Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1219  —  413. mál.
Svarefnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar um fjárhæð
lána heimila vegna íbúðarhúsnæðis í eigu banka og lífeyrissjóða.


     1.      Hver er fjárhæð lána heimila, ekki lögaðila, vegna íbúðarhúsnæðis í eigu banka og lífeyrissjóða greint eftir árum frá árinu 2007 til dagsins í dag og sundurliðað í verðtryggð, óverðtryggð og gengisbundin lán?
    Að beiðni ráðuneytisins aflaði Fjármálaeftirlitið upplýsinga til svars við þessum lið fyrirspurnarinnar hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Tölur vantar fyrir SPRON undir stjórn Dróma, sex lífeyrissjóðum (áætluð fjárhæð undir 20 ma.kr.) og tveimur litlum sparisjóðum. Árið 2007 er áætlað mat fyrir Íslandsbanka (þá Glitnir).

Tafla 1. Fjárhæð lána vegna íbúðarhúsnæðis í þús.kr. í eigu banka og lífeyrissjóða 1
Ár Verðtryggð lán Óverðtryggð lán Gengisbundin lán
2007 553.880.558 1.531.379 60.382.074
2008 638.812.730 1.791.243 154.930.355
2009 660.690.790 4.462.603 183.879.540
2010 664.236.854 41.553.724 152.464.427
2011 692.052.246 135.130.406 10.229.350
1 Árslokastaða hvers árs, þ.e. kröfuvirði útlánasafns gagnvart lántaka (upphaflegur höfuðstóll + ógreiddar verðbætur + ógreiddir áfallnir vextir).

     2.      Hver er fjárhæð áfallinna a) vaxta, b) verðbóta á húsnæðislán, sundurliðað með sama hætti og í 1. tölul.?
    Að beiðni ráðuneytisins aflaði Fjármálaeftirlitið upplýsinga til svars við þessum lið fyrirspurnarinnar hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Tölur vantar fyrir SPRON undir stjórn Dróma, sex lífeyrissjóðum (áætluð fjárhæð undir 20 ma.kr.) og tveimur litlum sparisjóðum. Árið 2007 er áætlað mat fyrir Íslandsbanka (þá Glitnir).

a)
Tafla 2. Fjárhæð ógreiddra áfallinna vaxta vegna húsnæðislána í þús.kr. í eigu banka og lífeyrissjóða
Þar af ógreiddir áfallnir vextir frá upphafi2

Ár

Verðtryggð lán
Óverðtryggð lán Gengisbundin lán3
2007 1.878.334 28.715 291.958
2008 2.627.562 71.919 882.362
2009 3.525.240 112.075 788.118
2010 5.027.620 295.326 1.011.786
2011 6.284.090 1.530.922 200.291
2 Ógreiddir áfallnir vextir miðað við 31/12 hvers árs.
3 Áhrif vegna gengisbreytinga.

b)
Tafla 3. Fjárhæð verðbóta á húsnæðislánum í þús.kr. í eigu banka og lífeyrissjóða
Þar af ógreiddar verðbætur frá upphafsdegi lánsins4
Ár Verðtryggð lán Óverðtryggð lán Gengisbundin lán5
2007 71.542.318 0 365.463
2008 153.969.466 2.097 65.724.002
2009 189.662.125 874 68.104.747
2010 192.710.565 0 56.225.862
2011 214.795.758 0 1.957.451
4 Verðbætur sem lagst hafa á höfuðstól frá upphafsdegi lánsins og hafa ekki enn verið greiddar.
5 Áhrif vegna gengisbreytinga.

Tafla 4. Fjárhæð verðbóta á greiðslujöfnunarreikning í þús.kr. í eigu banka og lífeyrissjóða
Þar af á greiðslujöfnunarreikning
Ár Verðtryggð lán Óverðtryggð lán Gengisbundin lán
2007 94.993 1.174 0
2008 597.759 431 0
2009 1.142.343 91 69.618
2010 4.003.004 10 720.098
2011 6.198.676 7 26.659

Samantekt
Tafla 5. Verðtryggð lán, fjárhæðir í ma.kr.
Höfuðstóll Verðbætur Greiðslujöfnuður Vextir Lokastaða
2007 480,36 71,54 0,09 1,88 553,88
2008 481,62 153,97 0,60 2,63 638,81
2009 466,36 189,66 1,14 3,53 660,69
2010 462,50 192,71 4,00 5,03 664,24
2011 464,77 214,80 6,20 6,28 692,05

Tafla 6. Óverðtryggð lán, fjárhæðir í ma.kr.
Höfuðstóll Verðbætur Greiðslujöfnuður Vextir Lokastaða
2007 1,50 0,00 0,00 0,03 1,53
2008 1,72 0,00 0,00 0,07 1,79
2009 4,35 0,00 0,00 0,11 4,46
2010 41,26 0,00 0,00 0,30 41,55
2011 133,60 0,00 0,00 1,53 135,13

Tafla 7. Gengislán, fjárhæðir í ma.kr.
Höfuðstóll Gengisbreytinga Greiðslujöfnuður Vextir Lokastaða
2007 59,72 0,37 0,00 0,29 60,38
2008 88,32 65,72 0,00 0,88 154,93
2009 114,92 68,10 0,07 0,79 183,88
2010 94,51 56,23 0,72 1,01 152,46
2011 8,04 1,96 0,03 0,20 10,23

     3.      Hver er fjöldi heimila með íbúðaskuldir á bilinu: 0–5, 5–10, 10–20, 20–30, 30–40, 40–50, 50–60, 60–70, 70–80, 80–90, 90–100 millj. kr.?
    Upplýsingar um íbúðaskuldir eru fengnar hjá ríkisskattstjóra. Tölur fyrir 2007–2010 eru byggðar á framtalsgögnum ríkisskattstjóra en 2011 á tölum frá lánastofnunum þar sem ekki er búið að yfirfara upplýsingar sem fram koma í framtali 2012. Tölur fyrir árið 2011 eru því ekki fyllilega sambærilegar við tölur úr framtalsgögnum árin á undan og ber að taka þeim með fyrirvara. 1

Tafla 8. Íbúðaskuldir heimila

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hvert er hlutfall íbúðalánanna af fasteignamati heimilanna: 0–10, 11–20, 21–30, 31–40, 41–50, 51–60, 61–70, 71–80, 81–90, 91–100 og meira en 100%?
    Upplýsingar um fasteignamat íbúða eru fengnar hjá ríkisskattstjóra. Tölur fyrir árin 2007–2010 eru byggðar á framtalsgögnum ríkisskattstjóra en 2011 á tölum frá lánastofnunum þar sem ekki er búið að yfirfara upplýsingar sem fram koma í framtali 2012. Tölur fyrir árið 2011 eru því ekki fyllilega sambærilegar við tölur úr framtalsgögnum árin á undan og ber að taka þeim með fyrirvara. Sérstaklega er tekið fram að tölur um fasteignir sem standa á móti lánum eru ekki fullunnar og eins á eftir að handreikna ákveðinn fjölda lána að loknum framtalsskilum.


Tafla 9. Fasteignaskuldir heimila sem hlutfall af fasteignamati

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neðanmálsgrein: 1
    1     Talsverður mismunur er á fjölda milli áranna 2010 og 2011 en það getur meðal annars stafað af tvítalningum vegna skuldbreytinga og uppgreiðslna lána en þessi mismunur verður leiðréttur hjá ríkisskattstjóra áður en álagningin liggur fyrir.