Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1509  —  705. mál.




Breytingartillaga



við till. til þál. um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010 [í skýrslu á þskj. 1501].

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Önnu Margréti Guðjónsdóttur,


    Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Pétri H. Blöndal, Skúla Helgasyni,

Tryggva Þór Herbertssyni, Þór Saari og Þórunni Sveinbjarnardóttur.



    Eftirfarandi breyting verði á tillögugreininni:
    Við II. lið 8. mgr. bætist við nýr tölul., svohljóðandi: Sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjármögnun og lánareglum Íbúðalánasjóðs sem hrint var í framkvæmd á árinu 2004. Í kjölfar þess fari fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi Íbúðalánasjóðs.

Greinargerð.


    Í ljósi þeirrar ályktunar rannsóknarnefndar Alþingis um að breytingar á fjármögnun og lánareglum Íbúðalánasjóðs hafi stuðlað að verulegu ójafnvægi í hagkerfinu og falið í sér ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda að falli bankanna, er lagt til að fram fari sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi sjóðsins. Rannsaka þarf ákvörðun og framkvæmd breyttrar fjármögnunar þegar íbúðabréf leystu húsbréf af hólmi og áhrif rýmri útlánareglna. Rannsaka þarf fjármögnun Íbúðalánasjóðs á útlánum viðskiptabanka og sparisjóða og áhættustýringu sjóðsins.
    Mikilvægt er að Alþingi fái skýra mynd af starfsemi Íbúðalánasjóðs því fyrir liggur að ríkissjóður mun þurfa að leggja sjóðnum til umtalsvert fé vegna útlánatapa. Þá skiptir sköpum að til framtíðar verði ekki litið fram hjá hagrænum áhrifum húsnæðislánamarkaðarins.