagsmuni í EES-samstarfinu í samvinnu við atvinnulífið, m.a. í gegnum samráðshóp með atvinnulífinu sem fyrirhugað er að stofna og greina hagsmunamál á mótunarstigi löggjafarinnar innan ESB. Í sérstakri aðgerðaáætlun um EES-samninginn kemur fram að gert verði átak í snemmgreiningu löggjafar á vettvangi EES til að greina á fyrstu stigum stór hagsmunamál sem kalla á sérstök viðbrögð.

Þál. 22/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 26. mars 2013 – þskj. 1351.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 15. júní 2012. Hún öðlaðist gildi 10. apríl 2013.

Þál. 23/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 200/2012 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 26. mars 2013 – þskj. 1352.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 26. október 2012. Hún öðlaðist gildi 21. maí 2013.

Þál. 24/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 26. mars 2013 – þskj. 1353.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 7. desember 2012. Hún öðlaðist gildi 3. júní 2013.

Þál. 27/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 27. mars 2013 – þskj. 1392.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 7. desember 2012. Hún öðlaðist gildi 10. apríl 2013.

Þál. 25/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 26. mars 2013 – þskj. 1354.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 7. desember 2012. Hún öðlaðist gildi 3. júní 2013.

Þál. 21/141 um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016, 21. mars 2013 – þskj. 1311.

    Þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 hefur verið framfylgt frá því að hún var samþykkt. Ályktunin markar stefnu íslenskra stjórnvalda í málaflokknum yfir fjögurra ára tímabil og var sett fram á Alþingi í samræmi við 3. gr. laga nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Í samræmi við 3. gr. mun utanríkisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fjögurra ára, á vorþingi 144. löggjafarþings 2014–2015.
    Ráðherra gefur skýrslu annað hvert ár um framkvæmd áætlunar stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, sbr. 9. gr., samtímis því sem hann leggur fram tillögu til þingsályktunar. Slík skýrsla var lögð fram á vorþingi 2013 og náði yfir tímabilið 2011–2012. Næsta skýrsla mun fjalla um framkvæmdina árin 2013–2014.

Þál. 20/141 um staðfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, 15. mars 2013 – þskj. 1274.

    Íslensk stjórnvöld tilkynntu dönskum stjórnvöldum staðfestingu samningsins með orðsendingu hinn 25. nóvember 2013. Samningurinn öðlaðist gildi milli allra samningsríkjanna fimm hinn 1. maí 2014. Sjá einnig lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, nr. 119/2013.

Þál. 1/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES- samninginn, 4. desmeber 2013 – þskj. 302.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 28. september 2012. Hún öðlaðist gildi 13. desember 2013.

Þál. 2/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 4. desember 2013 – þskj. 303.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 15. mars 2013. Hún öðlaðist gildi 13. desember 2013.

Þál. 3/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn, 4. desember 2013 – þskj. 304.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 3. maí 2013. Hún öðlaðist gildi 13. desember 2013.

Þál. 4/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn, 4. desember 2013 – þskj. 305.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 14. júní 2013. Hún öðlaðist gildi 13. desember 2013.

VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ
Þál. 17/141 um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014, 11. mars 2013 – þskj. 1222.

    Með þingsályktuninni var ráðherra og Barnaverndarstofu falið að vinna samkvæmt framkvæmdaáætluninni fram að sveitarstjórnarkosningum á árinu 2014, með það að markmiði að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega og árangursríka aðstoð.
    Flestum verkefnum áætlunarinnar er lokið, önnur eru í vinnslu eða hafa ekki komið til framkvæmda. Þá er einnig um að ræða ýmis verkefni sem eru viðvarandi.
    Í velferðarráðuneyti er nú unnið að gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga í samræmi við 3. mgr. 5. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með síðari breytingum.

Staðan á framkvæmd þingsályktana frá árunum 2010 – 2012

2012
Forsætisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 1/141 um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun, 11. október 2012 – þskj. 241. Forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun apríl 2013. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum 3. desember 2013. Þann 13. desember 2013 samþykkti ríkisstjórnin að fela fjármála- og efnahagsráðherra að kanna frekar grundvöll tillagnanna og hrinda þeim í framkvæmd.
Þál. 16/140 um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi, 20. mars 2012 –þskj. 1020. Þann 30. janúar 2013 skilaði verkefnastjórn um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi aðgerðaáætlun til forsætisráðuneytisins á grundvelli þingsályktunarinnar. Þá skilaði verkefnastjórnin skýrslu til ráðuneytisins þann 13. mars 2014 um ráðstöfun fjármuna sem tengjast græna hagkerfinu á fjárlögum ársins 2013.
Þál. 19/140 um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, 11. maí 2012 – þskj. 1297. Framkvæmd lokið með forsetaúrskurði, nr. 99/2012, um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.
Þál. 17/140 um úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði, 21. mars 2012 –þskj. 1032. Nefnd, sem skipuð var af hálfu forsætisráðuneytisins, skilaði skýrslu og tillögum um bætta neytendavernd á fjármálamarkaði í apríl 2013.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 6/140 um norræna hollustumerkið Skráargatið, 16. febrúar 2012 –þskj. 817. Reglugerð nr. 999/2013 um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla birt 12. nóvember 2013.
Þál. 44/140 um stefnu um beina erlenda fjárfestingu, 11. júní 2012 – þskj. 1497. Skýrsla Fjárfestingarvaktar lögð fram í maí 2013, með vísan til þingsályktunarinnar.
Þál. 4/140 um lagningu raflína í jörð, 1. febrúar 2012 – þskj. 748. Skýrsla nefndar um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð lögð fram í október 2013, með vísan til þingsályktunarinnar.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti:
Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á umræddu tímabili.
Innanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 3/141 um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2014, 29. nóvember 2012 – þskj. 592. Unnið hefur verið að þessari þingsályktun og hefur ráðherra skilað árlegri skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar.
Þál. 4/141 um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2022, 29. nóvember 2012 – þskj. 593.
Unnið hefur verið að þessari þingsályktun og hefur ráðherra skilað árlegri skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar.
Þál. 48/140 um samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022, 19. júní 2012 – þskj. 1630. Unnið hefur verið að þessari þingsályktun og hefur ráðherra skilað árlegri skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar.
Þál. 49/140 um grundvallarskilgreining ar löggæslu á Íslandi og löggæsluáætlunar fyrir Ísland, 19. júní 2012 – þskj. 1648. Vinna er hafin og ráðgert er að ljúka gerð áætlunar um næstu áramót. Niðurstaða þeirrar vinnu verður lögð til grundvallar löggæsluáætlun.
Þál. 45/140 um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi, 11. júní 2012 – þskj. 1511. Stýrihópur á vegum Ríkislögreglustjóra er að störfum.
Þál. 37/140 um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, 24. maí 2012 – þskj. 1407. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 20. október 2012 í samræmi við þingsályktunina. Verkefninu lauk með birtingu landskjörstjórnar á niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 12/140 um vestnorrænt samstarf um listamannagistingu, 23. febrúar 2012 – þskj. 871. Ályktunin hefur verið rædd á fundi samstarfsráðherra og Vestnorræna ráðsins. Árið 2007 var sett á fót nýtt norrænt stuðningskerfi fyrir þá listamenn sem vilja dvelja tímabundið á öðrum Norðurlöndum eða í Eystrasaltsríkjunum, svokallað norræna ferða- og dvalarstyrkjakerfið. Allir þeir sem lögheimili eiga á Norðurlöndum eða Eystrasaltsríkjunum geta sótt um stuðning í þennan sjóð. Norræna menningargáttin (KKN – Kulturkontakt Nord) annast umsjón þessa ferða- og dvalarstyrkjakerfis. Hér á landi reka ýmis listamannasamtök og önnur samtök gestaíbúðir fyrir lista- og fræðimenn, s.s. Samband íslenskra myndlistarmanna, Rithöfundasamband Íslands og Gunnarsstofnun. Í samstarfssamningi Vestnorrænu landanna sem gildir til ársloka 2014 er Íslandi falin ábyrgð á að koma á fót tengslanetum og dvalarstöðum í samstarfi landanna. Lista- og fræðimenn frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi hafa greiðan aðgang að norræna styrkjakerfinu og telst það ákvæði samningsins því hafa komist til fullnustu.
Þál. 13/140 um ráðstefnu um tónlistarhefðir vestnorrænnu landanna og möguleika til tónlistarmenntunar til hagsbóta fyrir vestnorrænu löndin, 23. febrúar 2012 – þskj. 872. Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu samstarfi 2014 var efni þessarar ályktunar framkvæmt með norrænni ráðstefnu um menningarerfðir ásamt tónlistarhátíð henni tengdri sem fram fór á Akureyri 20.–23. ágúst sl. Meginefni ráðstefnunnar var þjóðtónlist og menntun listamanna í að viðhalda henni. Lista- og fræðimenn frá Vestnorrænu löndunum tóku virkan þátt í ráðstefnunni. Vestnorræna ráðið afskrifaði á fundi sínum í september ályktun nr. 6/2011, sem fjallar um sama efni þar sem ályktunin þótti uppfyllt.
Þál. 14/140 um vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar, 23. febrúar 2012 – þskj. 873.

Í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi 2014 er veittur styrkur til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til að efna til málþings milli landanna til að auka tengsl milli landanna á sviði kvikmyndagerðar. Málþingið verður haldið í október n.k. Vestnorræna ráðið afskrifaði á fundi sínum í september ályktun nr. 2/2011, sem fjallar um sama efni þar sem ályktunin þótti uppfyllt.
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 11/140 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni, 23. febrúar 2012 – þskj. 870. Í þingsályktun nr. 11/140 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni er skorað á ríkisstjórnina að láta, í samvinnu við Færeyjar og Grænland, skilgreina sameiginlega hagsmuni landanna með tilliti til meðferðar á endurvinnanlegu brotajárni og gefa Vestnorræna ráðinu skýrslu um hvernig meðferð þess er háttað í löndunum þremur. Ráðuneytið hefur með bréfum, dags. 3. september 2012 og 7. júní 2013, farið þess á leit við utanríkisráðuneytið að það láti Norðurlandaskrifstofu í té greinargerð ráðuneytisins um viðbrögð við ályktun Vestnorræna ráðsins 4/2011 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni. Í greinargerð ráðuneytisins er gerð grein fyrir hvernig meðferð brotajárns er háttað hérlendis. Ráðuneytið lýsir sig jafnframt tilbúið að kanna möguleika á samvinnu með meðferð brotajárns í löndunum þremur komi fram ósk um það frá Færeyjum og Grænlandi.
Utanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 6/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn (vernd mikilvægra grunnvirkja), 22. desember 2012 – þskj. 879. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 30. apríl 2012 og öðlaðist gildi 4. mars 2013.
Þál. 7/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn (greiðsludráttur í viðskiptum), 22. desember 2012 – þskj. 880. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 30. mars 2012 og öðlaðist gildi 4. mars 2013.
Þál. 8/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2012 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn (réttindi starfsmanna starfsmannaleigna), 22. desember 2012 – þskj. 881. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 13. júlí 2012 og öðlaðist gildi 4. mars 2013.
Þál. 9/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (textílvörur), 22. desember 2012 – þskj. 278. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 28. september 2012 og öðlaðist gildi 4. mars 2013.
Þál. 10/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 167/2012 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 22. desember 2012 – þskj. 883.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 28. september 2012 og öðlaðist gildi 4. mars 2013.
Þál. 12/141 um fullgildingu viðbótarbókunar við samning á sviði refsiréttar um spillingu, 22. desember 2012 – þskj. 885. Viðbótarbókunin var fullgilt af Íslands hálfu 15. febrúar 2013 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 1. júlí 2013.
Þál. 10/140 um skilgreiningu á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda í ljósi breyttrar stöðu norðurslóða í alþjóðakerfinu af völdum loftslagsbreytinga, 23. febrúar 2012 – þskj. 869. Haldinn var samráðsfundur Vestnorræna ráðsins með utanríkisráðherra Íslands, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands í Reykjavík um málið sumarið 2014, í aðdraganda ársfundar Vestnorræna ráðsins. Í kjölfar ályktana ráðsins nr. 1/2011 og 2/2012 um málið, er reglulegt samráð milli embættismanna á Íslandi, í Færeyjum og Grænlandi um málið, m.a. í aðdraganda funda í Norðurskautsráðinu. Þá hefur Alþingi samþykkt aðra þingsályktun sama efnis, nr. 12/143 (samþykkt 15. janúar 2014).
Þál. 15/140 um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 15. mars 2012 – þskj. 999. Samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 4. september 2012 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 1. janúar 2013.
Þál. 8/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn, 23. febrúar 2012 – þskj. 867. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 30. september 2011 og öðlaðist gildi 21. mars 2012.
Þál. 21/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn, 11.maí 2012 – þskj. 1303.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. júlí 2011 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 9/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn, 23.febrúar 2012 – þskj. 868. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 30. apríl 2010 og öðlaðist gildi 5. september 2012.
Þál. 32/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, 16.maí 2012 – þskj. 1368. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. júlí 2011 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 46/140 um samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (IPA), 18. júní 2012 –þskj. 1614. Samningurinn var samþykktur af Íslands hálfu 20. júní 2012 og öðlaðist gildi 21. júní 2012.
Þál. 22/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2010 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1304.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2010 og öðlaðist gildi 5. september 2012.
Þál. 23/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1305. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 29. júní 2009 og öðlaðist gildi 5. september 2012.
Þál. 24/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 11. maí 2012 –þskj. 1306. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. júlí 2011 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 33/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16.maí 2012 – þskj. 1369. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 21. október 2011 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 25/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 161/2011 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1307. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 2. desember 2011 og öðlaðist gildi 4. júlí 2012.
Þál. 29/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn, 16. maí 2012 – þskj. 1365.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. desember 2009 og öðlaðist gildi 5. september 2012.
Þál. 26/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1308. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. apríl 2011 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 31/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. maí 2012 – þskj. 1367. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2010 og öðlaðist gildi 5. september 2012.
Þál. 18/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn, 25.apríl 2012 – þskj. 1234. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. júlí 2011 og öðlaðist gildi 31. maí 2012.
Þál. 30/140 um staðfestingu samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna (norræn handtökuskipun), 16. maí 2012 – þskj. 1366. Samningurinn var staðfestur af Íslands hálfu 6. mars 2012 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 16. október 2012.
Þál. 20/140 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2012, 11.maí 2012 – þskj. 1302.

Samningarnir, sem einungis voru til eins árs, voru staðfestir af Íslands hálfu 1. mars 2012. Þeim var beitt til bráðabirgða frá 1. janúar 2012.
Þál. 36/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Hong Kong, Kína, samnings um vinnumál milli sömu aðila og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Hong Kong, Kína, 16. maí 2012 – þskj. 1372. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október 2012.
Þál. 34/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa og landbúnaðarsamnings milli Íslands og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa, 16. maí 2012 – þskj. 1370. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012 og öðluðust gildi 1. júlí 2014.
Þál. 35/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Svartfjallalands og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Svartfjallalands, 16. maí 2012 – þskj. 1371. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október 2012.
Þál. 28/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. maí 2012 – þskj. 1364.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. febrúar 2012 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 39/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1445. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. febrúar 2012 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 40/140 um heimild til staðfestingar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1446. Ákvörðunin var síðan samþykkt sem ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 hinn 26. júlí 2012. Ákvörðunin öðlaðist gildi 27. júlí 2012.
Þál. 41/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1447. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. febrúar 2012 og öðlaðist gildi 4. júlí 2012.
Þál. 42/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1448. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. júlí 2011 og öðlaðist gildi 6. september 2012.
Þál. 38/140 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2012, 24. maí 2012 – þskj. 1408. Samningurinn, sem einungis var til eins árs, var staðfestur af Íslands hálfu 29. mars 2012. Honum var beitt til bráðabirgða frá 23. mars 2012.
Velferðarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 3/140 um staðgöngumæðrun, 18. janúar 2012 –þskj. 702. Starfshópur vinnur að gerð frumvarps til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á grundvelli þingsályktunarinnar. Í frumvarpinu verður lögð áhersla á að tryggja hag og réttindi barnsins, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu verðandi foreldra. Lögð verður áhersla á traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur um framkvæmd og eftirlit með staðgöngumæðrun. Áætlað er að starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi í desember n.k. og verður frumvarpið lagt fyrir Alþingi í janúar/febrúar 2015.
Þál. 5/140 um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni, 16. febrúar 2012 – þskj. 816. Þingsályktunin féll að þeirri heilbrigðisáætlun sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu og fyrirhugað er að setja til ársins 2020. Henni var því fylgt eftir með því að setja hana inn í drög að heilbrigðisáætlun en fyrirhugað er að heilbrigðisáætlunin fari til afgreiðslu Alþingis bráðlega.
Þál. 43/140 um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 11. júní 2012 – þskj. 1496. Unnið er að framkvæmdaáætluninni á ýmsum sviðum samfélagsins. Samráðshópur skipaður fulltrúum velferðarráðuneytis hefur fylgt áætluninni eftir og verkefnisstjóri um áætlunina hefur leitast við að samræma verkefni og hafa heildarsýn. Fjármögnun verkefna hefur ekki verið eins og ráð var fyrir gert en samráðshópur hefur forgangsraðað þeim fjármunum sem til staðar eru. Félags- og húsnæðismálaráðherra tók ákvörðun um að framlengja gildistíma áætlunarinnar um tvö ár og bæta inn verkefnum á sviði velferðartækni. Þannig gildir áætlunin nú til ársloka 2016.
Þál. 27/140 um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks, 15. maí 2012 – þskj. 1338. Þingsályktunin féll að þeirri heilbrigðisáætlun sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu og fyrirhugað er að setja til ársins 2020. Henni var því fylgt eftir með því að setja hana inn í drög að heilbrigðisáætlun en fyrirhugað er að heilbrigðisáætlunin fari til afgreiðslu Alþingis bráðlega.
2011
Forsætisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 19/139 um skipun stjórnlagaráðs, 24. mars 2011 – þskj. 1120. Stjórnlagaráð lauk störfum 29. júlí 2011 með því að forseta Alþingis var afhent frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ráðið var síðan kvatt saman að nýju 8.–11. mars 2012 til að fjalla um spurningar og ábendingar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þál. 33/139 um menntun og atvinnusköpun ungs fólks, 7. júní 2011 – þskj. 1654. Starfshópur um samþættingu mennta- og atvinnumála, skilaði í nóvember 2012 skýrslu með tillögum sínum til forsætisráðherra.
Þál. 44/139 um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta, 15. júní 2011 – þskj. 1812. Háskóla Íslands var veitt fjárveiting fyrir stöðunni og var skipað í hana frá og með 1. apríl 2012.
Þál. 1/140 um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu, 29. nóvember 2011 – þskj. 407. Nýr sendiherra Íslands gagnvart Palestínu afhenti trúnaðarbréf sitt 11. mars 2012.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 23/139 um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010–2013, 15. apríl 2011 – þskj. 1328. Byggðastofnun vinnur að frágangi lokaskýrslu og reiknað er með að endanleg útgáfa verði kynnt á Alþingi á haustþingi 2014.
Þál. 24/139 um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi, 2. maí 2011 – þskj. 1350. Unnið hefur verið að kjarnsýnatöku í samræmi við þingsályktunina.
Þál. 34/139 um ferðamálaáætlun 2011–2020, 7. júní 2011 – þskj. 1657. Ferðamálastofa hefur unnið samantekt um stöðu aðgerða sem kveðið er á um í Ferðamálaáætlun 2011–2020.
Þál. 35/139 um orkuskipti í samgöngum, 7. júní 2011 – þskj. 1658. Búið að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem kveðið var á um í þingsályktuninni, varðandi orkuskipti í samgöngum.
Frv. til l. um sölu sjávarafla o.fl. vísað til ríkisstjórnarinnar, 31. mars 2011 – þskj. 1265. Endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun er í gangi.
Þál. 55/139 um samvinnu milli vestnorrænu ríkjanna um stjórn veiða úr sameiginlegum fiskstofnum, 16. september 2011 – þskj. 1967. Samvinna þessara ríkja á sér þegar stað innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefn darinnar (NEAFC) auk samvinnu á tví- og þríhliða grundvelli.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti:
Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á umræddu tímabili.
Innanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 14/139 um flug til Grænlands um Ísafjarðarflugvöll, 16. mars 2011 – þskj. 1063. Með þingsályktuninni var ráðherra falið að gera úttekt á kostnaði og mögulegum leiðum til þess að tryggja að á Ísafjarðarflugvelli verði nægjanlegur búnaður og aðstaða til að unnt verði að sinna þaðan flugi til Grænlands. Úttektin og niðurstöður hennar verði kynntar samgöngunefnd Alþingis. Þingsályktunin var send ISAVIA og Flugmálastjórn til skoðunar. Niðurstöður af könnun málsins liggja nú fyrir.
Þál. 15/139 um úttekt á gerð göngubrúar yfir Ölfusá við Selfoss, 16. mars 2011 – þskj. 1064. Með þingsályktuninni var ráðherra falið að láta meta kosti þess að gera göngubrú yfir Ölfusá við Selfoss og meta kostnað við slíka framkvæmd. Ráðherra fól Vegagerðinni að gera umrædda úttekt og lá hún fyrir í febrúar sl. Í henni kemur fram að líklegir staðir fyrir göngubrú séu rétt fyrir neðan og rétt fyrir ofan brúna yfir Ölfusá. Þetta mun hafa þau áhrif að umferðaröryggi mun aukast á brúnni sem er þó gott fyrir. Rýmra verður um alla umferð þegar hægt verður að taka þann hluta sem nú er notaður fyrir gangandi og hjólandi fólk undir bílaumferð. Þá mun brúin falla að skipulagi sveitarfélagsins en misvel eftir kostum. Ekki var metinn kostnaður við stíga og lagnir sem þó þarf að gera heldur eingöngu kostnaður við brúna sjálfa. Sá kostnaður er metinn um 380 m.kr.
Þál. 18/139 um kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, 17. mars 2011 – þskj. 1072. Samið var við Lagastofnun Háskóla Íslands um útgáfu á kynningarefni sem dreift var á öll heimili á landinu auk þess sem opnuð var vefsíða með kynningarefni.
Þál. 21/139 um úttekt á öryggisbúnaði Vestmannaeyjaferjunna r Herjólfs, 31. mars 2011 – þskj. 1204. Með þingsályktuninni var ráðherra falið að gera könnun á nauðsyn þess að endurnýja björgunarbúnað Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs og kynna samgöngunefnd Alþingis niðurstöður könnunarinnar. Könnun á öryggisbúnaði Herjólfs fór fram á árinu 2011. Var niðurstaðan sú að sá öryggisbúnaður sem nú er í Herjólfi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíks búnaðar og sé nægilegur á þeim siglingaleiðum sem Herjólfur hefur heimildir til að sigla á. Var Alþingi tilkynnt um þá niðurstöðu með bréfi dags. 12. maí 2011.
Þál. 29/139 um göngubrú yfir Markarfljót, 17. maí 2011 – þskj. 1437. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að hefja undirbúning að smíði göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal. Vegagerðin hefur áætlað kostnað við framangreindar framkvæmdir íheild um 200 m.kr. Væntanlega væri hægt að framkvæma í einhverjum áföngum, þótt brúin sjálf ásamt varnargörðum þyrfti að byggjast í einum áfanga. Á fjárlögum 2013 var 45 m.kr. fjárveiting til verkefnisins. Hún var síðan felld niður sem hluti af niðurskurði sem Vegagerðin varð fyrir. Ekki er fjárveiting til verkefnisins árið 2014.
Þál. 54/139 um eflingu samgangna milli Vestur-Norðurlanda, 16. september 2011 – þskj. 1966. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að stofna vinnuhóp, í samvinnu við Færeyjar og Grænland og með mögulegri þátttöku Norrænu Atlantsnefndarinnar til að vinna tillögur til eflingar innviða flug- og sjósamgangna á milli Vestur-Norðurlandanna í þágu aukins samstarfs á sviði ýmiss konar viðskipta og þjónustu auk vöru- og farþegaflutninga á milli landanna. Umræddur starfshópur hefur ekki verið skipaður en málið er í skoðun í ráðuneytinu.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 22/139 um eflingu skapandi greina, 7. apríl 2011 – þskj. 1279. Tvær skýrslur hafa verið gefnar út um skapandi greinar. Annars vegar „Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina“ frá 2011 og hins vegar „Skapandi greinar – sýn til framtíðar“. Á grundvelli síðari skýrslunnar var skipaður samstarfshópur um uppbyggingu skapandi greina. Hlutverk hópsins er að vinna að samræmdri uppbyggingu skapandi greina og gera tillögur til stjórnvalda um nauðsynlegar aðgerðir og fylgja þeim eftir. Skipunartími er til 31. janúar 2016. Tillögur liggja ekki fyrir enn sem komið er en meðal þess sem lögð er áhersla á er að tölfræði verði aðgengileg, efld verði menntun á sviði skapandi greina á öllum skólastigum sem og að stjórnir sjóða á vegum ráðuneyta hafi einnig á að skipa einstaklingum sem hafa þekkingu á þessu sviði.
Þál. 56/139 um samvinnu milli ríkissjónvarpsstöðva vestnorrænu ríkjanna, 16. september 2011 – þskj. 1968. Vísað er til svars fyrr í þessari skýrslu varðandi þál. 14/140 um vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar, 23. febrúar 2012 – þskj. 873.
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á umræddu tímabili.
Utanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 4/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2009 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1053. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011. Hún öðlaðist gildi 1. júlí 2013.
Þál. 5/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1054. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 16. júní 2011 og öðlaðist gildi 1. ágúst 2011.
Þál. 6/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2009 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 16. mars 2011, – þskj. 1055. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 7/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2008 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1056. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 8/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2008 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1057. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 9/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2010 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1058. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011. Hún öðlaðist gildi 1. maí 2013.
Þál. 10/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1059. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 11/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2010 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1060. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 12/139 um heimild til staðfestingar tveggja ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1061. Ákvarðanirnar voru teknar af sameiginlegu EES-nefndinni 1. apríl 2011 og öðluðust gildi 2. apríl 2011.
Þál. 13/139 um gerð samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga, 16. mars 2011 – þskj. 1062. Í 7. kafla skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, sem lögð var fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi, er gerð grein fyrir stefnumörkun utanríkisráðherra varðandi gerð fjárfestingasamninga við önnur ríki (sjá 593. mál, þskj. 1007, bls. 109).
Þál. 16/139 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 22. mars 2011 – þskj. 1090. Ákvarðanirnar voru staðfestar af Íslands hálfu 24. maí 2011 og öðluðust gildi 1. júlí 2011.
Þál. 18/139 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 22. mars 2011 – þskj. 1091. Ákvarðanirnar voru staðfestar af Íslands hálfu 13. maí 2011 og öðluðust gildi 1. júlí 2011.
Þál. 20/139 um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, 28. mars 2011 – þskj. 1148. Í 2. kafla skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, sem lögð var fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi, er fjallað um framkvæmd norðurslóðastefnunnar (sjá 593. mál, þskj. 1007, bls. 13–17).
Þál. 25/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Albaníu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Albaníu, 17. maí 2011 – þskj. 1433. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust þeir gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.
Þál. 26/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Perús og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Perús, 17. maí 2011 – þskj. 1434. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.
Þál. 27/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Serbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Serbíu, 17. maí 2011 – þskj. 1435. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.
Þál. 28/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Úkraínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Úkraínu, 17. maí 2011, – þskj. 1436. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust gildi 1. júní 2012.
Þál. 31/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnarnr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn, 27. maí 2011 – þskj. 1568.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 16. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 32/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2009 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 27. maí 2011 – þskj. 1569. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 16. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 36/139 um staðfestingu samnings milli Íslands og Noregs um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur, 10. júní 2011 – þskj. 1722. Samningurinn var staðfestur af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðlaðist gildi 3. október 2011.
Þál. 37/139 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2011, 10. júní 2011 – þskj. 1723. Samningunum, sem einungis voru til eins árs, var beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2011. Þeim var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 38/139 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2011, 10. júní 2011 – þskj. 1724. Samningurinn, sem einungis var til eins árs, öðlaðist gildi til bráðabirgða 22. febrúar 2011. Honum var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 39/139 um heimild til staðfestingar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 10. júní 2011 – þskj. 1725. Ákvörðunin var tekin af sameignlegu EES-nefndinni 19. desember 2011 og öðlaðist gildi 1. mars 2013.
Þál. 40/139 um fullgildingu Singapúr-samnings um vörumerkjarétt, 10. júní 2011 – þskj. 1731. Ísland fullgilti samninginn 5. september 2012 og öðlaðist hann gildi að því er Ísland varðar 14. desember sama ár.
Þál. 41/139 um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014, 10. júní 2011 – þskj. 1732.

Í mars 2013 samþykkti Alþingi þál. 21/141 um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 sem tók við af þál. 41/139. Gefin var út skýrsla um framkvæmd þál. 41/139 fyrir tímabilið 2011–2012.
Þál. 45/139 um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, 16. september 2011 – þskj. 1945. Þingmannanefnd um mótun þjóðaröryggistefnu fyrir Ísland skilaði tillögum til utanríkisráðherra í febrúar 2014. Unnið er að drögum að stefnunni í utanríkisráðuneytinu og er ætlunin að leggja þingsályktunartillögu um þjóðaröryggisstefnu Íslands fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi 2014–2015.
Þál. 46/139 um fullgildingu Árósasamnings um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum, 16. september 2011 – þskj. 1951. Samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 7. október 2011 og öðlaðist gildi hvað Ísland varðar 18. janúar 2012.
Þál. 47/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2008 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfisvernd) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1959. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 48/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1960.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 49/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2009 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1961. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 50/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 35/2010 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1962. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 51/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 2011. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 52/139 um athugun á fyrirkomulagi fraktflutninga við austurströnd Grænlands, 16. september 2011 – þskj. 1964. Í tengslum við heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, í september 2011, óskaði utanríkisráðuneytið eftir að ræða fyrirkomulag fraktflutninga við austurströnd Grænlands. Í aðdraganda þess fundar töldu grænlensk stjórnvöld ekki tímabært að taka það til umræðu þar sem málið væri til skoðunar hjá samgöngunefnd grænlenska þingsins. Í sama mánuði kom út ítarleg úttekt á vegum innviða- og samgönguráðuneytis Grænlands (d. Undersøgelse af mulighederne for alternativ godsforsyning af Østgrønland). Í úttektinni er í meginatriðum lagst gegn því að miklar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi fraktflutninga við austanvert Grænland. Vegna fyrirkomulags á siglingum og þjónustu milli Danmerkur og Grænlands hefur málið lítið hreyfst.
Frv. til l. um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja vísað til ríkisstjórnarinnar, 29. ágúst 2011 – þskj. 1826. Nefnd um mótun þjóðaröryggisstefnu fjallaði um málið. Nefndin skilaði tillögum sínum til utanríkisráðherra í febrúar 2014.
Velferðarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 30/139 um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 19. maí 2011 – þskj. 1480. Skýrsla um framkvæmd áætlunar í jafnréttismálum var lögð fram 1. nóvember 2013 á jafnréttisþingi. Þar kemur fram staðan á verkefnum áætlunarinnar. Flestum verkefnunum er lokið. Önnur verkefni eru viðvarandi. Eftir jafnréttisþing verður hafin vinna við gerð þingsályktunartillögu um framkvæmd jafnréttismála til næstu fjögurra ára.
Þál. 53/139 um vestnorrænt samstarf til að bæta aðstæður einstæðra foreldra á Vestur-Norðurlöndum, 16. september 2011 – þskj. 1965. Efni þál. var tekið upp að hluta á ráðstefnu NORA í Reykjavík í nóvember 2012. Það var einnig rætt með öðru á fundum vestnorrænna ráðherra heilbrigðismála sem haldinn var á Ísafirði 14. jan 2013. Það var einnig rætt í tengslum við fund Vestnorræna ráðsins sem haldinn var á Ísafirði 14.–17. jan. 2013.
2010
Forsætisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 18/138 um eflingu græna hagkerfisins Lokaskýrsla nefndar var gefin út í september 2011.
Þál. 29/138 um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010
Lagabreytingar
Endurskoðun stjórnarskráinnar Forsætisráðherra skipaði nýja stjórnarskrárnefnd til að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar hinn 6. nóvember 2013. Nefndin gaf út 1. áfangaskýrslu í júní 2014.
Endurskoðun á stjórnsýslulögum Í skoðun í forsætisráðuneytinu.
Endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð og lögum um Landsdóm Endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð og lögum um Landsdóm (Alþingi).
Endurskoðun starfsmannalaga Í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Endurskoðun á upplýsingalögum Ný upplýsingalög nr. 140/2012 gengu í gildi 1. janúar 2013.
Endurskoðun löggjafar um reikningsskil og bókhald Frumvarp þessa efnis var lagt fram að nýju á 143. löggjafarþingi af iðnaðar – og viðskiptaráðherra, þann 10. mars 2014.
Endurskoðun laga um endurskoðendur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði fram frumvarp á 141. löggjafarþingi en það hlaut ekki afgreiðslu, sjá þingmál nr. 503.
Endurskoðun laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kröfur til stjórnarmanna hafa þegar verið auknar, sbr. lög nr. 122/2011. Tveir starfshópar eru að störfum vegna annarra atriða. Öðrum var falið að endurskoða ákvæði laga um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar í lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og hinum var falið að endurskoða viðurlagaheimildir sömu laga. Það hefur tafist að þeir skili tillögum, en það er a.m.k. gert ráð fyrir að frumvarp um viðurlagaheimildirnar fari fyrir vorþingið 2014–2015 (fjármála- og efnahagsráðuneytið).
Endurskoðun löggjafar um eftirlit með fjármálastarfsemi á vettvangi SÍ og FME Unnar hafa verið tvær úttektir/skýrslur sem lagðar hafa verið fram á Alþingi. Sú fyrri var unnin af hálfu fjármála- og efnahagsráðherra og bar heitið „Framtíðarskipan fjármálakerfisins“ – og hin seinni var skýrslan „Heildarumgjörð um fjármálastöðugleika á Íslandi“, sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði fram á 141. löggjafarþingi. Nefndir hafa verið skipaðar til þess að semja frumvörp til laga, sem m.a. byggja á niðurstöðum þessara skýrslna og breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki Evrópusambandsins og í samræmi við tillögur Bankaeftirlitsnefndar BIS. Fyrstu frumvörpin eru á þingmálalista fjármála- og efnahagsráðherra á yfirstandandi þingi.
Sérstakri stofnun falið að spá fyrir um efnahagshorfur Framkvæmd ekki hafin við að skoða hvort fela eigi sjálfstæðri ríkisstofnun að spá fyrir um efnahagshorfur.
Endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands Ný lög hafa verið sett sbr. lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands.
Endurskoðun á lögum um þingsköp Alþingis Lagabreytingar hafa verið samþykktar, sbr. l. nr. 84/2011.
Endurskoðun löggafar um starfsemi á fjármálamarkaði Lagabreytingar hafa verið samþykktar, sbr. lög nr. 75/2010.
Endurskoðun löggjafar um háskóla Lögum um háskóla hefur verið breytt, sbr. lög nr. 67/2012.
Endurskoðun löggjafar um fjölmiðla, Ný lög hafa verið sett, sbr. lög nr. 38/2011.
-Rannsóknir og úttektir
Starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi frá setningu laga nr. 129/1997 Lífeyrissjóðirnir settu á fót nefnd sem hefur lokið störfum en meiri hluti stjórnskipurnar – og eftirlitsnefndar hefur flutt tillögu til þingsályktunar sem bíður síðari umræðu.
Aðdragandi og orsakir falls sparisjóða á Íslandi frá því að viðskipti með stofnfé voru gefin frjáls Rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, sem skipuð var í ágúst 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 10. júní 2011, skilaði skýrslu sinni fimmtudaginn 10. apríl 2014. Skýrsluna má finna á meðf.vefslóð www.rna.is/sparisj odir/skyrsla-nefndarinnar/
Stjórnsýsluúttekt á FME og SÍ Framkvæmd ekki hafin en ákveðnir þættir í starfsemi Fjármálaeftirlitsins hafa verið teknir út og endurskoðaðir.
-Aðrar tillögur
Tryggt verði með lögum og reglum að ráðherrar geti ekki gengið inn á verk- og ábyrgðarsvið annarra Ný lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.
Fundargerðir ríkisstjórnar verði skráðar með skýrum hætti og birtar opinberlega Ný lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.
Settar verði skýrar reglur um innleiðingu EES-gerða Breyting á þingskapalögum, sbr. lög nr. 84/2011.
Stjórnvöldum beri ávallt að hafa tiltæka viðbragðsáætlun við fjármálaáfalli Sjá samstarfssamning SÍ og FME og skýrslu nefndar um fjármálastöðugleika.
Skýrt sé hvaða aðilar hafi heildaryfirsýn yfir kerfisáhættu, fjármálalegan stöðugleika o.fl. Skýrsla um framtíð fjármálamarkaðar og opinbert eftirlit o.fl. liggur fyrir.
Stofnaður verði samráðsvettvangur fjármála- og efnhagsráðuneytisins, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands um efnahagsmál Vettvangur tryggður í nýjum sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.
Settar verði reglur um starfsemi samráðshópa og skráningu fundargerða almennt í Stjórnarráðinu Gefnar hafa verið út reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands nr. 1200/2013
Endurskoðað verði verklag við framlagningu stjórnarfrumvarpa með það að markmiði að auka sjálfstæði þingsins Verklag hefur verið í endurskoðun og er stefnt að því að gefa út nýja handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa síðar í vetur. Forsætisráðuneytið og skrifstofa Alþingis hafa staðið saman að þeirri endurskoðun. Þá er í bígerð hjá skrifstofu Alþingis að setja á fót hóp sérfræðinga í samræmi við þingsályktun nr. 46/143 um samningu stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 28/138 um áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands frá 6. september 2010 – þskj. 1474. Framundan er að marka stefnu um ferðaþjónustu á miðhálendinu. Mun hún m.a. byggja á rannsóknum sem unnar voru á árunum 2010–12 og fengu 12 m.kr. styrk frá ráðuneyti ferðamála. Þá er í gangi vinna við landsskipulag hjá Skipulagsstofnun og er sá hluti þess sem snýr að hálendinu vitanlega grunngagn í stefnumótunarvinnu ferðaþjónustu fyrir svæðið. Málið er unnið í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Þál. 8/138 um skýrslu sjávarútvegsráðherra Vestur-Norðurlanda um formlegasamvinnu landanna á sviði sjávarútvegs, 10. maí 2010 – þskj. 1064. Leitað hefur verið eftir samvinnu hinna Vestur-Norrænu ríkjanna um gerð þessarar „sameiginlegu skýrslu“.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 24/138 um skipun nefndar sem kanni forsendur verðtryggingar á Íslandi frá 16. júní 2010 – þskj. 1413. Nefndin lauk störfum 2011 og afhenti efnahags- og viðskiptaráðherra skýrslu.
Þál. 21/138 um aðgang fjárlaganefndar að upplýsingakerfum ríkisins frá 11. júní 2010 – þskj. 1310.

Fjárlaganefnd hefur frá árinu 2011 haft aðgang að þeim gögnum sem samkomulag er um við Fjársýslu ríkisins.
Innanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 22/138 um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009–2012 frá 15. júní 2010 – þskj. 1381. Unnið hefur verið skv. þessari þingsályktun og hefur ráðherra skilað árlega skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar.
Þál. 30/138 um málshöfðun gegn ráðherra frá 28. september 2010 – þskj. 1538. Framkvæmd lokið með dómi Landsdóms í máli nr. 3/2011 23. apríl 2012.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 7/138 um árlegan vestnorrænan dag frá 10. maí 2010 – þskj. 1063. Norræna húsið í Reykjavík efndi í fyrsta sinn til vestnorrænnar hátíðar dagana 7.– 9. september 2012 undir heitinu „Nýjar slóðir“. Margir viðamiklir viðburðir fóru fram þá daga sem hátíðin stóð yfir. Haldin var ráðstefna um málefni hafsins og kvikmyndaveisla í Bíó Paradís, tónleikar sem fóru fram í flugskýlinu við Reykjavíkurflugvöll, bókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins voru afhent og smiðjur voru fyrir börn og matarmarkaður staðsettur við höfnina. Mennta- og menningarmálaráðuneyti veitti 1,5 m.kr. styrk til hátíðarinnar. Árið 2013 var vestnorrænn dagur haldinn hátíðlegur í Grænlandi og í ár í Færeyjum. Þannig er stefnt að því að vestnorrænir dagar verði haldnir þriðja hvert ár í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í samræmi við ályktun Vestnorræna ráðsins.
Þál. 9/138 um vestnorrænt tilraunaverkefni á sviði fjarkennslu á háskólastigifrá 10. maí 2010 – þskj. 1065.
Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri eru jákvæðir vegna þál 9/138 en benda á að tryggja þurfi fjárhagslegan grundvöll verkefnisins þar sem að stefna skólanna sé eftir megni að þurrka út mörk fjarnáms og staðnáms og að ekki sé lengur nema að takmörkuðu leyti boðið upp á sérstaka fjarnámsáfanga við skólana. Þrátt fyrir að verkefnið hafi ekki þróast nákvæmlega skv. þál. 9/138 þá hefur Háskóli Íslands verið í samstarfi við Færeyja, gegnum Fróðskaparsetur Færeyja. Samstarf er í gangi um nám á meistarastigi í náms- og starfsráðgjöf. Félags- og mannvísindadeild hefur faglega umsjón með því. Í deiglunni er samstarf um að hefja nýtt meistaranám í vestnorrænum fræðum. Undirbúningur er nú vel á veg kominn og áætlað er að kennsla hefjist haustið 2015. Ásamt HÍ eru aðilar Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Grænlandi, Fróðskaparsetrið í Færeyjum og Nordland háskóli í Noregi. Samningur um verkefnið er á lokastigum.
Þál. 23/138 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandivernd tjáningar- og upplýsingafrelsis frá 16. júní 2010 – þskj. 1392. Sjá svar ráðherra við fyrirsp. um þál. 23/138 til Alþingis: althingi.is/altext/14 3/s/1235.html. Þar er m.a. greint frá skipun tveggja stýrihópa sem ætlað var að vinna að framgangi málsins. Vinna við framgang þál. liggur nú niðri í ráðuneytinu þar sem fjárframlag til verkefnisins er á þrotum og lögfræðingur sem starfaði við verkefnið tímabundið hefur látið af störfum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. nr. 3/138 um náttúruverndaráætlun 2009–2013 frá 2. febrúar 2010 – þskj. 654. Náttúruverndaráætlun 2009–2013 felur í sér friðlýsingu 11 svæða, auk tveggja vistgerða og tegunda háplantna, mosa, fléttna og hryggleysingja. Áætlunin rann út um áramót 2013–2014 en ráðherra hyggst leggja fram tillögu til þingsályktunar um framlengingu áætlunarinnar til janúar 2016. Unnið er að friðlýsingum samkvæmt náttúruverndaráætlun. Ný lög um náttúruvernd, nr. 60/2013, taka gildi 1. júlí 2015 og samkvæmt þeim lögum mun taka gildi nýtt ferli við útgáfu náttúruverndaráætlunar sem mun bera heitið náttúruminjaskrá, sbr. VI. kafli laga um náttúruvernd, nr. 60/2013
Þál. 28/138 um áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands frá 6. september 2010 –þskj. 1474. Sjá svar varðandi þessa tillögu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Utanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 4/138 um heillaóskir til litháísku þjóðarinnar í tilefni 20 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar hennar, 8. mars 2010 – þskj. 777. Ályktuninni var ekki beint til utanríkisráðuneytisins. Forseti Alþingis, sem var viðstödd athöfn í Vilníus í tilefni 20 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingarinn ar, afhenti þarlendum stjórnvöldum ályktunina í litháískri þýðingu.
Þál. 5/138 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009, um að fella inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/123/EB frá 12. desember 2006 um þjónustu á innri markaðnum (Þjónustutilskipun), og um breytingu á X. viðauka (Hljóð- og myndmiðlun) og XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við samninginn, 25. mars 2010 – þskj. 885. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 31. mars 2010 og öðlaðist gildi 1. maí 2010.
Þál. 6/138 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 25. mars 2010 – þskj. 886. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 17. september 2010 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2010.
Þál. 10/138 um samkomulag milli Íslands og Grænlands um skipti á útsendumsendifulltrúu m, 10. maí 2010 – þskj. 1066. Aðalræðisskrifstofa Íslands var opnuð í Nuuk á Grænlandi 1. júlí 2013. Alþingi veitti í fjárlögum ársins 2013 fjárveitingu til rekstrar skrifstofunnar. Við aðalræðisskrifstofuna starfar útsendur aðalræðismaður (sendiherra) og staðarráðinn aðstoðarmaður.
Þál. 12/138 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2007, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 18. maí 2010 – þskj. 1135.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 8. september 2010 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2010.
Þál. 13/138 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2010, 18. maí 2010 – þskj. 1136. Samningunum, sem einungis voru til eins árs, var beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2010. Þeim var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 14/138 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innaníslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2010, 18. maí 2010 – þskj. 1137. Samningurinn, sem einungis var til eins árs, öðlaðist gildi til bráðabirgða 22. mars 2010. Honum var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 15/138 um fullgildingu mansalsbókunar við Palermó-samninginn, 19. maí 2010 – þskj. 1138. Mansalsbókunin við Palermó-samninginn var fullgilt 9. júní 2010 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 22. júlí sama ár.
Þál. 17/138 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007 og nr. 7/2010 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 10. júní 2010 – þskj. 1272. Ákvarðanirnar voru staðfestar af Íslands hálfu 8. september 2010 og öðluðust gildi 1. nóvember 2010.
Þál. 26/138 um árlega ráðstefnu á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna, 6. september 2010 – þskj. 1471. Árið 2011 studdi utanríkisráðuneytið tvær ráðstefnur sem haldnar voru í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA), ráðstefnu alþjóðlegra norðurslóðasamtaka félagsvísindamanna og sjötta alþjóðlega rannsóknaþing norðursins. Þá studdi ráðuneytið ráðstefnu í heimskautarétti sem haldin var á Grænlandi og skipulögð af HA í samræmi við áherslur í norðurslóðastefnu Íslands um aukið samstarf við Grænland. Unnið er að skipulagningu tveggja daga ráðstefnu um norðurslóðir á Akureyri í samstarfi við HA og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og norskar norðurslóðastofnanir. Ráðstefnan er haldin í tilefni af stofnun Nansen prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við háskólann og samkomulag Íslands og Noregs um aukið samstarf í norðurslóðavísindum sem undirritað var á Akureyri í september 2011.
Þál. 27/138 um aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, 6. september 2010 – þskj. 1472. Ísland gerðist aðili að samningnum 1. mars 2011 og öðlaðist hann gildi að því er Ísland varðar 31. mars sama ár.
Þál. 1/139 um friðarverðlaunahafa Nóbels árið 2010, 21. október 2010 – þskj. 118. Utanríkisráðherra hvatti í yfirlýsingu kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels 2010, úr haldi. Enginn ætti að sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Liu Xiaobo væri verðugur handhafi Nóbelsverðlauna og verðlaunin væru mikilvæg viðurkenning á framlagi hans og baráttu fyrir mannréttindum í Kína. Utanríkisráðherra lagði enn fremur áherslu á að íslensk stjórnvöld ættu hreinskiptin samskipti við Kína eins og önnur ríki.
Velferðarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 11/138 um að auka samvinnu og gagnkvæma upplýsingamiðlun um málefnialdraðra á Vestur-Norðurlöndum, 10. maí 2010 – þskj. 1067.

Sjá upplýsingar í skýrslu 2011 um vestnorræna ráðherrafundi og ráðstefnur um velferðarmál.
Þál. 16/138 um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun frá 8. júní 2010 – þskj. 1241. Þróunarverkefni komið vel á veg. Handbók um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) gefin út í febrúar 2012. Leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga v. NPA og aðrar leiðbeiningar tilbúnar í júni 2012. 50 samningar vegna NPA fyrirliggjandi í júní 2013. Frumvarp lagt fram fyrir árslok 2014 um að framlengja samstarfsverkefnið til ársloka 2016 til að öðlast frekari reynslu.
Þál. 19/138 um bólusetningar barna gegn pneumókokkasýkingum frá 10. júní 2010 – þskj. 1277. Framkvæmd lokið.
Þál. 20/138 um bólusetningu gegn HPV-smiti og leghálskrabbameini frá 10. júní 2010 – þskj. 1278. Framkvæmd lokið.
Þál. 3/139 um rannsókn á Íbúðalánasjóði o.fl. frá 17. desember 2010 – þskj. 611. Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis skilaði skýrslu 2. júlí 2013. Slóðin að skýrslunni er: rna.althingi.is/ibud alanasjodur/skyrsla-nefndarinnar/