Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1986, 139. löggjafarþing 748. mál: fæðingar- og foreldraorlof (EES-reglur o.fl.).
Lög nr. 136 27. september 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (EES-reglur o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, 2. málsl., svohljóðandi: Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.
  2. Í stað orðanna „6. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 7. mgr.
  3. Í stað orðanna „18 mánaða aldri“ í 1. málsl. 8. mgr. kemur: 36 mánaða aldri.
  4. Í stað orðanna „tímamark 5. mgr. um brottfall réttinda“ í 2. málsl. 8. mgr. kemur: 36 mánuði eftir að barn kom inn á heimilið.
  5. Í stað orðanna „18 mánuðunum“ í 1. og 2. málsl. 9. mgr. kemur: 36 mánuðunum.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „ef um er að ræða andvanafæðingu“ í 1. málsl. kemur: frá þeim degi er andvanafæðing á sér stað.
  2. Við 2. málsl. bætist: frá þeim degi er fósturlátið á sér stað.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Um greiðslur fer skv. 13. gr.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Í stað 3.–5. málsl. 2. mgr. koma sex nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar um er að ræða 100% greiðslur á viðmiðunartímabili úr Fæðingarorlofssjóði, Atvinnuleysistryggingasjóði eða sjúkrasjóði stéttarfélags, bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns eða tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem foreldri átti rétt á skal taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við. Hafi foreldri hins vegar kosið að dreifa greiðslum skv. 3. málsl. hlutfallslega á lengri tíma samhliða hlutastarfi eða leyfi, launuðu eða ólaunuðu, skal taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við í sama hlutfalli og greiðslurnar voru inntar af hendi á því viðmiðunartímabili sem um ræðir. Sama á við hafi foreldri kosið að dreifa greiðslum skv. 3. málsl. hlutfallslega á lengri tíma enda þótt foreldri hafi ekki verið í ráðningarsambandi á sama tíma. Skal aldrei taka mið af hærri fjárhæð en sem nemur viðmiðunartekjum sem miða skal við samkvæmt framangreindu enda þótt foreldri hafi fengið mismuninn milli greiðslna skv. 3. málsl. og meðaltals heildarlauna bættan samhliða greiðslunum. Einungis skal miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði á viðmiðunartímabili sem foreldri hefur verið á innlendum vinnumarkaði, sbr. einnig 2. mgr. 13. gr. a, án tillits til þess hvort laun skv. 2. málsl. eða reiknað endurgjald skv. 5. mgr. hafi komið til. Aldrei skal þó miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðaltali heildarlauna.
  2. Í stað orðanna „6. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 7. mgr.
  3. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til foreldris sem er bæði starfsmaður og sjálfstætt starfandi einstaklingur, sbr. 2. og 3. mgr. 7. gr., skal nema 80% af meðaltali heildarlauna og reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af að fjárhæð 200.000 kr. og 75% af þeirri fjárhæð meðaltals heildarlauna og reiknaðs endurgjalds sem umfram er. Starfi viðkomandi foreldri sem starfsmaður skv. 2. mgr. 7. gr. í 50% eða hærra starfshlutfalli skal miða við viðmiðunartímabil skv. 2. mgr. Að öðrum kosti skal miða við viðmiðunartímabil skv. 5. mgr. Að öðru leyti gilda ákvæði 2.–5. mgr. eins og við getur átt.
  5. Í stað orðanna „6. mgr.“ í 1. málsl. 7. mgr., sem verður 8. mgr., kemur: 7. mgr.
  6. Á eftir 1. málsl. 11. mgr., sem verður 12. mgr., kemur nýr málsliður, 2. málsl., svohljóðandi: Hafi foreldri hins vegar starfað á innlendum vinnumarkaði skemur en síðasta mánuðinn á ávinnslutímabili skv. 1. mgr. skal Vinnumálastofnun meta hvort viðkomandi foreldri teljist hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í skilningi laganna þannig að taka skuli, að því marki sem nauðsynlegt er, tillit til starfstímabila foreldris sem starfsmanns eða sjálfstætt starfandi einstaklings í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar á ávinnslutímabilinu enda hafi störf foreldris veitt foreldrinu rétt samkvæmt lögum þess ríkis um fæðingarorlof.
  7. Í stað orðanna „9. mgr.“ í 12. mgr., sem verður 13. mgr., kemur: 10. mgr.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. a laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Þátttaka á innlendum vinnumarkaði í skilningi IV. kafla felur í sér að starfa sem starfsmaður, sbr. 2. mgr. 7. gr., eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, sbr. 3. mgr. 7. gr. Fullt starf starfsmanns miðast við 172 vinnustundir á mánuði, en þó skal jafnan tekið tillit til fjölda vinnustunda sem samkvæmt kjarasamningi teljast fullt starf. Fullt starf sjálfstætt starfandi einstaklings miðast við að viðkomandi hafi greitt mánaðarlega staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi er nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra í viðkomandi starfsgrein.
  3. Á eftir orðunum „Til þátttöku á“ í upphafi 2. mgr. kemur: innlendum.
  4. Við 5. mgr. bætist: fyrir þann tíma sem um er að ræða, sbr. e-lið 2. mgr.


5. gr.

     Í stað orðanna „2. og 5. mgr.“ í 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: 2., 5. og 6. mgr.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. Við 3. mgr. bætist: enda hafi hún í fæðingarorlofi sínu verið ófær um að annast barn sitt vegna veikindanna að mati sérfræðilæknis.
  2. Í stað orðanna „að leggja niður launuð störf“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: að mati sérfræðilæknis að leggja niður launuð störf eða hætta þátttöku á vinnumarkaði skv. b-lið 2. mgr. 13. gr. a.
  3. Við 1. málsl. 6. mgr. bætist: og/eða Vinnumálastofnunar eftir því sem við á.
  4. Í stað orðsins „launagreiðslur“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: greiðslur.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „a.m.k. síðasta mánuðinn fyrir fæðingardag barns“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: í a.m.k. einhvern tíma í síðasta mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag er barn kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur.
  2. Orðin „á ávinnslutímabilinu“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
  3. Orðin „úr Fæðingarorlofssjóði“ í 2. málsl. 4. mgr. falla brott.
  4. Á eftir 1. málsl. 6. mgr. kemur nýr málsliður, 2. málsl., svohljóðandi: Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „og sýnt viðunandi námsárangur“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma.
  2. Í stað orðanna „og sýnt viðunandi námsárangur“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: og hafi staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma.
  3. Í stað orðanna „og sýnt viðunandi námsárangur“ í 2. mgr. kemur: og staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma.
  4. Í stað orðanna „3. mgr.“ í lokamálslið 3. mgr. kemur: 5. mgr.
  5. Í stað orðanna „a.m.k. síðasta mánuðinn fyrir fæðingardag barns“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: í a.m.k. einhvern tíma í síðasta mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur.
  6. Orðin „á ávinnslutímabilinu“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
  7. Orðin „úr Fæðingarorlofssjóði“ í 2. málsl. 4. mgr. falla brott.
  8. Á eftir 1. málsl. 6. mgr. kemur nýr málsliður, 2. málsl., svohljóðandi: Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.
  9. Í stað orðsins „samfellt“ í 11. mgr. kemur: fullt; og í stað orðanna „í samfelldu starfi“ í sömu málsgrein kemur: samfellt.
  10. Á eftir orðunum „verið samfellt á“ í 1. málsl. 12. mgr. kemur: innlendum.
  11. Í stað orðanna „viðunandi námsárangur“ í 1. málsl. 13. mgr. kemur: að hafa staðist kröfur um námsframvindu.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 20. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „ef um er að ræða andvanafæðingu“ 1. málsl. kemur: frá þeim degi er andvanafæðing á sér stað.
  2. Við 2. málsl. bætist: frá þeim degi er fósturlátið á sér stað.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
  1. Við 3. mgr. bætist: enda hafi hún þann tíma sem fæðingarstyrkur var greiddur verið ófær um að annast barn sitt vegna veikindanna að mati sérfræðilæknis.
  2. Á eftir orðunum „styttist greiðslutímabil fæðingarstyrks“ í 5. mgr. kemur: skv. 1.–3. mgr.


11. gr.

     Í stað orðanna „sameiginlegs fæðingarorlofs“ í 2. málsl. 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: á sameiginlegum rétti til fæðingarstyrks.

12. gr.

     Í stað orðanna „13 vikur“ í 1. mgr. 24. gr. og 4. mgr. 25. gr. laganna kemur: fjóra mánuði.

13. gr.

     Við 1. mgr. 26. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á það við hvort sem starfsmaðurinn hefur verið ráðinn tímabundið eða ótímabundið.

14. gr.

     Í stað 1.–2. mgr. 33. gr. laganna koma fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Foreldri sem nýtur greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks, greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eða foreldraorlofs samkvæmt lögum þessum.
     Foreldri sem nýtur slysadagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar, sjúkradagpeninga samkvæmt lögum um sjúkratryggingar eða endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum þessum.
     Foreldri sem nýtur greiðslna samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum þessum.
     Foreldri sem nýtur orlofslauna eða greiðslna vegna starfsloka getur ekki nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum þessum á sama tímabili og þær greiðslur eiga við um.

15. gr.

     Lög þessi eru meðal annars sett til innleiðingar á tilskipun ráðsins 2010/18/EB, um framkvæmd endurskoðaðs rammasamnings um foreldraorlof sem Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE), Samtök evrópskra handverksmanna, lítil og meðalstór fyrirtæki (UEAPME), Evrópusamtök fyrirtækja með opinberri eignaraðild (CEEP) og Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) hafa gert með sér, og um niðurfellingu tilskipunar 96/34/EB.

16. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða eru tekin í varanlegt fóstur eftir gildistöku laga þessara.
     Þrátt fyrir 1. mgr. skal 12. gr. laga þessara eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða eru tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2012 eða síðar.

Samþykkt á Alþingi 17. september 2011.