Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 902, 139. löggjafarþing 405. mál: lögreglulög (afnám launagreiðslna lögreglunema í grunnnámi).
Lög nr. 16 1. mars 2011.

Lög um breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996.


1. gr.

     4. mgr. 38. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 49/2000, orðast svo:
     Nám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins skiptist í bóknám og starfsnám. Heildarlengd námsins skal vera að lágmarki tólf mánuðir og þar af skulu a.m.k. fjórir mánuðir vera starfsnám hjá lögreglunni. Lögregluskóli ríkisins greiðir lögreglunemum mánaðarlaun í starfsnámi þeirra en viðkomandi lögreglustjóri vaktaálag og annan kostnað sem til fellur. Bóknámið er ólaunað.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 2011.