Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1513  —  705. mál.




Breytingartillaga



við till. til þál. um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010 [í skýrslu á þskj. 1501].

Frá Siv Friðleifsdóttur, Pétri H. Blöndal, Höskuldi Þórhallssyni,


Eygló Harðardóttur og Valgerði Bjarnadóttur.


    Eftirfarandi breyting verði á tillögugreininni:
    Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skilið verði betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, m.a. með því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi.

Greinargerð.


    Lagt er til að við 2. mgr. tillögugreinarinnar bætist nýr málsliður þess efnis að skilin milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds verði skerpt, m.a. með því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar lagði fram frumvarp um þetta efni árið 1995 á 120. löggjafarþingi. Síðan þá hefur fyrsti flutningsmaður flutt málið margoft ásamt ýmsum meðflutningsmönnum.
    Við breytingu á þingsetu ráðherra þyrfti jafnframt að huga að stöðu og styrk stjórnarandstöðunnar á Alþingi.