Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1241, 125. löggjafarþing 467. mál: lögreglulög (inntaka nema og þjálfun í Lögregluskólanum).
Lög nr. 49 16. maí 2000.

Lög um breyting á lögreglulögum, nr. 90 13. júní 1996.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „20 til 35 ára“ í a-lið 2. mgr. kemur: en þó má víkja frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður.
  2. Á eftir orðunum „eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri“ í c-lið 2. mgr. kemur: eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms.
  3. 4. mgr. orðast svo:
  4.      Nám í lögregluskólanum stendur í a.m.k. tólf mánuði og skiptist í þrjár annir. Fyrsta önn er ólaunuð. Þeim nemum sem standast próf á önninni skal ríkislögreglustjóri sjá fyrir launaðri starfsþjálfun í lögreglu ríkisins í a.m.k. fjóra mánuði. Að lokinni starfsþjálfunarönn tekur við launuð þriðja önn í lögregluskólanum sem lýkur með prófum.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 2000.