Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 631, 140. löggjafarþing 361. mál: skráning og mat fasteigna (gjaldtaka).
Lög nr. 181 23. desember 2011.

Lög um breyting á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum (gjaldtökuheimild).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
  1. C-liður 2. mgr. fellur brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabók er 850 kr. og rennur það óskipt til Þjóðskrár Íslands.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.