Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 280. máls.

Þingskjal 313  —  280. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2012, frá 28. september 2012, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri.
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda.
     3.      Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags.
     4.      Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/44/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar tiltekin ákvæði varðandi samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2012, frá 28. september 2012, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri.
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda.
     3.      Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags.
     4.      Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/44/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar tiltekin ákvæði varðandi samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðanna sem hér um ræðir, en þær fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðunum sjálfum.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild skv. 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3.     Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri.
    Í reglugerð (ESB) nr. 583/2010 eru ákvæði til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS).
    Tilskipun 2009/65/EB, sem leysti af hólmi eldri tilskipanir um starfsemi verðbréfasjóða, mælir fyrir um almenn skilyrði fyrir rekstri og starfsemi verðbréfasjóða. Þar er að finna breytingar sem ætlað er að draga úr skriffinnsku og stjórnsýslulegum hindrunum hvað varðar dreifingu eigna verðbréfasjóða yfir landamæri, búa til umgjörð fyrir samruna milli verðbréfasjóða og skilgreina lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og auðvelda samvinnu milli eftirlitsaðila í aðildarríkjunum. Í tilskipuninni eru enn fremur tilgreindar þær eignir sem verðbréfasjóði er heimilt að fjárfesta í, auk reglna um fjölbreytni og seljanleika eignasafns sjóðanna. Með þessum breytingum er leitast við að auka samkeppnishæfni verðbréfasjóða í aðildarríkjunum við verðbréfasjóði í þriðju ríkjum.
    Reglugerð (ESB) nr. 583/2010 útfærir nánar ákvæði tilskipunar 2009/65/EB varðandi lykilupplýsingar til fjárfesta verðbréfasjóða og setur fram með tæmandi og ítarlegum hætti þær upplýsingar sem skylt er að gera aðgengilegar fyrir fjárfesta eða hugsanlega fjárfesta. Þannig er reglugerðinni ætlað að gera fjárfestum kleift að kynna sér lykilupplýsingar til fjárfesta, hvaða markmið verðbréfasjóðir hafi sett sér og hvaða fjárfestingarstefnu þeir hafa, upplýsingar um áhættufjárfestingar og annað sem miðar að því að fjárfestar taki upplýsta ákvörðun um fjárfestingar. Reglugerðin mælir einnig fyrir um á hvaða formi þessar upplýsingar skuli birtar þegar um er að ræða upplýsingar á varanlegum miðli öðrum en pappír eða vefsíðu.

4.     Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda.
    Í reglugerð (ESB) nr. 584/2010 er einnig að finna ákvæði til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB sem gerð var grein fyrir í 3. lið hér að framan. Reglugerðin útfærir þannig nánar ákvæði tilskipunar 2009/65/EB um það hvernig nýrri framkvæmd á markaðssetningu verðbréfasjóða í gistiríki skuli vera háttað. Samræming á gerð skjala vegna tilkynningar um markaðssetningu og rafræn samskipti milli lögbærra eftirlitsaðila mun flýta fyrir tilkynningarferlinu og stuðla að því að ferlið gangi snurðulaust. Reglugerðin mælir einnig fyrir um að lögbærir eftirlitsaðilar gistiríkis hafi heimild til að biðja lögbæra eftirlitsaðila heimaríkis um aðstoð við framkvæmd eftirlits á yfirráðasvæði síðara ríkisins.

5.     Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags.
    Í tilskipun 2010/43/EB er einnig að finna ákvæði til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB sem gerð var grein fyrir í 3. lið hér að framan. Tilskipun 2010/43/EB útfærir þannig nánar ákvæði tilskipunar 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða til þess sporna gegn hagsmunaárekstrum, áhættustjórnun og aðferðir við að ákvarða áhættu, hvað skal vera í samningi milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags og ákvæði er varða góða viðskiptahætti rekstrarfélags.

6.     Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/44/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar tiltekin ákvæði varðandi samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð.
    Í tilskipun 2010/44/EB er einnig að finna ákvæði til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB sem gerð var grein fyrir í 3. lið hér að framan. Tilskipun 2010/44/EB útfærir þannig nánar ákvæði tilskipunar 2009/65/EB að því er varðar hvaða upplýsingar skulu vera veittar hlutdeildarskírteinishöfum við samruna verðbréfasjóða, skilyrði fyrir samningsgerð móðursjóðs við verðbréfasjóð sem fjárfestir að minnsta kosti 85% í sjóði móðursjóðsins og innihald upplýsinga sem aðildarríkin skulu birta verðbréfasjóðum sem huga að markaðssetningu.

7.     Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing fyrrgreindra reglugerða og tilskipana ESB, sem teknar voru upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2012, þarf stoð í lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur nú þegar lagt fram á yfirstandandi löggjafarþingi frumvarp til breytinga á lögum nr. 128/2011 (þingskjal 106, 106. mál) sem inniheldur lagaheimild fyrir framangreindum tilskipunum og reglugerðum, en allar fjórar gerðirnar eru útfærsla á tilskipun 2009/65/EB og mæla nánar fyrir um framkvæmd tiltekinna ákvæða sem þar er að finna. Gerðirnar verða því innleiddar með útgáfu reglugerða eftir að frumvarp til breytinga á lögum nr. 128/2011 hefur verið samþykkt.
    Þessar laga- og reglugerðarbreytingar munu ekki hafa í för með sér teljandi efnahagslegar eða stjórnsýslulegar afleiðingar.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 168/2012

frá 28. september 2012

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri ( 1 ).

2)        Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda ( 2 ).

3)        Fella ber inn í EES-samninginn tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags ( 3 ).

4)        Fella ber inn í EES-samninginn tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/44/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar tiltekin ákvæði varðandi samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð ( 4 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 179, 14.7.2010, bls. 16.

5)        IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Eftirfarandi liðir bætist við á eftir lið 30b (tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/16/EB) í IX. viðauka við EES-samninginn:

„30c.          32010 R 0583: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri (Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 1).

30d.              32010 R 0584: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda (Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 16).

30e.              32010 L 0043: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags (Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 42).

30f.              32010 L 0044: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/44/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar tiltekin ákvæði varðandi samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð (Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 28), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 179, 14.7.2010, bls. 16.“

2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerða (ESB) nr. 583/2010 og 584/2010 og tilskipana 2010/ 43/ESB og 2010/44/ESB, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 179, 14.7.2010, bls. 16, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 29. september 2012, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 28. september 2012.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar

Atle Leikvoll

formaður.



Fylgiskjal II.


REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 583/2010
frá 1. júlí 2010
um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri
(Texti sem varðar EES)

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) ( 1 ), einkum 4. mgr. 75. gr., 7. mgr. 78. gr., og 2. mgr. 81. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Í tilskipun 2009/65/EB eru tilgreindar helstu meginreglur sem fara ber eftir við samantekt og afhendingu lykilupplýsinga fyrir fjárfesta, þ.m.t. kröfur varðandi snið og framsetningu, markmið þeirra, helstu þætti þeirra upplýsinga sem á að veita, hver skuli afhenda upplýsingarnar og hverjum, og hvaða aðferðir skuli nota við slíka afhendingu. Upplýsingar um inntak og snið verða tilgreindar nánar í framkvæmdarráðstöfunum, sem skulu vera nægjanlega vel skilgreindar til að tryggt sé að fjárfestar fái nauðsynlegar upplýsingar varðandi tiltekna uppbyggingu sjóða.
2)          Reglugerðarformið er réttlætanlegt þar eð aðeins það ákveðna form getur tryggt ítarlegt samræmi á inntaki lykilupplýsinga fyrir fjárfesta. Enn fremur verður lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta skilvirkara ef kröfur um það eru nákvæmlega eins í öllum aðildarríkjunum. Allir hagsmunaaðilar ættu að njóta hagræðis af samræmdu fyrirkomulagi varðandi snið og inntak upplýsingagjafarinnar og mun það tryggja samkvæmni og samanburðarhæfi upplýsinga um fjárfestingakosti á markaðnum fyrir verðbréfasjóði.
3)          Í sumum tilvikum má afhenda lykilupplýsingar fyrir fjárfesta með skilvirkari hætti með því að veita fjárfestum aðgang að lykilupplýsingaskjalinu í gegnum vefsetur, eða með því að hafa lykilupplýsingaskjalið í viðhengi við annað skjal þegar það er afhent hugsanlegum fjárfesti. Í þessum tilvikum skal þó samhengið, sem lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta birtist í, ekki grafa undan lykilupplýsingaskjalinu eða gefa í skyn að það sé kynningarrit, eða að meðfylgjandi kynningarrit hafi jafna eða meiri þýðingu fyrir almenna fjárfestinn.
4)          Nauðsynlegt er að tryggja að inntak upplýsinganna skipti máli, skipulagning þeirra sé rökleg og málið viðeigandi fyrir almenna fjárfesta. Til að taka á þessum atriðum skal reglugerðin tryggja að snið, framsetning og mál lykilupplýsingaskjals fyrir fjárfesta höfði til fjárfesta og aðstoði þá við samanburð. Markmiðið með þessari reglugerð er að tryggja samkvæmni í sniði upplýsingaskjalsins, þ.m.t. sama uppröðun með nákvæmlega eins fyrirsögnum.
5)          Reglugerð þessi tilgreinir inntak upplýsinga um fjárfestingarmarkmið og fjárfestingarstefnu verðbréfasjóða svo að fjárfestar geti með auðveldum hætti greint hvort líklegt sé að ákveðinn sjóður henti þörfum þeirra. Af þessum sökum skulu upplýsingar tilgreina hvort vænta megi ávöxtunar í formi vaxtar höfuðstóls, útgreiðslu tekna eða samblands af þessu tvennu. Lýsing á fjárfestingarstefnunni skal segja fjárfestinum til um meginmarkmið verðbréfasjóðsins og hvernig þeim skuli náð. Að því er varðar fjármálagerninga, sem fjárfesta skal í, þarf aðeins að nefna þá sem hafa veruleg áhrif á afkomu verðbréfasjóðsins, en ekki alla mögulega viðurkennda gerninga.
6)          Í reglugerð þessari er mælt fyrir um ítarlegar reglur um framsetningu á ávinnings- og áhættusniði fjárfestingar með því að krefjast notkunar tilbúins mælikvarða og tilgreina inntak textalýsinga mælikvarðans sjálfs og áhættna sem hann greinir ekki en gætu haft veruleg áhrif á ávinnings- og áhættusnið verðbréfasjóðsins. Við beitingu reglnanna um tilbúna mælikvarðann skal taka tillit til aðferðafræði útreiknings á tilbúna mælikvarðanum sem lögbær yfirvöld hafa þróað innan ramma samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlitsaðila. Með því að rannsaka tiltekna eiginleika hvers sjóðs ákveður rekstrarfélagið í hverju tilviki fyrir sig um hvaða ákveðnu áhættur skuli veita upplýsingar, með það í huga að forðast að ofhlaða skjalið upplýsingum sem almennir fjárfestar eiga erfitt með að skilja. Þar að auki skal takmarka stærð textalýsingar á ávinnings- og áhættusniði með tilliti til þess hversu mikið pláss hún tekur á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta. Mögulegt skal vera að hafa millivísun til lýsingar verðbréfasjóðsins þar sem gefnar eru nákvæmar upplýsingar um áhættur hans.
7)          Tryggja skal samkvæmni milli útskýringa á áhættum á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta og innri ferlum rekstrarfélagsins varðandi áhættustýringu sem komið er á fót í samræmi við tilskipun framkvæmdarstjórnarinnar 2010/ 43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags ( 1 ). Til dæmis skulu fastir starfsmenn áhættustýringar, eftir því sem við á, fá tækifæri til að fara yfir og gera athugasemdir við þáttinn ávinnings- og áhættusnið á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta, til að tryggja samkvæmni.
8)          Í reglugerð þessari er tilgreint sameiginlegt snið fyrir framsetningu og útlistun gjalda, þ.m.t. viðeigandi varnaðarorð, svo að fjárfestar séu upplýstir með viðeigandi hætti um kostnað sem þeir munu þurfa að stofna til og hlutfall þeirra af því fjármagni sem fjárfest er í sjóðnum. Við beitingu reglna þessara skal taka tillit til vinnu við aðferðafræði við útreikning gjalda sem lögbær yfirvöld hafa þróað innan ramma samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlitsaðila.
9)          Ítarlegu reglurnar um framsetningu upplýsinga um fyrri árangur eru grundvallaðar á kröfum um slíkar upplýsingar í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipunum ráðsins 85/611/EBE og 93/6/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/12/EB og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 93/22/EBE ( 2 ). Í reglugerð þessari er bætt við reglurnar í tilskipun 2004/39/EB með því að taka með sértækar kröfur, sem eru nauðsynlegar til að samræma upplýsingar, í þeim tilgangi að auðvelda samanburð á mismunandi lykilupplýsingaskjölum fyrir fjárfesta. Reglugerð þessi mælir einkum fyrir um að einungis skuli sýna hreina ársávöxtun og nota súlurit í því skyni. Setja skal reglur um ákveðna þætti framsetningar súluritsins, þ.m.t. þær takmörkuðu aðstæður þar sem notast má við hermigögn.
10)          Viðurkennt skal að millivísanir í upplýsingar kunna að reynast fjárfesti nytsamlegar en óhjákvæmilegt er að lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta innihaldi allar nauðsynlegar upplýsingar sem fjárfestir þarf á að halda til að skilja meginþætti verðbréfasjóðsins. Ef notaðar eru millivísanir í aðrar upplýsingar en úr lýsingu og reglubundnum skýrslum skal tekið fram að lýsingin og reglubundnar skýrslur séu helstu uppsprettur viðbótarupplýsinga fyrir fjárfesta og skulu millivísanir ekki draga úr mikilvægi þeirra.
11)          Yfirfara skal og endurskoða lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta eins og við á og eins oft og þurfa þykir til að tryggja að það mæti áfram kröfunum, sem gerðar eru til lykilupplýsinga fyrir fjárfesta, eins og tilgreint er í 2. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 79. gr. tilskipunar 2009/65/EB. Rekstrarfélög skulu, til marks um góðar starfsvenjur, yfirfara lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta áður en farið er af stað með framtaksverkefni sem líklegt er að leiði til þess að umtalsverður fjöldi nýrra fjárfesta kaupi hlutdeildarskírteini í sjóðnum.
12)          Ef til vill gæti þurft að laga form eða inntak lykilupplýsinga fyrir fjárfesta að sértækum tilvikum. Af þessum sökum sérsníður reglugerð þessi almennar reglur sem eiga við alla verðbréfasjóði á þann hátt að tekið sé tillit til sértækra aðstæðna hjá ákveðnum tegundum verðbréfasjóða, þ.e.a.s. þeirra sem hafa mismunandi fjárfestingadeildir eða flokka hlutdeildar, þeirra sem hafa skipan sjóðasjóða, þeirra sem hafa skipan höfuð- og fylgisjóða og þeirra sem eru afleiðutengdir, s.s. höfuðstólsvarðra sjóða eða sambærilegra verðbréfasjóða.
13)          Að því er varðar verðbréfasjóði sem hafa mismunandi flokka hlutdeildar skal ekki vera skylda að útbúa sérstakt lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta vegna hvers flokks hlutdeildar svo framarlega sem það stofnar ekki hagsmunum fjárfesta í hættu. Aðeins má sameina upplýsingar um tvo eða fleiri flokka í eitt lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta þegar slíkt er hægt án þess að gera skjalið of flókið eða þéttskrifað. Til vara má velja lýsandi flokk en aðeins í tilvikum þegar flokkarnir eru nægjanlega áþekkir innbyrðis svo að upplýsingarnar um lýsandi flokkinn séu óvilhallar, skýrar og ekki villandi að því er varðar umræddan flokk. Við ákvörðun þess hvort notkun á lýsandi flokki sé óvilhöll, skýr og ekki villandi skal taka mið af einkennum verðbréfasjóðsins, eðli sérkenna hvers flokks fyrir sig og úrvali valkosta sem standa hverjum fjárfesti eða fjárfestahópi til boða.
14)          Ef um er að ræða sjóðasjóð er réttu jafnvægi haldið milli upplýsinga um verðbréfasjóðinn, sem fjárfestirinn fjárfestir í, og undirliggjandi sjóði hans. Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta í sjóðasjóði skal því útbúið á þeim grundvelli að fjárfestirinn óski hvorki eftir né þarfnist þess að vera upplýstur í smáatriðum um eiginleika hvers og eins hinna undirliggjandi sjóða, sem verða hvort eð er líklega breytilegir frá einum tíma til annars ef verðbréfasjóðnum er stýrt með virkum hætti. Til að lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta veiti skilvirkar upplýsingar um markmið og fjárfestingarstefnu sjóðasjóðs, áhættuþætti hans og fyrirkomulag gjaldtöku, skulu einkenni undirliggjandi sjóða hans vera gagnsæ.
15)          Þegar í hlut eiga höfuðsjóðir og fylgisjóðir skal útlistun á ávinnings- og áhættusniði fylgisjóðs ekki vera verulega frábrugðin sama þætti á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta í höfuðsjóðnum, svo að fylgisjóðurinn geti afritað upplýsingar af lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta í höfuðsjóðnum þegar það á við. Hins vegar skal auka við þessar upplýsingar með viðeigandi skýringum eða þeim breytt eins og vera ber í þeim tilvikum þegar viðbótareignir í eigu fylgisjóðsins gætu breytt áhættusniðinu í samanburði við höfuðsjóðinn, til að bregðast við áhættum sem eru innbyggðar í þessar viðbótareignir, t.d. þegar afleiður eru notaðar. Veita skal fjárfestum upplýsingar, í fylgisjóðnum, um samanlagðan kostnað þess að fjárfesta í fylgisjóði og höfuðsjóði.
16)          Að því er varðar afleiðutengda verðbréfasjóði, svo sem höfuðstólsvarða og aðra sambærilega verðbréfasjóði, er þess krafist að veittar séu framtíðarsviðsmyndir árangurs í stað upplýsinga um fyrri árangur. Framtíðarsviðsmyndir frammistöðu fela í sér útreikning á væntri ávöxtun sjóðsins samkvæmt tilgátum um jákvæðar, neikvæðar eða hlutlausar markaðsaðstæður. Velja skal sviðsmyndir þessar þannig að þær lýsi öllum mögulegum niðurstöðum samkvæmt formúlunni á skilvirkan hátt.
17)          Ef afhenda skal lykilupplýsingarnar fyrir fjárfesta og lýsinguna á varanlegum miðli, öðrum en pappír, eða á vefsetri eru viðbótaröryggisráðstafanir nauðsynlegar til verndar fjárfestum, svo að öruggt sé að þeir fái upplýsingar á sniði sem hentar þeim og til að viðhalda heilleika veittra upplýsinga, hindra breytingar sem grafa undan því að upplýsingarnar séu skiljanlegar og skilvirkar og forðast misnotkun eða smábreytingar af hálfu óviðkomandi aðila. Í reglugerð þessari er tilvísun á reglur um varanlegan miðil sem mælt er fyrir um í tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/73/EB frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB að því er varðar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði fjárfestingarfyrirtækja og hugtök sem skilgreind eru að því er varðar þá tilskipun ( 1 ) í því skyni að tryggja jafna meðferð fjárfesta og jöfn samkeppnisskilyrði í fjármálageiranum.
18)          Í því skyni að heimila rekstrarfélögum og fjárfestingarfélögum að aðlaga sig nýjum kröfum í þessari reglugerð á skilvirkan og árangursíkan hátt skal fyrsti gildistökudagur þessarar reglugerðar vera í samræmi við lögleiðingu tilskipunar 2009/65/EB.
19)          Leitað hefur verið til samstarfsnefndar evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði, sem komið var á fót með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB ( 2 ), um tæknilega ráðgjöf.
20)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit evrópsku verðbréfanefndarinnar,
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

1. KAFLI
VIÐFANGSEFNI OG ALMENNAR MEGINREGLUR
1. gr.
Viðfangsefni

Í þessari reglugerð er mælt fyrir um nákvæmar reglur um framkvæmd 2. mgr. 75. gr., 2. mgr. til 5. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 81. gr. tilskipunar 2009/65/EB.

2. gr.
Almennar meginreglur

1.     Kröfur, sem mælt er fyrir um í reglugerð þessari, skulu gilda um rekstrarfélög að því er varðar verðbréfasjóði sem þau stýra.
2.     Reglugerð þessi skal gilda um fjárfestingarfélög sem hafa ekki tilnefnt viðurkennt rekstrarfélag samkvæmt tilskipun 2009/65/EB.

3. gr.
Meginreglur varðandi lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta

1.     Í reglugerð þessari er form og inntak lykilupplýsingaskjals fyrir fjárfesta (hér á eftir nefnt lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta) tilgreint með ítarlegum hætti. Engar aðrar upplýsingar eða skýringar skal færa þar inn, nema þegar kveðið er á um annað í reglugerð þessari.
2.     Lykilupplýsingar fyrir fjárfesta skulu vera óvilhallar, skýrar og ekki villandi.
3.     Afhenda skal lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta með þeim hætti að tryggt sé að fjárfestar geti gert greinarmun á því og öðrum gögnum. Sér í lagi má hvorki kynna né afhenda skjalið með þeim hætti að fjárfestar kunni að telja það síður mikilvægt en aðrar upplýsingar um verðbréfasjóðinn og áhættu og ávinning af honum.

II. KAFLI
SNIÐ OG FRAMSETNING LYKILUPPLÝSINGA FYRIR FJÁRFESTA
1. ÞÁTTUR
Titill skjalsins, uppbygging og fyrirsagnir þátta

4. gr.
Titill og inntak skjals

1.     Inntak lykilupplýsingaskjals fyrir fjárfesta skal sett fram í þeirri röð sem segir í 2.–13. mgr.
2.     Titillinn „Lykilupplýsingar fyrir fjárfesta“ skal vera á áberandi stað efst á fyrstu síðu lykilupplýsingaskjals fyrir fjárfesta.
3.     Setja skal skýringu fyrir neðan titilinn. Hún skal vera svohljóðandi:
„Skjal þetta veitir þér lykilupplýsingar fyrir fjárfesta í þessum sjóði. Það er ekki markaðsefni. Samkvæmt lögum skulu upplýsingarnar hjálpa þér við að skilja eðli og áhættu þess að fjárfesta í þessum sjóði. Þér er ráðlagt að lesa þær, svo að þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvort þú ræðst í fjárfestingu“.
4.     Birta skal auðkenni verðbréfasjóðsins, þ.m.t. flokkur hlutdeildar eða fjárfestingadeild hans, á áberandi stað. Nafn verðbréfasjóðsins skal fylgja á eftir nafni fjárfestingadeildar eða flokks hlutdeildar ef um er að ræða fjárfestingadeild eða flokk hlutdeildar. Þegar til er kenninúmer sem auðkennir verðbréfasjóðinn, fjárfestingadeildina eða flokk hlutdeildar skal það vera hluti af auðkenningu verðbréfasjóðsins.
5.     Nafn rekstrarfélagsins skal koma fram.
6.     Þegar rekstrarfélagið er hluti af fyrirtækjasamstæðu á sviði lögmennsku, stjórnsýslu eða markaðssetningar má einnig birta nafn samstæðunnar. Merki fyrirtækja mega koma fram að því tilskildu að það hindri ekki fjárfesti í að skilja lykilþætti fjárfestingarinnar eða dragi ekki úr hæfni hans til að bera saman fjárfestingarvörur.
7.     Í þættinum með fyrirsögninni „Markmið og fjárfestingarstefna“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skulu koma fram þær upplýsingar sem settar eru fram í 1. þætti III. kafla þessarar reglugerðar.
8.     Í þættinum með fyrirsögninni „Ávinnings- og áhættusnið“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skulu koma fram þær upplýsingar sem settar eru fram í 2. þætti III. kafla þessarar reglugerðar.
9.     Í þættinum með fyrirsögninni „Gjöld“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skulu koma fram þær upplýsingar sem settar eru fram í 3. þætti III. kafla þessarar reglugerðar.
10.     Í þættinum með fyrirsögninni „Fyrri árangur“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skulu koma fram þær upplýsingar sem settar eru fram í 4. þætti III. kafla þessarar reglugerðar.
11.     Í þættinum með fyrirsögninni „Hagnýtar upplýsingar“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skulu koma fram þær upplýsingar sem settar eru fram í 5. þætti III. kafla þessarar reglugerðar.
12.     Upplýsingar um starfsleyfi skulu felast í eftirfarandi yfirlýsingu:
„Þessi sjóður hefur starfsleyfi í [nafn aðildarríkis] og lýtur eftirliti [auðkenni lögbærs yfirvalds]“.
Í tilfellum þegar verðbréfasjóðurinn er undir stjórn rekstrarfélags sem neytir réttar skv. 16. gr. tilskipunar 2009/65/EB skal eftirfarandi viðbótaryfirlýsing fylgja:
„[Nafn rekstrarfélags] hefur starfsleyfi í [nafn aðildarríkis] og lýtur eftirliti [auðkenni lögbærs yfirvalds].“
13.     Upplýsingar um birtingu skulu felast í eftirfarandi yfirlýsingu:
„Þessar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eru réttar þann [birtingardagur]“.

2. ÞÁTTUR
Mál, lengd og framsetning
5. gr.

Framsetning og mál

1.     Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta skal vera:
a)    sett fram og hannað með þeim hætti að það sé auðvelt aflestrar og skulu stafir vera af læsilegri stærð,
b)    skýrt orðað og ritað á máli sem auðveldar fjárfestum að skilja upplýsingarnar sem settar eru fram, einkum með því að:
    i.    nota mál sem er skýrt, gagnort og skiljanlegt,
    ii.    forðast að nota fagmál,
    iii.    forðast að nota tæknileg hugtök þegar nota má daglegt mál í stað þeirra,
c)    með áherslu á þær lykilupplýsingar sem fjárfestar þarfnast.
2.     Séu litir notaðir skulu þeir ekki draga úr skiljanleika upplýsinganna ef lykilupplýsingaskjalið fyrir fjárfesta er prentað eða ljósritað í svarthvítu.
3.     Þegar fyrirtækismerki rekstrarfélagsins, eða samstæðunnar sem það tilheyrir, er notað skal það hvorki trufla fjárfestinn né gera textann ógreinilegan.

6. gr.
Lengd

Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta skal ekki vera lengra en tvær prentaðar síður í stærð A4.

III. KAFLI
INNTAK ÞÁTTA Í LYKILUPPLÝSINGASKJALI FYRIR FJÁRFESTA
1. ÞÁTTUR
Markmið og fjárfestingarstefna
7. gr.

Nánara inntak

1.     Útskýringin, sem finna má í þættinum „Markmið og fjárfestingarstefna“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skal ná yfir þau megineinkenni verðbréfasjóðsins sem upplýsa skal fjárfesti um, jafnvel þó að einkenni þessi séu ekki hluti af útskýringunni á markmiðum og fjárfestingastefnu í lýsingunni, þ.m.t.:
a)    helstu flokkar viðurkenndra fjármálagerninga sem fjárfest er í,
b)    möguleikinn á að fjárfestirinn geti innleyst hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðnum að eigin ósk, ásamt upplýsingum um tíðni viðskipta með hlutdeildarskírteini,
c)    hvort verðbréfasjóðurinn fylgi tilteknum markmiðum varðandi einstakar atvinnugreinar, landfræðileg eða önnur markaðssvið eða tiltekna eignaflokka,
d)    hvort verðbréfasjóðurinn heimili valkosti varðandi ákveðnar fjárfestingar sem gera skal og hvort þessi nálgun feli í sér eða geri ráð fyrir tilvísun í ákveðna viðmiðun og, ef sú er raunin, þá hvaða viðmiðun,
e)    hvort arði sé úthlutað eða hann endurfjárfestur,
Sé gert ráð fyrir viðmiðun, að því er varðar d-lið, skal geta um það að hvaða marki svigrúm sé til staðar í tengslum við viðmiðunina og þess getið hvort verðbréfasjóðurinn notist við vísitöluviðmiðun.
2.     Útskýringin, sem um getur í 1. mgr., skal fela í sér eftirfarandi upplýsingar, svo fremi þær eigi við:
a)    fjárfesti verðbréfasjóðurinn í skuldabréfum, þá upplýsingar um hvort fyrirtæki, ríkisstjórnir eða aðrir aðilar gefi þau út og, ef við á, hvaða lágmarksmats sé krafist,
b)    sé verðbréfasjóðurinn afleiðutengdur, þá útskýring á einföldu máli á öllum þáttum sem nauðsynlegir eru til að öðlast réttan skilning á ávinningum og þeim þáttum sem vænst er að ráði úrslitum um árangur, þ.m.t. tilvísanir, ef nauðsyn krefur, í upplýsingar um reikniritið og verkan þess sem birtist í lýsingunni,
c)    stjórnist val eigna af sérstökum viðmiðunum, svo sem „vexti“, „verðgildi“ eða „háum arðgreiðslum“, þá útskýring á þessum viðmiðunum,
d)    sé notast við tilteknar eignastýringaraðferðir, svo sem áhættuvörn, högnun eða skuldsetningu, þá útskýring á einföldu máli á þeim þáttum sem vænst er að ráði úrslitum um árangur verðbréfasjóðsins,
e)    sé líklegt að viðskiptakostnaður eignasafns hafi veruleg áhrif á ávöxtun vegna aðferðarinnar sem verðbréfasjóðurinn notar, þá yfirlýsing um að svo sé sem einnig tekur skýrt fram að viðskiptakostnaður eignasafns sé greiddur af fjármunum sjóðsins auk þess kostnaðar sem lýst er í 3. þætti þessa kafla,
f)    sé veitt ráðlegging, annaðhvort í lýsingunni eða markaðssetningargögnum, um að eiga hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðnum í ákveðið lágmarkstímabil eða það fullyrt að lágmarkseignartímabil sé grundvallarþáttur í fjárfestingaráætluninni, þá yfirlýsing með eftirfarandi orðalagi:
„Ráðlegging: sjóður þessi gæti verið óhentugur fyrir fjárfesta sem hyggjast taka fé sitt út innan [tímabil]“.
3.     Upplýsingar, sem koma fram í 1. og 2. mgr., skulu greina á milli meginflokka fjárfestinga, eins og tilgreint er í a- og c-liðum 1. mgr. og a-lið 2. mgr., og aðferðarinnar sem rekstrarfélag skal nota í tengslum við þessar fjárfestingar, eins og tilgreint er í d-lið 1. mgr. og b-, c- og d-liðum 2. mgr.
4.     Þátturinn „Markmið og fjárfestingarstefna“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta má innihalda aðra þætti en þá sem fram koma í 2. mgr., þ.m.t. útskýring á fjárfestingaráætlun verðbréfasjóðsins, ef þættir þessir eru nauðsynlegir til að lýsa markmiðum og fjárfestingarstefnu verðbréfasjóðsins með fullnægjandi hætti.

2. ÞÁTTUR
Ávinnings- og áhættusnið
8. gr.

Útskýringar á hugsanlegri áhættu og ávinningi, þ.m.t. notkun á mælikvarða

1.     Þátturinn „Ávinnings- og áhættusnið“ á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skal innihalda tilbúinn mælikvarða, sem með fylgir:
a)    textalýsing á mælikvarðanum og helstu takmörkunum hans,
b)    textalýsing á áhættum sem eru mikilvægar fyrir verðbréfasjóðinn og tilbúni mælikvarðinn greinir ekki nægilega vel.
2.     Tilbúni mælikvarðinn, sem um getur í 1. mgr., skal sýna röð flokka á tölulegum mælikvarða og skal verðbréfasjóðnum skipað í einn þessara flokka. Framsetning tilbúna mælikvarðans skal vera í samræmi við þær kröfur sem mælt er fyrir um í I. viðauka.
3.     Útreikningur á tilbúna mælikvarðanum, sem um getur í 1. mgr., og síðari breytinga á honum skal skjalfesta með fullnægjandi hætti.
Rekstrarfélög skulu halda skrár um útreikninga þessa eigi skemur en yfir fimm ára tímabil. Í tilviki afleiðutengdra sjóða skal framlengja tímabil þetta til fimm ára að loknum binditíma.
4.     Í textalýsingunni, sem um getur í 1. mgr., skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
a)    yfirlýsing um að söguleg gögn, eins og þau sem notuð eru við útreikninga á tilbúna mælikvarðanum, kunni að vera óáreiðanleg vísbending um framtíðaráhættusnið verðbréfasjóðsins,
b)    yfirlýsing um að ekki sé hægt að ábyrgjast að gildandi flokkun áhættu og ávinnings haldist óbreytt og að flokkun verðbréfasjóðsins kunni að breytast með tímanum,
c)    yfirlýsing um að lægsti flokkurinn tákni ekki áhættulausa fjárfestingu,
d)    stutt útskýring á því hvers vegna verðbréfasjóðurinn sé í ákveðnum flokki,
e)    nánari upplýsingar um eðli, tímalengd og umfang höfuðstólstryggingar eða varnar sem verðbréfasjóðurinn býður, þ.m.t. hugsanleg áhrif innlausnar á hlutdeildarskírteinum utan tryggða eða varða tímabilsins.
5.     Textalýsingin, sem um getur í b-lið 1. mgr., skal innihalda eftirfarandi áhættuflokka, séu þeir mikilvægir:
a)    lánsáhættu, ef umtalsverður hluti fjárfestingar er í skuldabréfum,
b)    lausafjáráhættu, ef umtalsverður hluti fjárfestingar er í fjármálagerningum, sem eru nægjanlega seljanlegir að gerð, en geta þó við ákveðnar aðstæður haft tiltölulega lágt seljanleikastig og þar með haft áhrif á lausafjáráhættustig alls verðbréfasjóðsins,
c)    mótaðilaáhættu, ef sjóður nýtur ábyrgðar þriðja aðila eða þegar áhætta af fjárfestingu sjóðsins er að miklu leyti til komin vegna eins eða fleiri samninga við mótaðila,
d)    rekstraráhættu og áhættum sem tengjast varðveislu eigna,
e)    áhrif fjármálaaðferða eins og um getur í g-lið 1. mgr. 50. gr. tilskipunar 2009/65/EB, svo sem afleiðusamninga, á áhættusnið verðbréfasjóðsins ef slíkar aðferðir eru notaðar við að öðlast, auka eða lækka áhættukröfu á undirliggjandi eignir.

9. gr.
Meginreglur um tilgreiningu, útskýringu og framsetningu á áhættum

Tilgreining og útskýring á áhættum sem um getur í b-lið 1. mgr. 8. gr. skal vera í samræmi við innra ferlið sem rekstrarfélag verðbréfasjóðsins notar til að tilgreina, mæla og fylgjast með áhættu, eins og mælt er fyrir um í tilskipun 2010/43/EB. Ef rekstrarfélag stjórnar fleiri en einum verðbréfasjóði skal tilgreina og útskýra áhætturnar með samræmdum hætti.

3. ÞÁTTUR
Gjöld
10. gr.

Framsetning gjalda

1.     Þátturinn „Gjöld“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skal innihalda framsetningu á gjöldum í formi töflu, eins og mælt er fyrir um í II. viðauka.
2.     Fylla skal út í töfluna, sem um getur í 1. mgr., í samræmi við eftirfarandi kröfur:
a)    skráningar- og innlausnargjöld skulu hvor um sig vera hámarkshlutfall þess sem draga má frá fjármagnsskuldbindingum fjárfestisins við verðbréfasjóðinn,
b)    færa skal árlegar gjaldtökur frá verðbréfasjóðnum í einni tölu, sem nefnist „viðvarandi gjöld“ og táknar öll árleg gjöld og aðrar greiðslur, sem eru teknar af eignum verðbréfasjóðsins á skilgreindu tímabili, og á grundvelli talna frá árinu þar á undan,
c)    taflan skal tilgreina og útskýra gjöld sem tekin eru af verðbréfasjóðnum við ákveðnar aðstæður, á hvaða grunni gjaldið er reiknað út og hvenær það á við.

11. gr.
Útskýring á gjöldum og yfirlýsing um mikilvægi gjaldanna

1.     Þátturinn „Gjöld“ skal innihalda textalýsingu á hverju gjaldi, sem tilgreint er í töflunni, þ.m.t. eftirfarandi upplýsingar:
a)    að því er varðar skráningar- og innlausnargjöld:
    i.    skal tekið skýrt fram að gjöld séu alltaf hámarkstölur og því geti fjárfestirinn í sumum tilvikum greitt minna,
    ii.    skal tekið fram í meðfylgjandi yfirlýsingu að fjárfestirinn geti fengið vitneskju um raunveruleg skráningar- og innlausnargjöld frá fjármálaráðgjafa sínum eða dreifingaraðila,
b)    að því er varðar „viðvarandi gjöld“ skal liggja fyrir yfirlýsing um að fjárhæð viðvarandi gjalda byggist á útgjöldum síðasta árs, að því er varðar árið sem lauk [mánuður/ár], og að fjárhæðin geti eftir atvikum verið mismunandi frá einu ári til annars.
2.     Þátturinn „Gjöld“ skal innihalda yfirlýsingu um mikilvægi gjaldanna og skal þar koma skýrt fram að gjöldin sem fjárfestir greiðir séu notuð til að greiða kostnað við rekstur verðbréfasjóðsins, þ.m.t. kostnaður við markaðssetningu og dreifingu verðbréfasjóðsins, og að gjöld þessi dragi úr hugsanlegum vexti fjárfestingarinnar.

12. gr.
Viðbótarkröfur

1.     Setja skal alla þættina í fyrirkomulagi gjaldtöku fram eins greinilega og kostur er til að fjárfestar geti áttað sig á heildaráhrifum gjaldanna.
2.     Ef líklegt er að áhrif viðskiptakostnaðar eignasafns á ávöxtun verði veruleg vegna áætlunarinnar sem verðbréfasjóðurinn fylgir, skal setja það fram innan þáttarins „Markmið og fjárfestingarstefna“, eins og vísað er til í e-lið 2. mgr. 7. gr.
3.     Upplýsa skal um árangurstengdar þóknanir í samræmi við c-lið 2. mgr. 10. gr. Fjárhæð árangurstengdu þóknunarinnar, sem gjaldfærð var á síðasta fjárhagsári verðbréfasjóðsins, skal talin með sem prósentutala.

13. gr.
Sérstök tilvik

1.     Geti nýr verðbréfasjóður ekki farið að kröfunum í b-lið 2. mgr. 10. gr. og b-lið 1. mgr. 11. gr. skal áætla viðvarandi gjöld á grundvelli væntanlegra heildargjalda.
2.     Ákvæði 1. mgr. gilda ekki í eftirfarandi tilvikum:
a)    að því er varðar sjóði sem innheimta fast heildargjald, en þá er sú tala birt í staðinn,
b)    að því er varðar sjóði sem setja þak eða hámark á fjárhæð leyfilegrar gjaldfærslu, en þá er sú tala birt í staðinn, að því tilskildu að rekstrarfélagið heiti því að virða birtu fjárhæðina og taka á sig þann kostnað sem myndi að öðrum kosti verða til að hækka töluna.

14. gr.
Millivísanir

Þátturinn „Gjöld“ skal innihalda, þar sem við á, millivísun í þá hluta af lýsingu verðbréfasjóðsins þar sem finna má ítarlegri upplýsingar um gjöldin, þ.m.t. upplýsingar um árangurstengdar þóknanir og hvernig þær eru reiknaðar út.

4. ÞÁTTUR
Fyrri árangur
15. gr.

Framsetning fyrri árangurs

1.     Setja skal upplýsingar um fyrri árangur verðbréfasjóðsins fram í súluriti sem nær yfir frammistöðu verðbréfasjóðsins á síðustu 10 árum.
Súluritið, sem um getur í fyrsta undirlið, skal vera í vel læsilegri stærð en skal ekki undir neinum kringumstæðum taka meira en hálfa blaðsíðu í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta.
2.     Verðbréfasjóðir, sem sýnt hafa frammistöðu í skemmri tíma en fimm heil almanaksár, skulu nota framsetningu sem nær aðeins yfir fimm síðustu ár.
3.     Ár sem engin gögn eru fáanleg um skulu sýnd sem eyða þar sem dagsetningin er eina skýringin.
4.     Að því er varðar verðbréfasjóð, sem hefur enn ekki sýnt gögn um árangur fyrir eitt heilt almanaksár, skal fylgja yfirlýsing um að fullnægjandi gögn séu ekki fyrir hendi til að veita fjárfestum nytsamar upplýsingar um fyrri árangur.
5.     Með súluritinu skulu fylgja áberandi yfirlýsingar og skulu þær:
a)    vara við takmörkuðu gildi þess sem vísbendingu um frammistöðu í framtíðinni,
b)    nefna lauslega hvaða gjöld og þóknanir séu innifaldar eða ekki meðtaldar í útreikningnum um fyrri árangur,
c)    tilgreina stofnár sjóðsins,
d)    tilgreina gjaldmiðilinn sem fyrri árangur var reiknaður út í.
Krafan, sem mælt er fyrir um í b-lið, skal ekki gilda um verðbréfasjóði sem hafa hvorki skráningar- né innlausnargjöld.
6.     Lykilupplýsingaskjalið fyrir fjárfesta skal ekki innihalda upplýsingar um fyrri árangur á neinum hluta yfirstandandi almanaksárs.

16. gr.
Aðferðafræði útreiknings á fyrri árangri

Útreikningur á tölum um fyrri árangur skal byggjast á verðmæti hreinnar eignar verðbréfasjóðsins og skulu þær reiknaðar út á þeim grundvelli að ráðstafanlegar tekjur sjóðsins hafi verið endurfjárfestar.

17. gr.
Áhrif og viðbrögð við verulegum breytingum

1.     Þegar verulegar breytingar verða á markmiðum og fjárfestingastefnu verðbréfasjóðs á tímabilinu, sem sýnt er í súluritinu og um getur í 15. gr., skal áfram sýna fyrri árangur verðbréfasjóðsins áður en verulegu breytingarnar áttu sér stað.
2.     Sýna skal tímabilið á undan verulegu breytingunum, sem um getur í 1. mgr., á súluritinu og merkja það með greinilegri viðvörun um að frammistaðan hafi náðst við aðstæður sem séu ekki lengur fyrir hendi.

18. gr.
Notkun viðmiðana samhliða fyrri árangri

1.     Vísi þátturinn „Markmið og fjárfestingarstefna“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta til viðmiðana skal súlu, sem sýnir árangur þeirrar viðmiðunar, bætt við á myndina til hliðar við þær súlur sem sýna fyrri árangur verðbréfasjóðsins.
2.     Að því er varðar verðbréfasjóði, sem búa ekki yfir gögnum um fyrri árangur á þeim fimm eða tíu árum sem krafist er, skal ekki sýna viðmiðunina vegna þeirra ára þegar verðbréfasjóðurinn var ekki til.

19. gr.
Notkun „hermi“gagna um fyrri árangur

1.     Einungis er heimilt að sýna frammistöðutölur samkvæmt hermun, fyrir tímabilið áður en gögn voru tiltæk, í eftirfarandi tilfellum að því tilskildu að notkun þeirra sé óvilhöll, skýr og ekki villandi:
a)    nýr flokkur hlutdeildar í starfandi verðbréfasjóði eða fjárfestingadeild má líkja eftir árangri sínum með því að miða við árangur annars flokks, að því tilskildu að ekki sé verulegur munur á umfangi hlutdeildar flokkanna tveggja í eignum verðbréfasjóðsins.
b)    fylgisjóður má líkja eftir árangri sínum með því að miða við árangur höfuðsjóðsins, að því tilskildu að einu af eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
    i.    áætlun og markmið fylgisjóðs heimilar honum ekki að eiga aðrar eignir en hlutdeildarskírteini í höfuðsjóðnum og viðbótarlausaeignir,
    ii.    eiginleikar fylgisjóðsins eru aðeins lítillega frábrugðnir þeim sem einkenna höfuðsjóðinn.
2.     Í öllum tilfellum þegar frammistaða er samkvæmt hermun í samræmi við 1. mgr., skal greina á skýran hátt frá því á súluritinu að svo sé.
3.     Verðbréfasjóður sem breytir réttarstöðu sinni, en hefur áfram staðfestu í sama aðildarríki, skal aðeins halda frammistöðuskrá sinni þegar lögbært yfirvald í aðildarríkinu metur það svo að stöðubreytingin hafi ekki áhrif á árangur verðbréfasjóðsins.
4.     Sé um að ræða samruna, sem um getur í i. og iii. lið p-liðar 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2009/65/EB, skal aðeins viðhalda fyrri árangri viðtökusjóðs í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta.

5. ÞÁTTUR
Hagnýtar upplýsingar og millivísanir
20. gr.

Inntak þáttarins „Hagnýtar upplýsingar“

1.     Þátturinn „Hagnýtar upplýsingar“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skal innihalda eftirfarandi upplýsingar sem skipta máli fyrir fjárfesta í öllum aðildarríkjum þar sem verðbréfasjóðurinn er markaðssettur:
a)    heiti vörslufyrirtækisins,
b)    hvar og hvernig komast skuli yfir frekari upplýsingar um verðbréfasjóðinn, eintök af lýsingu hans, síðustu ársskýrslu og síðari hálfsársskýrslu, þar sem fram kemur á hvaða tungumáli, eða tungumálum, skjöl þessi eru fáanleg og að þau séu afhent endurgjaldslaust,
c)    hvar og hvernig komast skuli yfir aðrar hagnýtar upplýsingar, þ.m.t. hvar finna megi síðustu verð á hlutdeildarskírteinum,
d)    yfirlýsingu um að skattalöggjöf heimaaðildarríkis verðbréfasjóðsins geti haft áhrif á persónulega skattastöðu fjárfestisins,
e)    eftirfarandi yfirlýsingu:
„[Setja skal inn nafn fjárfestingar- eða rekstrarfélags] ber aðeins ábyrgð á grundvelli yfirlýsinga sem koma fram í skjali þessu og eru villandi, ónákvæmar eða í ósamræmi við viðkomandi hluta lýsingar verðbréfasjóðsins.“
2.     Sé lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta útbúið fyrir fjárfestingadeild verðbréfasjóðs skal þátturinn „Hagnýtar upplýsingar“ innihalda upplýsingarnar sem tilgreindar eru í 2. mgr. 25. gr., þ.m.t. um réttindi fjárfesta til að færa sig á milli deilda.
3.     Þátturinn „Hagnýtar upplýsingar“ í skjalinu með lykilupplýsingum fyrir fjárfesta skal, eftir atvikum, greina frá upplýsingunum, sem krafist er varðandi þá flokka hlutdeildar sem í boði eru í samræmi við 26. gr.

21. gr.
Notkun millivísana í aðrar upplýsingar

1.     Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta má fela í sér millivísanir í aðrar upplýsingar, þ.m.t. lýsing og árs- eða hálfsársskýrslur, að því tilskildu að upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir skilning fjárfestisins á meginþáttum fjárfestingarinnar sé að finna í sjálfu lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta.
Leyfa skal millivísanir í vefsetur verðbréfasjóðsins eða rekstrarfélagsins, þ.m.t. þann hluta af slíku vefsetri þar sem finna má lýsinguna og reglubundnu skýrslurnar.
2.     Millivísanir, sem um getur í 1. mgr., skulu benda fjárfestinum á tiltekinn hluta viðkomandi heimildar. Nota má nokkrar mismunandi millivísanir í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta en þeim skal þó haldið í lágmarki.

6. ÞÁTTUR
Yfirferð og endurskoðun á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta

22. gr.
Yfirferð á lykilupplýsingum fyrir fjárfesta

1.     Rekstrarfélag eða fjárfestingarfélag skal tryggja að yfirferð á lykilupplýsingum fyrir fjárfesta fari fram eigi sjaldnar en á tólf mánaða fresti.
2.     Yfirferð skal eiga sér stað áður en fyrirhugaðar breytingar eru gerðar á lýsingunni, sjóðsreglunum eða stofnsamningi fjárfestingarfélagsins, hafi þessar breytingar ekki verið háðar þeirri yfirferð sem um getur í 1. mgr.
3.     Yfirferð skal eiga sér stað fyrir eða í kjölfar breytinga sem taldar eru skipta máli fyrir þær upplýsingar sem finna má í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta.

23. gr.
Birting endurskoðuðu útgáfunnar

1.     Ef yfirferð, sem um getur í 22. gr., gefur til kynna að þörf sé á breytingum á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skal gera endurskoðuðu útgáfuna tiltæka án tafar.
2.     Ef von var á breytingu á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta í kjölfar ákvörðunar rekstrarfélagsins, þ.m.t. breytingar á lýsingunni, sjóðsreglum eða stofnsamningi fjárfestingarfélagsins, skal gera endurskoðuðu útgáfuna af lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta tiltæka áður en breytingarnar taka gildi.
3.     Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta með framsetningu á fyrri árangri verðbréfasjóðsins, sem endurskoðuð hefur verið á viðeigandi hátt, skal gerð tiltæk eigi síðar en 35 viðskiptadögum frá 31. desember á hverju ári.

24. gr.
Verulegar breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku

1.     Upplýsingar um gjöld skulu endurspegla á tilhlýðilegan hátt breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku sem leiða til hækkunar á leyfilegri hámarksfjárhæð þeirra einskiptisgjalda sem fjárfestirinn greiðir beint.
2.     Séu „viðvarandi gjöld“, sem reiknuð eru út í samræmi við b-lið 2. mgr. 10. gr., ekki lengur áreiðanleg skal rekstrarfélagið í stað þeirra áætla ákveðna fjárhæð fyrir „viðvarandi gjöld“, sem það hefur gildar ástæður til að ætla að gefi vísbendingu um þá fjárhæð sem líklegt er að verðbréfasjóðurinn verði krafinn um í framtíðinni.
Veita skal upplýsingar um breyttan grundvöll þennan með eftirfarandi yfirlýsingu:
„Fjárhæð viðvarandi gjalda, sýnd hér að neðan, er gjaldaáætlun. [Setja skal inn stutta lýsingu á ástæðum þess að áætlun er notuð í stað raunfjárhæðar.] Ársskýrsla verðbréfasjóðsins fyrir hvert fjárhagsár skal innihalda ítarlega lýsingu á innheimtum gjöldum.“

IV. KAFLI
Sérstakt skipulag verðbréfasjóða
1. ÞÁTTUR
Fjárfestingadeildir
25. gr.

Fjárfestingadeildir

1.     Ef verðbréfasjóðurinn samanstendur af tveimur eða fleiri fjárfestingadeildum skal búa til sérstakt lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta fyrir hverja deild.
2.     Hvert lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta, sem um getur í 1. mgr., skal veita eftirfarandi upplýsingar innan þáttarins „Hagnýtar upplýsingar“:
a)    að lykilupplýsingaskjalið fyrir fjárfesta lýsi deild í verðbréfasjóði og, ef við á, að lýsingin og reglubundnu skýrslurnar séu gerðar fyrir allan verðbréfasjóðinn sem nefndur er fremst í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta,
b)    hvort eignir og skuldbindingar hverrar deildar séu aðgreindar samkvæmt lögun og hvaða áhrif það gæti haft á fjárfestinn,
c)    hvort fjárfestirinn hafi réttindi til að skipta fjárfestingu sinni í hlutdeildarskírteinum einnar deildar fyrir hlutdeildarskírteini í annarri deild og, ef svo er, hvar finna megi upplýsingar um hvernig nýta skuli þann rétt.
3.     Ef rekstrarfélag leggur gjald á fjárfestinn fyrir að skipta á fjárfestingum, í samræmi við c-lið 2. mgr., og það gjald er frábrugðið hefðbundnu gjaldi fyrir að kaupa eða selja hlutdeildarskírteini, skal nefna gjaldið sérstaklega í þættinum „Gjöld“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta.

2. ÞÁTTUR
Flokkar hlutdeildar
26. gr.

Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta í flokkum hlutdeildar

1.     Ef verðbréfasjóður samanstendur af fleiri en einum flokki hlutdeildarskírteina eða hlutdeildar skal undirbúa lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta fyrir hvern flokk hlutdeildarskírteina eða hlutdeildar.
2.     Sameina má lykilupplýsingar fyrir fjárfesta, sem eiga við tvo eða fleiri flokka í sama verðbréfasjóði, í eitt lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta, að því tilskildu að skjalið sem til verður fullnægi í öllum atriðum kröfunum, sem mælt er fyrir um í 2. þætti II. kafla, þ.m.t. er lengd þess varðar.
3.     Rekstrarfélagið má velja flokk til að lýsa einum eða fleiri flokkum verðbréfasjóðsins, að því tilskildu að valið sé óvilhallt, skýrt og virki ekki villandi fyrir mögulega fjárfesta í hinum flokkunum. Í slíkum tilvikum skal þátturinn „Ávinnings- og áhættusnið“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta innihalda þá útskýringu á verulegri áhættu sem á við aðra flokka sem falla undir þáttinn. Afhenda má lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta, sem grundvallað er á lýsandi flokknum, til fjárfesta í hinum flokkunum.
4.     Ekki skal sameina ólíka flokka í einn samsettan, lýsandi flokk sem um getur í 3. mgr.
5.     Rekstrarfélagið skal halda skrá yfir það hvaða öðrum flokkum lýsandi flokkurinn, sem um getur í 3. mgr., lýsir og þær ástæður sem réttlæta valið.

27. gr.
Þáttur um hagnýtar upplýsingar

Ef við á skal bæta við þáttinn um „Hagnýtar upplýsingar“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta upplýsingum um það hvaða flokkur hafi verið valinn til að lýsa hinum og nota til þess hugtakið sem hann var nefndur með í lýsingu verðbréfasjóðsins.
Sá þáttur skal einnig gefa til kynna hvar fjárfestar geta fengið upplýsingar um aðra flokka verðbréfasjóðsins sem eru markaðssettir í þeirra eigin aðildarríki.

3. ÞÁTTUR
Sjóðasjóður
28. gr.

Þáttur um markmið og fjárfestingarstefnu

Ef verðbréfasjóðurinn fjárfestir verulegan hluta eigna sinna í öðrum verðbréfasjóðum eða öðrum sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, eins og um getur í e-lið 1. mgr. 50. gr. tilskipunar 2009/65/EB, skal lýsing markmiða og fjárfestingarstefnu þess verðbréfasjóðs í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta innihalda stutta útskýringu á því hvernig hinir sjóðirnir um sameiginlega fjárfestingu verða valdir á áframhaldandi grundvelli.

29. gr.
Ávinnings- og áhættusnið

Textalýsingin á áhættuþáttum, sem um getur í b-lið 1. mgr. 8. gr., skal gerð með hliðsjón af áhættum sem fylgja hverjum undirliggjandi sjóði um sameiginlega fjárfestingu, að því marki sem líklegt er að þær skipti máli fyrir verðbréfasjóðinn í heild.

30. gr.
Þáttur um gjöld

Lýsingin á gjöldunum skal gerð með hliðsjón af gjöldum sem sá verðbréfasjóður stofnar til sjálfur í hlutverki sínu sem fjárfestir í undirliggjandi sjóði um sameiginlega fjárfestingu. Einkum skulu skráningar- og innlausnargjöld og árleg gjöld, sem undirliggjandi sjóður um sameiginlega fjárfestingu leggur á, endurspeglast í útreikningum verðbréfasjóðsins á fjárhæð viðvarandi gjalda hans.

4. ÞÁTTUR
Fylgisjóður
31. gr.

Þáttur um markmið og fjárfestingarstefnu

1.     Lýsingin á markmiðum og fjárfestingarstefnu í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta í fylgisjóðum, eins og þeir eru skilgreindir í 58. gr. tilskipunar 2009/65/EB, skal innihalda upplýsingar um það hlutfall eigna fylgisjóðsins sem fjárfest er í höfuðsjóðnum.
2.     Þar skal einnig vera lýsing á markmiðum og fjárfestingarstefnu höfuðsjóðsins, aukin með öðru af eftirfarandi, eins og við á:
i.    upplýsingum um að ávöxtun fjárfestinga fylgisjóðsins verði svipuð og hjá höfuðsjóðnum, eða
ii.    útskýringu á því hvernig og hvers vegna ávöxtun fjárfestinga fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins gæti verið mismunandi.

32. gr.
Þátturinn ávinnings- og áhættusnið

1.     Ef ávinnings- og áhættusnið fylgisjóðsins er að verulegu leyti frábrugðið sniði höfuðsjóðsins skal ástæða þess útskýrð í þættinum „Ávinnings- og áhættusnið“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta.
2.     Útskýra skal lausafjáráhættu og vensl milli kaupa- og innlausnarfyrirkomulags í höfuðsjóðnum og fylgisjóði í þættinum „Ávinnings- og áhættusnið“ á lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta.

33. gr.
Þáttur um gjöld

Þátturinn „Gjöld“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta skal ná bæði til fjárfestingakostnaðar í fylgisjóði og kostnaðar og útgjalda sem höfuðsjóðurinn gæti krafið fylgisjóðinn um.
Þar að auki skal sá þáttur sameina kostnað bæði fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins í fjárhæð viðvarandi gjalda fylgisjóðsins.

34. gr.
Þáttur um hagnýtar upplýsingar

1.     Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta í fylgisjóði skal innihalda sértækar upplýsingar um fylgisjóðinn í þættinum „Hagnýtar upplýsingar“.
2.     Upplýsingarnar, sem um getur í 1. mgr., skulu m.a. ná til:
a)    yfirlýsingar um að fjárfestar fylgisjóðsins geti fengið lýsingu höfuðsjóðsins, lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta í honum og reglubundnar skýrslur og reikninga, óski þeir eftir því, hvernig hægt sé að nálgast viðkomandi gögn og á hvaða tungumáli/málum,
b)    þess hvort gögnin, sem skráð eru í a-lið, séu aðeins tiltæk á pappírsafritum eða í öðrum varanlegum miðli og hvort greiða þurfi þóknun fyrir eintök sem falla ekki undir ókeypis afhendingu í samræmi við 5. mgr. 63. gr. tilskipunar 2009/ 65/EB,
c)    yfirlýsingar, ef við á, um að höfuðsjóðnum sé komið á fót í öðru aðildarríki en fylgisjóðnum og að þetta geti haft áhrif á skattameðferð fylgisjóðsins.

35. gr.
Fyrri árangur

1.     Framsetning á fyrri árangri í lykilupplýsingaskjali fyrir fjárfesta í fylgisjóðnum skal vera sérstaklega miðuð við fylgisjóðinn og ekki líkja eftir frammistöðu höfuðsjóðsins.
2.     Ákvæði 1. mgr. gilda ekki:
a)    noti fylgisjóðurinn fyrri árangur höfuðsjóðs síns til viðmiðunar, eða
b)    hafi fylgisjóðurinn verið stofnaður sem fylgisjóður eftir að höfuðsjóðurinn tók til starfa, skilyrðum 19. gr. er fullnægt og árangur samkvæmt hermun er sýndur fyrir árin áður en fylgisjóðurinn var stofnaður, grundvallaður á fyrri árangri höfuðsjóðsins, eða
c)    hafi fylgisjóður feril yfir fyrri árangur frá því áður en hann hóf starfsemi sem fylgisjóður og eigin ferill hans kemur fram í súluritinu fyrir viðkomandi ár og verulega breytingin er merkt eins og krafist er í 2. mgr. 17. gr.

5. ÞÁTTUR
Afleiðutengdir verðbréfasjóðir

36. gr.
Árangurssviðsmyndir

1.     Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta í afleiðutengdum verðbréfasjóðum skal ekki innihalda þátt um „Fyrri árangur“.
Að því er varðar þennan þátt skulu afleiðutengdir verðbréfasjóðir álitnir vera verðbréfasjóðir sem veita fjárfestum, á tilteknum fyrirfram ákveðnum dagsetningum, greiðslur, ákvarðaðar með reikniriti, sem tengjast árangri, eða innlausn á verðbreytingum eða öðrum skilyrðum, fjáreigna, vísitalna eða viðmiðunareignasafna eða verðbréfasjóða með svipaða eiginleika.
2.     Þátturinn „Markmið og fjárfestingarstefna“ í lykilupplýsingaskjalinu fyrir fjárfesta í afleiðutengdum verðbréfasjóðum skal innhalda útskýringu á því hvernig formúlan virkar eða hvernig greiðslan er reiknuð út.
3.     Útskýringunni, sem um getur í 2. mgr., skal fylgja skýringarmynd sem sýnir að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir af hugsanlegum árangri verðbréfasjóðsins. Velja skal viðeigandi sviðsmyndir til að sýna við hvaða aðstæður formúlan gæti skilað lítilli, meðal eða hárri ávöxtun, þ.m.t. ef við á, neikvæðri ávöxtun fyrir fjárfestinn.
4.     Sviðsmyndirnar, sem um getur í 3. mgr., skulu gera fjárfestinum kleift að skilja að fullu áhrif þess útreiknings sem felst í formúlunni.
Þær skulu settar fram með þeim hætti sem er óvilhallur, skýr og ekki villandi og sem líklegt er að venjulegir, almennir fjárfestar skilji. Einkum skulu þær ekki ýkja mikilvægi endanlegs árangurs verðbréfasjóðsins.
5.     Sviðsmyndirnar, sem um getur í 3. mgr., skulu grundvallaðar á raunhæfum og varfærnum forsendum um framtíðarmarkaðsaðstæður og verðbreytingar.
Feli formúlan í sér að fjárfestar geti orðið fyrir umtalsverðu tapi, t.d. í tengslum við höfuðstólstryggingu sem virkar aðeins við ákveðnar aðstæður, skal tapi þessu vera lýst á viðeigandi hátt, jafnvel þótt litlar líkur séu á því að samsvarandi markaðsaðstæður skapist.
6.     Sviðsmyndunum, sem um getur í 3. mgr., skal fylgja yfirlýsing um að þær séu dæmi til skýringar formúlunni og að þær séu ekki spá um það hvað kunni að gerast. Taka skal skýrt fram að ekki sé víst að þær sviðsmyndir sem sýndar eru séu jafn líklegar til að eiga sér stað.

37. gr.
Lengd

Lykilupplýsingaskjal fyrir fjárfesta í afleiðutengdum verðbréfasjóðum skal ekki vera lengra en þrjár prentaðar síður í stærð A4.

V. KAFLI
VARANLEGUR MIÐILL
38. gr.
Skilyrði sem gilda um tilhögun miðlunar lykilupplýsingaskjals fyrir fjárfesta eða lýsingar á varanlegum miðlum öðrum en pappír eða á vefsetri

1.     Þegar, að því er varðar tilskipun 2009/65/EB, lykilupplýsingaskjali fyrir fjárfesta eða lýsingu er miðlað til fjárfesta með því að nota varanlegan miðil, annan en pappír, skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
a)    miðlun lykilupplýsingaskjals fyrir fjárfesta eða lýsingar með því að nota slíkan varanlegan miðil hæfir þeim aðstæðum sem viðskiptin milli rekstrarfélagsins og fjárfestisins fara fram við eða munu fara fram við, og
b)    sá aðili sem miðla skal lykilupplýsingaskjalið fyrir fjárfesta eða lýsingu til getur valið milli upplýsinga á pappír eða á hinum varanlega miðlinum og kýs sérstaklega að þær séu veittar á hinum miðlinum.
2.     Þegar miðla skal lykilupplýsingaskjali fyrir fjárfesta eða lýsingu á vefsetri og upplýsingarnar eru ekki stílaðar á fjárfestinn persónulega skal einnig fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
a)    miðlun þessara upplýsinga á þessum miðli hæfir þeim aðstæðum sem viðskiptin milli rekstrarfélagsins og fjárfestisins fara fram við eða munu fara fram við,
b)    fjárfestirinn verður að samþykkja sérstaklega að upplýsingarnar séu veittar á þessu formi,
c)    tilkynna verður fjárfestinum rafrænt um veffang vefsetursins og hvar á vefsetrinu sé hægt að nálgast upplýsingarnar,
d)    upplýsingarnar verða að vera uppfærðar,
e)    ávallt skal unnt að nálgast upplýsingarnar á þessu vefsetri á því tímabili sem líklegt er að viðskiptavinurinn gæti þurft að athuga þær.
3.     Að því er varðar þessa grein skal litið svo á að tilhögun upplýsingamiðlunar með rafrænum samskiptaleiðum hæfi þeim aðstæðum, sem viðskipti milli rekstrarfélagsins og fjárfestisins fara fram við, eða munu fara fram við, ef unnt er að færa sönnur á að fjárfestirinn hafi reglulegan aðgang að Netinu. Litið skal á það sem sönnun í þessu sambandi ef fjárfestirinn gefur upp netfang í því skyni að sinna þessum viðskiptum.

VI. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
39. gr.
Gildistaka

1.     Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
2.     Reglugerð þessi gildir frá 1. júlí 2011.

Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel, 1. júlí 2010.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
José Manuel BARROSO
forseti.



I. VIÐAUKI
KRÖFUR ER TENGJAST FRAMSETNINGU Á TILBÚNA MÆLIKVARÐANUM

1.    Tilbúni mælikvarðinn skal flokka sjóðinn á kvarðanum 1 til 7 á grundvelli fyrra flökts.
2.    Sýna skal kvarðann sem röð flokka sem táknaðir eru með heilum tölum í hækkandi röð frá 1 til 7 frá vinstri til hægri, er svarar til stiga áhættu og ávinnings, frá lægsta til hæsta gildis.
3.    Taka skal greinilega fram á kvarðanum að minni áhætta hafi hugsanlega í för með sér lægri ávöxtun og að meiri áhætta hafi hugsanlega í för með sér hærri ávöxtun.
4.    Flokkurinn, sem verðbréfasjóðurinn fellur undir, skal vera merktur á áberandi hátt.
5.    Enga liti skal nota til að greina á milli mismunandi hluta kvarðans.

II. VIÐAUKI
FRAMSETNING GJALDA

Gjöldin skulu sett fram í töflu sem er byggð upp á eftirfarandi hátt:
Einskiptisgjöld sem reiknast áður eða eftir að þú fjárfestir
Skráningargjald
Innlausnargjald
[] %
[] %
Þetta er hámark þess sem má draga af fé þínu [áður en það er fjárfest] [áður en afrakstur fjárfestingar þinnar er greiddur út]
Gjöld sem dregin eru frá sjóðnum á ársgrundvelli
Viðvarandi gjöld [] %
Gjöld sem dregin eru frá sjóðnum við sérstakar aðstæður
Árangurstengd þóknun [] % á ári af þeirri ávöxtun sem sjóðurinn nær umfram viðmiðun þessara þóknana, [setja inn heiti á viðmiðuninni]
–    Hvert þessara gjalda skal gefið upp sem prósentutala.
–    Að því er varðar árangurstengda þóknun skal fjárhæðin, sem innheimt var á síðasta fjárhagsári sjóðsins, talin með sem prósentutala.

III. VIÐAUKI
FRAMSETNING UPPLÝSINGA UM FYRRI ÁRANGUR

Súluritið sem sýnir fyrri árangur skal vera í samræmi við eftirfarandi viðmiðanir:
1.    Stærðarkvarði Y-áss súluritsins skal vera línulegur, ekki lograður.
2.    Stærðarkvarðinn skal aðlagaður stærð súlnanna sem sýndar eru og ekki þrýsta súlunum saman svo að erfiðara verði að greina flökt í ávöxtun.
3.    X-ásinn skal hefjast við 0% árangur.
4.    Setja skal merki á hverja súlu sem segir til um það hlutfall ávöxtunar sem náð var.
5.    Tölur um fyrri árangur skulu gefnar upp með einum aukastaf. Fylgiskjal III.


REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 584/2010
frá 1. júlí 2010
um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda
(Texti sem varðar EES)

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS) ( 1 ), einkum a-lið, 2. mgr. 95. gr., b- og c-lið 9. mgr. 101. gr. og 105. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Með tilskipun 2009/65/EB öðlast framkvæmdastjórnin framkvæmdarvald til að tilgreina og samræma tiltekna þætti nýju verklagsreglunnar, sem nota skal til tilkynningar um markaðssetningu hlutdeildarskírteina verðbréfasjóða í gistiaðildarríki. Með samræmingunni ættu lögbær yfirvöld að fá nauðsynlega vissu um, hvernig nýju kröfurnar munu virka, og stuðla að því að tryggja að nýja verklagsreglan virki snurðulaust.
2)          Til að auðvelda tilkynningaraðferðina er nauðsynlegt að tilgreina nákvæmlega snið og innihald staðlaðrar tilkynningar, sem verðbréfasjóður á að nota, og snið og innihald staðlaðrar staðfestingar sem lögbær yfirvöld aðildarríkis eiga að nota til að staðfesta að verðbréfasjóðurinn uppfylli skilyrðin sem sett eru fram í tilskipun 2009/65/EB. Aðildarríki skulu eiga þess kost að senda bæði tilkynninguna og staðfestinguna rafrænt.
3)          Þar eð markmiðið með tilskipun 2009/65/EB er að tryggja, að verðbréfasjóður geti markaðssett hlutdeildarskírteini sín í öðru aðildarríki með fyrirvara um tilkynningaraðferð sem byggist á bættum samskiptum á milli lögbærra yfirvalda aðildarríkjanna, er nauðsynlegt að setja fram nákvæmar verklagsreglur um rafrænar sendingar á tilkynningum milli lögbærra yfirvalda.
4)          Í samræmi við tilskipun 2009/65/EB skulu lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs sannprófa, hvort tilkynningin sé fullfrágengin, áður en þau senda hana til lögbærra yfirvalda aðildarríkisins, þar sem verðbréfasjóðurinn áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín. Í henni er einnig kveðið á um að verðbréfasjóður hafi rétt til aðgangs að markaði gistiaðildarríkis tafarlaust eftir að lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs hafa sent fullfrágengna tilkynningu til lögbærra yfirvalda aðildarríkis þar sem verðbréfasjóðurinn áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín. Til að tryggja réttarvissu er nauðsynlegt að fastsetja hvenær áframsending fullfrágenginnar tilkynningar telst hafa átt sér stað. Ennfremur skal þess krafist í verklagsreglum um rafræn samskipti að lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs gangi úr skugga um að sending fullbúinna gagna hafi átt sér stað, áður en þau tilkynna verðbréfasjóði um sendinguna skv. 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB. Þar að auki er nauðsynlegt að setja fram verklagsreglur um meðferð tæknivandamála sem upp koma við sendingu tilkynningar á milli lögbærra yfirvalda heima- og gistiaðildarríkis verðbréfasjóðsins.
5)          Í því skyni að einfalda sendingu tilkynningarinnar ásamt því að taka tillit til tækninýjunga og hagkvæmni þess að þróa háþróaðra kerfi fyrir rafræn samskipti, er lögbærum yfirvöldum heimilt að innleiða samstarfsfyrirkomulag, sem miðar að því að bæta rafrænar sendingar á tilkynningunum, einkum varðandi öryggi kerfisins og notkun á dulkóðun. Lögbær yfirvöld skulu einnig samræma fyrirkomulag fyrir rafræn samskipti innan samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlitsaðila.
6)          Í tilskipun 2009/65/EB er þess krafist að aðildarríki geri nauðsynlegar stjórnunar- og skipulagsráðstafanir til að greiða fyrir samvinnu. Aukin samvinna á milli lögbærra yfirvalda er nauðsynleg til að tryggja að verðbréfasjóður og rekstrarfélög sem reka verðbréfasjóði fari að tilskipun 2009/65/EB og til að tryggja snurðulausa starfsemi innri markaðarins og víðtæka vernd fjárfesta.
7)          Í tilskipun 2009/65/EB er kveðið á um að lögbær yfirvöld í einu aðildarríki geti óskað eftir samstarfi við lögbær yfirvöld annars aðildarríkis við eftirlitsstarfsemi eða vegna sannprófunar á staðnum eða rannsóknar innan yfirráðasvæðis þess síðarnefnda. Sé verðbréfasjóður rekinn af rekstrarfélagi, sem er staðsett í öðru aðildarríki, er einkum nauðsynlegt að koma á samstarfsfyrirkomulagi á milli lögbærra yfirvalda og ítarlegum verklagsreglum, sem lögbæru yfirvöldin geta beitt þegar þau þurfa að framkvæma rannsókn eða sannprófun á staðnum á einingu eða einstaklingi, sem skráður er í öðru aðildarríki.
8)          Lögbæru yfirvaldi skal vera heimilt að óska eftir samstarfi við önnur lögbær yfirvöld, að því er varðar álitamál sem falla undir eftirlitsskyldur þess. Yfirvaldið sem beiðni er beint til skal veita aðstoðina, jafnvel þegar háttsemin, sem verið er að rannsaka, er ekki talin brjóta lög í lögsögu þess. Yfirvald sem beiðni er beint til hefur heimild til að synja aðstoð í þeim tilvikum sem talin eru upp í 6. mgr. 101. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
9)          Í tilskipun 2009/65/EB er þess krafist að lögbær yfirvöld í aðildarríkjunum skuli tafarlaust láta hvert öðru í té þær upplýsingar sem þau þarfnast til að vinna störf sín. Því er rétt að setja fram ítarlegar reglur um venjubundin upplýsingaskipti og skipti á upplýsingum án beiðni.
10)          Til að tryggja að skuldbindingarnar, sem settar eru fram í tilskipun 2009/65/EB og í þessari reglugerð, gildi frá og með sama degi, skal þessi reglugerð taka gildi á sama degi og landsráðstafanirnar leiða tilskipun 2009/65/EB í lög.
11)          Leitað hefur verið til samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlitsaðila vegna tækniráðgjafar, sem komið var á fót með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB ( 1 ).
12)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit evrópsku verðbréfanefndarinnar,
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

1. KAFLI
TILKYNNINGARAÐFERÐ
1. gr.
Form og inntak tilkynningarinnar

Verðbréfasjóður (e. UCITS) skal leggja fram tilkynningu, eins og um getur í 1. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, í samræmi við fyrirmyndina sem sett er fram í I. viðauka við þessa reglugerð.

2. gr.
Form og inntak staðfestingar á verðbréfasjóði

Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs skulu leggja fram staðfestingu þess efnis að verðbréfasjóðurinn uppfylli skilyrðin, sem komið var á með tilskipun 2009/65/EB eins og um getur í 3. mgr. 93. gr. þeirrar tilskipunar, í samræmi við fyrirmyndina sem sett er fram í II. viðauka við þessa reglugerð.

3. gr.
Tilgreint tölvupóstfang

1.     Lögbær yfirvöld skulu tilgreina tölvupóstfang fyrir sendingu skjalanna, sem um getur í 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB og fyrir upplýsingaskiptin er varða tilkynningaraðferðina sem sett er fram í þeirri grein.
2.     Lögbær yfirvöld skulu upplýsa lögbær yfirvöld annarra aðildarríkja um tilgreint tölvupóstfang og skulu tryggja að öllum breytingum á tölvupóstfanginu verði tafarlaust komið á framfæri til þeirra.
3.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs skulu senda öll skjöl, sem um getur í annarri undirgrein 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, einungis á tilgreint tölvupóstfang lögbærra yfirvalda aðildarríkisins þar sem verðbréfasjóðurinn áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín.
4.     Lögbær yfirvöld skulu koma á verklagsreglum til að tryggja að tilgreint tölvupóstfang þeirra, til móttöku tilkynninga, sé yfirfarið á hverjum virkum degi.

4. gr.
Sending tilkynningarinnar

1.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs skulu senda með tölvupósti fullbúnu gögnin, sem um getur í annarri undirgrein 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, til lögbærra yfirvalda aðildarríkisins þar sem verðbréfasjóðurinn áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín.
Öll fylgiskjöl við tilkynninguna, eins og tilgreint er í I. viðauka, skulu talin upp í tölvupóstinum og afhent á sniði sem er í almennri notkun og hægt er að skoða og prenta.
2.     Einungis í eftirfarandi tilvikum telst sending fullbúinna gagna, eins og um getur í annarri undirgrein 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, ekki hafa átt sér stað:
a)    skjal sem á að senda vantar, er ófullgert eða er ekki á því sniði sem tilgreint er í 1. mgr.,
b)    lögbær yfirvöld í heimaaðildarríki verðbréfasjóðs nota ekki tilgreint tölvupóstfang lögbærra yfirvalda aðildarríkisins þar sem verðbréfasjóðurinn áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín skv. 1. mgr. 3. gr.,
c)    lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs hafa ekki sent fullbúin gögn vegna bilunar í tæknibúnaði í sínu rafræna kerfi.
3.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs skulu tryggja að sending fullbúinna gagna, eins og um getur í 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, hafi átt sér stað áður en þeir tilkynna verðbréfasjóðnum um sendinguna.
4.     Séu lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs upplýst um eða verða þess áskynja að sending fullbúnu gagnanna hafi ekki átt sér stað, skulu þau tafarlaust gera ráðstafanir til að senda fullbúnu gögnin.
5.     Lögbær yfirvöld geta komið sér saman um að skipta út aðferðunum við sendingu fullbúnu gagnanna, sem um getur í annarri undirgrein 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, fyrir háþróaðri aðferð við rafræn samskipti en með tölvupósti, eða að koma á viðbótarverklagsreglum til að auka öryggi sendra tölvupósta.
Allar aðrar aðferðir eða bættar verklagsreglur skulu vera í samræmi við tímafrestina fyrir tilkynningar, sem settir eru fram í XI. kafla tilskipunar 2009/65/ EB, og skulu ekki skerða möguleika verðbréfasjóðs til aðgangs að markaði annars aðildarríkis en heimaaðildarríkis síns.

5. gr.
Móttaka tilkynningarinnar

1.     Þegar lögbær yfirvöld aðildarríkis, þar sem verðbréfasjóður áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín, taka á móti gögnunum, sem senda á til þeirra skv. 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, skulu þau staðfesta við lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs, eins fljótt og auðið er, en eigi síðar en eftir fimm virka daga frá því að slík gögn voru móttekin, hvort:
a)    öll fylgiskjöl, sem verður að telja upp í samræmi við 1. mgr. 4. gr. þessarar reglugerðar hafi verið móttekin, og
b)    hægt sé að skoða eða prenta gögnin sem senda skal.
Staðfestinguna má senda með tölvupósti til lögbærra yfirvalda heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs á tölvupóstfangið sem tilgreint er skv. 1. mgr. 3. gr., nema að viðkomandi lögbær yfirvöld hafi komið sér saman um háþróaðri aðferð við að kvitta fyrir móttöku.
2.     Hafi lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs ekki móttekið staðfestingu frá lögbærum yfirvöldum í aðildarríkinu, þar sem verðbréfasjóðurinn áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín, innan þeirra tímamarka sem tilgreind eru í 1. mgr., skulu þau hafa samband við lögbær yfirvöld aðildarríkisins, þar sem verðbréfasjóðurinn áformar að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín, og sannprófa að sending fullbúnu gagnanna hafi átt sér stað.

II. KAFLI
SAMVINNA Á SVIÐI EFTIRLITS
1. ÞÁTTUR
Verklagsreglur við sannprófanir á
staðnum og rannsóknir
6. gr.
Beiðni um aðstoð við sannprófanir á staðnum og rannsóknir

1.     Lögbært yfirvald sem hyggst framkvæma sannprófun á staðnum eða rannsókn á yfirráðasvæði annars aðildarríkis („yfirvaldið, sem leggur fram beiðnina“) skal leggja fram skriflega beiðni til lögbærs yfirvalds hins aðildarríkisins („yfirvaldið sem beiðni er beint til“). Í beiðninni skal eftirfarandi koma fram:
a)    ástæður beiðninnar, þ.m.t. gildandi lagaákvæði, sem beiðnin byggist á, í lögsögu yfirvaldsins, sem leggur fram beiðnina,
b)    umfang sannprófunarinnar á staðnum eða rannsóknarinnar,
c)    aðgerðirnar sem yfirvaldið, sem leggur fram beiðnina, hefur þegar framkvæmt,
d)    allar aðgerðir sem yfirvaldið, sem beiðni er beint til, grípur til,
e)    aðferðafræðin sem lagt er til að verði notuð við sannprófunina á staðnum eða rannsóknina og ástæður yfirvaldsins, sem leggur fram beiðni, fyrir að velja hana.
2.     Leggja skal beiðnina fram með nægjanlega löngum fyrirvara fyrir sannprófunina á staðnum eða rannsóknina.
3.     Ef beiðni um aðstoð við sannprófun á staðnum eða rannsókn er brýn, er heimilt að senda hana með tölvupósti og staðfesta hana síðar skriflega.
4.     Yfirvald, sem beiðni er beint til, skal staðfesta viðtöku beiðninnar án ástæðulausrar tafar.
5.     Yfirvaldið sem leggur fram beiðni, skal veita aðgang að upplýsingunum, sem óskað hefur verið eftir við yfirvaldið sem beiðni er beint til, þannig að yfirvaldið sem beiðni er beint til geti veitt nauðsynlega aðstoð.
6.     Yfirvaldið sem beiðni er beint til skal senda, án ástæðulausrar tafar, allar upplýsingar og gögn sem eru tiltæk og eru viðkomandi eða gagnleg til yfirvaldsins sem leggur fram beiðni, í ljósi ástæðna og umfangs sannprófunarinnar á staðnum eða rannsóknarinnar.
7.     Yfirvaldið sem beiðni er beint til og yfirvaldið sem leggur fram beiðni skulu endurmeta nauðsyn sannprófunarinnar á staðnum og rannsóknarinnar í ljósi gagnanna og upplýsinganna sem send voru skv. 5. og 6. mgr.
8.     Yfirvaldið sem beiðni er beint til, skal ákveða hvort það sjálft annist sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, eða hvort það heimilar yfirvaldinu sem leggur fram beiðni að framkvæma sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, eða hvort það heimilar endurskoðendum eða öðrum sérfræðingum að annast sannprófununina á staðnum eða rannsóknina.
9.     Yfirvaldið sem beiðni er beint til og yfirvaldið sem leggur fram beiðni skulu koma sér saman um hvernig skiptingu kostnaðar vegna sannprófunarinnar á staðnum eða rannsóknarinnar skal háttað.

7. gr.
Sannprófun á staðnum og rannsókn framkvæmd af yfirvaldinu sem beiðni er beint til

1.     Hafi yfirvaldið sem beiðni er beint til ákveðið að annast sjálft sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, skal það gera svo í samræmi við verklagsreglurnar, sem kveðið er á um í lögum þess aðildarríkis, á hvers yfirráðasvæði sannprófunin eða rannsóknin fer fram.
2.     Fari yfirvaldið sem leggur fram beiðni fram á að þess eigin embættismenn fylgi embættismönnum yfirvaldsins sem beiðni er beint til og sem framkvæma sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, í samræmi við 5. mgr. 101. gr. tilskipunar 2009/65/ EB, skulu yfirvaldið sem leggur fram beiðni og yfirvaldið sem beiðni er beint til koma sér saman um hagnýtt fyrirkomulag við slíka hlutdeild.

8. gr.
Sannprófun á staðnum og rannsókn framkvæmd af yfirvaldinu sem leggur fram beiðni

1.     Hafi yfirvaldið sem beiðni er beint til ákveðið að heimila yfirvaldinu sem leggur fram beiðni að annast sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, skal sannprófunin á staðnum eða rannsóknin gerð í samræmi við verklagsreglurnar, sem kveðið er á um í lögum þess aðildarríkis, á hvers yfirráðasvæði sannprófunin eða rannsóknin fer fram.
2.     Hafi yfirvaldið sem beiðni er beint til ákveðið að heimila yfirvaldinu sem leggur fram beiðni að annast sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, skal það veita nauðsynlega aðstoð til að auðvelda sannprófunina á staðnum eða rannsóknina
3.     Komist yfirvaldið sem leggur fram beiðni að raun um mikilvægar upplýsingar, sem eru viðkomandi framkvæmd starfa yfirvaldsins sem beiðni er beint til, á meðan á sannprófun á staðnum eða rannsókn þess stendur, skal það án ástæðulausrar tafar senda þessar upplýsingar til yfirvaldsins sem beiðni er beint til.

9. gr.
Sannprófun á staðnum og rannsókn framkvæmd af endurskoðendum eða sérfræðingum

1.     Hafi yfirvaldið sem beiðni er beint til ákveðið að heimila endurskoðendum eða sérfræðingum að annast sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, skal sannprófunin á staðnum eða rannsóknin gerð í samræmi við verklagsreglurnar, sem kveðið er á um í lögum þess aðildarríkis, á hvers yfirráðasvæði sannprófunin eða rannsóknin fer fram.
2.     Hafi yfirvaldið sem beiðni er beint til ákveðið að heimila endurskoðendum eða sérfræðingum að annast sannprófunina á staðnum eða rannsóknina, skal það veita nauðsynlega aðstoð til að auðvelda þeim endurskoðendum eða sérfræðingum að sinna störfum sínum.
3.     Beri yfirvaldið sem leggur fram beiðni fram tillögu um tilnefningu á endurskoðendum eða sérfræðingum, skal það senda allar viðkomandi upplýsingar um auðkenni og faglega menntun og hæfi endurskoðendanna og sérfræðinganna til yfirvaldsins sem beiðni er beint til.
Yfirvaldið sem beiðni er beint til skal tafarlaust tilkynna yfirvaldinu sem leggur fram beiðni hvort það samþykki tillöguna um tilnefningu.
Samþykki yfirvald sem beiðni er beint til ekki tillöguna um tilnefningu eða yfirvaldið sem leggur fram beiðni ber ekki fram tillögu um tilnefningu endurskoðenda eða sérfræðinga, skal yfirvaldið sem beiðni er beint til hafa heimild til að bera fram tillögu um endurskoðendur eða sérfræðinga.
4.     Séu yfirvaldið sem beiðni er beint til og yfirvaldið sem leggur fram beiðni ekki sammála um tilnefningu endurskoðenda eða sérfræðinga, skal yfirvaldið sem beiðni er beint til ákveða hvort það annist sannprófunina á staðnum eða rannsóknina sjálft, eða hvort það heimili yfirvaldinu sem leggur fram beiðnina að annast sannprófunina á staðnum eða rannsóknina.
5.     Yfirvaldið, sem bar upp tillöguna um tilnefnda endurskoðendur eða sérfræðinga, skal bera viðkomandi kostnað, nema ef yfirvaldið sem beiðni er beint til og yfirvaldið sem leggur fram beiðni koma sér saman um annað.
6.     Komist endurskoðendurnir eða sérfræðingarnir að raun um mikilvægar upplýsingar er varða framkvæmd verkefna yfirvaldsins sem beiðni er beint til, skulu þeir senda þessar upplýsingar tafarlaust til yfirvaldsins sem beiðni er beint til.

10. gr.
Beiðni um aðstoð við viðtöl við einstaklinga sem staðsettir eru í öðru aðildarríki

1.     Ef yfirvald sem leggur fram beiðni telur nauðsynlegt að taka viðtöl við einstaklinga sem staðsettir eru á yfirráðasvæði annars aðildarríkis, skal það leggja fram skriflega beiðni til lögbærra yfirvalda þess aðildarríkis.
2.     Í beiðninni skal eftirfarandi koma fram:
a)    ástæður beiðninnar, þ.m.t. gildandi lagaákvæði, sem beiðnin byggist á, í lögsögu yfirvaldsins, sem leggur fram beiðni,
b)    umfang viðtalsins,
c)    aðgerðirnar, sem yfirvaldið sem leggur fram beiðni hefur þegar framkvæmt,
d)    allar aðgerðir sem yfirvald sem beiðni er beint til grípur til,
e)    aðferðafræðin, sem lagt er til að verði notuð í viðtölunum og ástæður yfirvaldsins sem leggur fram beiðni fyrir að velja hana.
3.     Leggja skal beiðnina fram með nægjanlega löngum fyrirvara fyrir viðtölin.
4.     Ef beiðni um aðstoð við töku viðtala við einstaklinga sem staðsettir eru á yfirráðasvæði annars aðildarríkis er brýn, er heimilt að senda hana með tölvupósti og staðfesta hana síðar skriflega.
5.     Yfirvald sem beiðni er beint til skal staðfesta viðtöku beiðninnar án ástæðulausrar tafar.
6.     Yfirvaldið sem leggur fram beiðni skal veita aðgang að upplýsingunum, sem óskað hefur verið eftir við yfirvaldið sem beiðni er beint til, þannig að yfirvaldið sem beiðni er beint til geti veitt nauðsynlega aðstoð.
7.     Yfirvaldið sem beiðni er beint til skal senda án ástæðulausrar tafar allar upplýsingar og gögn, sem eru tiltæk og eru viðkomandi eða gagnleg, til yfirvaldsins sem leggur fram beiðni, í ljósi ástæðna og umfangs viðtalanna.
8.     Yfirvaldið sem beiðni er beint til og yfirvaldið sem leggur fram beiðni skulu endurmeta þörfina á viðtölum í ljósi gagna og upplýsinga sem send voru skv. 6. og 7. gr.
9.     Yfirvald sem beiðni er beint til skal ákveða hvort það annast viðtölin sjálft, eða hvort það heimilar yfirvaldinu sem leggur fram beiðni að annast þau.
10.     Yfirvaldið sem beiðni er beint til og yfirvaldið sem leggur fram beiðni, skulu koma sér saman um hvernig skiptingu kostnaðar vegna viðtalanna skal háttað.
11.     Yfirvaldið sem leggur fram beiðni er heimilt að taka þátt í viðtölunum sem farið var fram á, í samræmi við 1. mgr. Yfirvaldinu sem leggur fram beiðni, er heimilt að leggja fram spurningar sem spyrja skal, bæði fyrir og eftir viðtölin.

11. gr.
Sértæk ákvæði í tengslum við sannprófun á staðnum og rannsóknir

1.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis rekstrarfélagsins og lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs skulu tilkynna hvort öðru um allar sannprófanir á staðnum og rannsóknir sem gera á, að því er varðar rekstrarfélagið eða verðbréfasjóðinn, og sem falla undir gagnkvæmt eftirlit þeirra. Eftir að slík tilkynning hefur borist, er lögbæra yfirvaldinu sem fékk tilkynninguna heimilt að óska eftir því við lögbæra yfirvaldið sem sendir tilkynninguna, án ástæðulausrar tafar, að fella inn í svigrúm sannprófunarinnar á staðnum eða rannsóknarinnar, málefni sem falla innan umfangs eftirlits yfirvaldsins sem fékk tilkynningu.
2.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis rekstrarfélagsins geta óskað eftir aðstoð lögbærra yfirvalda heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs, að því er varðar sannprófunina á staðnum og rannsóknina á vörslufyrirtæki verðbréfasjóðs ef nauðsyn krefur, til að sinna eftirlitsskyldum sínum í tengslum við rekstrarfélagið.
3.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðsins og lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis rekstrarfélagsins skulu koma sér saman um verklagsreglur við að deila niðurstöðum sannprófananna á staðnum og rannsóknanna sem gerðar eru að því er varðar rekstrarfélagið og verðbréfasjóðinn sem falla undir eftirlit þeirra.
4.     Ef nauðsyn krefur, skulu lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs og lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis rekstrarfélagsins koma sér saman um frekari aðgerðir sem grípa þarf til, að því er varðar sannprófanir á staðnum eða rannsókn.

2. ÞÁTTUR
Upplýsingaskipti
12. gr.
Venjubundin upplýsingaskipti

1.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs skulu tafarlaust upplýsa lögbær yfirvöld gistiaðildarríkis verðbréfasjóðsins og, ef verðbréfasjóðnum er stjórnað af rekstrarfélagi sem staðsett er í öðru aðildarríki en heimaaðildarríki verðbréfasjóðsins, lögbærum yfirvöldum heimaaðildarríkis rekstrarfélagsins, um:
a)    allar ákvarðanir um að afturkalla heimildir fyrir verðbréfasjóð,
b)    allar ákvarðanir sem teknar eru varðandi verðbréfasjóði um frestun útgáfu, endurkaupa eða innlausna hlutdeildarskírteina hans,
c)    allar aðrar alvarlegar ráðstafanir sem gripið er til gegn verðbréfasjóði.
2.     Sé verðbréfasjóði stjórnað af rekstrarfélagi, sem er staðsett í öðru aðildarríki en heimaaðildarríki verðbréfasjóðs, skulu lögbær yfirvöld í heimaaðildarríki rekstrarfélagsins tafarlaust tilkynna lögbærum yfirvöldum heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs ef geta rekstrarfélagsins til að sinna skyldum sínum á tilhlýðilegan hátt gagnvart verðbréfasjóðnum, sem það stýrir, getur haft óhagstæð áhrif eða ef rekstrarfélagið uppfyllir ekki kröfurnar sem settar eru fram í III. kafla tilskipunar 2009/65/EB.
3.     Sé verðbréfasjóður undir stjórn rekstrarfélags sem staðsett er í öðru aðildarríki en heimaaðildarríki verðbréfasjóðs, skulu lögbær yfirvöld í heimaaðildarríki verðbréfasjóðsins og heimaaðildarríki rekstrarfélagsins auðvelda upplýsingaskiptin, sem eru nauðsynleg fyrir framkvæmd starfa þeirra, samkvæmt tilskipun 2009/65/EB þ.m.t. að koma á viðeigandi upplýsingaflæði. Þetta skal fela í sér skipti á upplýsingum sem eru nauðsynlegar í tengslum við:
a)    verklagsreglurnar fyrir leyfisveitingu rekstrarfélags til að stunda starfsemi innan yfirráðasvæðis annars aðildarríkis skv. 17. og 18. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
b)    verklagsreglurnar fyrir leyfisveitingu rekstrarfélags til að stjórna verðbréfasjóði með leyfi í öðru aðildarríki en heimaaðildarríki rekstrarfélagsins, skv. 20. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
c)    yfirstandandi eftirlit með rekstrarfélögum og verðbréfasjóði.

13. gr.
Óumbeðin upplýsingaskipti

Lögbær yfirvöld skulu tilkynna öðrum lögbærum yfirvöldum um allar viðkomandi upplýsingar sem líklegt er að skipti efnislegu máli að því er varðar störf þeirra samkvæmt tilskipun 2009/65/EB, án þess að óskað hafi verið eftir því og án ástæðulausrar tafar.

III. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
14. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda frá og með 1. júlí 2011.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel, 1. júlí 2010.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
José Manuel BARROSO
forseti.

VIÐAUKI I

TILKYNNING

(Ákvæði 1. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda (Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 16)

TILKYNNING UM ÁFORM UM MARKAÐSSETNINGU HLUTDEILDARSKÍRTEINA
Í     ________________________________
            (gistiaðildarríkið)

A-HLUTI

Heiti verðbréfasjóðs: _______________________________________________________________________
Heimaaðildarríki verðbréfasjóðs: _____________________________________________________________
Rekstrarform verðbréfasjóðs að lögum (merkið við þann reit sem við á):
❏ sameignarsjóður
❏ fjárhaldssjóður
❏ fjárfestingarfélag
Eru fjárfestingadeildir innan verðbréfasjóðsins? Já/nei
Heiti á verðbréfasjóði og/eða fjárfestingardeild(um) sem markaðssetja á í gistiaðildarríkinu Heiti hlutabréfaflokks (-flokka) sem markaðssetja á í gistiaðildarríkinu (1) Tímabil (2) Kenninúmer (3)
(1)    Áformi verðbréfasjóður að markaðssetja einungis tiltekna hlutabréfaflokka, skal hann einungis skrá þá flokka
(2)    Ef við á
(3)    Ef við á (t.d. ISIN)

Heiti rekstrarfélagsins/fjárfestingarfélagsins undir eigin stjórn:
_______________________________________________________________________________________

Heimaaðildarríki rekstrarfélagsins: __________________________________________________________

Heimilisfang og skráð skrifstofa/lögheimili ef annað en heimilisfang:
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________

Upplýsingar um vefsetur rekstrarfélagsins: ____________________________________________________

Upplýsingar um tengilið hjá rekstrarfélaginu:
         Nafn/staða: ________________________________________________________________________
         Símanúmer: _______________________________________________________________________
         Tölvupóstfang: ____________________________________________________________________
         Bréfasímanúmer: ___________________________________________________________________

Starfstímabil fyrirtækisins, ef við á: _________________________________________________________

Umfang starfsemi rekstrarfélagsins í gistiaðildarríki verðbréfasjóðsins:
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________

Viðbótarupplýsingar um verðbréfasjóðinn (ef nauðsyn krefur):
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________

Fylgiskjöl:
1)     Síðasta útgáfa sjóðsreglnanna eða stofnsamningsins, þýddur ef nauðsyn krefur, í samræmi við c-lið 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
_______________________________________________________________________________________
(Titill skjals eða heiti rafræna fylgiskjalsins)

2)     Síðasta útgáfa lýsingarinnar, þýdd ef nauðsyn krefur, í samræmi við c-lið 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
_______________________________________________________________________________________
(Titill skjals eða heiti rafræna fylgiskjalsins)

3)      Síðasta útgáfa lykilupplýsinga fyrir fjárfesta, þýddar ef nauðsyn krefur, í samræmi við b-lið 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
_______________________________________________________________________________________
(Titill skjals eða heiti rafræna fylgiskjalsins)

4)     Síðasta birta ársskýrsla og allar síðari hálfsársskýrslur, þýddar ef nauðsyn krefur, í samræmi við c-lið 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
_______________________________________________________________________________________
(Titill skjals eða heiti rafræna fylgiskjalsins)

Athugasemd:
Síðustu útgáfur þeirra skjala sem krafist er og greint er frá hér að ofan, skulu fylgja með þessari tilkynningu til áframsendingar af hálfu lögbærra yfirvalda heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs, jafnvel þó að yfirvaldið hafi áður fengið eintök af þeim. Ef eitthvert þessara skjala var áður sent til lögbærra yfirvalda heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs og er enn í gildi, er heimilt að geta þess í tilkynningunni.
Tilgreinið hvar hægt er að nálgast nýjustu rafrænu eintök fylgiskjalanna í framtíðinni:
_______________________________________________________________________________________

B-HLUTI

Eftirfarandi upplýsingar eru gefnar í samræmi við landslög og -reglur gistiaðildarríkis verðbréfasjóðsins í tengslum við markaðssetningu hlutdeildarskírteina verðbréfasjóðs í því aðildarríki.
Verðbréfasjóðurinn skal vísa til vefseturs lögbærra yfirvalda í hverju aðildarríki fyrir sig, vegna nánari upplýsinga um hvaða upplýsingar skal veita í þessum þætti. Skrá yfir viðkomandi vefföng er aðgengileg á www.cesr.eu
1.     Fyrirkomulag við markaðssetningu á hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóðs
Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóðs/fjárfestingadeilda verðbréfasjóðs verða markaðssett af:
❏ rekstrarfélaginu sem rekur verðbréfasjóðinn
❏ öllum öðrum rekstrarfélögum sem viðurkennd eru samkvæmt tilskipun 2009/65/EB
❏ lánastofnunum
❏ viðurkenndum fjárfestingarfyrirtækjum eða ráðgjöfum
❏ öðrum aðilum
1)     ________________________________________________
2)     ________________________________________________
3)     ________________________________________________

2.     Fyrirkomulag við að veita eigendum hlutdeildarskírteina þjónustu í samræmi við 92. gr. tilskipunar 2009/65/EB:
Upplýsingar um greiðsluaðila (ef við á):
Heiti: ___________________________________________________________________________________
Rekstrarform að lögum: ___________________________________________________________________
Skráð skrifstofa: _________________________________________________________________________
Póstfang (ef annað): ______________________________________________________________________
Nánari upplýsingar um alla aðra einstaklinga sem fjárfestar geta fengið upplýsingar og gögn frá:
Nafn: __________________________________________________________________________________
Heimilisfang: ___________________________________________________________________________
Upplýsingar um það með hvaða hætti útgáfu-, sölu-, endurkaups- eða innlausnarverð á hlutdeildarskírteinum verða gerð opinber:
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________

3.     Aðrar upplýsingar sem lögbær yfirvöld gistiaðildarríkis fara fram á að fá í samræmi við 3. mgr. 91. gr. tilskipunar 2009/65/EB
Þ.m.t. (ef þess er krafist af gistiaðildarríki verðbréfasjóðs):
❏        nánari upplýsingar um viðbótarupplýsingar, sem birta á eigendum hlutdeildarskírteina eða fulltrúum þeirra,
❏        nánari upplýsingar um nýtingu undanþága, ef verðbréfasjóður nýtir sér undanþágur frá reglum eða kröfum, sem gilda í gistiaðildarríki verðbréfasjóðs í tengslum við markaðssetningarfyrirkomulag fyrir verðbréfasjóð, tiltekinn hlutabréfaflokk eða flokk fjárfesta
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________

Sé þess krafist af gistiaðildarríki verðbréfasjóðs, sönnun um greiðslu til lögbærra yfirvalda gistiaðildarríkisins:
_______________________________________________________________________________________

C-HLUTI

Staðfesting verðbréfasjóðs
Við staðfestum hér með að skjölin sem fylgja þessari tilkynningu innihalda allar viðkomandi upplýsingar, eins og kveðið er á um í tilskipun 2009/65/EB. Texti hvers skjals fyrir sig er sá sami og var áður lagður fram fyrir lögbær yfirvöld heimaaðildarríkisins, eða er þýðing sem endurspeglar þann texta nákvæmlega.
(Tilkynningin skal undirrituð af viðurkenndum undirritunaraðila verðbréfasjóðsins, eða þriðja einstaklingi sem hefur heimild, samkvæmt skriflegu umboði, til að koma fram fyrir hönd verðbréfasjóðs sem leggur fram tilkynninguna til vottunar skjala, á þann máta sem samþykktur er af lögbærum yfirvöldum heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs. Undirritunaraðili skrifar fullt nafn og stöðu, og skal tryggja að staðfestingin sé dagsett.)

VIÐAUKI II
STAÐFESTING VERÐBRÉFASJÓÐS

(Ákvæði 2. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda (Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 16)
_________________________________________________ er lögbæra yfirvaldið í:
(heiti lögbærra yfirvalda heimaaðildarríkis verðbréfasjóðs)
_________________________________________________
(heimaaðildarríki verðbréfasjóðs)

Heimilisfang: ___________________________________________________________________________
Símanúmer: _____________________________________________________________________________
Tölvupóstfang: __________________________________________________________________________
Bréfasímanúmer: ________________________________________________________________________
sem innir skyldurnar af hendi, sem kveðið er á um í 1. mgr. 97. gr. tilskipunar 2009/65/EB.

Að því er varðar 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB vottar,
_________________________________________________________________ að
(heiti lögbærs yfirvalds, eins og að ofan)

_______________________________________________________________________________________
(heiti verðbréfasjóðs, þ.e. heiti sameignarsjóðs, fjárhaldssjóðs eða fjárfestingarfélags)

hefur staðfestu í: (heiti heimaaðildarríkisins)
_______________________________________________________________________________________

var stofnaður: (dagsetning samþykkis á sjóðsreglum eða stofnsamningi verðbréfasjóðs)
_______________________________________________________________________________________

hefur skrásetningarnúmer (ef við á, skrásetningarnúmer verðbréfasjóðs í heimaaðildarríkinu)
_______________________________________________________________________________________

er skráður hjá (ef við á, heiti yfirvaldsins sem ber ábyrgð á skráningunni)
_______________________________________________________________________________________

hefur lögheimili í/á:
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
(einungis fyrir fjárfestingarfélög, heimilisfang höfuðstöðva verðbréfasjóðs)

er: (vinsamlegast merkið við í viðeigandi reit)
annaðhvort ❏ sameignarsjóður/fjárhaldssjóður
Skrá yfir allar deildir sem samþykktar eru í heimaaðildarríki, ef við á
Raðnúmer Heiti
1
2
3
stjórnað af rekstrarfélagi:
_______________________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________________
(heiti og heimilisfang rekstrarfélagsins)

eða ❏ fjárfestingarfélag:
Skrá yfir allar deildir sem samþykktar eru í heimaaðildarríki, ef við á
Raðnúmer Heiti
1
2
3
sem: (vinsamlegast merkið við í viðeigandi reit)
annaðhvort ❏ hafa tilnefnt rekstrarfélag
_______________________________________________________________________________________
(heiti og heimilisfang tilnefnda rekstrarfélagsins)

eða ❏ er undir eigin stjórn
og uppfyllir viðmiðanirnar sem eru settar fram í tilskipun 2009/65/EB
(Staðfestingin skal vera undirrituð og dagsett af fulltrúa lögbærs yfirvalds heimaaðildarríkis verðbréfasjóðsins á þann máta sem samþykktur er fyrir vottun þess yfirvalds. Undirritari skrifar fullt nafn og stöðu.) Fylgiskjal IV.


Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB
frá 1. júlí 2010
um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags
(Texti sem varðar EES)

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) ( 1 ), einkum 3. mgr. 12. gr., 2. mgr. 14. gr., 6. mgr. 23. gr., 6. mgr. 33. gr. og 4. mgr. 51. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Reglur og hugtök varðandi skipulagskröfur, hagsmunaárekstra og viðskiptahætti skulu eins og frekast er unnt samræmdar stöðlunum sem innleiddir eru á sviði fjármálaþjónustu með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipunum ráðsins 85/611/EBE og 93/6/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/12/EB og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 93/22/EBE ( 2 ) og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/ 73/EB frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/ EB að því er varðar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði fjárfestingarfyrirtækja og hugtök sem skilgreind eru að því er varðar þá tilskipun ( 3 ). Slík samræming myndi, að teknu tilhlýðilegu tilliti til sérstöðu starfsemi á sviði sameiginlegrar stjórnunar eignasafns, gera það kleift að unnt sé að uppfylla jafngilda staðla, ekki aðeins innan mismunandi sviða fjármálaþjónustu heldur einnig á breiðari grundvelli innan eignastýringarstarfsemi, þar sem nokkur aðildarríki hafa þegar rýmkað tilteknar kröfur sem kveðið er á um í tilskipun 2006/73/EB þannig að þær gildi um rekstrarfélög verðbréfasjóðs.
2)          Það er viðeigandi að samþykkja þessar reglur í formi tilskipunar til að gera það kleift að laga framkvæmdarákvæðin að sérhæfi tiltekins markaðar og lagakerfis í hverju aðildarríki. Tilskipun mun einnig gera það kleift að ná fram hámarkssamræmi við fyrirkomulagið sem kveðið er á um í tilskipun 2006/73/EB.
3)          Þótt meginreglurnar sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun skipti almennt máli fyrir öll rekstrarfélög eru þær nægilega sveigjanlegar til að tryggja að beiting þeirra, og eftirlit lögbærra yfirvalda með slíkri beitingu, sé í réttu hlutfalli við og taki tillit til eðlis, umfangs og þess hve flókin starfsemi rekstrarfélags er, og fjölbreytni fyrirtækja sem falla undir gildissvið tilskipunar 2009/65/EB og fjölbreyttra tegunda mismunandi verðbréfasjóða sem rekstrarfélag getur rekið.
4)          Að því marki sem landslög heimila skulu rekstrarfélög geta gert ráðstafanir til að fela þriðju aðilum að annast hluta af starfsemi þeirra. Framkvæmdarreglurnar ber að skilja í samræmi við þetta. Rekstrarfélagið skal einkum framkvæma áreiðanleikakönnun til að ákvarða, með hliðsjón af þeirri tegund verkefna sem þriðju aðilar munu annast, hvort fyrirtækið sem annast viðkomandi starfsemi geti talist hæft til og fært um að annast viðkomandi verkefni. Þriðji aðili skal því uppfylla allar skipulagskröfur og kröfur varðandi hagsmunaárekstra í tengslum við þá starfsemi sem hann mun annast. Það felur einnig í sér að rekstrarfélagið skal sannreyna að þriðji aðili hafi gert viðeigandi ráðstafanir til að fara að fyrrnefndum kröfum og hafa skilvirkt eftirlit með því að þriðji aðili fari að þessum kröfum. Ef aðili sem úthlutað er starfsemi ber ábyrgð á að beita reglunum sem gilda um hina úthlutuðu starfsemi, gilda samsvarandi skipulagskröfur og kröfur að því er varðar hagsmunaárekstra um eftirlit með hinni úthlutuðu starfsemi. Rekstrarfélagið skal við áreiðanleikakönnunina geta tekið tillit til þess að þriðji aðili, sem úthlutað er starfsemi, fellur oft undir tilskipun 2004/39/EB.
5)          Til að koma í veg fyrir að mismunandi stöðlum sé beitt á rekstrarfélög og fjárfestingarfélög sem hafa ekki tilgreint rekstrarfélag, skal hið síðarnefnda falla undir sömu hátternisreglur og ákvæði um hagsmunaárekstra og áhættustýringu og gilda um rekstrarfélög. Þess vegna skulu reglurnar í þessari tilskipun um stjórnsýslumeðferð og innra eftirlitskerfi, í samræmi við góðar starfsvenjur, gilda bæði um rekstrarfélög og fjárfestingarfélög sem hafa ekki tilgreint rekstrarfélag, með tilliti til meginreglunnar um meðalhóf.
6)          Í tilskipun 2009/65/EB er þess krafist að rekstrarfélög hafi traustar stjórnunaraðferðir. Til að uppfylla þá kröfu skulu rekstrarfélög koma á vel skjalfestu stjórnskipulagi sem tilgreinir með skýrum hætti ábyrgð og tryggir gott upplýsingaflæði milli allra hlutaðeigandi aðila. Rekstrarfélög skulu einnig koma á fót kerfum til að vernda upplýsingar og tryggja samfellu viðskipta, og sem duga til að gera þeim kleift að sinna skyldum sínum í tilvikum þar sem þriðji aðili annast starfsemi þeirra.
7)          Rekstrarfélög skulu einnig ráða yfir nauðsynlegu fjármagni til að geta sinnt skyldum sínum, einkum til að ráða starfsfólk sem býr yfir viðeigandi færni, þekkingu og reynslu.
8)          Að því er varðar öruggt verklag við gagnavinnslu, og þá skyldu að geta rakið öll viðskipti sem varða verðbréfasjóðinn, skal rekstrarfélagið vera með fyrirkomulag sem gerir því kleift að skrá á réttum tíma og á réttan hátt hver og ein viðskipti sem gerð eru fyrir hönd verðbréfasjóðsins.
9)          Bókhald er eitt af helstu sviðunum innan stjórnsýslu verðbréfasjóðs. Þess vegna hefur það mikla þýðingu að allt bókhaldsfyrirkomulag sé tilgreint enn frekar í framkvæmdalöggjöfinni. Tilskipun þessi skal því styðja þá meginreglu að unnt sé að tilgreina beint allar eignir og skuldir verðbréfasjóðs eða fjárfestingadeilda hans og að reikningar skuli vera aðskildir. Ef um mismunandi flokka hlutabréfa er að ræða, t.d. með hliðsjón af stjórnendaþóknunum, skal auk þess vera mögulegt að draga ályktun beint af reikningsskilunum um verðmæti hreinnar eignar þessara mismunandi flokka.
10)          Skýr skipting ábyrgðar yfirstjórnar og eftirlitseiningarinnar er mikilvæg fyrir framkvæmd viðeigandi innra eftirlitskerfis eins og krafist er í tilskipun 2009/65/EB. Þetta hefur í för með sér að yfirstjórnin ber ábyrgð á framkvæmd almennu fjárfestingarstefnunnar eins og um getur í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/ EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri ( 1 ). Yfirstjórn ber einnig áfram ábyrgð á fjárfestingarstefnunum, sem eru almennar upplýsingar um skipulagða eignaskiptingu verðbréfasjóðsins og fjárfestingaraðferðir sem eru nauðsynlegar til að geta framkvæmt fjárfestingarstefnuna á fullnægjandi og árangursríkan hátt. Skýr skipting ábyrgðar skal einnig tryggja að viðeigandi eftirlit sé til staðar til að tryggja að fjárfestingar verðbréfasjóðsins séu í samræmi við sjóðsreglurnar eða stofnsamningana og gildandi lagaákvæði, og að ekki sé fjárfest umfram takmörk fyrir áhættu viðkomandi verðbréfasjóðs. Úthlutun ábyrgðar skal vera í samræmi við hlutverk og ábyrgð yfirstjórnarinnar og eftirlitseiningarinnar samkvæmt gildandi landslögum og reglum um stjórnarhætti fyrirtækja. Það er mögulegt að í yfirstjórninni sitji nokkrir eða allir meðlimir stjórnar.
11)          Til að tryggja að rekstrarfélag hafi fullnægjandi eftirlitskerfi er nauðsynlegt að það hafi varanlega regluvörslu og innri endurskoðun. Regluvarslan skal skipulögð á þann hátt að tryggt sé að hún greini hvers konar hættu á að rekstrarfélagið sinni ekki skyldum sínum samkvæmt tilskipun 2009/65/EB. Endurskoðunardeildin skal hafa það að markmiði að sannreyna og meta mismunandi eftirlitsaðferðir og stjórnunarfyrirkomulag sem rekstrarfélagið hefur komið á.
12)          Nauðsynlegt er að veita rekstrarfélögum vissan sveigjanleika við uppbyggingu á áhættustýringu þeirra. Ef ekki er viðeigandi eða hóflegt að hafa sérstaka áhættustýringarstarfsemi skal rekstrarfélagið samt geta sýnt fram á að sérstakar verndarráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum geri það kleift að framkvæma óháða áhættustýringu.
13)          Samkvæmt tilskipun 2009/65/EB ber rekstrarfélögum skylda til að setja reglur um einkaviðskipti. Í samræmi við tilskipun 2006/73/EB skulu rekstrarfélög koma í veg fyrir að þeir starfsmenn þeirra sem hagsmunaárekstrar eiga við um eða búa yfir innherjaupplýsingum, í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB frá 28. janúar 2003 um innherjasvik og markaðsmisnotkun (markaðssvik) ( 1 ), eigi einkaviðskipti sem eru afleiðing misnotkunar á upplýsingum sem þeir hafa fengið í atvinnustarfsemi sinni.
14)          Í tilskipun 2009/65/EB er þess krafist að rekstrarfélög tryggi að rekja megi uppruna allra viðskipta með eignasafn sem varða verðbréfasjóðinn, hverjir séu aðilar að viðskiptunum, eðli viðskiptanna, og hvenær og hvar þau áttu sér stað. Því er nauðsynlegt að mæla fyrir um kröfur um skráningu viðskipta með eignasöfn og um áskriftar- og innlausnarpantanir.
15)          Í tilskipun 2009/65/EB er þess krafist að rekstrarfélög verðbréfasjóðs séu með viðeigandi fyrirkomulag sem tryggir sanngjarna meðferð verðbréfasjóðs ef um er að ræða hagsmunaárekstra sem ekki verður hjá komist. Þess vegna skulu rekstrarfélög í slíkum tilvikum tryggja að yfirstjórn eða annar til þess bær innri aðili rekstrarfélagsins séu tafarlaust upplýstir, svo þeir geti tekið nauðsynlega ákvörðun til að tryggja að verðbréfasjóðurinn og eigendur hlutdeildarskírteina fái sanngjarna meðferð.
16)          Þess skal krafist að rekstrarfélög samþykki, beiti og viðhaldi skilvirkri og viðeigandi áætlun um nýtingu atkvæðisréttar sem tilheyrir fjármálagerningum verðbréfasjóðsins sem þau stjórna, með það fyrir augum að tryggja að slíkur réttur sé nýttur í þágu verðbréfasjóðsins eingöngu. Upplýsingar um áætlunina og beitingu hennar skulu vera aðgengilegar fjárfestum, þ.m.t. á vefsetri. Eftir atvikum getur ákvörðun um að nýta ekki atkvæðisrétt við tilteknar aðstæður talist vera í þágu verðbréfasjóðsins eingöngu, með hliðsjón af fjárfestingaráætlun hans. Þó má ekki útiloka möguleika fjárfestingarfélags á að kjósa sjálft eða gefa rekstrarfélagi sínu tilteknar leiðbeiningar um kosningu.
17)          Sú skylda að upplýsa yfirstjórn eða annan til þess bæran innri aðila rekstrarfélagsins, til að viðkomandi aðili geti tekið nauðsynlega ákvörðun, skal ekki takmarka skyldu rekstrarfélaganna og verðbréfasjóðsins til að upplýsa um aðstæður þar sem skipulag eða stjórnunarfyrirkomulag til þess ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra var ekki fullnægjandi til að koma í veg fyrir, svo fullnægjandi þyki, hættu á tjóni, t.d. í reglubundnum skýrslum þeirra. Slík skýrslugjöf skal útskýra og rökstyðja ákvörðun rekstrarfélagsins, einnig þegar ákvörðun er tekin um að bregðast ekki við, með tilliti til innri stefnu og verklags sem innleitt er til að greina, koma í veg fyrir og stjórna hagsmunaárekstrum.
18)          Samkvæmt tilskipun 2009/65/EB ber rekstrarfélögum skylda til að þjóna hagsmunum verðbréfasjóðsins sem þau reka og heildstæði markaðarins. Tiltekið atferli, t.d. að notfæra sér tímamismun og stunda viðskipti eftir lokun kauphalla, getur haft skaðleg áhrif á eigendur hlutdeildarskírteina og grafið undan virkni markaðarins. Þess vegna skulu rekstrarfélög setja viðeigandi verklagsreglur til að koma í veg fyrir mistök. Auk þess skulu rekstrarfélög koma á viðeigandi verklagsreglum til að koma í veg fyrir ósanngjarna gjaldtöku og starfsemi, t.d. óhófleg viðskipti, með tilliti til fjárfestingarmarkmiða og stefnu verðbréfasjóðsins.
19)          Rekstrarfélög skulu einnig þjóna hagsmunum verðbréfasjóðsins við framkvæmd pantana á viðskiptum fyrir hönd verðbréfasjóðsins sem þau stjórna eða með því að fela framkvæmdina þriðju aðilum. Við framkvæmd viðskipta fyrir hönd verðbréfasjóðsins skulu rekstrarfélög gera viðeigandi ráðstafanir til að ná fram bestu mögulegu niðurstöðu fyrir verðbréfasjóðinn á samræmdan hátt, með tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líka á framkvæmd og uppgjöri, stærðar og eðli viðskipta eða annarra atriða sem skipta máli fyrir framkvæmd viðskiptanna.
20)          Til að tryggja að rekstrarfélög annist viðskipti af kunnáttusemi, umhyggju og kostgæfni með hagsmuni verðbréfasjóðanna sem þau stjórna að leiðarljósi, eins og krafist er í tilskipun 2009/65/EB, er nauðsynlegt að mæla fyrir um reglur um afgreiðslu viðskipta.
21)          Ekki skal leyfa tilteknar þóknanir, umboðslaun eða ópeningalegan ávinning sem rekstrarfélag gæti þurft að greiða eða fengið greitt, þar sem það gæti haft áhrif á það hvort farið sé að kröfunum sem mælt er fyrir um í tilskipun 2009/65/EB, þess efnis að rekstrarfélag annist viðskipti af kunnáttusemi, umhyggju og kostgæfni með hagsmuni verðbréfasjóðsins að leiðarljósi. Því er nauðsynlegt að setja fram skýrar reglur sem tilgreina hvenær greiðslur þóknana, umboðslauna og ópeningalegs ávinnings teljast ekki brot á þeim meginreglum.
22)          Starfsemi rekstrarfélags sem nær yfir landamæri getur leitt af sér ný viðfangsefni varðandi samband rekstrarfélags og vörslufyrirtækis verðbréfasjóðs. Til að tryggja nauðsynlega réttarvissu skulu helstu þættir samningsins milli vörslufyrirtækis verðbréfasjóðsins og rekstrarfélagsins, ef rekstrarfélagið hefur staðfestu í aðildarríki öðru en heimaaðildarríki verðbréfasjóðsins, tilgreindir í þessari tilskipun. Þar sem nauðsynlegt er að tryggja að þessi samningur þjóni tilgangi sínum þarf að kveða á um mismun milli réttarreglna sem víkur frá 3. og 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 593/2008 frá 17. júní 2008 um lög sem gilda um samningsbundnar skyldur (Róm I) ( 1 ) þannig að lögin sem gilda um þennan samning verði lög heimaaðildarríkis verðbréfasjóðsins.
23)          Í samræmi við tilskipun 2009/65/EB skal tilgreina viðmiðun til að meta hvort áhættustýringarferlið, sem rekstrarfélag notar, sé fullnægjandi. Slík viðmiðun leggur áherslu á að komið sé á viðeigandi og skjalfestri áhættustýringarstefnu sem rekstrarfélög skulu beita. Þessi stefna skal gera rekstrarfélögum kleift að meta áhættu af stöðum í eignasafni sem þau stjórna og áhrif einstakra staðna á heildaráhættusnið eignasafnsins. Skipulag áhættustýringarstefnunnar skal vera fullnægjandi og í réttu hlutfalli við eðli, umfang og það hversu flókin starfsemi rekstrarfélags og verðbréfasjóðsins, sem það stjórnar, er.
24)          Reglubundið mat, eftirlit og endurskoðun rekstrarfélaga á áhættustýringarstefnunni er einnig viðmiðun við mat á því hvort áhættustýringarferlið sé fullnægjandi. Þessi viðmiðun felur einnig í sér endurskoðun á skilvirkni ráðstafana sem ætlað er að taka á vanbúnaði við framkvæmd áhættustýringarferlisins.
25)          Rekstrarfélög skulu samþykkja, sem mikilvægan þátt í viðmiðuninni til að meta hvort áhættustýringarferlið sé fullnægjandi, hlutfallslegar og skilvirkar áhættumatsaðferðir til að meta áhættu sem verðbréfasjóðirnir sem þau stýra verða eða gætu hvenær sem er orðið fyrir. Þessar kröfur byggja á almennum venjum sem lögbær yfirvöld aðildarríkjanna hafa samþykkt. Í þeim felast bæði megindlegar ráðstafanir, að því er varðar mælanlega áhættu, og eigindlegar aðferðir. Rafræn gagnavinnslukerfi og tæki sem notuð eru við útreikning á megindlegum ráðstöfunum skulu samþætt hvert öðru eða viðskipta- og bókhaldskerfunum. Áhættustýringaraðferðir skulu gera það kleift að meta áhættu á fullnægjandi hátt á tímum þegar aukið umrót er á mörkuðum og skal vera mögulegt að endurskoða þær með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi. Einnig skulu þær gera það mögulegt að meta á fullnægjandi hátt samsöfnun og samspil viðeigandi áhættuþátta á vettvangi eignasafnsins.
26)          Markmiðið með virku áhættustýringarkerfi er að fjárfestingartakmarkanir, sem settar eru með tilskipun 2009/65/EB, svo sem takmörkun á heildaráhættu og mótaðilaáhættu, séu virtar. Af þeirri ástæðu skal mæla fyrir um viðmiðun um hvernig reikna skal út heildaráhættu og mótaðilaáhættu.
27)          Þegar mælt er fyrir um slíka viðmiðun er nauðsynlegt að þessi tilskipun skýri hvernig reikna megi út heildaráhættu, þ.m.t. með notkun staðfestuaðferðarinnar, vágildisaðferðarinnar eða þróaðra áhættumatsaðferða. Einnig skal hún mæla fyrir um helstu þætti aðferðafræðinnar sem rekstrarfélag skal beita við útreikning á mótaðilaáhættu. Þegar þessum reglum er beitt skal taka tillit til skilyrðanna sem eru fyrir hendi þegar stuðst er við þessa aðferðafræði, þ.m.t. meginreglurnar sem beitt er á slíkar tryggingarráðstafanir til að draga úr mótaðilaáhættu verðbréfasjóðsins auk notkunar áhættuvarna og skuldajöfnunar, sem lögbær yfirvöld hafa þróað innan samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlitsaðila.
28)          Samkvæmt tilskipun 2009/65/EB er rekstrarfélögum skylt að nota ferli sem tryggir nákvæmt og óháð mat á virði afleiða sem verslað er með utan verðbréfamarkaðar. Í þessari tilskipun er því mælt fyrir um ítarlegar reglur um það ferli í samræmi við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/16/EB frá 19. mars 2007 um framkvæmd tilskipunar ráðsins 85/611/EBE um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS) að því er varðar útskýringu á tilteknum skilgreiningum ( 1 ). Rekstrarfélög skulu, samkvæmt góðri starfsvenju, beita þessum kröfum varðandi gerninga, sem valda verðmatsáhættu fyrir verðbréfasjóð, sem jafngildir áhættu vegna afleiða sem verslað er með utan verðbréfamarkaðar, t.d. áhættu í tengslum við illseljanleika afurða og/eða hversu flókið endurgreiðsluferlið er. Til samræmis við það skulu rekstrarfélög samþykkja fyrirkomulag og verklag, í samræmi við kröfurnar sem settar eru fram í 44. gr., um mat á miður seljanlegum eða flóknum, framseljanlegum verðbréfum og peningamarkaðsgerningum sem krefjast þess að beitt sé verðmatsaðferðum sem byggja á líkönum.
29)          Samkvæmt tilskipun 2009/65/EB ber rekstrarfélagi skylda til að veita viðkomandi lögbærum yfirvöldum upplýsingar um þær tegundir afleiðugerninga sem verðbréfasjóður hefur fjárfest í, undirliggjandi áhættu, gildandi magntakmarkanir og aðferðir sem valdar hafa verið til að meta áhættu í tengslum við slík viðskipti. Tilgreina skal inntak og ferli sem rekstrarfélagi ber að fara eftir þegar það innir þessa skyldu af hendi.
30)          Leitað hefur verið til samstarfsnefndar evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði sem komið var á fót með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB ( 2 ) um tæknilega ráðgjöf.
31)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari tilskipun, eru í samræmi við álit samstarfsnefndar evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

I. KAFLI
EFNI, GILDISSVIÐ OG SKILGREININGAR
1. gr.
Efni

Í þessari tilskipun er mælt fyrir um reglur um framkvæmd tilskipunar 2009/65/EB:
1.    þar sem tilgreint er verklag og fyrirkomulag sem um getur í a-lið annarrar undirgreinar 1. mgr. 12. gr., og uppbygging og skipulagskröfur til að lágmarka þá hagsmunaárekstra sem um getur í b- lið annarrar undirgreinar 1. mgr. 12. gr.,
2.    sem koma á fót viðmiðunum fyrir heiðarlega og sanngjarna viðskiptahætti og að annast viðskipti sín af kunnáttusemi, umhyggju og kostgæfni með hagsmuni verðbréfasjóðsins að leiðarljósi, og viðmiðunum fyrir ákvörðun um tegundir hagsmunaárekstra, tilgreina þær meginreglur sem krafist er til að tryggja skilvirka notkun fjármuna, skilgreina þau skref sem sanngjarnt væri að ætla að rekstrarfélög tækju til að greina, fyrirbyggja, stýra eða upplýsa um hagsmunaárekstra sem um getur í 1. og 2. mgr. 14. gr.,
3.    varðandi þau einstöku atriði sem þurfa að vera í hefðbundnu samkomulagi vörslufyrirtækis og rekstrarfélags í samræmi við 5. mgr. 23. gr. og 5. mgr. 33. gr. og
4.    varðandi áhættustýringarferlið sem um getur í 1. mgr. 51. gr., einkum viðmiðanir til að meta hvort áhættustýringarferlið sem rekstrarfélagið notar og áhættustýringarstefna og -ferli og fyrirkomulag, ferli og aðferðir við mat á áhættu, og stjórnun í tengslum við slíkar viðmiðanir, sé fullnægjandi.

2. gr.
Gildissvið

1.     Tilskipun þessi gildir um rekstrarfélög sem reka verðbréfasjóð (UCITS) eins og um getur í 2. mgr. 6. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
Ákvæði V. kafla þessarar tilskipunar gilda einnig um vörslufyrirtæki sem stunda starfsemi sína samkvæmt ákvæðum IV. kafla og 3. þáttar V. kafla tilskipunar 2009/65/EB.
2.     Ákvæði þessa kafla, 12. gr. II. kafla og III., IV. og VI. kafla gilda að breyttu breytanda um fjárfestingarfélög sem hafa ekki tilgreint rekstrarfélag sem hefur leyfi samkvæmt tilskipun 2009/65/EB.
Í slíkum tilvikum ber að skilja „rekstrarfélag“ sem „fjárfestingarfélag“.

3. gr.
Skilgreiningar

Í þessari tilskipun er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir, auk þeirra merkinga sem settar eru fram í tilskipun 2009/65/EB:
1.    „viðskiptavinur“: einstaklingur eða lögaðili, eða annað fyrirtæki, þ.m.t. verðbréfasjóður, sem rekstrarfélag veitir þjónustu á sviði sameiginlegrar stjórnunar verðbréfasafns eða þjónustu skv. 3. mgr. 6. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
2.    „eigandi hlutdeildarskírteina“: einstaklingur eða lögaðili sem á eitt eða fleiri hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóði,
3.    „viðkomandi aðili“: eitthvað af eftirfarandi þegar um rekstrarfélag er að ræða:
    a)    stjórnarmaður, meðeigandi eða jafngildur samsvarandi aðili, eða stjórnandi rekstrarfélagsins,
    b)    starfsmaður rekstrarfélagsins, auk annarra einstaklinga sem gegna þannig starfi að þjónusta þeirra er í höndum og undir stjórn rekstrarfélagsins og sá hinn sami á þátt í að veita þjónustu rekstrarfélagsins á sviði sameiginlegrar stjórnunar verðbréfasafna,
    c)    einstaklingur sem á beinan þátt í að veita rekstrarfélagi þjónustu samkvæmt fyrirkomulagi um úthlutun til þriðju aðila sem hefur þann tilgang að fyrirtækið veiti þjónustu sem felst í sameiginlegri stjórnun verðbréfasafna,
4.    „yfirstjórn“: aðili eða aðilar sem í reynd stýra starfsemi rekstrarfélags í samræmi við b-lið 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
5.    „stjórn“: stjórn rekstrarfélagsins,
6.    „eftirlitseining“: viðkomandi aðili eða aðilar sem bera ábyrgð á eftirliti með yfirstjórn og á mati og reglubundinni endurskoðun á því hvort áhættustýringarferlið sé fullnægjandi og skilvirkt, og á stefnum, fyrirkomulagi og verklagi, sem komið hefur verið á til að uppfylla skyldur samkvæmt tilskipun 2009/65/EB,
7.    „mótaðilaáhætta“: hættan á tapi verðbréfasjóðsins vegna þess að mótaðili í viðskiptum stendur ekki við skuldbindingar sínar áður en lokauppgjör sjóðstreymis viðskiptanna á sér stað,
8.    „lausafjáráhætta“: hættan á að ekki sé hægt að selja, innleysa eða loka stöðu í eignasafni verðbréfasjóðsins, með takmörkuðum kostnaði og innan ásættanlegs tímaramma, og að getu verðbréfasjóðsins til að uppfylla ætíð 1. mgr. 84. gr. tilskipunar 2009/65/EB sé þar með stofnað í hættu,
9.    „markaðsáhætta“: hættan á tapi verðbréfasjóðsins vegna sveiflna á markaðsvirði staðna í eignasafni verðbréfasjóðsins sem heimfæra má á breytingar á markaðsbreytum, svo sem vöxtum, gengi erlendra gjaldmiðla, hlutabréfa- og hrávöruverði eða lánshæfi útgefanda,
10.    „rekstraráhætta“: hættan á tapi verðbréfasjóðsins vegna ófullnægjandi innri ferla og mistaka í tengslum við mannauð og kerfi rekstrarfélagsins eða vegna ytri atburða, þ.m.t. lagaleg áhætta og skjalaáhætta og áhætta vegna verklags við viðskipti, uppgjör og mat sem er innt af hendi fyrir hönd verðbréfasjóðsins.
Hugtakið „stjórn“, sem er skilgreint í 5. lið fyrstu málsgreinar, skal ekki ná yfir eftirlitsstjórnina ef rekstrarfélög hafa tvöfalt skipulag sem samanstendur af yfirstjórn og eftirlitsstjórn.

II. KAFLI
STJÓRNUNARAÐFERÐIR OG EFTIRLITSKERFI
(a-liður 1. mgr. 12. gr. og c-liður 1. mgr. 14. gr. tilskipunar 2009/65/EB)
1. ÞÁTTUR
Almennar meginreglur
4. gr.
Almennar kröfur um verklag og skipulag

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög uppfylli eftirfarandi kröfur:
a)    að koma á, hrinda í framkvæmd og viðhalda ferli við ákvarðanatöku og stjórnskipulag þar sem kemur skýrt fram og skjalfest er hverjar boðleiðirnar eru, sem og skipting verkefna og ábyrgðar,
b)    að tryggja að viðkomandi aðilum í þeim sé kunnugt um þau ferli sem verður að fylgja til að þeir axli á réttan hátt þá ábyrgð sem þeir bera,
c)    að koma á, hrinda í framkvæmd og viðhalda viðunandi innri eftirlitskerfum sem eru til þess gerð að tryggja að ákvörðunum og ferlum sé fylgt á öllum stigum rekstrarfélagsins,
d)    að koma á, hrinda í framkvæmd og viðhalda skilvirkri innri skýrslugjöf og miðlun upplýsinga á öllum viðeigandi stigum rekstrarfélagsins, auk skilvirks upplýsingaflæðis til allra hlutaðeigandi þriðju aðila,
e)    að viðhalda viðunandi og skipulegum skrám um viðskipti þeirra og innra skipulag.
Aðildarríki skulu tryggja að rekstrarfélög taki tillit til eðlis og umfangs viðskipta rekstrarfélagsins og hve flókin þau eru, sem og eðlis og umfangs þjónustunnar og starfseminnar sem stunduð er þegar þessi viðskipti fara fram.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á fót, hrindi í framkvæmd og viðhaldi kerfum og ferlum sem duga til að vernda öryggi og heilleika upplýsinga og trúnað sem á þeim hvílir, að teknu tilliti til þess hvers eðlis þær upplýsingar eru sem um ræðir.
3.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á, hrindi í framkvæmd og viðhaldi viðeigandi stefnu um samfellu í viðskiptum sem miðar að því að tryggja varðveislu mikilvægra gagna og starfsemi í því tilviki að truflun verði í kerfum þeirra og ferlum, og viðhald þjónustu og starfsemi eða, ef því verður ekki við komið, tímanlega endurheimt þessara gagna og starfsemi og tímanlega endurupptöku þjónustu og starfsemi.
4.     Aðildarríkin skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á fót, hrindi í framkvæmd og viðhaldi reikningsskilaaðferðum og -ferlum sem gera þeim kleift að skila tímanlega til lögbærs yfirvalds, að beiðni þess, reikningsskilum sem gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu þeirra og uppfylla alla gildandi reikningsskilastaðla og -reglur.
5.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög hafi eftirlit með og meti reglulega hvort kerfi þeirra, innri eftirlitskerfi og fyrirkomulag sem komið er á í samræmi við 1.–4. gr., séu fullnægjandi og skilvirk, og grípi til viðeigandi ráðstafana til að ráða bót á annmörkum.

5. gr.
Tilföng

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög ráði starfsfólk með færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu sem nauðsynleg er til að takast á við þau ábyrgðarsvið sem þeim eru falin.
2.     Aðildarríki skulu tryggja að rekstrarfélög viðhaldi nauðsynlegum tilföngum og sérþekkingu til að geta haft skilvirkt eftirlit með starfseminni sem þriðju aðilar inna af hendi á grundvelli samnings við rekstrarfélagið, einkum að því er varðar stýringu áhættu í tengslum við viðkomandi samninga.
3.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að þegar viðkomandi aðilar sinna margþættum störfum komi það ekki í veg fyrir, og sé ekki líklegt til að koma í veg fyrir, að þessir viðkomandi aðilar takist á við öll störf sín af heilindum, heiðarleika og fagmennsku.
4.     Aðildarríki skulu tryggja, í þeim tilgangi sem mælt er fyrir um í 1., 2. og 3. gr., að rekstrarfélög taki tillit til eðlis og umfangs viðskipta rekstrarfélagsins og þess hve flókin þau eru, og eðlis og umfangs þjónustunnar og starfseminnar sem stunduð er þegar þessi viðskipti fara fram.

2. ÞÁTTUR
Stjórnunaraðferðir og bókhaldsfyrirkomulag
6. gr.
Meðferð kvartana

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á, hrindi í framkvæmd og viðhaldi skilvirku og gegnsæju verklagi fyrir sanngjarna og skjóta meðferð kvartana frá fjárfestum.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að allar kvartanir og ráðstafanir sem gripið er til við úrlausn þeirra séu skráðar.
3.     Fjárfestar skulu geta lagt fram kvartanir án endurgjalds. Upplýsingarnar um verklagið sem um getur í 1. mgr, skulu gerðar aðgengilegar fjárfestum án endurgjalds.

7. gr.
Rafræn gagnavinnsla

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög geri viðeigandi ráðstafanir hvað varðar hentug rafræn kerfi til að hægt sé að skrá á réttum tíma, og á réttan hátt, hver viðskipti með eignasafn eða áskriftar- eða innlausnarpantanir til þess að uppfylla kröfur 14. gr. og 15. gr.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi hátt öryggisstig við rafræna gagnavinnslu auk heilleika og trúnaðar varðandi skráðu upplýsingarnar, eins og við á.

8. gr.
Bókhaldsfyrirkomulag

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að beitt sé reikningsskilaaðferðum og -ferlum, eins og um getur í 4. mgr. 4. gr., til að tryggja vernd eigenda hlutdeildarskírteina.
Bókhald verðbréfasjóðs skal vera með þeim hætti að unnt sé að greina allar eignir og skuldir verðbréfasjóðsins á hverjum tíma.
Ef verðbréfasjóður hefur mismunandi fjárfestingadeildir skulu reikningar þessara fjárfestingadeilda vera aðskildir.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á, framkvæmi og viðhaldi reikningsskilaaðferðum og -ferlum, í samræmi við reikningsskilareglur heimaaðildarríkja verðbréfasjóðsins, til að tryggja að útreikningur á verðmæti hreinnar eignar hvers verðbréfasjóðs sé rétt, á grundvelli reikningsskila, og að framkvæma megi áskriftar- og innlausnarpantanir í samræmi við það verðmæti hreinnar eignar.
3.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á viðeigandi verklagi til að tryggja rétt og nákvæmt mat á eignum og skuldum verðbréfasjóðsins, í samræmi við gildandi reglur sem um getur í 85. gr. tilskipunar 2009/65/EB.

3. ÞÁTTUR
Innra eftirlitskerfi
9. gr.
Eftirlit yfirstjórnar og eftirlitseiningar

1.     Við skiptingu innri verkefna skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að yfirstjórn og eftirlitseining, þar sem við á, beri ábyrgð á að tryggja að rekstrarfélagið uppfylli skyldur sínar samkvæmt tilskipun 2009/65/EB.
2.     Rekstrarfélagið skal tryggja að yfirstjórn þess:
a)    beri ábyrgð á framkvæmd á almennri fjárfestingarstefnu hvers verðbréfasjóðs sem félagið stjórnar, eins og það er skilgreint, ef við á, í lýsingunni, sjóðsreglunum eða stofnsamningi fjárfestingarfélagsins,
b)    hafi umsjón með samþykki fjárfestingaráætlana fyrir hvern verðbréfasjóð undir stjórn rekstrarfélagsins,
c)    beri ábyrgð á að tryggja að rekstrarfélagið hafi varanlega og skilvirka regluvörslu, eins og um getur í 10. gr., þótt þriðji aðili inni starfsemina af hendi,
d)    tryggi og staðfesti með reglulegu millibili að almenna fjárfestingarstefnan, fjárfestingaráætlanirnar og áhættutakmarkanir hvers verðbréfasjóðs sem rekstrarfélagið rekur séu framkvæmdar rétt og skilvirkt og að farið sé að þeim, einnig þegar þriðji aðili innir áhættustýringuna af hendi,
e)    samþykki og endurskoði með reglulegu millibili hvort innra verklag við fjárfestingarákvarðanir sé fullnægjandi í tilvikum hvers og eins verðbréfasjóðs sem rekstrarfélagið stjórnar, til að tryggja að slíkar ákvarðanir séu í samræmi við samþykktar fjárfestingaráætlanir,
f)    samþykki og endurskoði með reglulegu millibili áhættustýringarstefnu og -fyrirkomulag, ferli og aðferðir við framkvæmd þeirrar stefnu, eins og um getur í 38. gr., þ.m.t. kerfi til að takmarka áhættu fyrir hvern og einn verðbréfasjóð sem rekstrarfélagið stjórnar.
3.     Rekstrarfélagið skal einnig sjá til þess að yfirstjórn þess og, eftir því sem við á, eftirlitseiningin:
a)    meti og endurskoði með reglulegu millibili skilvirkni stefnu, fyrirkomulags og verklags sem komið er á til að vera í samræmi við skyldur í tilskipun 2009/65/EB,
b)    geri viðeigandi ráðstafanir til að taka á annmörkum.
4.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að yfirstjórn þeirra fái reglulega, a.m.k. árlega, skriflegar skýrslur um málefni varðandi regluvörslu, innri endurskoðun og áhættustýringu, þar sem einkum kemur fram hvort viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar ef annmarkar eru fyrir hendi.
5.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að yfirstjórn þeirra fái reglulega skýrslur um framkvæmd fjárfestingaráætlana og innra verklag við fjárfestingarákvarðanir sem um getur í b- til e-lið 2. mgr.
6.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að eftirlitseiningin, ef einhver er, fái reglulega í hendur skriflegar skýrslur um málefnin sem um getur í 4. mgr.

10. gr.
Varanleg regluvarsla

1.     Aðildarríki skulu tryggja að rekstrarfélög komi á, hrindi í framkvæmd og viðhaldi viðeigandi stefnu og ferlum sem gerðir eru til að greina hvers konar hættu á misbrestum hjá rekstrarfélaginu á því að uppfylla skyldur sínar, samkvæmt tilskipun 2009/65/EB, og einnig tengda hættu, og geri viðeigandi ráðstafanir og komi á fót ferlum sem eru til þess ætlaðir að lágmarka slíka hættu og til að gera lögbærum yfirvöldum kleift að beita valdi sínu á skilvirkan hátt samkvæmt þessari tilskipun.
Aðildarríki skulu tryggja að rekstrarfélög taki tillit til eðlis og umfangs viðskipta félagsins og þess hve flókin þau eru, sem og eðlis og umfangs þjónustunnar og starfseminnar sem stunduð er þegar þessi viðskipti fara fram.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á og viðhaldi varanlegri og skilvirkri regluvörslu sem er óháð og ber ábyrgð á eftirfarandi:
a)    að fylgjast með og meta hvort ráðstafanir, stefna og ferlar sem komið er á í samræmi við 1. lið og aðgerðir sem gripið er til í því skyni að taka á annmörkum á því að rekstrarfélagið uppfylli skyldur sínar, séu fullnægjandi og skilvirk,
b)    að veita viðkomandi aðilum, sem bera ábyrgð á að annast þjónustu og starfsemi, ráðgjöf og aðstoð til að uppfylla skyldur rekstrarfélagsins samkvæmt tilskipun 2009/65/EB.
3.     Til þess að gera regluvörslunni, sem um getur í 2. mgr., kleift að inna skyldur sínar af hendi með réttum og óháðum hætti, skulu rekstrarfélög tryggja að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
a)    regluvarslan verður að hafa nauðsynlegt valdsvið, úrræði, sérfræðiþekkingu og aðgang að öllum upplýsingum sem skipta máli,
b)    tilnefna skal regluvörð sem skal bera ábyrgð á regluvörslunni og allri skýrslugjöf til yfirstjórnar, reglulega og a.m.k. árlega, um málefni varðandi starfsemina, þar sem sérstaklega skal tilgreina hvort viðeigandi ráðstafanir til úrbóta hafa verið gerðar ef um annmarka er að ræða,
c)    viðkomandi aðilar, sem taka þátt í regluvörslunni, skulu ekki taka þátt í að veita þjónustu eða sinna starfsemi sem þeir hafa eftirlit með,
d)    sú aðferð sem beitt er við ákvörðun á greiðslu til viðkomandi aðila, sem taka þátt í regluvörslunni, skal ekki skaða hlutlægni þeirra og ekki skulu vera líkur á því að hún verði til þess.
Þess skal þó ekki krafist að rekstrarfélag uppfylli c- eða d-lið fyrstu málsgreinar ef því er unnt að sýna fram á að vegna eðlis og umfangs viðskipta þess og þess hve flókin þau eru, og vegna eðlis og umfangs þjónustu og starfsemi þess, sé krafan sem gerð er ekki hófleg og að regluvarsla þess beri áfram árangur.

11. gr.
Varanleg innri endurskoðun

1.     Þar sem það er viðeigandi og hæfilegt með tilliti til eðlis og umfangs viðskipta og þess hve flókin þau eru, og eðlis og umfangs sameiginlegrar stjórnunar verðbréfasafna sem sinnt er þegar slík viðskipti fara fram, skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög komi á og viðhaldi innri endurskoðun sem er aðskilin og óháð öðrum deildum og starfsemi rekstrarfélagsins.
2.     Innri endurskoðun, sem um getur í 1. mgr., ber ábyrgð á eftirfarandi:
a)    að koma á, hrinda í framkvæmd og viðhalda endurskoðunaráætlun til að rannsaka og meta hvort kerfi rekstrarfélagsins, innri eftirlitskerfi og fyrirkomulag séu fullnægjandi og skilvirk.
b)    að gefa út tilmæli sem byggjast á niðurstöðu vinnu sem innt er af hendi í samræmi við a-lið,
c)    að sannreyna að farið sé að tilmælunum sem um getur í b-lið,
d)    að gefa skýrslur í tengslum við innri endurskoðun í samræmi við 4. mgr. 9. gr.

12. gr.
Varanleg áhættustýringarstarfsemi

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á fót og viðhaldi varanlegri áhættustýringarstarfsemi.
2.     Varanlega áhættustýringarstarfsemin, sem um getur í 1. mgr., skal vera stigskipt og rekstrarlega óháð rekstrareiningum.
Aðildarríki geta þó heimilað rekstrarfélögum að víkja frá þeirri skyldu ef undanþágan er viðeigandi og í réttu hlutfalli við eðli, umfang og það hve flókin starfsemi rekstrarfélagsins, og verðbréfasjóðsins sem það stjórnar, er.
Rekstrarfélag skal geta sýnt fram á að gerðar hafi verið viðeigandi verndarráðstafanir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, til að óháð framkvæmd áhættustýringarstarfsemi og áhættustýringarferlið uppfylli kröfurnar í 51. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
3.     Varanlega áhættustýringarstarfsemin skal:
a)    framkvæma áhættustýringarstefnuna og -ferlið,
b)    tryggja að farið sé að kerfi verðbréfasjóðsins varðandi takmörkun áhættu, þ.m.t. lögboðin takmörkun heildaráhættu og mótaðilaáhættu í samræmi við 41., 42. og 43. gr.,
c)    veita stjórninni ráðgjöf að því er varðar greiningu á áhættusniði sérhvers verðbréfasjóðs sem rekstrarfélagið stjórnar,
d)    að gefa stjórninni og eftirlitseiningunni, ef hún er til, reglulega skýrslu um:
    i.    samræmið milli núverandi áhættustigs hvers og eins verðbréfasjóðs sem rekstrarfélagið rekur og áhættusniðs sem samþykkt hefur verið fyrir viðkomandi verðbréfasjóð,
    ii.    hvort sérhver verðbréfasjóður sem rekstrarfélagið rekur sé í samræmi við viðeigandi takmörkun áhættu,
    iii.    hvort áhættustýringarferlið sé fullnægjandi og skilvirkt, einkum hvort viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar til að bæta úr annmörkum sem kunna að hafa komið til,
e)    gefa yfirstjórninni reglulega skýrslur um núverandi áhættustig hvers verðbréfasjóðs sem rekstrarfélagið stjórnar, og ef farið er umfram takmarkanir þeirra eða þegar það er fyrirsjáanlegt, til að tryggja að unnt sé að grípa skjótt til viðeigandi aðgerða,
f)    endurskoða og styðja, eftir því sem við á, fyrirkomulag og verklag vegna mats á virði afleiða utan skipulegra verðbréfamarkaða eins og um getur í 44. gr.
4.     Varanlega áhættustýringarstarfsemin skal hafa nauðsynlegt vald og aðgang að öllum viðeigandi upplýsingum sem þörf er á til að sinna verkefnunum sem sett eru fram í 3. mgr.

13. gr.
Einkaviðskipti

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á, hrindi í framkvæmd og viðhaldi viðunandi fyrirkomulagi sem miðar að því að koma í veg fyrir eftirfarandi starfsemi ef um er að ræða einhvern viðkomandi aðila sem tekur þátt í starfsemi sem gæti valdið hagsmunaárekstrum, eða hefur aðgang að innherjaupplýsingum í skilningi 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 2003/6/EB, eða öðrum trúnaðarupplýsingum sem tengjast verðbréfasjóði eða viðskiptum við eða fyrir verðbréfasjóð á grundvelli starfsemi sem hann innir af hendi sjálfur eða fyrir hönd rekstrarfélagsins:
a)    að stofna til einkaviðskipta sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi viðmiðunum:
    i.    viðkomandi einstaklingi er bannað að stofna til viðkomandi einkaviðskipta í skilningi tilskipunar 2003/6/EB,
    ii.    þau fela í sér misnotkun eða óviðeigandi birtingu trúnaðarupplýsinga,
    iii.    þau stangast á við, eða líklegt er að þau stangist á við, skyldu rekstrarfélagsins samkvæmt tilskipun 2004/65/EB eða tilskipun 2004/39/EB,
b)    að gefa einhverjum öðrum aðila ráð eða aðstoða hann á annan hátt en rétt er í starfi hans eða samningi um þjónustu, við að stofna til viðskipta með fjármálagerninga, sem myndu falla undir a- lið þessarar málsgreinar eða a- eða b-lið 2. mgr. 25. gr. tilskipunar 2006/73/EB eða myndi á annan hátt teljast misnotkun upplýsinga í tengslum við óafgreiddar pantanir, ef um væri að ræða einkaviðskipti viðkomandi aðila,
c)    að veita einhverjum öðrum aðila upplýsingar eða álit, með fyrirvara um a-lið 3. gr. í tilskipun 2003/6/EB, annað en það sem um er að ræða í venjubundnu starfi hans eða samningi um þjónustu, ef viðkomandi aðili veit, eða ætti með réttu að vita, að með slíkri tilkynningu muni hinn aðilinn grípa til annars hvors eftirfarandi ráðs eða líklegt er að hann geri það:
    i.    stofna til viðskipta með fjármálagerninga sem myndu falla undir a-lið þessarar málsgreinar eða a- eða b-lið 2. mgr. 25. gr. tilskipunar 2006/73/EB, eða myndi á annan hátt teljast misnotkun upplýsinga í tengslum við óafgreiddar pantanir, ef um væri að ræða einkaviðskipti viðkomandi aðila,
    ii.    ráðleggja öðrum einstaklingi eða aðstoða hann við að stofna til slíkra viðskipta.
2.     Fyrirkomulagið, sem krafist er skv. 1. mgr., skal einkum vera með þeim hætti að tryggt sé að:
a)    sérhverjum viðkomandi aðila, sem fellur undir 1. mgr., sé kunnugt um takmarkanir um einkaviðskipti og þær ráðstafanir sem rekstrarfélagið hefur komið á í tengslum við einkaviðskipti og birtingu upplýsinga í samræmi við 1. mgr.,
b)    rekstrarfélaginu sé tilkynnt tafarlaust um öll einkaviðskipti, sem viðkomandi aðili stofnar til, annaðhvort með tilkynningu um þessi viðskipti eða með öðrum aðferðum, þannig að rekstrarfélaginu sé unnt að auðkenna slík viðskipti,
c)    haldin sé skrá um einkaviðskipti sem rekstrarfélaginu er tilkynnt um eða það auðkennir, þ.m.t. öll leyfi eða bönn í tengslum við slík viðskipti.
Að því er varðar b-lið fyrstu undirgreinar skal rekstrarfélagið, ef þriðju aðilar framkvæma tilteknar aðgerðir, tryggja að einingin sem framkvæmir aðgerðirnar haldi skrá yfir einkaviðskipti viðkomandi aðila og veiti rekstrarfélaginu þær upplýsingar án tafar ef um þær er beðið.
3.     Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu ekki gilda um eftirfarandi tegundir einkaviðskipta:
a)    einkaviðskipti sem framkvæmd eru samkvæmt eignastýringarþjónustu að eigin ákvörðun þar sem engin samskipti hafa áður farið fram í tengslum við viðskiptin milli eignasafnsstjórans og viðkomandi aðila eða annars aðila þar sem viðskiptin fara fram fyrir reikning hans,
b)    einkaviðskipti í verðbréfasjóði eða hlutdeildarskírteinum í sameiginlegum sjóðum sem falla undir eftirlit, samkvæmt lögum aðildarríkis, þar sem gerð er krafa um sambærilega áhættudreifingu eigna þeirra í því tilviki að viðkomandi aðili og hvaða annar aðili sem er, þar sem viðskiptin fara fram fyrir hans reikning, taki ekki þátt í stjórnun þessa fyrirtækis.
4.     Að því er varðar 1., 2. og 3. mgr. þessarar greinar hefur „einkaviðskipti“ sömu merkingu og í 11. gr. tilskipunar 2006/73/EB.

14. gr.
Skráning viðskipta með eignasafn

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi, fyrir hver og ein viðskipti er varða eignasafn verðbréfasjóðs, að fullnægjandi upplýsingar séu skráðar til að unnt sé án tafar að rekja upplýsingar um pöntunina og framkvæmd viðskipti.
2.     Skráningin, sem um getur í 1. mgr., skal fela í sér:
a)    nafn eða annað heiti verðbréfasjóðsins og viðkomandi einstaklings sem starfar fyrir hönd verðbréfasjóðsins,
b)    upplýsingarnar sem nauðsynlegar eru til að tilgreina viðkomandi gerning,
c)    magn,
d)    eðli pöntunarinnar eða viðskiptanna,
e)    verðið,
f)    varðandi pantanir, dagsetningu og nákvæma tímasetningu sendingar pöntunarinnar og nafn eða annað heiti aðilans sem pöntunin var send, eða varðandi viðskipti, dagsetningu og nákvæma tímasetningu ákvörðunar um að eiga viðskipti, og framkvæmd viðskiptanna,
g)    nafn aðilans sem sendir pöntunina eða framkvæmir viðskiptin,
h)    eftir atvikum, ástæður fyrir afturköllun pöntunar,
i)    varðandi framkvæmd viðskipti, auðkenni mótaðila og viðskiptakerfis.
Í skilningi i-liðar fyrstu undirgreinar merkir „viðskiptakerfi“ skipulegan markað eins og um getur í 14. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2004/39/EB, markaðstorg eins og um getur í 15. lið 1. mgr. 4. gr. þeirrar tilskipunar, innmiðlara eins og um getur í 7. lið 1. mgr. 4. gr. þeirrar tilskipunar eða viðskiptavaka eða annan aðila sem útvegar lausafé eða einingu sem gegnir sambærilegu hlutverki í þriðja landi og einhver hinna framangreindu gegnir.

15. gr.
Skráning áskriftar- og innlausnarpantana

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög geri allar eðlilegar ráðstafanir til að tryggja að áskriftar- og innlausnarpantanir sem berast verðbréfasjóðnum sé safnað saman og skráðar tafarlaust við viðtöku slíkra pantana.
2.     Skráningin skal innihalda upplýsingar um eftirfarandi:
a)    viðkomandi verðbréfasjóð,
b)    aðilann sem leggur fram eða sendir pöntunina,
c)    aðilann sem tekur við pöntuninni,
d)    dagsetningu og tímasetningu pöntunarinnar,
e)    greiðsluskilmála og greiðslumáta,
f)    eðli pantananna,
g)    dagsetningu á framkvæmd pantananna,
h)    fjölda hlutdeildarskírteina sem aðili skrifar sig fyrir eða innleysir,
i)    verð á hverju hlutdeildarskírteini sem aðili skrifar sig fyrir eða innleysir,
j)    heildarvirði hlutdeildarskírteina sem aðili skrifar sig fyrir eða innleysir,
k)    heildarvirði pöntunarinnar, þ.m.t. gjöld vegna áskriftar eða hreina fjárhæð að frádregnum innlausnargjöldum.

16. gr.
Kröfur um skráahald

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi varðveislu skráa, sem um getur í 14. gr. og 15. gr., í að minnsta kosti 5 ár.
Lögbær yfirvöld geta þó, við sérstakar aðstæður, krafist þess að rekstrarfélög varðveiti einhverjar þessara skráninga eða þær allar í lengri tíma, í samræmi við eðli gerningsins eða viðskiptanna með eignasafn, ef það er nauðsynlegt til að gera yfirvaldinu kleift að sinna eftirlitshlutverki sínu samkvæmt tilskipun 2009/65/EB.
2.     Eftir að leyfi rekstrarfélags hefur verið fellt úr gildi geta aðildarríki eða lögbær yfirvöld krafist þess að rekstrarfélag varðveiti skrár sem um getur í 1. mgr. það sem eftir er af 5 ára tímabilinu.
Ef rekstrarfélag felur öðru rekstrarfélagi ábyrgð sína í tengslum við verðbréfasjóðinn geta aðildarríki eða lögbær yfirvöld krafist þess að ráðstafanir séu gerðar til að slíkar skrár varðandi undanfarin 5 ár séu aðgengilegar því félagi.
3.     Skrárnar skal varðveita á miðli sem gerir mögulega geymslu upplýsinga á þann hátt að lögbæra yfirvaldinu sé unnt að nálgast þær síðar, á því formi og með þeim hætti að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
a)    lögbæra yfirvaldið verður að geta nálgast þær auðveldlega og endurgert sérhvert mikilvægt stig í ferlinu við viðskipti með eignasafn,
b)    auðvelt verður að vera að ganga úr skugga um allar leiðréttingar eða breytingar, sem og innihald skráa áður en þessar leiðréttingar eða breytingar voru gerðar,
c)    ekki má vera hægt að hagræða eða breyta skránum að öðru leyti.

III. KAFLI
HAGSMUNAÁREKSTUR
(b-liður 1. mgr. 12. gr., d-liður 1. mgr. og c-liður 2. mgr. 14. gr. tilskipunar 2009/65/EB)
17. gr.
Viðmiðanir um greiningu hagsmunaárekstra

1.     Aðildarríki skulu tryggja, í því skyni að auðkenna allar gerðir hagsmunaárekstra sem skapast við það að veita þjónustu og aðgerðir þar sem tilvist þeirra getur skaðað hagsmuni verðbréfasjóðs, að rekstrarfélög taki tillit til þess, með því að nota lágmarksviðmiðanir, hvort eftirfarandi aðstæður eiga við um rekstrarfélagið, viðkomandi aðila eða aðila sem eru beint eða óbeint tengdir rekstrarfélaginu í gegnum yfirráð, hvort sem það er vegna þess að veitt hefur verið þjónusta sem felst í sameiginlegri stjórnun eignasafns eða vegna annars:
a)    líklegt er að rekstrarfélagið eða þessi aðili njóti fjárhagslegs ágóða eða forðist fjárhagslegt tap á kostnað verðbréfasjóðsins,
b)    rekstrarfélagið eða þessi aðili hefur hagsmuna að gæta hvað varðar niðurstöðu þjónustunnar sem verðbréfasjóðnum eða öðrum viðskiptavini er veitt, eða hvað varðar niðurstöðu viðskiptanna, sem gerð eru fyrir hönd verðbréfasjóðsins eða annars viðskiptavinar, þar sem þessir hagsmunir eru aðgreindir frá hagsmunum verðbréfasjóðsins að því er varðar niðurstöðuna,
c)    fyrir hendi er fjárhagslegur hvati eða annars konar hvati hjá rekstrarfélaginu eða þessum aðila til þess að setja hagsmuni annars viðskiptavinar eða hóps viðskiptavina framar hagsmunum verðbréfasjóðsins,
d)    rekstrarfélagið eða þessi aðili framkvæmir sömu aðgerðir fyrir verðbréfasjóðinn og fyrir annan viðskiptavin eða viðskiptavini sem eru ekki verðbréfasjóðir,
e)    rekstrarfélagið eða þessi aðili tekur á móti eða mun taka á móti, frá aðila öðrum en verðbréfasjóðnum, umbun í tengslum við þjónustu sem felst í sameiginlegri stjórnun eignasafns, sem veitt er verðbréfasjóðnum í formi peninga, vara eða þjónustu annarrar en venjubundinna umboðslauna eða þóknana fyrir þessa þjónustu.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög taki, við greiningu á tegundum hagsmunaárekstra, tillit til eftirfarandi:
a)    hagsmuna rekstrarfélagsins, þ.m.t. þeir sem eru afleiðing þess að félagið tilheyrir samstæðu eða afleiðing framkvæmdar þjónustu og aðgerða, hagsmuna viðskiptavinanna og skyldu rekstrarfélagsins gagnvart verðbréfasjóðnum,
b)    hagsmuna tveggja eða fleiri verðbréfasjóða undir stjórn rekstrarfélagsins.

18. gr.
Stefna varðandi hagsmunaárekstra

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á, framkvæmi og viðhaldi skilvirkri stefnu varðandi hagsmunaárekstra. Stefnan skal sett fram skriflega og vera viðeigandi með tilliti til stærðar og skipulags rekstrarfélagsins og eðlis, umfangs og þess hve flókin starfsemi þess er.
Ef rekstrarfélagið er aðili að samstæðu verður stefnan einnig að taka tillit til hvers konar aðstæðna sem félaginu er, eða ætti að vera, kunnugt um, sem gætu leitt til hagsmunaárekstra vegna skipulags og starfsemi annarra aðila að samstæðunni.
2.     Stefnan um hagsmunaárekstra sem komið er á í samræmi við 1. mgr. skal taka til eftirfarandi:
a)    ákvörðunar um, með hliðsjón af starfsemi á sviði sameiginlegrar stjórnunar verðbréfasafns, sem stunduð er af eða fyrir hönd rekstrarfélagsins, hvaða aðstæður það eru sem valda eða geta valdið hagsmunaárekstrum sem hafa í för með sér verulega hættu á að hagsmunir verðbréfasjóðsins eða eins eða fleiri viðskiptavina skaðist,
b)    aðferða sem fylgja skal, og ráðstafana sem beita skal, í því skyni að hafa stjórn á þessum árekstrum.

19. gr.
Óhæði í deilustjórnun

1.     Aðildarríki skulu tryggja að aðferðirnar og ráðstafanirnar, sem mælt er fyrir um í b-lið 2. mgr. 18. gr., séu gerðar til að tryggja að viðkomandi aðilar, sem stunda mismunandi starfsemi sem hefur í för með sér hagsmunaárekstra, stundi þessa starfsemi með það miklu óhæði að það sé til jafns við umfang og starfsemi rekstrarfélagsins og samstæðunnar sem það tilheyrir, og þess hversu raunveruleg áhættan er á því að hagsmunaárekstrar viðskiptavinanna skaðist.
2.     Aðferðir sem fylgja skal, og ráðstafanir sem beita skal, í samræmi við b-lið 2. mgr. 18. gr. skulu innihalda eftirfarandi, ef nauðsyn krefur og viðeigandi þykir, til að rekstrarfélagið tryggi nauðsynlegt óhæði:
a)    árangursríkar aðferðir til að koma í veg fyrir og stýra upplýsingaskiptum milli viðeigandi aðila, sem stunda starfsemi á sviði sameiginlegrar stjórnunar verðbréfasafns sem hefur í för með sér hættu á hagsmunaárekstrum, ef þessi upplýsingaskipti geta skaðað hagsmuni eins eða fleiri viðskiptavina,
b)    sérstakt eftirlit með viðeigandi aðilum sem hafa það sem aðalverkefni að annast sameiginlega stjórnun verðbréfasafns fyrir hönd þeirra viðskiptavina eða fjárfesta, eða veita þeim þjónustu, sem geta átt í hagsmunaárekstrum eða eru fulltrúar mismunandi hagsmuna sem geta stangast á, þ.m.t. hagsmunir rekstrarfélagsins,
c)    afnám hvers kyns beinna tengsla milli greiðslu til viðeigandi aðila sem annast fyrst og fremst eitt verksvið og greiðslu til annarra viðeigandi aðila sem annast fyrst og fremst annað verksvið, eða tekjur sem þeir skapa, ef til hagsmunaárekstra gæti komið í tengslum við þessi verksvið,
d)    ráðstafanir til að koma í veg fyrir að aðili hafi óviðeigandi áhrif á það hvernig viðkomandi aðili annast sameiginlega stjórnun verðbréfasafns, eða til að takmarka getu hans til að hafa slík áhrif,
e)    ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða hafa eftirlit með þátttöku viðkomandi aðila, sem er annaðhvort samhliða eða fylgir á eftir sérstakri aðgerð á sviði sameiginlegrar stjórnunar verðbréfasafns, ef þessi þátttaka getur skaðað eðlilega stjórnun hagsmunaárekstra.
Ef samþykkt á eða beiting einnar eða fleiri af þessum ráðstöfunum og aðferðum tryggir ekki tilskilið óhæði skulu aðildarríkin krefjast þess að rekstrarfélög samþykki þær val- eða viðbótarráðstafanir og -aðferðir sem eru nauðsynlegar og viðeigandi í þessu skyni.

20. gr.
Stjórnun aðgerða sem skapa skaðlega hagsmunaárekstra

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög haldi skrá sem þau uppfæra reglulega yfir tegundir sameiginlegrar stjórnunar verðbréfasafns sem er stunduð af rekstrarfélaginu eða fyrir hönd þess þar sem skapast hefur hagsmunaárekstur sem hefur í för með sér verulega hættu á að hagsmunir eins eða fleiri verðbréfasjóða eða annarra viðskiptavina skaðist eða kunni að skaðast ef um er að ræða áframhaldandi sameiginlega stjórnun verðbréfasafns.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess, ef skipulag eða stjórnunarfyrirkomulag rekstrarfélags vegna stjórnunar hagsmunaárekstra er ekki fullnægjandi til að tryggja, svo nægilegt þyki, að komið sé í veg fyrir hættu á að hagsmunir verðbréfasjóðs eða eigendur hlutdeildarskírteina hans skaðist, fái yfirstjórn eða annar til þess bær innri aðili rekstrarfélagsins tafarlaust upplýsingar þar um til að viðkomandi geti tekið nauðsynlega ákvörðun til að tryggja að rekstrarfélag starfi með hagsmuni verðbréfasjóðs og eigenda hlutdeildarskírteina hans að leiðarljósi.
3.     Rekstrarfélagið skal tilkynna fjárfestum um aðstæður sem um getur í 2. mgr. á viðeigandi varanlegum miðli og rökstyðja ákvörðun sína.

21. gr.
Áætlanir um nýtingu atkvæðisréttar

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög þrói fullnægjandi og árangursríkar áætlanir til að ákvarða hvort og hvenær nýta skuli atkvæðisrétt sem tilheyrir gerningum í eignasöfnum í stýringu, eingöngu með hagsmuni viðkomandi verðbréfasjóðs í huga.
2.     Áætlunin sem um getur í 1. mgr. ræður ráðstöfunum og verklagi við:
a)    eftirlit með viðeigandi fyrirtækjaatburðum,
b)    að tryggja nýtingu atkvæðisréttar í samræmi við fjárfestingarmarkmið og stefnu viðkomandi verðbréfasjóðs,
c)    að koma í veg fyrir eða stjórna hagsmunaárekstrum sem eru afleiðing nýtingar á atkvæðisrétti.
3.     Samantekin lýsing á áætlunum sem um getur í 1. mgr. skal gerð aðgengileg fjárfestum.
Upplýsingar um aðgerðir sem gripið er til á grundvelli þessara áætlana skulu gerðar aðgengilegar eigendum hlutdeildarskírteina án endurgjalds, ef þeir óska eftir þeim.

IV. KAFLI
HÁTTERNISREGLUR
(a- og b-liður 1. mgr. og a- og b-liður 2. mgr. 14. gr. tilskipunar 2009/65/EB)
1. ÞÁTTUR
Almennar meginreglur
22. gr.
Skylda til að þjóna hagsmunum verðbréfasjóðs og eigendum hlutdeildarskírteina hans

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að eigendur hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóði undir þeirra stjórn fái sanngjarna meðhöndlun.
Rekstrarfélög skulu ekki setja hagsmuni eins hóps eigenda hlutdeildarskírteina ofar hagsmunum annars hóps eigenda hlutdeildarskírteina.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög beiti viðeigandi stefnum og verklagi til að koma í veg fyrir mistök sem nærtækt væri að gera ráð fyrir að hefðu áhrif á stöðugleika og heilleika markaðarins.
3.     Með fyrirvara um kröfur að landslögum skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að notuð séu sanngjörn, rétt og gagnsæ verðmatslíkön og -kerfi vegna verðbréfasjóðsins sem þau stjórna, til að fara að þeirri skyldu að starfa með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteinanna að leiðarljósi. Rekstrarfélög skulu geta sýnt fram á að eignasöfn verðbréfasjóðsins séu verðlögð með nákvæmum hætti.
4.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög starfi með þeim hætti að komið sé í veg fyrir óþarfa kostnað fyrir verðbréfasjóðinn og eigendur hlutdeildarskírteina hans.

23. gr.
Kröfur um áreiðanleikakönnun

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi mikinn áreiðanleika við val á og viðvarandi eftirlit með fjárfestingum, með hagsmuni verðbréfasjóðs og heilleika markaðarins að leiðarljósi.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að þau búi yfir fullnægjandi þekkingu og skilningi á eignunum sem verðbréfasjóðurinn hefur fjárfest í.
3.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á skriflegum stefnum og verklagi um áreiðanleikakannanir og innleiði skilvirkt fyrirkomulag til að tryggja að fjárfestingarákvarðanir, sem teknar eru fyrir hönd verðbréfasjóðsins, séu framkvæmdar í samræmi við markmið, fjárfestingaráætlun og áhættutakmarkanir verðbréfasjóðsins.
4.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög, við framkvæmd áhættustýringarstefnu sinnar og eftir því sem við á með tilliti til eðlis fyrirhugaðrar fjárfestingar, setji fram spár og framkvæmi greiningar hvað varðar áhrif fjárfestingarinnar á samsetningu, seljanleika og áhættu á móti ávinningi eignasafns verðbréfasjóðsins áður en fjárfestingin er framkvæmd. Aðeins skal framkvæma greininguna á grundvelli áreiðanlegra og uppfærðra upplýsinga, bæði megindlegra og eigindlegra.
Rekstrarfélög skulu sýna tilhlýðilega færni, aðgát og kostgæfni þegar þau stofna til, fara með eða binda endi á hvers kyns samninga við þriðju aðila í tengslum við framkvæmd áhættustýringarstarfsemi. Áður en slíkir samningar eru gerðir skulu rekstrarfélög gera nauðsynlegar ráðstafanir til að sannreyna að þriðji aðili hafi getu og hæfni til að framkvæma áhættustýringarstarfsemi á áreiðanlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Rekstrarfélagið skal koma á fót aðferðum fyrir viðvarandi mat á gæðum frammistöðu þriðja aðila.

2. ÞÁTTUR
Meðferð áskriftar- og innlausnarpantana
24. gr.
Kvöð um skýrslugjöf að því er varðar framkvæmd áskriftar- og innlausnarpantana

1.     Aðildarríki skulu tryggja að rekstrarfélög sendi, þegar þau hafa framkvæmt áskriftar- eða innlausnarpöntun frá eiganda hlutdeildarskírteina, eigandanum tilkynningu á varanlegum miðli til staðfestingar á framkvæmd pöntunarinnar eins fljótt og auðið er og eigi síðar en fyrsta viðskiptadag eftir framkvæmdina eða, ef fjárfestingafyrirtæki móttekur staðfestingu frá þriðja aðila, eigi síðar en fyrsta viðskiptadag eftir að staðfesting hefur borist frá þriðja aðila.
Ákvæði fyrsta undirliðar skulu þó ekki gilda ef í tilkynningunni eru sömu upplýsingar og eru í staðfestingu sem annar aðili á að senda eiganda hlutdeildarskírteinanna tafarlaust.
2.     Í tilkynningunni, sem um getur í 1. mgr., skulu eftir atvikum koma fram eftirfarandi upplýsingar:
a)    auðkenni rekstrarfélagsins,
b)    nafn eða annað auðkenni eiganda hlutdeildarskírteina,
c)    viðtökudagur og -tími pöntunarinnar og greiðslumáti,
d)    dagsetning framkvæmdar,
e)    auðkenni verðbréfasjóðsins,
f)    eðli pöntunarinnar (áskrift eða innlausn),
g)    fjöldi hlutdeildarskírteina í viðskiptunum,
h)    virði hlutdeildarskírteina við áskrift eða innlausn,
i)    dagsetning viðmiðunargildis,
j)    heildarvirði pöntunarinnar, þ.m.t. gjöld vegna áskriftar eða hrein fjárhæð að frádregnum innlausnargjöldum,
k)    samtala þóknana og innheimts kostnaðar og sundurliðuð skipting ef fjárfestirinn fer fram á það.
3.     Ef pantanir eiganda hlutdeildarskírteina eru framkvæmdar með reglulegu millibili skulu rekstrarfélög annaðhvort framkvæma aðgerðina sem tilgreind er í 1. mgr. eða veita eiganda hlutdeildarskírteinanna upplýsingarnar, sem um getur í 2. mgr., eigi sjaldnar en á 6 mánaða fresti að því er varðar þessi viðskipti.
4.     Rekstrarfélög skulu veita eiganda hlutdeildarskírteina upplýsingar um stöðu pantana hans ef hann óskar eftir því.

3. ÞÁTTUR
Besta framkvæmd
25. gr.
Framkvæmd ákvarðana um að eiga viðskipti fyrir hönd verðbréfasjóðs sem rekstrarfélagið stjórnar

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög þjóni hagsmunum verðbréfasjóðsins sem þau stjórna þegar þau framkvæma ákvarðanir um að eiga viðskipti fyrir hönd verðbréfasjóðsins sem þau stjórna í samhengi við stjórnun eignasafna þeirra.
2.     Að því er varðar 1. mgr. skulu aðildarríkin krefjast þess að rekstrarfélög geri allar eðlilegar ráðstafanir til að ná fram niðurstöðu sem sé sem hagstæðust fyrir verðbréfasjóðinn, að teknu tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líkinda á framfylgd og greiðslu, umfangs og eðlis pantana eða annarra þátta sem máli skipta til að framkvæma pöntunina. Ákvarða skal hlutfallslegt mikilvægi slíkra þátta með vísan í eftirfarandi viðmiðanir:
a)    markmið, fjárfestingarstefnu og áhættu verðbréfasjóðsins, eins og tilgreint er í lýsingunni eða, eftir því sem við á, í sjóðsreglum eða samþykktum verðbréfasjóðsins,
b)    einkenni pöntunarinnar,
c)    einkenni fjármálagerninganna sem um er að ræða í þeirri pöntun,
d)    einkenni viðskiptakerfanna sem unnt er að senda pöntunina.
3.     Aðildarríkin skulu krefjast þess að rekstrarfélög geri skilvirkar ráðstafanir til að vera í samræmi við skylduna sem um getur í 2. mgr. Einkum skulu rekstrarfélög koma á og framkvæma stefnu sem gerir þeim kleift að ná sem hagstæðastri niðurstöðu, að því er varðar pantanir verðbréfasjóðs, í samræmi við 2. mgr.
Rekstrarfélög skulu fá fyrirframsamþykki fjárfestingarfélags á framkvæmdarstefnunni. Rekstrarfélag skal gera viðeigandi upplýsingar um stefnuna, sem komið er á í samræmi við þessa grein og um allar verulegar breytingar á stefnu sinni, aðgengilegar eigendum hlutdeildarskírteina.
4.     Rekstrarfélög skulu hafa reglulegt eftirlit með skilvirkni fyrirkomulags og stefnu um framkvæmd pantana til að greina og, eftir því sem við á, leiðrétta annmarka.
Auk þess skulu rekstrarfélög endurskoða framkvæmdarstefnuna árlega. Endurskoðun skal fara fram í hvert skipti sem veruleg breyting verður sem hefur áhrif á getu rekstrarfélagsins til að ná áframhaldandi besta hugsanlega árangri fyrir verðbréfasjóðinn sinn.
5.     Rekstrarfélög skulu geta sýnt fram á að þau hafi framkvæmt pantanir fyrir hönd verðbréfasjóðsins í samræmi við framkvæmdarstefnu rekstrarfélagsins.

26. gr.
Pantanir til annarra eininga um að þær framkvæmi fyrir hönd verðbréfasjóðs

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög þjóni hagsmunum verðbréfasjóðsins sem þau stjórna þegar þau setja fram pantanir til annarra eininga um að þær framkvæmi fyrir hönd verðbréfasjóðsins sem þau stjórna, í samhengi við stjórnun eignasafna þeirra.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög geri allar eðlilegar ráðstafanir til að niðurstaðan verði sem hagstæðust fyrir verðbréfasjóðinn, að teknu tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líkinda á framfylgd og greiðslu, umfangs, eðlis eða annarra þátta sem máli skipta fyrir framkvæmd pöntunarinnar. Ákvarða skal hlutfallslegt mikilvægi slíkra þátta með tilvísun í 2. mgr. 25. gr.
Í þeim tilgangi skulu rekstrarfélög koma á og framkvæma stefnu sem gerir þeim kleift að vera í samræmi við skylduna sem um getur í fyrstu undirgrein. Í stefnunni skal, fyrir hvern flokk gerninga, tilgreina einingarnar sem má koma pöntununum til. Rekstrarfélagið skal aðeins gera samning um framkvæmd ef slíkt fyrirkomulag er í samræmi við skyldurnar sem mælt er fyrir um í þessari grein. Rekstrarfélög skulu gera viðeigandi upplýsingar um stefnuna, sem komið er á í samræmi við þessa málsgrein og um allar verulegar breytingar á stefnu sinni, aðgengilegar eigendum hlutdeildarskírteina.
3.     Rekstrarfélög skulu hafa reglubundið eftirlit með skilvirkni stefnunnar sem komið er á í samræmi við 2. mgr., einkum gæði framkvæmdar hjá einingunum sem tilgreindar eru í þessari stefnu, og skulu þau ráða bót á hvers konar annmörkum þar sem við á.
Auk þess skulu rekstrarfélög endurskoða stefnuna árlega. Slík endurskoðun skal fara fram í hvert skipti sem veruleg breyting verður sem hefur áhrif á getu rekstrarfélagsins til að ná áframhaldandi besta hugsanlega árangri fyrir verðbréfasjóðinn sinn.
4.     Rekstrarfélög skulu geta sýnt fram á að þau hafi lagt inn pantanir fyrir hönd verðbréfasjóðsins í samræmi við stefnuna sem komið er á í samræmi við 2. mgr.

4. ÞÁTTUR
Meðhöndlun pantana
27. gr.
Almennar meginreglur

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á og framkvæmi verklag og fyrirkomulag þar sem kveðið er á um skjóta og sanngjarna framfylgd fyrirmæla um viðskipti með eignasafn fyrir hönd verðbréfasjóðsins.
Verklagið og fyrirkomulagið sem rekstrarfélögin framkvæma skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a)    tryggja skal að pantanir, sem framkvæmdar eru fyrir hönd verðbréfasjóðs, séu skráðar og þeim úthlutað án tafar og af nákvæmni,
b)    framkvæma skal pantanir verðbréfasjóðs, sem eru sambærilegar að öðru leyti, eftir röð og án tafar nema það sé ógerlegt vegna þess hvers eðlis pantanirnar eru eða vegna ríkjandi markaðsaðstæðna eða vegna þess að hagsmunir verðbréfasjóðsins geri annað nauðsynlegt.
Fjármálagerningum eða fjármunum, sem veitt er viðtaka við uppgjör eftir framkvæmd þessara pantana, skal komið til skila án tafar og með viðeigandi hætti á reikning viðkomandi verðbréfasjóðs.
2.     Rekstrarfélag skal ekki misnota upplýsingar sem tengjast óafgreiddum pöntunum verðbréfasjóðs og það skal grípa til allra skynsamlegra ráðstafana til að hindra að nokkrir viðkomandi aðilar þess misnoti slíkar upplýsingar.

28. gr.
Samsöfnun og úthlutun viðskiptapantana

1.     Aðildarríki skulu ekki heimila rekstrarfélögum að framkvæma pöntun verðbréfasjóðs ásamt pöntun annars verðbréfasjóðs eða annars viðskiptavinar eða viðskiptum fyrir eigin reikning, nema eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
a)    ólíklegt verður að teljast að samsöfnun pantana og viðskipta muni í heild reynast óhagstæð einhverjum verðbréfasjóði eða viðskiptavini sem á pöntun er verður hluti af safninu,
b)    móta skal stefnu um úthlutun pantana og framkvæmd þar sem kveðið er á um sanngjarna dreifingu samsafnaðra pantana á nægilega ítarlegu máli, þ.m.t. hvernig magn og verð pantana ákvarðar dreifingu og meðferð pantana sem framkvæmdar eru að hluta.
2.     Aðildarríkin skulu tryggja að ef rekstrarfélag setur pöntun verðbréfasjóðs með einni eða fleiri pöntunum annarra verðbréfasjóða eða viðskiptavina og samsöfnuðu pantanirnar eru framkvæmdar að hluta, dreifi það tengdum viðskiptum í samræmi við stefnu sína um dreifingu pantana.
3.     Aðildarríkin skulu tryggja að rekstrarfélög, sem hafa safnað saman viðskiptum fyrir eigin reikning og lagt við eina eða fleiri pantanir verðbréfasjóða eða annarra viðskiptavina, dreifi ekki tengdum viðskiptum þannig að það skaði viðkomandi verðbréfasjóð eða viðskiptavin.
4.     Aðildarríkin skulu krefjast þess að ef rekstrarfélag bætir pöntun verðbréfasjóðs eða annars viðskiptavinar við viðskipti fyrir eigin reikning og samsafnaða pöntunin er framkvæmd að hluta, dreifi það tengdum viðskiptum til verðbréfasjóðsins eða viðskiptavinarins fremur en til rekstrarfélagsins sjálfs.
Ef rekstrarfélagið getur á hinn bóginn sýnt verðbréfasjóðnum eða öðrum viðskiptavini sínum fram á, með skynsamlegum hætti, að ef ekki hefði verið fyrir samsöfnunina hefði því ekki verið unnt að framkvæma pöntunina á svo hagstæðum kjörum, eða yfirleitt, getur það úthlutað viðskiptunum fyrir eigin reikning hlutfallslega, í samræmi við stefnuna sem um getur í b-lið 1. mgr.

5. ÞÁTTUR
Söluhvatar
29. gr.
Verndun hagsmuna verðbréfasjóða

1.     Aðildarríki skulu tryggja að rekstrarfélög séu ekki talin starfa af heiðarleika, sanngirni og fagmennsku í samræmi við bestu hagsmuni verðbréfasjóðsins ef þau greiða eða þeim er greidd, í tengslum við að þau sinna fjárfestingarstýringu og stjórnun fyrir verðbréfasjóðinn, einhver þóknun eða umboðslaun, eða þau veita eða þeim er veittur einhver ópeningalegur ávinningur annar en eftirfarandi:
a)    þóknun, umboðslaun eða ópeningalegur ávinningur, greiddur eða veittur verðbréfasjóði eða aðila, sem er fulltrúi verðbréfasjóðsins, eða sem verðbréfasjóðurinn greiðir eða veitir eða aðili fyrir hans hönd,
b)    þóknun, umboðslaun eða ópeningalegur ávinningur, greiddur eða veittur þriðja aðila, eða aðila sem er fulltrúi þriðja aðilans, eða sem þriðji aðili greiðir eða veitir eða aðili fyrir hans hönd ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
    i.    verðbréfasjóðurinn skal vera skilmerkilega upplýstur með ítarlegum, nákvæmum og skiljanlegum hætti um tilvist, eðli og fjárhæð þóknunarinnar, umboðslaunanna eða ávinningsins eða hvaða aðferð er notuð til að reikna út fjárhæðina ef ekki er unnt að ákvarða hana, áður en viðkomandi þjónusta er veitt,
    ii.    greiðsla þóknunarinnar eða umboðslaunanna eða afhending ópeningalega ávinningsins skal vera með þeim hætti að viðkomandi þjónusta aukist að gæðum og hindri rekstrarfélagið ekki í að sinna þeirri skyldu sinni að þjóna hagsmunum verðbréfasjóðsins,
c)    viðeigandi þóknanir, sem auðvelda eða eru nauðsynlegar til að viðkomandi þjónusta sé veitt, þ.m.t. vörslugjöld, uppgjörs- og viðskiptaþóknanir, eftirlitsgjöld eða lögfræðiþóknanir og sem, vegna eðlis þeirra, geta ekki valdið hagsmunaárekstrum við þá skyldu rekstrarfélagsins að starfa af heiðarleika, sanngirni og fagmennsku þannig að það samræmist hagsmunum verðbréfasjóðsins.
2.     Aðildarríki skulu heimila rekstrarfélagi, að því er varðar i-lið b-liðar 1. mgr., að greina í stuttu máli frá grundvallarskilmálum í fyrirkomulaginu, sem tengist þóknunum, umboðslaunum eða ópeningalegum ávinningi, að því tilskildu að rekstrarfélagið skuldbindi sig til að greina frá frekari upplýsingum að beiðni eiganda hlutdeildarskírteina og að því tilskildu að það virði þessa skuldbindingu.

V. KAFLI
EINSTÖK ATRIÐI SAMKOMULAGSINS MILLI VÖRSLUFYRIRTÆKIS OG REKSTRARFÉLAGS
(5. mgr. 23. gr. og 5. mgr. 33. gr. í tilskipun 2009/65/EB)
30. gr.
Þættir sem tengjast verklagi sem aðilum að samkomulaginu ber að fylgja

Aðildarríki skulu krefjast þess að vörslufyrirtækið og rekstrarfélagið, sem um getur í þessum kafla sem „aðilar að samkomulaginu“, fjalli í skriflega samkomulaginu, sem um getur annaðhvort í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. í tilskipun 2009/65/EB, a.m.k. um eftirfarandi atriði í tengslum við þjónustuna sem aðilar að samkomulaginu veita og verklag sem þeim ber að fylgja:
a)    lýsingu á verklaginu, þ.m.t. það sem tengist varðveislu, sem skal samþykkja fyrir hvern eignaflokk verðbréfasjóðsins sem falinn er vörslufyrirtækinu,
b)    lýsingu á verklaginu sem ber að fylgja ef rekstrarfélagið gerir ráð fyrir að breyta sjóðsreglum eða lýsingu verðbréfasjóðsins og tilgreina hvenær beri að upplýsa vörslufyrirtækið, eða hvenær þörf er á undanfarandi samkomulagi við vörslufyrirtækið til að hægt sé að halda áfram með breytinguna,
c)    lýsingu á aðferðum og verklagi sem vörslufyrirtækið notar til að senda rekstrarfélaginu allar viðeigandi upplýsingar sem það þarf til að inna starf sitt af hendi, þ.m.t. lýsing á aðferðum og verklagi í tengslum við nýtingu réttinda sem eru tengd fjármálagerningum, og aðferðum og verklagi sem beitt er til að gera rekstrarfélaginu og verðbréfasjóðnum kleift að hafa tímanlegt og nákvæmt aðgengi að upplýsingum í tengslum við reikninga verðbréfasjóðsins,
d)    lýsingu á aðferðum og verklagi sem vörslufyrirtækið getur nýtt til að nálgast allar viðeigandi upplýsingar sem það þarf til að geta uppfyllt skyldur sínar,
e)    lýsingu á verklagi sem vörslufyrirtækið getur fylgt til að spyrjast fyrir um framkvæmd rekstrarfélagsins og til að meta gæði sendra upplýsinga, þ.m.t. með vettvangsheimsóknum,
f)    lýsingu á verklagi sem rekstrarfélagið getur farið eftir við endurskoðun á frammistöðu vörslufyrirtækisins að því er varðar samningsbundnar skyldur vörslufyrirtækisins.

31. gr.
Þættir í tengslum við upplýsingaskipti og skuldbinding um þagnarskyldu og viðnám gegn peningaþvætti

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að aðilar að samkomulaginu, sem um getur í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. tilskipunar 2009/65/EB, fjalli a.m.k. um eftirfarandi þætti í tengslum við upplýsingaskipti og skuldbindingu um þagnarskyldu og viðnám gegn peningaþvætti í því samkomulagi:
a)    skrá yfir allar upplýsingar sem verðbréfasjóðurinn, rekstrarfélag hans og vörslufyrirtæki þurfa að skiptast á í tengslum við áskrift, innlausn, útgáfu, afpöntun og endurkaup hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðnum,
b)    þagnarskyldu sem gildir um aðila að samkomulaginu,
c)    upplýsingar um verkefni og ábyrgð aðila að samkomulaginu að því er varðar skyldur í tengslum við að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi, eftir atvikum.
2.     Skyldurnar sem um getur í b-lið 1. mgr. skulu settar fram með þeim hætti að þær skerði hvorki getu lögbærra yfirvalda í heimaaðildarríki rekstrarfélags né lögbærra yfirvalda í heimaaðildarríki verðbréfasjóðsins til að fá aðgang að viðeigandi skjölum og upplýsingum.

32. gr.
Þættir í tengslum við tilnefningu þriðju aðila

Geri vörslufyrirtækið eða rekstrarfélagið ráð fyrir að tilnefna þriðja aðila til að inna af hendi skyldur sínar skulu aðildarríki krefjast þess að báðir aðilar að samkomulaginu, sem um getur annaðhvort í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. tilskipunar 2009/65/EB, fjalli a.m.k. um eftirfarandi atriði í því samkomulagi:
a)    skuldbindingu beggja aðila um að veita með reglulegu millibili upplýsingar um alla þá þriðju aðila sem vörslufyrirtækið eða rekstrarfélagið tilnefnir til að inna af hendi skyldur sínar,
b)    skuldbinding um að ef annar hvor aðilinn óskar eftir því þá muni hinn aðilinn veita upplýsingar um viðmiðanirnar sem við er stuðst við val á þriðja aðila og þær ráðstafanir sem gerðar eru til að hafa eftirlit með starfseminni sem þriðji aðili sinnir,
c)    yfirlýsingu þess efnis að það breyti ekki ábyrgð vörslufyrirtækis skv. 24. eða 34. gr. tilskipunar 2009/65EB þótt það hafi falið þriðja aðila einhverjar eða allar eignir sem því hefur verið falið að varðveita.

33. gr.
Þættir í tengslum við mögulegar breytingar og slit samkomulagsins

Aðildarríki skulu krefjast þess að aðilar að samkomulaginu, sem um getur í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. tilskipunar 2009/65/EB, fjalli a.m.k. um eftirfarandi atriði í tengslum við breytingar og slit samkomulags í því samkomulagi:
a)    gildistíma samkomulags,
b)    skilyrði sem verða að vera fyrir hendi til að breyta megi samkomulaginu eða slíta því,
c)    skilyrði sem nauðsynleg eru til að auðvelda flutning til annars vörslufyrirtækis og, ef um er að ræða slíkan flutning, með hvaða hætti vörslufyrirtækið skal senda allar viðeigandi upplýsingar til hins vörslufyrirtækisins.

34. gr.
Gildandi lög

Aðildarríki skulu krefjast þess að aðilar að samkomulaginu, sem um getur í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. tilskipunar 2009/65/EB, tilgreini að lög heimaaðildarríkis verðbréfasjóðsins gildi um samkomulagið.

35. gr.
Rafræn sending upplýsinga

Í tilvikum sem aðilar að samkomulaginu, sem um getur í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. tilskipunar 2009/65/EB, samþykkja að beita rafrænni sendingu vegna hluta eða allra upplýsinganna sem þeir skiptast á skulu aðildarríki krefjast þess að slíkt samkomulag feli í sér ákvæði sem tryggja að slíkar upplýsingar séu skráðar.

36. gr.
Gildissvið samkomulagsins

Aðildarríki geta heimilað að samkomulagið, sem um getur í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. tilskipunar 2009/65/EB, gildi um fleiri en einn verðbréfasjóð undir stjórn rekstrarfélagsins. Ef svo er skal skrá viðkomandi verðbréfasjóð í samkomulagið.

37. gr.
Þjónustusamningur

Aðildarríki skulu heimila aðilum að samkomulaginu að fjalla um upplýsingar um aðferðir og verklag, sem um getur í c- og d-lið 30. gr., annaðhvort í samkomulaginu sem um getur í 5. mgr. 23. gr. eða 5. mgr. 33. gr. tilskipunar 2009/65/EB eða í sérstöku skriflegu samkomulagi.

VI. KAFLI
ÁHÆTTUSTÝRING
(1. mgr. 51. gr. í tilskipun 2009/65/EB)
1. ÞÁTTUR
Áhættustýringarstefna og áhættumat
38. gr.
Áhættustýringarstefna

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög komi á, framkvæmi og viðhaldi fullnægjandi og skjalfestri áhættustýringarstefnu sem greinir þá áhættu sem verðbréfasjóðurinn sem þau stjórna er, eða kann að verða óvarinn fyrir.
Áhættustýringarstefnan skal taka til aðferða sem nauðsynlegar eru til að gera rekstrarfélaginu kleift að meta markaðs-, seljanleika- og mótaðilaáhættu fyrir hvern verðbréfasjóð sem það stjórnar, og alla aðra áhættu sem sá verðbréfasjóður er óvarinn fyrir, þ.m.t. rekstraráhætta sem getur verið veruleg fyrir hvern verðbréfasjóð sem það stjórnar.
Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög fjalli a.m.k. um eftirfarandi þætti í áhættustýringarstefnu sinni:
a)    aðferðir, tæki og fyrirkomulag sem gerir þeim kleift að vera í samræmi við skyldurnar sem settar eru fram í 40. gr. og 41. gr.,
b)    úthlutun ábyrgðar er varðar áhættustýringu innan rekstrarfélagsins.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að í áhættustýringarstefnunni sem um getur í 1. mgr. séu tilgreindir skilmálar, inntak og tíðni skýrslugjafar um áhættustýringarstarfsemina, sem um getur í 12. gr., til stjórnarinnar og yfirstjórnarinnar og, eftir því sem við á, til eftirlitseiningarinnar.
3.     Að því er varðar 1. og 2. mgr. skulu aðildarríki tryggja að rekstrarfélög taki tillit til eðlis, umfangs og þess hve flókin starfsemi þeirra og verðbréfasjóðsins sem þau stjórna er.

39. gr.
Mat, eftirlit og endurskoðun á áhættustýringarstefnu

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög meti, hafi eftirlit og endurskoði með reglulegu millibili:
a)    hvort áhættustýringarstefnan og fyrirkomulag, ferli og aðferðir sem um getur í 40. gr. og 41. gr. séu fullnægjandi og skilvirkar,
b)    í hvaða mæli rekstrarfélagið fylgi áhættustýringarstefnunni og fyrirkomulagi, ferlum og aðferðum sem um getur í 40. gr. og 41. gr.,
c)    hvort ráðstafanir sem ætlað er að taka á annmörkum við framkvæmd áhættustýringarferlisins séu fullnægjandi og skilvirkar.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tilkynni lögbærum yfirvöldum heimaaðildarríkis síns um verulegar breytingar á áhættustýringarferlinu.
3.     Aðildarríki skulu tryggja að kröfurnar, sem mælt er fyrir um í 1. mgr., séu stöðugt endurskoðaðar af lögbærum yfirvöldum heimaaðildarríkis rekstrarfélagsins, og við veitingu leyfis.

2. ÞÁTTUR
Áhættustýringarferli, mótaðilaáhætta og samþjöppun útgefenda
40. gr.
Áhættumat og áhættustýring

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög samþykki fullnægjandi og árangursríkt fyrirkomulag, ferli og aðferðir til að:
a)    meta og stjórna á hverjum tíma þeirri áhættu sem verðbréfasjóðurinn sem þau stjórna er, eða gæti verið óvarinn fyrir,
b)    tryggja að farið sé að takmörkunum varðandi heildaráhættu og mótaðilaáhættu í samræmi við 41. gr. og 43. gr.
Þetta fyrirkomulag, ferli og aðferðir skulu vera í réttu hlutfalli við eðli, umfang og það hve flókin starfsemi rekstrarfélaganna og verðbréfasjóðsins sem þau stjórna er, og vera í samræmi við áhættusnið verðbréfasjóðsins.
2.     Að því er varðar 1. mgr. skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög grípi til eftirfarandi aðgerða fyrir hvern og einn verðbréfasjóð sem þau stjórna:
a)    komi á fyrirkomulagi, ferlum og aðferðum við áhættumat sem nauðsynlegt er til að tryggja að áhætta af teknum stöðum og framlag þeirra til heildaráhættusniðsins sé metið nákvæmlega á grundvelli traustra og áreiðanlegra gagna, og að fyrirkomulag, ferlar og aðferðir við áhættumatið sé skjalfest með fullnægjandi hætti,
b)    framkvæmi, eftir því sem við á, reglubundið afturvirkt eftirlit til að endurskoða gildi áhættumatsfyrirkomulagsins sem felur í sér notkun spá- og matslíkana,
c)    framkvæmi, eftir því sem við á, reglubundin álagspróf og sviðsmyndagreiningar til að taka á áhættu sem leiðir af mögulegum breytingum á markaðsaðstæðum sem gætu haft slæm áhrif á verðbréfasjóðinn,
d)    komi á, innleiði og viðhaldi skjalfestu kerfi um innri takmarkanir varðandi mat sem beitt er til að stjórna og hafa eftirlit með viðeigandi áhættu sem varðar hvern verðbréfasjóð fyrir sig að teknu tilliti til allrar áhættu sem gæti haft veruleg áhrif á verðbréfasjóðinn eins og um getur í 38. gr. og tryggi samræmi við áhættusnið verðbréfasjóðsins,
e)    tryggi að núverandi áhættustig sé í samræmi við kerfið um áhættutakmörkun eins og segir í d-lið fyrir hvern verðbréfasjóð,
f)    komi á, innleiði og viðhaldi fullnægjandi verklagi sem, ef um er að ræða raunveruleg eða fyrirséð brot á kerfi verðbréfasjóðsins um takmörkun áhættu, leiðir til þess að gripið verði tímanlega til ráðstafana til úrbóta með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi.
3.     Aðildarríki skulu tryggja að rekstrarfélög beiti viðeigandi stýringu lausafjáráhættu til að tryggja að hver og einn verðbréfasjóður sem þau stjórna uppfylli ávallt 1. mgr. 84. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
Rekstrarfélög skulu, eftir því sem við á, framkvæma álagspróf sem gera þeim kleift að meta lausafjáráhættu verðbréfasjóðsins við óvenjulegar aðstæður.
4.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi, fyrir hvern verðbréfasjóð sem þau stjórna, að lausafjársnið fjárfestinga verðbréfasjóðsins sé í samræmi við innlausnarstefnuna sem sett er fram í sjóðsreglunum, stofnsamningnum eða lýsingunni.

41. gr.
Útreikningur á heildaráhættu

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög reikni út að heildaráhætta verðbréfasjóðs sem það stjórnar, eins og um getur í 3. mgr. 51. gr. tilskipunar 2009/65/EB, sé annað hvort eftirfarandi:
a)    aukin áhætta og skuldsetning vegna notkunar verðbréfasjóðsins, sem þau stjórna, á fjármálaafleiðugerningum, þ.m.t. innbyggðar afleiður samkvæmt fjórðu undirgrein 3. mgr. 51. gr. tilskipunar 2009/65/EB, sem má ekki vera umfram samtölu verðmætis hreinnar eignar verðbréfasjóðsins,
b)    markaðsáhætta eignasafns verðbréfasjóðsins.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög reikni út heildaráhættu verðbréfasjóðsins eigi sjaldnar en daglega.
3.     Aðildarríki geta heimilað rekstrarfélögum að reikna út heildaráhættu með notkun staðfestuaðferðarinnar, vágildisaðferðarinnar eða annarra þróaðra áhættumatsaðferða sem eiga við. Að því er varðar þetta ákvæði merkir „vágildi“ mælikvarða á hámark vænts taps á tilteknu öryggisstigi á tilteknu tímabili.
Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að aðferðin sem valin er til að mæla heildaráhættu sé viðeigandi, að teknu tilliti til fjárfestingaráætlunar verðbréfasjóðsins og tegundar og þess hversu flóknir afleiðugerningar eru notaðir, og hversu hátt hlutfall eignasafns verðbréfasjóðsins er fjármálaafleiðugerningar.
4.     Ef verðbréfasjóður, í samræmi við 2. mgr. 51. gr. tilskipunar 2009/65/EB, beitir tækni og tækjum, þ.m.t. endurhverf verðbréfakaup eða verðbréfalánveitingar til að auka skuldsetningu eða markaðsáhættu, skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög taki viðkomandi viðskipti til greina við útreikning á heildaráhættu.

42. gr.
Staðfestuaðferð

1.     Ef staðfestuaðferðinni er beitt við útreikning á heildaráhættu skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög beiti þeirri aðferð á alla fjármálaafleiðugerninga, þ.m.t. innbyggðar afleiður sem um getur í fjórðu undirgrein 3. mgr. 51. gr. tilskipunar 2009/65/EB, hvort sem þær eru notaðar í samræmi við almenna fjárfestingarstefnu verðbréfasjóðsins, til að draga úr áhættu eða að því er varðar skilvirka stýringu eignasafns eins og um getur í 2. mgr. 51. gr. í þeirri tilskipun.
2.     Ef staðfestuaðferðinni er beitt við útreikning á heildaráhættu skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög umreikni hvern og einn fjármálaafleiðugerning í eignasafninu yfir í markaðsvirði sambærilegrar stöðu í undirliggjandi eign viðkomandi afleiðu (hefðbundna staðfestuaðferðin).
Aðildarríki geta heimilað rekstrarfélögum að beita öðrum útreikningsaðferðum sem eru jafngildar hefðbundnu staðfestuaðferðinni.
3.     Aðildarríki geta heimilað rekstrarfélögum að taka til greina skuldajöfnun og áhættuvarnir við útreikning á heildaráhættu, ef slíkt fyrirkomulag lítur ekki framhjá augljósri og verulegri áhættu og dregur greinilega úr áhættu.
4.     Ef notkun fjármálaafleiðugerninga eykur ekki áhættu verðbréfasjóðsins þarf ekki að taka tillit til undirliggjandi áhættu við staðfestuútreikninginn.
5.     Ef staðfestuaðferðinni er beitt þarf ekki að taka tillit til skammtímalána sem verðbréfasjóðurinn hefur tekið í samræmi við 83. gr. tilskipunar 2009/65/ EB við útreikning á heildaráhættu.

43. gr.
Mótaðilaáhætta og samþjöppun útgefenda

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að mótaðilaáhætta, sem leiðir af afleiðugerningi utan verðbréfamarkaðar, falli undir takmarkanir sem settar eru fram í 52. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
2.     Við útreikning á mótaðilaáhættu verðbréfasjóðsins í samræmi við takmarkanir eins og um getur í 1. mgr. 52. gr. tilskipunar 2009/65/EB skulu rekstrarfélög nota jákvætt markaðsvirði afleiðusamnings utan verðbréfamarkaðar við þann mótaðila.
Rekstrarfélög geta skuldajafnað afleiðustöðu verðbréfasjóðs við sama mótaðila, að því tilskildu að þeir geti löglega framfylgt skuldajöfnunarsamningunum við mótaðilann fyrir hönd verðbréfasjóðsins. Skuldajöfnun er eingöngu leyfileg að því er varðar afleiðugerninga utan verðbréfamarkaðar ef þeir eru við sama mótaðila og tengjast engri annarri áhættu verðbréfasjóðsins sem gæti haft sama mótaðila.
3.     Aðildarríki geta heimilað rekstrarfélögum að minnka áhættu verðbréfasjóðsins gagnvart mótaðila í viðskiptum með afleiðu utan verðbréfamarkaðar ef félagið fær tryggingu. Móttekin trygging skal vera nægilega seljanleg til að unnt sé að selja hana hratt og á verði sem er nálægt verðmati hennar fyrir sölu.
4.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög taki tillit til trygginga við útreikning á mótaðilaáhættu, eins og um getur í 1. mgr. 52. gr. tilskipunar 2009/65/EB, þegar rekstrarfélagið framselur tryggingu til mótaðila í afleiðuviðskiptum utan verðbréfamarkaðar fyrir hönd verðbréfasjóðsins. Aðeins má taka tillit til framseldra trygginga við skuldajöfnun ef rekstrarfélagið getur löglega framfylgt skuldajöfnunarsamningum við mótaðilann fyrir hönd verðbréfasjóðsins.
5.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög reikni út fjárfestingarmark útgefanda eins og um getur í 52. gr. tilskipunar 2009/65/EB á grundvelli undirliggjandi áhættu vegna notkunar fjármálaafleiðugerninga samkvæmt staðfestuaðferðinni.
6.     Að því er varðar áhættu vegna viðskipta með afleiður utan skipulegra verðbréfamarkaða, eins og um getur í 2. mgr. 52. gr tilskipunar 2009/65/EB, skulu aðildarríki krefjast þess að rekstrarfélög taki tillit til mótaðilaáhættu vegna afleiða utan skipulegra verðbréfamarkaða við útreikninginn.

3. ÞÁTTUR
Verklag við verðmat á afleiðum utan
skipulegra verðbréfamarkaða
44. gr.
Verklag við mat á virði afleiða utan skipulegra verðbréfamarkaða

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög sannreyni að áhætta verðbréfasjóðs vegna afleiða utan skipulegra verðbréfamarkaða sé metin á gangvirði sem byggir ekki eingöngu á markaðsskráningu mótaðilans í viðskiptunum og sem uppfyllir viðmiðanirnar sem settar eru fram í 4. mgr. 8. gr. tilskipunar 2007/16/EB.
2.     Að því er varðar 1. mgr. skulu rekstrarfélög koma á, framkvæma og viðhalda fyrirkomulagi og verklagi sem tryggir viðeigandi, gagnsætt og sanngjarnt mat á áhættu verðbréfasjóðs vegna afleiða utan skipulegra verðbréfamarkaða.
Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög tryggi að gangvirði afleiða utan skipulegra verðbréfamarkaða sé metið á fullnægjandi, nákvæman og óháðan hátt.
Matsfyrirkomulag og -ferli skal vera fullnægjandi og í réttu hlutfalli við eðli viðkomandi afleiðu utan skipulegra verðbréfamarkaða og það hversu flókin hún er.
Rekstrarfélög skulu fara að kröfunum sem settar eru fram í 2. mgr. 5. gr. og í annarri undirgrein 4. mgr. 23. gr. ef fyrirkomulag og verklag við mat á afleiðum utan skipulegra verðbréfamarkaða felur í sér að þriðju aðilar framkvæmi tilteknar aðgerðir.
3.     Að því er varðar 1. og 2. mgr. skal úthluta áhættustýringarstarfseminni tilteknum skyldum og ábyrgð.
4.     Matsfyrirkomulag og -ferli sem um getur í 2. mgr. skal vera fullnægjandi skjalfest.

4. ÞÁTTUR
Sending upplýsinga um afleiðugerninga
45. gr.
Skýrslur um afleiðugerninga

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að rekstrarfélög afhendi lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríki sínu, eigi sjaldnar en árlega, skýrslur með upplýsingum sem gefa glögga mynd af þeim tegundum afleiða sem hver og einn verðbréfasjóður notar, undirliggjandi áhættu, magntakmörkunum og aðferðum sem notaðar eru til að meta áhættu í tengslum við afleiðuviðskiptin.
2.     Aðildarríki skulu tryggja að lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis rekstrarfélagsins endurskoði tíðni og heilleika upplýsinga sem um getur í 1. mgr. og að þau hafi tækifæri til íhlutunar þegar við á.

VII. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
46. gr.
Lögleiðing

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari eigi síðar en 30. júní 2011. Þau skulu þegar í stað senda framkvæmdastjórninni texta þessara ákvæða og samsvörunartöflu yfir viðkomandi ákvæði og þessa tilskipun.
Þegar aðildarríkin samþykkja þessi ákvæði skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þau eru birt opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.
2.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

47. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

48. gr.
Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.
    Gjört í Brussel, 1. júlí 2010.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
José Manuel BARROSO
forseti.

Fylgiskjal V.


TILSKIPUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR 2010/44/ESB
frá 1. júlí 2010
um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar tiltekin ákvæði varðandi samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) ( 1 ), einkum 5. mgr. 43. gr., a- og c-lið 6. mgr. 60. gr., 3. mgr. 61. gr., 4. mgr. 62. gr., a-lið 4. mgr. 64. gr. og 1. mgr. 95. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Upplýsingarnar sem veita skal eigendum hlutdeildarskírteina samkvæmt 1. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB ef um er að ræða samruna skulu endurspegla mismunandi þarfir eigenda hlutdeildarskírteina samrunasjóða og viðtökusjóða og stuðla að skilningi þeirra.
2)          Ekki skal krefja samruna- eða viðtökusjóðina um að telja með aðrar upplýsingar en þær sem um getur í 3. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/ 65/EB og í 3.–5. gr. þessarar tilskipunar í upplýsingaskjalið. Samruna- eða viðtökusjóðir geta samt sem áður bætt öðrum mikilvægum upplýsingum við í tengslum við fyrirhugaða samrunann.
3)          Sé aukið við upplýsingaskjalið í samræmi við 1. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB með samantekt, leysir það verðbréfasjóðinn ekki undan þeirri skuldbindingu að komast hjá notkun langra eða tæknilegra útskýringa í upplýsingaskjalinu.
4)          Í upplýsingunum sem veita skal eigendum hlutdeildarskírteina viðtökusjóða samkvæmt 1. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB skal gera ráð fyrir að þessir eigendur hlutdeildarskírteina séu þegar allkunnugir eiginleikum viðtökusjóða, þeim réttindum sem þeir njóta í tengslum við þá og hvernig þeir eru starfræktir. Því ætti megináherslan að vera á framkvæmd samrunans og hugsanleg áhrif hans á viðtökusjóðina.
5)          Samræma þarf með hvaða hætti upplýsingarnar samkvæmt 43. gr. og 64. gr. tilskipunar 2009/ 65/EB eru veittar eigendum hlutdeildarskírteina. Þær upplýsingar miða að því að gera eigendum hlutdeildarskírteina kleift að taka upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji halda áfram að fjárfesta eða fara fram á innlausn, þar sem verðbréfasjóður er annaðhvort hluti af samruna, breytist í fylgisjóð eða breytir höfuðsjóðnum. Eigendum hlutdeildarskírteina skal vera kunnugt um fyrrnefnda stóra breytingu sem verðbréfasjóðurinn undirgengst og þeir skulu vera í stöðu til að lesa upplýsingarnar. Af þeirri ástæðu skal senda upplýsingarnar persónulega til eigenda hlutdeildarskírteina, annaðhvort á pappír eða með öðrum varanlegum miðli, líkt og tölvupósti (tölvupóstfang). Notkun rafrænna miðla ætti að gera verðbréfasjóðum kleift að veita upplýsingarnar á kostnaðarhagkvæman hátt. Þessi tilskipun ætti ekki að útheimta að verðbréfasjóðir upplýsi eigendur hlutdeildarskírteina sinna beint, heldur ætti að taka tilhlýðilegt tillit til sérstakra eiginleika í tilteknum aðildarríkjum þar sem verðbréfasjóðir eða rekstrarfélög þeirra geta ekki haft beint samband við eigendur hlutdeildarskírteina, af lagalegum ástæðum eða hagkvæmnisástæðum. Verðbréfasjóðir ættu einnig að geta veitt upplýsingarnar með því að senda þær áfram til vörsluaðilans eða miðlara, að því tilskildu að tryggt sé að allir eigendur hlutdeildarskírteina veiti upplýsingunum viðtöku í tæka tíð. Þessi tilskipun á einungis að samræma með hvaða hætti upplýsingarnar eru veittar eigendum hlutdeildarskírteina, samkvæmt 43. gr. og 64. gr. tilskipunar 2009/65/ EB. Aðildarríki geta komið á landsbundnum reglum um veitingu annarra tegunda upplýsinga til eigenda hlutdeildarskírteina.
6)          Samkomulagið á milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins skal taka til greina sérstakar þarfir fylgisjóðsins, sem fjárfestir að lágmarki 85% af eignum sínum í höfuðsjóðnum, um leið og hún uppfyllir allar kröfur sem verðbréfasjóður. Samkomulagið skal því að tryggja að höfuðsjóðurinn veiti fylgisjóðnum allar nauðsynlegar upplýsingar á tilhlýðilegum tíma, til að gera fylgisjóðnum kleift að standa við eigin skuldbindingar. Í því skal einnig mæla fyrir um önnur réttindi og skyldur beggja aðila.
7)          Aðildarríki skulu ekki krefjast þess að samkomulagið á milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, skv. fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr., nái yfir aðra þætti en þá sem um getur í VIII. kafla tilskipunar 2009/65/EB og 8.–14. gr. þessarar tilskipunar. Samkomulagið getur samt sem áður náð yfir aðra þætti, mæli höfuðsjóðurinn og fylgisjóðurinn svo fyrir um.
8)          Sé fyrirkomulag viðskipta á milli höfuðsjóðs og fylgisjóðs ekki frábrugðið því sem gildir um alla eigendur hlutdeildarskírteina höfuðsjóðsins sem er ekki fylgisjóður og þar sem mælt er fyrir um slíkt fyrirkomulag í lýsingu höfuðsjóðsins, þarf samkomulagið á milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins ekki að endurgera þetta staðlaða fyrirkomulag viðskipta, en getur millivísað í viðkomandi hluta lýsingar höfuðsjóðsins til að hjálpa greininni við að lækka kostnað og draga úr stjórnsýsluálagi.
9)          Samkomulagið á milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins skal fela í sér viðeigandi aðferð til meðhöndlunar fyrirspurna og kvartana frá eigendum hlutdeildarskírteina með það fyrir augum að taka á bréfaskiptum, sem hafa fyrir mistök verið send höfuðsjóðnum í stað fylgisjóðnum eða öfugt.
10)          Til að spara viðskiptakostnað og komast hjá neikvæðum skattaáhrifum geta höfuðsjóðurinn og fylgisjóðurinn kosið að vera einhuga um yfirfærslu eigna í fríðu, nema það sé bannað samkvæmt landslögum eða ósamrýmanlegt sjóðsreglum eða stofnsamningum, annaðhvort höfuðsjóðsins eða fylgisjóðsins. Möguleikinn á yfirfærslu eigna í fríðu í höfuðsjóðinn, ætti einkum að hjálpa þeim fylgisjóðum sem hafa þegar stundað starfsemi sem verðbréfasjóður, þ.m.t. fylgisjóður annars höfuðsjóðs, til að komast hjá viðskiptakostnaði sem hlýst af eignasölu sem bæði fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn hafa fjárfest í. Fylgisjóðurinn á einnig að geta tekið við, ef hann óskar þess, öðrum eignum í fríðu frá höfuðsjóðnum, þar sem unnt er á þann hátt að lækka viðskiptakostnað og komast hjá neikvæðum skattaáhrifum. Yfirfærsla eigna í fríðu í fylgisjóðinn skal ekki takmarkast við tilvik þegar um er að ræða félagsslit, samruna eða skiptingu höfuðsjóðsins, heldur skal hún einnig vera möguleg við aðrar aðstæður.
11)          Til að viðhalda nauðsynlegum sveigjanleika, með hagsmuni fjárfesta að leiðarljósi, skal fylgisjóðurinn, sem tók við eignum í fríðu, annað hvort geta flutt einhverjar eða allar viðkomandi eignir til höfuðsjóðsins ef höfuðsjóðurinn samþykkir það, eða selja eignir fyrir reiðufé í því skyni að fjárfesta í höfuðsjóðnum.
12)          Vegna sérstöðu skipunar höfuðsjóða og fylgisjóða er nauðsynlegt að samningurinn milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins kveði á um mismun milli réttarreglna sem leiða af 3. gr. og 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 593/2008 frá 17. júní 2008 um lög sem gilda um samningsbundnar skyldur (Róm I) ( 1 ) þannig að lögin sem gilda um þennan samning eru annað hvort lög aðildarríkis þar sem fylgisjóður hefur staðfestu eða höfuðsjóðsins. Aðilunum skal því vera frjálst að leggja mat á kosti og galla þessa valkosts og taka tillit til þess hvort höfuðsjóðurinn hafi marga fylgisjóði og hvort þessum fylgisjóðum hafi verið komið á fót í aðeins einu eða fleiri aðildarríkjum.
13)          Ef um er að ræða félagsslit, samruna eða skiptingu höfuðsjóðsins, þar sem tilskipun 2009/65/ EB veitir eigendum hlutdeildarskírteina rétt til að óska eftir innlausn, skal fylgisjóðurinn ekki grafa undan þeim réttindum með því að fresta tímabundið endurkaupum eða innlausn, nema það sé nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna til að vernda hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina eða ef lögbær yfirvöld skipa fyrir um það.
14)          Þar sem samruni eða skipting höfuðsjóðs getur tekið gildi innan 60 daga, getur fresturinn fyrir fylgisjóðinn til að sækja um og fá samþykki fyrir ný fjárfestingaráform sín og til að veita eigendum hlutdeildarskírteina fylgisjóðsins rétt til að óska eftir endurkaupum eða innlausn innan 30 daga í undantekningartilvikum verið of stuttur til að fylgisjóðurinn geti komist að því fyrir víst hversu margir af eigendum hlutdeildarskírteina fylgisjóðsins munu óska eftir innlausn. Við slíkar aðstæður skal fylgisjóðnum, að meginreglu til, vera skylt að óska eftir innlausn á allri hlutdeild sinni í höfuðsjóðnum. Til að koma í veg fyrir óþarfa viðskiptakostnað skal fylgisjóðurinn hins vegar geta beitt öðrum aðferðum til að tryggja að eigendur hlutdeildarskírteina fylgisjóðsins geti nýtt rétt sinn til að óska eftir innlausn, um leið og hann dregur úr viðskiptakostnaði eða kemur í veg fyrir önnur neikvæð áhrif. Einkum skal fylgisjóðurinn sækja um samþykki eins fljótt og hægt er. Auk þess skal fylgisjóðnum t.d. ekki vera skylt að óska eftir innlausn að því marki sem eigendur hlutdeildarskírteina fylgisjóðsins kjósa að nýta sér ekki þann kost. Ef fylgisjóðurinn óskar eftir innlausn hjá höfuðsjóðnum skal hann huga að því hvort innlausn í fríðu gæti minnkað viðskiptakostnað og komið í veg fyrir önnur neikvæð áhrif.
15)          Samkomulagið milli vörsluaðila höfuðsjóðs og fylgisjóðs um upplýsingaskipti skal gera vörsluaðila fylgisjóðs kleift að taka við viðeigandi upplýsingum og skjölum sem hann þarfnast til að geta sinnt skyldum sínum. Vegna sértæki þessa samnings skal í honum kveðið á um sömu reglur um lagaskil eins og mælt er fyrir um í samkomulaginu milli höfuðsjóðs og fylgisjóðs sem víkur frá 3. gr. og 4. gr. Róm I reglugerðarinnar. Í samkomulaginu um upplýsingaskipti skal þó hvorki krafist þess að vörsluaðili höfuðsjóðsins né fylgisjóðsins annist verkefni sem eru bönnuð eða ekki er kveðið á um í landslögum í heimaaðildarríki þeirra.
16)          Skýrslugjöfinni um frávik, sem vörsluaðili höfuðsjóðsins greinir við störf sín sem vörsluaðili samkvæmt landslögum heimaaðildarríkis síns, er ætlað að vernda fylgisjóðinn. Af þeirri ástæðu skal skýrslugjafar ekki krafist þar sem þessi frávik hafa ekki neikvæð áhrif á fylgisjóðinn. Ef frávik að því er varðar höfuðsjóðinn hafa neikvæð áhrif á fylgisjóðinn skal hinn síðarnefndi einnig upplýstur um hvort og hvernig leyst hefur verið úr frávikunum. Vörsluaðili höfuðsjóðsins skal því upplýsa vörsluaðila fylgisjóðsins um með hvaða hætti höfuðsjóðurinn hefur leyst úr eða leggur til að leyst verði úr frávikinu. Ef vörsluaðili fylgisjóðsins er ekki fullviss um að úrlausnin sé eigendum hlutdeildarskírteina fylgisjóðsins fyrir bestu, skal hann án tafar tilkynna fylgisjóðnum um þá skoðun sína.
17)          Samkomulagið milli endurskoðenda höfuðsjóðs og fylgisjóðs um upplýsingaskipti skal gera endurskoðanda fylgisjóðsins kleift að taka við öllum viðeigandi upplýsingum og skjölum sem hann þarfnast til að geta sinnt skyldum sínum. Vegna sértæki þessa samnings skal í honum kveðið á um sömu reglur um lagaskil eins og mælt er fyrir um í samkomulaginu milli höfuðsjóðs og fylgisjóðs sem víkur frá 3. gr. og 4. gr. Róm I reglugerðarinnar.
18)          Tilgreina skal umfang upplýsinganna sem veita skal aðgang að með rafrænum hætti, í samræmi við 3. mgr. 91. gr. tilskipunar 2009/65/EB, til að veita réttarvissu að því er varðar þá flokka upplýsinga sem ber að taka með.
19)          Til þess að kveða megi á um sameiginlega stefnu um rafrænan aðgang lögbærra yfirvalda í gistiaðildarríki verðbréfasjóðsins að gögnunum, sem um getur í 2. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, skal þess krafist að hver og einn verðbréfasjóður eða rekstrarfélag hans tilgreini vefsetur þar sem slík gögn eru gerð aðgengileg á rafrænu formi sem er almennt notað. Einnig er nauðsynlegt að setja fram aðferð við rafræna tilkynningu til lögbærra yfirvalda í gistiaðildarríki verðbréfasjóðsins um breytingar á þessum gögnum, í samræmi við 7. mgr. 93. gr. þeirrar tilskipunar.
20)          Til að gera verðbréfasjóðum og rekstrarfélögum þeirra kleift að aðlaga sig að nýjum kröfum um aðferð og hátt við veitingu upplýsinga til eigenda hlutdeildarskírteina, í tilvikum sem um getur í 7. gr. og 29. gr. skulu aðildarríki fá lengri frest til að innleiða þessar kröfur í landsbundið réttarkerfi sitt. Það er sérstaklega mikilvægt í þeim tilvikum sem verðbréfasjóðirnir eða rekstrarfélög þeirra geta ekki, af lagalegum eða hagkvæmnisástæðum, upplýst eigendur hlutdeildarskírteina beint. Verðbréfasjóðir sem eiga rafræn handhafahlutabréf skulu geta gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að eigendur hlutdeildarskírteina fái upplýsingarnar í þeim tilvikum sem tilgreind eru í 8. gr. og 32. gr. Verðbréfasjóðir sem eiga útprentuð handhafahlutabréf skulu geta breytt þeim í skráð hlutabréf eða rafræn handhafahlutabréf, ef þeir vilja geta tekið þátt í samruna, umbreyst í fylgisjóð eða breytt höfuðsjóðnum.
21)          Leitað hefur verið til samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlitsaðila sem komið var á fót með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB ( 1 ) um tæknilega ráðgjöf.
22)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari tilskipun, eru í samræmi við álit evrópsku verðbréfanefndarinnar.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

1. KAFLI
ALMENNT
1. gr.
Efni

Í þessari tilskipun er mælt fyrir um ítarlegar reglur um framkvæmd 43. gr. (5. mgr) og 60. gr. (a- og c- liður 6. mgr.), 61. gr. (3. mgr.) og 62. gr. (4. mgr.), 64. gr. (a-liður 4. mgr.) og 95. gr. (1. mgr.) tilskipunar 2009/65/EB.

2. gr.
Skilgreiningar

Í þessari tilskipun er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.    „endurstilling eignasafns“: veruleg breyting á samsetningu eignasafns verðbréfasjóðs,
2.    „tilbúnir mælikvarðar á áhættu og ávinningi“: tilbúnir mælikvarðar í skilningi 8. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri ( 1 ).

II. KAFLI
SAMRUNAR VERÐBRÉFASJÓÐA
1. ÞÁTTUR
Innihald samrunaupplýsinga
3. gr.

Almennar reglur varðandi innihald upplýsinga sem veita á eigendum hlutdeildarskírteina

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að upplýsingarnar, sem ber að veita eigendum hlutdeildarskírteina skv. 1. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB, séu ritaðar á gagnorðan hátt og á máli sem leikmenn geta skilið og gerir eigendum hlutdeildarskírteina kleift að taka upplýsta ákvörðun um áhrif fyrirhugaðs samruna á fjárfestingu sína.
Ef um er að ræða fyrirhugaðan samruna yfir landamæri skal samrunasjóðurinn og viðtökusjóðurinn, eftir því sem við á, útskýra á skýru máli alla skilmála eða aðferðir í tengslum við hinn verðbréfasjóðinn sem er frábrugðið því sem venjulega er beitt í hinu aðildarríkinu.
2.     Upplýsingarnar sem veita skal eigendum hlutdeildarskírteina í samrunasjóðnum skulu uppfylla þarfir fjárfesta sem ekki búa fyrirfram yfir neinni þekkingu á eiginleikum viðtökusjóðsins eða starfsemi hans. Þær skulu draga athygli þeirra að lykilupplýsingum fyrir fjárfesta viðtökusjóðsins og leggja áherslu á æskileika þess að lesa þær.
3.     Upplýsingarnar sem veita skal eigendum hlutdeildarskírteina viðtökusjóðsins skulu leggja áherslu á framkvæmd samrunans og möguleg áhrif hans á viðtökusjóðinn.

4. gr.
Sértækar reglur varðandi inntak upplýsinga sem veita á eigendum hlutdeildarskírteina

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að upplýsingarnar, sem ber að veita eigendum hlutdeildarskírteina samrunasjóðsins í samræmi við b-lið 3. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB, taki einnig til:
a)    upplýsinga um hvers konar mismun á réttindum eigenda hlutdeildarskírteina samrunasjóðsins fyrir og eftir gildistöku fyrirhugaðs samruna,
b)    ef lykilupplýsingar fyrir fjárfesta samrunasjóðsins og viðtökusjóðsins sýna tilbúna mælikvarða á áhættu og ávinning í mismunandi flokkum, eða greina mismunandi verulega áhættu í meðfylgjandi lýsingu, samanburðar á þessum mismun,
c)    samanburðar á öllum gjöldum, þóknunum og útgjöldum beggja verðbréfasjóða á grundvelli fjárhæðanna sem settar eru fram í lykilupplýsingum þeirra fyrir fjárfesta, eftir því sem við á,
d)    ef samrunasjóður beitir frammistöðutengdri þóknun, útskýringar á því með hvaða hætti henni verði beitt fram að þeim tíma sem samruninn tekur gildi,
e)    ef viðtökusjóðurinn beitir frammistöðutengdri þóknun, hvernig henni verði beitt síðar til að tryggja sanngjarna meðferð þeirra eigenda hlutdeildarskírteina sem áður áttu hlutdeildarskírteini í samrunasjóðnum,
f)    í tilvikum þar sem ákvæði 46. gr. tilskipunar 2009/65/EB heimila álagningu kostnaðar í tengslum við undirbúning og frágang samrunans annað hvort á samruna- eða viðtökusjóð eða einhvern af eigendum hlutdeildarskírteina þeirra, upplýsingar um hvernig áætlað er að úthluta þessum kostnaði,
g)    skýringar á því hvort rekstrar- eða fjárfestingarfélag samrunasjóðsins ætli sér að framkvæma endurstillingu á eignasafninu áður en samruninn tekur gildi.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að upplýsingarnar, sem ber að veita eigendum hlutdeildarskírteina viðtökusjóðsins í samræmi við b-lið 3. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB, taki einnig til útskýringar á því hvort rekstrar- eða fjárfestingarfélag viðtökusjóðsins vænti þess að samruninn hafi veruleg áhrif á eignasafn viðtökusjóðsins og hvort það ætli sér að framkvæma einhverja endurstillingu á eignasafninu, annað hvort fyrir eða eftir að samruninn tekur gildi.
3.     Aðildarríki skulu krefjast þess að upplýsingarnar, sem ber að veita í samræmi við c-lið 3. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB, taki einnig til:
a)    upplýsinga um hvernig ber að meðhöndla áfallnar tekjur viðkomandi verðbréfasjóðs,
b)    ábendingu um það hvernig megi nálgast skýrslu óháðs endurskoðanda eða vörslufyrirtækis sem um getur í 3. mgr. 42. gr. tilskipunar 2009/65/ EB.
4.     Aðildarríki skulu krefjast þess, ef skilmálar fyrirhugaðs samruna fela í sér ákvæði um greiðslu í reiðufé í samræmi við i.- og ii.-lið p-liðar 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2009/65/EB, að upplýsingarnar sem ber að veita eigendum hlutdeildarskírteina samrunasjóðsins feli í sér upplýsingar um þá fyrirhuguðu greiðslu, þ.m.t. hvenær og hvort eigendur hlutdeildarskírteina samrunasjóðsins fái greiðsluna í reiðufé.
5.     Aðildarríki skulu krefjast þess að upplýsingarnar, sem ber að veita í samræmi við d-lið 3. mgr. 43. gr., taki einnig til:
a)    ef við á, samkvæmt landslögum, viðkomandi verðbréfasjóðs, með hvaða hætti eigendur hlutdeildarskírteina verða beðnir að samþykkja tillöguna um samruna, og hvaða fyrirkomulagi verði komið á til að upplýsa þá um niðurstöðuna,
b)    upplýsinga um allar fyrirhugaðar frestanir á viðskiptum með hlutdeildarskírteini til þess ætlaðar að gera það kleift að framkvæma samrunann skilvirkt,
c)    hvenær samruninn taki gildi í samræmi við 1. mgr. 47. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
6.     Aðildarríki skulu í tilvikum þar sem eigendur hlutdeildarskírteina þurfa að samþykkja fyrirhugaðan samruna, samkvæmt innlendum lögum viðkomandi verðbréfasjóðs, tryggja að upplýsingarnar geti innihaldið tilmæli viðkomandi rekstrarfélags eða stjórnar fjárfestingarfélags um framkvæmd aðgerða.
7.     Aðildarríki skulu krefjast þess að upplýsingarnar sem ber að veita eigendum hlutdeildarskírteina samrunasjóðsins taki einnig til:
a)    tímabilsins sem eigendur hlutdeildarskírteina geta haldið áfram að skrifa sig fyrir hlutdeildarskírteinum og óska eftir innlausn á hlutdeildarskírteinum í samrunasjóðnum,
b)    tímans þegar þeir eigendur hlutdeildarskírteina, sem ekki nýta rétt sinn sem þeim er veittur skv. 1. mgr. 45. gr. tilskipunar 2009/65/EB innan viðkomandi tímamarka, skulu geta nýtt réttindi sín sem eigendur hlutdeildarskírteina viðtökusjóðsins,
c)    útskýring á að í tilvikum þegar eigendur hlutdeildarskírteina samrunasjóðs þurfa að samþykkja samrunann samkvæmt landslögum og tillagan er samþykkt með nauðsynlegum meirihluta, skulu þeir eigendur hlutdeildarskírteina, sem kjósa gegn tillögunni eða kjósa alls ekki og þeir sem nýta ekki réttinn sem þeim er veittur skv. 1. mgr. 45. gr. tilskipunar 2009/65/EB innan viðeigandi tímamarka, verða eigendur hlutdeildarskírteina viðtökusjóðsins.
8.     Ef samantekt á lykilatriðunum í tillögu um samruna er sett fram í upphafi upplýsingaskjalsins skal millivísa í þá hluta upplýsingaskjalsins þar sem frekari upplýsingar eru veittar.

5. gr.
Lykilupplýsingar fyrir fjárfesta

1.     Aðildarríki skulu tryggja að lögð sé fram uppfærð útgáfa af lykilupplýsingum fyrir fjárfesta viðtökusjóðsins til núverandi eigenda hlutdeildarskírteina samrunasjóðsins.
2.     Lykilupplýsingar fyrir fjárfesta viðtökusjóðsins skulu lagðar fram til núverandi eigenda hlutdeildarskírteina viðtökusjóðsins ef þeim hefur verið breytt að því er varðar fyrirhugaðan samruna.

6. gr.
Nýir eigendur hlutdeildarskírteina

Á milli dagsetningarinnar þegar upplýsingaskjalið skv. 1. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB er lagt fram til eigenda hlutdeildarskírteina og dagsetningarinnar þegar samruninn tekur gildi, skal leggja upplýsingaskjalið og uppfærðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta viðtökusjóðsins fyrir hvern og einn aðila sem kaupir eða skrifar sig fyrir hlutdeildarskírteinum annað hvort í samruna- eða viðtökusjóðnum eða óskar eftir því að fá afrit af sjóðsreglunum eða stofnsamningnum, útboðslýsingunni eða lykilupplýsingum fyrir fjárfesta í öðrum hvorum verðbréfasjóðnum.

2. ÞÁTTUR
Aðferð við að veita upplýsingarnar
7. gr.
Aðferð við veitingu upplýsinga til eigenda hlutdeildarskírteina

1.     Aðildarríki skulu tryggja að samruna- og viðtökusjóðurinn leggi fram upplýsingarnar skv. 1. mgr. 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB til eigenda hlutdeildarskírteina, skriflega eða á öðrum varanlegum miðli.
2.     Ef veita ber upplýsingarnar til allra eða tiltekinna eigenda hlutdeildarskírteina á varanlegum miðli öðrum en pappír skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a)    veiting upplýsinganna sé viðeigandi miðað við þær aðstæður sem viðskiptin milli eigenda hlutdeildarskírteina við samruna- eða viðtökusjóðinn eða, ef við á, viðkomandi rekstrarfélag, fara fram við eða munu fara fram við,
b)    sá eigandi hlutdeildarskírteina sem á að fá upplýsingarnar kýs sérstaklega að þær séu veittar á öðrum varanlegum miðli þegar hann getur valið milli upplýsinga á pappír og annars varanlegs miðils.
3.     Að því er varðar 1. mgr. og 2. mgr. skal litið svo á að veiting upplýsinga með rafrænum samskiptaleiðum sé viðeigandi miðað við aðstæðurnar, sem viðskipti milli samruna- og viðtökusjóðsins eða viðkomandi rekstrarfélags og eiganda hlutdeildarskírteina fara fram við eða munu fara fram við, ef unnt er að færa sönnur á að eigandi hlutdeildarskírteinanna hafi reglulega aðgang að Netinu. Litið skal á það sem slíka sönnun ef eigandi hlutdeildarskírteinanna gefur upp netfang í því skyni að sinna þessum viðskiptum.

III. KAFLI
SKIPAN HÖFUÐSJÓÐA OG FYLGISJÓÐA

1. ÞÁTTUR
Samkomulag milli fylgisjóðs og höfuðsjóðs og innri hátternisreglur viðskipta

1. undirþáttur
Inntak samkomulagsins á milli höfuðsjóðs og fylgisjóðs
8. gr.
Aðgangur að upplýsingum

Aðildarríki skulu krefjast þess að samkomulag milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli í sér eftirfarandi að því er varðar aðgengi að upplýsingum:
a)    hvernig og hvenær höfuðsjóður leggur fram afrit til fylgisjóðsins af sjóðsreglum sínum eða stofnsamningi, lýsingu og lykilupplýsingum fyrir fjárfesta eða hvers kyns breytingar,
b)    hvernig og hvenær höfuðsjóðurinn upplýsir fylgisjóðinn um úthlutun fjárfestingarstýringar- og áhættustýringarstarfsemi til þriðju aðila í samræmi við 13. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
c)    eftir atvikum, hvernig og hvenær höfuðsjóðurinn leggur fram til fylgisjóðsins innri rekstrargögn, svo sem áhættustýringarferli og skýrslur um reglufylgni,
d)    hvaða upplýsingar höfuðsjóðnum ber að veita fylgisjóðnum um brot höfuðsjóðsins á lögum, sjóðsreglum eða stofnsamningi og samkomulaginu milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins og hvernig og hvenær tilkynningin skal eiga sér stað,
e)    ef fylgisjóðurinn beitir afleiðugerningum til áhættuvarna, hvernig og hvenær höfuðsjóðurinn skal veita fylgisjóðnum upplýsingar um raunverulega áhættu vegna afleiðugerninga, sem gerir fylgisjóðnum kleift að reikna út eigin heildaráhættu eins og gert er ráð fyrir í a-lið annarrar undirgreinar 2. mgr. 58. gr. tilskipunar 2009/65/ EB,
f)    yfirlýsingu þess efnis að höfuðsjóður upplýsi fylgisjóð um hvers konar samkomulag um upplýsingaskipti sem gert hefur verið við þriðju aðila og, eftir atvikum, hvernig og hvenær höfuðsjóðurinn gerir slíkt samkomulag um upplýsingaskipti aðgengilegt fylgisjóðnum.

9. gr.
Grundvöllur fjárfestinga og innlausna fylgisjóðs

Aðildarríki skulu krefjast þess að samkomulag milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli í sér eftirfarandi að því er varðar grundvöll fjárfestinga og innlausna fylgisjóðsins:
a)    yfirlýsingu þess efnis í hvaða hlutabréfaflokkum höfuðsjóðsins fylgisjóðurinn má fjárfesta,
b)    gjöld og útgjöld sem fylgisjóðurinn skal bera ábyrgð á og upplýsingar um alla afslætti eða endurgreiðslur á gjöldum eða útgjöldum frá höfuðsjóðnum,
c)    ef við á, skilmála varðandi allar upphaflegar eða síðari yfirfærslur eigna í fríðu frá fylgisjóðnum til höfuðsjóðsins.

10. gr.
Staðlað fyrirkomulag viðskipta

Aðildarríki skulu krefjast þess að samkomulag milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli í sér eftirfarandi að því er varðar staðlað fyrirkomulag viðskipta:
a)    samræmingu á tíðni og tímasetningu útreikninga á verðmæti hreinnar eignar og birtingar á verði hlutdeildarskírteina,
b)    samræmingu á sendingu fylgisjóðs á viðskiptafyrirmælum, þ.m.t. eftir atvikum, hlutverk umsýsluaðila eða annars þriðja aðila,
c)    eftir atvikum, hvers konar fyrirkomulag sem er nauðsynlegt til að taka til greina að annað hvort annar eða báðir verðbréfasjóðirnir eru skráðir á eftirmarkað eða viðskipti eru með þá á eftirmarkaði,
d)    ef nauðsyn krefur, aðrar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að farið sé að kröfunum sem settar eru fram í 2. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
e)    ef hlutdeildarskírteini fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins eru tilgreind í mismunandi gjaldmiðlum, grunninn fyrir umreikning viðskiptafyrirmæla,
f)    greiðslutímabil og greiðsluupplýsingar um kaup eða áskriftir og endurkaup eða innlausn á hlutdeildarskírteinum höfuðsjóðsins, þ.m.t. ef aðilarnir hafa komið sér saman um það, skilmálarnir sem höfuðsjóðurinn getur samið um innlausnarbeiðnir með yfirfærslu eigna í fríðu til fylgisjóðsins, sér í lagi í þeim tilvikum sem um getur í 4. mgr. og 5. mgr. tilskipunar 2009/65/EB,
g)    málsmeðferðarreglur til þess ætlaðar að tryggja viðeigandi meðhöndlun fyrirspurna og kvartana frá eigendum hlutdeildarskírteina,
h)    ef sjóðsreglur eða stofnsamningur og lýsing höfuðsjóðsins veitir honum tiltekin réttindi eða völd í tengslum við eigendur hlutdeildarskírteina og höfuðsjóðurinn kýs að takmarka eða afsala sér slíkum réttindum eða valdi í tengslum við fylgisjóðinn, yfirlýsingu um skilmála sjóðsins hvað það varðar.

11. gr.
Atburðir sem hafa áhrif á fyrirkomulag viðskipta

Aðildarríki skulu krefjast þess að samkomulag milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli í sér eftirfarandi að því er varðar atburði sem hafa áhrif á fyrirkomulag viðskipta:
a)    hvar og hvenær annar hvor verðbréfasjóðurinn skal tilkynna um tímabundna frestun og endurupptöku endurkaupa, innlausnar, kaupa eða áskriftar á hlutdeildarskírteinum í viðkomandi verðbréfasjóði,
b)    fyrirkomulag við tilkynningu um og lausn á skekkjum við verðlagningu í höfuðsjóðnum.

12. gr.
Staðlað fyrirkomulag endurskoðunarskýrslunnar

Aðildarríki skulu krefjast þess að samkomulag milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli í sér eftirfarandi að því er varðar staðlað fyrirkomulag endurskoðunarskýrslunnar:
a)    ef fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn hafa sama uppgjörsár, samræmingu á gerð reglubundinna skýrslna,
b)    ef fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn hafa mismunandi uppgjörsár, fyrirkomulag fylgisjóðsins við að nálgast nauðsynlegar upplýsingar frá höfuðsjóðnum til að geta gert reglubundnar skýrslur sínar á réttum tíma og sem tryggir að endurskoðandi höfuðsjóðsins geti tekið saman sérstaka skýrslu á lokadagsetningu fylgisjóðsins í samræmi við fyrstu undirgrein 2. mgr. 62. gr. tilskipunar 2009/65/EB.

13. gr.
Breytingar á föstu fyrirkomulagi

Aðildarríki skulu krefjast þess að samkomulag milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli í sér eftirfarandi að því er varðar breytingar á föstu fyrirkomulagi:
a)    hvernig og hvenær höfuðsjóðurinn skal tilkynna um fyrirhugaðar og skilvirkar breytingar á sjóðsreglum sínum eða stofnsamningi, lýsingu og lykilupplýsingum fyrir fjárfesta, ef þessar upplýsingar eru frábrugðnar fasta fyrirkomulaginu við tilkynningu til eigenda hlutdeildarskírteina sem sett er fram í sjóðsreglum, stofnsamningi eða útboðslýsingu höfuðsjóðsins,
b)    hvernig og hvenær höfuðsjóðurinn skal tilkynna um áætluð eða fyrirhuguð félagsslit, samruna eða skiptingu,
c)    hvernig og hvenær annar hvor verðbréfasjóðurinn skal tilkynna um að hann uppfylli ekki lengur, eða muni ekki uppfylla, skilyrðin til að flokkast sem fylgisjóður eða höfuðsjóður, eftir því sem við á,
d)    hvernig og hvenær annar hvor verðbréfasjóðurinn skal tilkynna að hann ætli sér að skipta um rekstrarfélag, vörsluaðila, endurskoðanda eða annan þriðja aðila sem hefur fengið umboð til að inna af hendi fjárfestingarstýringar- eða áhættustýringarstarfsemi,
e)    hvernig og hvenær skal tilkynna um aðrar breytingar á föstu fyrirkomulagi sem höfuðsjóðurinn skuldbindur sig til að veita.

14. gr.
Val á gildandi lögum

1.     Ef fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn eru stofnsettir í sama aðildarríki skulu aðildarríkin tryggja að samkomulagið milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, kveði á um að lög þess aðildarríkis gildi um samkomulagið og að báðir aðilar samþykki að dómstóll þess aðildarríkis hafi einn lögsögu.
2.     Ef höfuðsjóðurinn og fylgisjóðurinn eru ekki stofnsettir í sama aðildarríki skulu aðildarríkin tryggja að samkomulagið milli höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins, sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, kveði á um að gildandi lög skulu vera annað hvort lög þess aðildarríkis þar sem fylgisjóðurinn er stofnsettur eða lög þess aðildarríkis þar sem höfuðsjóðurinn er stofnsettur og að báðir aðilar samþykki að dómstóll þess aðildarríkis, ef þau hafa mælt fyrir um að lög þess gildi, hafi einn lögsögu.

2. undirþáttur
Inntak innri hátternisreglna viðskipta
15. gr.
Hagsmunaárekstrar

Aðildarríki skulu tryggja að innri hátternisreglur viðskipta rekstrarfélagsins, sem um getur í þriðju undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli í sér viðeigandi ráðstafanir til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum sem gætu skapast milli fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins eða milli fylgisjóðsins og annarra eigenda hlutdeildarskírteina höfuðsjóðsins að því marki að um þá sé ekki fjallað með fullnægjandi hætti í ráðstöfunum sem rekstrarfélagið beitir til að uppfylla kröfurnar í b-lið 1. mgr. 12. gr. og d-lið 1. mgr. 14. gr. tilskipunar 2009/65/EB og III. kafla tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags ( 1 ).

16. gr.
Grundvöllur fjárfestinga og innlausna fylgisjóðsins

Aðildarríki skulu tryggja að innri hátternisreglur viðskipta rekstrarfélagsins, sem um getur í þriðju undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli a.m.k. í sér eftirfarandi, að því er varðar grundvöll fjárfestinga og innlausna fylgisjóðsins:
a)    yfirlýsingu þess efnis í hvaða hlutabréfaflokkum höfuðsjóðsins fylgisjóðurinn má fjárfesta,
b)    gjöld og útgjöld sem fylgisjóðurinn skal bera ábyrgð á og upplýsingar um alla afslætti eða endurgreiðslur á gjöldum eða útgjöldum frá höfuðsjóðnum,
c)    ef við á, skilmála varðandi allar upphaflegar eða síðari yfirfærslur eigna í fríðu frá fylgisjóðnum til höfuðsjóðsins.

17. gr.
Staðlað fyrirkomulag viðskipta

Aðildarríki skulu tryggja að innri hátternisreglur viðskipta rekstrarfélags, sem um getur í þriðju undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli a.m.k. í sér eftirfarandi, að því er varðar staðlað fyrirkomulag viðskipta:
a)    samræmingu á tíðni og tímasetningu útreikninga á verðmæti hreinnar eignar og birtingar á verði hlutdeildarskírteina,
b)    samræmingu á sendingu fylgisjóðs á viðskiptafyrirmælum, þ.m.t. eftir atvikum, hlutverk umsýsluaðila eða annars þriðja aðila,
c)    eftir atvikum, hvers konar fyrirkomulag sem er nauðsynlegt til að taka til greina að annað hvort annar eða báðir verðbréfasjóðirnir eru skráðir á eftirmarkað eða viðskipti eru með þá á eftirmarkaði,
d)    viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að farið sé að kröfunum sem settar eru fram í 2. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
e)    ef fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn eru tilgreindir í mismunandi gjaldmiðlum, grunninn fyrir umreikning viðskiptafyrirmæla,
f)    greiðslutímabil og greiðsluupplýsingar um kaup og innlausn á hlutdeildarskírteinum höfuðsjóðsins, þ.m.t. ef aðilarnir hafa komið sér saman um það, skilmálarnir um uppgjör höfuðsjóðsins á innlausnarbeiðnum með yfirfærslu eigna í fríðu til fylgisjóðsins, sér í lagi í þeim tilvikum sem um getur í 4. mgr. og 5. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
g)    ef sjóðsreglur eða stofnsamningur og lýsing höfuðsjóðsins veitir honum tiltekin réttindi eða völd í tengslum við eigendur hlutdeildarskírteina og höfuðsjóðurinn kýs að takmarka eða afsala sér slíkum réttindum eða valdi í tengslum við fylgisjóðinn, yfirlýsingu um skilmála sjóðsins hvað það varðar.

18. gr.
Atburðir sem hafa áhrif á fyrirkomulag viðskipta

Aðildarríki skulu tryggja að innri hátternisreglur viðskipta rekstrarfélags, sem um getur í þriðju undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli a.m.k. í sér eftirfarandi að því er varðar atburði sem hafa áhrif á fyrirkomulag viðskipta:
a)    hvernig og hvenær annar hvor verðbréfasjóðurinn skal tilkynna um tímabundna frestun og endurupptöku endurkaupa, innlausnar kaupa eða áskriftar á hlutdeildarskírteinum í verðbréfasjóði,
b)    fyrirkomulag við tilkynningu um og lausn á skekkjum við verðlagningu í höfuðsjóðnum.

19. gr.
Staðlað fyrirkomulag endurskoðunarskýrslunnar

Aðildarríki skulu tryggja að innri hátternisreglur viðskipta rekstrarfélags, sem um getur í þriðju undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, feli a.m.k. í sér eftirfarandi að því er varðar staðlað fyrirkomulag endurskoðunarskýrslunnar:
a)    ef fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn hafa sama uppgjörsár, samræmingu á gerð reglubundinna skýrslna,
b)    ef fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn hafa mismunandi uppgjörsár, fyrirkomulag fylgisjóðsins við að nálgast nauðsynlegar upplýsingar frá höfuðsjóðnum til að geta gert reglubundnar skýrslur sínar á réttum tíma og sem tryggir að endurskoðandi höfuðsjóðsins geti tekið saman sérstaka skýrslu á lokadagsetningu fylgisjóðs í samræmi við fyrstu undirgrein 2. mgr. 62. gr. tilskipunar 2009/65/EB.

2. ÞÁTTUR
Félagsslit, samruni eða skipting höfuðsjóðs

1. undirþáttur
Málsmeðferð komi til félagsslita
20. gr.
Umsókn um samþykki

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að fylgisjóðurinn leggi eftirfarandi fram til lögbærra yfirvalda sinna eigi síðar en tveimur mánuðum eftir daginn sem höfuðsjóðurinn upplýsti hann um bindandi ákvörðun um félagsslit:
a)    ef fylgisjóðurinn ætlar að fjárfesta minnst 85% af eignum sínum í hlutdeildarskírteinum annars höfuðsjóðs í samræmi við a-lið 4. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB:
    i.    umsókn sína um samþykki fyrir þeirri fjárfestingu,
    ii.    umsókn sína um samþykki á tillögu að breytingum á sjóðsreglum sínum eða stofnsamningi,
    iii.    breytingar á lýsingu sinni og lykilupplýsingum fyrir fjárfesta í samræmi við 74. og 82. gr. tilskipunar 2009/65/EB, eftir því sem við á,
    iv.    önnur gögn sem krafist er skv. 3. mgr. 59. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
b)    ef fylgisjóðurinn hyggst breytast í verðbréfasjóð sem ekki er fylgisjóður í samræmi við b-lið 4. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB:
    i.    umsókn sína um samþykki á tillögu að breytingum á sjóðsreglum sínum eða stofnsamningi,
    ii.    breytingar á lýsingu sinni og lykilupplýsingum fyrir fjárfesta í samræmi við 74. gr. og 82. gr. tilskipunar 2009/65/EB, eftir því sem við á,
c)    ef fylgisjóður ætlar að slíta félaginu, tilkynningu þess efnis.
2.     Ef höfuðsjóðurinn upplýsti fylgisjóðinn um bindandi ákvörðun sína um að slíta félaginu meira en fimm mánuðum fyrir daginn sem slitin munu hefjast skal fylgisjóðurinn, þrátt fyrir 1. mgr., leggja fram til lögbærra yfirvalda sinna umsókn sína eða tilkynningu í samræmi við a-, b- eða c-lið 1. mgr. eigi síðar en þremur mánuðum fyrir þann dag.
3.     Fylgisjóðurinn skal, án ástæðulausrar tafar, upplýsa eigendur hlutdeildarskírteina sinna um fyrirætlan sína að slíta félaginu.

21. gr.
Samþykki

1.     Upplýsa skal fylgisjóðinn innan 15 virkra daga frá framlagningu fullkláraðra gagna, sem um getur í a- eða b-lið 1. mgr. 20. gr., eftir því sem við á, hvort lögbær yfirvöld hafa veitt þau samþykki sem krafist er.
2.     Við viðtöku á samþykki lögbærra yfirvalda skv. 1. mgr. skal fylgisjóðurinn upplýsa höfuðsjóðinn um viðtökuna.
3.     Fylgisjóðurinn skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla kröfurnar í 64. gr. tilskipunar 2009/ 65/EB eins fljótt og hægt er eftir að lögbær yfirvöld hafa veitt nauðsynleg samþykki samkvæmt a-lið 1. mgr. 20. gr. í þessari tilskipun.
4.     Ef greiðsla á afrakstri félagsslita höfuðsjóðsins skal fara fram fyrir þann dag sem fylgisjóðurinn ætlar að byrja að fjárfesta í öðrum höfuðsjóði samkvæmt a-lið 1. mgr. 20. gr. eða í samræmi við ný fjárfestingarmarkmið sín og nýja fjárfestingarstefnu sína samkvæmt b-lið 1. mgr. 20. gr. skulu lögbær yfirvöld fylgisjóðsins veita leyfi háð eftirfarandi skilyrðum:
a)    fylgisjóðurinn skal taka við afrakstri félagsslitanna:
    i.    í reiðufé eða
    ii.    hluta af eða öllum afrakstrinum í fríðu, ef fylgisjóðurinn óskar eftir því og ef kveðið er á um það í samkomulaginu milli fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins eða í innri hátternisreglum viðskipta og bindandi ákvörðuninni um félagsslit,
b)    reiðufé í eigu fylgisjóðs, eða sem tekið er við í samræmi við þessa málsgrein, má aðeins endurfjárfesta í þeim tilgangi að stýra reiðufé með skilvirkum hætti fyrir þann dag sem fylgisjóðurinn mun byrja að fjárfesta annað hvort í öðrum höfuðsjóði eða í samræmi við ný fjárfestingarmarkmið sín og nýja fjárfestingarstefnu sína.
Ef ii-liður a-liðar í fyrstu undirgrein gildir, getur fylgisjóðurinn hvenær sem er innleyst valfrjálsan hluta eignanna, sem yfirfærðar voru í fríðu, fyrir reiðufé.

2. undirþáttur
Málsmeðferðarreglur komi til samruna eða skiptingar
22. gr.
Umsókn um samþykki

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að fylgisjóðurinn leggi eftirfarandi fram til lögbærra yfirvalda sinna, eigi síðar en einum mánuði eftir daginn sem fylgisjóðurinn tók við upplýsingunum um fyrirhugaðan samruna eða skiptingu í samræmi við aðra undirgrein 5. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB:
a)    ef fylgisjóðurinn verður áfram fylgisjóður sama höfuðsjóðs:
    i.    umsókn sína um samþykki á því,
    ii.    eftir atvikum, umsókn sína um samþykki á tillögu að breytingum á sjóðsreglum sínum eða stofnsamningi,
    iii.    eftir atvikum, breytingar á lýsingu sinni og lykilupplýsingum fyrir fjárfesta í samræmi við 74. gr. og 82. gr. tilskipunar 2009/65/EB, eftir því sem við á,
b)    ef fylgisjóðurinn hefur í hyggju að verða fylgisjóður í öðrum höfuðsjóði sem verður til við fyrirhugaðan samruna eða skiptingu höfuðsjóðsins eða ef fylgisjóður ætlar að fjárfesta minnst 85% af eignum sínum í hlutdeildarskírteinum annars höfuðsjóðs sem ekki varð til við samrunann eða skiptinguna:
    i.    umsókn sína um samþykki á þeirri fjárfestingu,
    ii.    umsókn sína um samþykki á tillögu að breytingum á sjóðsreglum sínum eða stofnsamningum,
    iii.    breytingar á lýsingu sinni og lykilupplýsingum fyrir fjárfesta í samræmi við 74. gr. og 82. gr. tilskipunar 2009/65/EB, eftir því sem við á,
    iv.    önnur gögn sem krafist er skv. 3. mgr. 59. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
c)    ef fylgisjóðurinn hyggst breytast í verðbréfasjóð sem ekki er fylgisjóður í samræmi við b-lið 4. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB:
    i.    umsókn sína um samþykki á tillögu að breytingum á sjóðsreglum sínum eða stofnsamningi,
    ii.    breytingar á lýsingu sinni og lykilupplýsingum fyrir fjárfesta í samræmi við 74. gr. og 82. gr. tilskipunar 2009/65/EB, eftir því sem við á,
d)    ef fylgisjóður ætlar að slíta félaginu, tilkynningu þess efnis.
2.     Að því er varðar beitingu a- og b-liðar 1. mgr. skal taka tillit til eftirfarandi:
Orðalagið „verður áfram fylgisjóður sama höfuðsjóðs“ vísar til tilvika þar sem:
a)    höfuðsjóðurinn er viðtökusjóður í fyrirhuguðum samruna,
b)    höfuðsjóðurinn breytist ekki verulega þegar hann, við fyrirhugaða skiptingu, breytist í verðbréfasjóð.
Orðalagið „verður fylgisjóður í öðrum höfuðsjóði við samruna eða skiptingu höfuðsjóðsins“ vísar til tilvika þar sem:
a)    höfuðsjóðurinn er samrunasjóðurinn og fylgisjóðurinn verður, vegna samrunans, eigandi hlutdeildarskírteina viðtökusjóðsins,
b)    fylgisjóðurinn verður eigandi hlutdeildarskírteina verðbréfasjóðs sem verður til við skiptingu og er verulega frábrugðinn höfuðsjóðnum.
3.     Í tilvikum þegar höfuðsjóðurinn veitti fylgisjóðnum upplýsingarnar sem um getur eða sem eru sambærilegar 43. gr. tilskipunar 2009/65/EB fyrr en fjórum mánuðum fyrir fyrirhugaðan gildistökudag, skal fylgisjóðurinn, þrátt fyrir 1. mgr., leggja fram til lögbærra yfirvalda sinna umsókn eða tilkynningu sína í samræmi við einn af liðum a- til d- í 1. mgr. þessarar greinar eigi síðar en þremur mánuðum fyrir fyrirhugaðan gildistökudag samruna eða skiptingar höfuðsjóðsins.
4.     Fylgisjóðurinn skal, án ástæðulausrar tafar, upplýsa eigendur hlutdeildarskírteina sinna og höfuðsjóðsins um fyrirætlan sína að slíta félaginu.

23. gr.
Samþykki

1.     Upplýsa skal fylgisjóðinn innan 15 virkra daga frá framlagningu fullkláraðra gagna sem um getur í a- til c-lið 1. mgr. 22. gr., eftir því sem við á, hvort lögbær yfirvöld hafa veitt þau samþykki sem er krafist.
2.     Við viðtöku á upplýsingum um samþykki lögbærra yfirvalda skv. 1. mgr. skal fylgisjóðurinn upplýsa höfuðsjóðinn um viðtökuna.
3.     Eftir að fylgisjóðurinn hefur verið upplýstur um að lögbær yfirvöld hafa veitt nauðsynleg samþykki samkvæmt b-lið 1. mgr. 22. gr. þessarar tilskipunar skal fylgisjóðurinn, án ástæðulausrar tafar, gera nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla kröfurnar í 64. gr. tilskipunar 2009/65/EB.
4.     Í tilvikum b- og c-liðar 1. mgr. 22. gr. þessarar tilskipunar skal fylgisjóðurinn nýta rétt sinn til að óska eftir endurkaupum og innlausn hlutdeildarskírteina sinna í höfuðsjóðnum í samræmi við þriðju undirgrein 5. mgr. 60. gr. og 1. mgr. 45. gr. tilskipunar 2009/65/EB ef lögbær yfirvöld fylgisjóðsins hafa ekki gefið nauðsynleg samþykki, sem krafist er skv. 1. mgr. 22. gr. þessarar tilskipunar, fyrir þann virka dag sem kemur á undan síðasta deginum sem fylgisjóðurinn getur óskað eftir endurkaupum og innlausn á hlutdeildarskírteinum sínum í höfuðsjóðnum áður en samruninn eða skiptingin tekur gildi.
Fylgisjóðurinn skal einnig nýta þennan rétt í þeim tilgangi að tryggja að réttindi eigenda hlutdeildarskírteina fylgisjóðsins til að óska eftir endurkaupum eða innlausn á hlutdeildarskírteinum sínum í fylgisjóðnum samkvæmt d-lið 1. mgr. 64. gr. tilskipunar 2009/65/EB verði ekki fyrir áhrifum af þessu.
Áður en rétturinn sem um getur í fyrstu undirgrein er nýttur skal fylgisjóðurinn taka til athugunar aðrar lausnir sem gætu hjálpað til við að koma í veg fyrir, eða minnka, viðskiptakostnað eða önnur neikvæð áhrif að því er varðar eigendur hlutdeildarskírteina fylgisjóðsins.
5.     Ef fylgisjóðurinn óskar eftir endurkaupum eða innlausn á hlutdeildarskírteinum sínum í höfuðsjóðnum skal hann fá afhent eitt af eftirfarandi:
a)    afrakstur af endurkaupunum eða innlausninni í reiðufé,
b)    hluta af eða allan afrakstur af endurkaupunum eða innlausninni í fríðu ef fylgisjóðurinn óskar eftir því og ef samkomulagið milli fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins kveður á um það.
Ef b-liður fyrstu undirgreinar gildir, getur fylgisjóðurinn hvenær sem er innleyst hvaða hluta eignanna sem er, sem yfirfærðar voru í fríðu, fyrir reiðufé.
6.     Lögbær yfirvöld fylgisjóðsins skulu gefa samþykki með því skilyrði að reiðufé í eigu fylgisjóðs, eða sem tekið er við í samræmi við 5. mgr., má aðeins endurfjárfesta í þeim tilgangi að stýra reiðufé með skilvirkum hætti fyrir þann dag sem fylgisjóðurinn mun byrja að fjárfesta annað hvort í nýja höfuðsjóðnum eða í samræmi við ný fjárfestingarmarkmið sín og nýja fjárfestingarstefnu sína.

3. ÞÁTTUR
Vörsluaðilar og endurskoðendur

1. undirþáttur
Vörsluaðilar
24. gr.
Inntak samkomulags um upplýsingaskipti á milli vörsluaðila

Samkomulagið um upplýsingaskipti milli vörsluaðila höfuðsjóðsins og vörsluaðila fylgisjóðsins sem um getur í 1. mgr. 61. gr. tilskipunar 2009/65/EB skal fela í sér eftirfarandi:
a)    auðkenni gagna og upplýsingaflokka sem bæði vörslufyrirtækin koma til með að skiptast reglulega á, og hvort annað vörslufyrirtækið leggur slíkar upplýsingar eða gögn fram til hins vörslufyrirtækisins eða hvort þurfi að óska eftir því,
b)    hvernig og hvenær sending upplýsinga frá vörsluaðila höfuðsjóðsins til vörsluaðila fylgisjóðsins fer fram, þ.m.t. allir gildandi frestir,
c)    samræmingu á þátttöku beggja vörsluaðila í tengslum við framkvæmdina, að því marki sem þykir viðeigandi miðað við skyldur þeirra samkvæmt landslögum, þ.m.t.:
    i.    aðferðin við að reikna út verðmæti hreinnar eignar fyrir hvern og einn verðbréfasjóð, þ.m.t. allar viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hægt sé að sjá fyrir verðsveiflur hlutdeildarskírteina þeirra á mörkuðum í samræmi við 2. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/ EB,
    ii.    meðhöndlun fyrirmæla frá fylgisjóði um að kaupa, skrifa sig fyrir eða óska eftir endurkaupum eða innlausn á hlutdeildarskírteinum í höfuðsjóðnum og um uppgjör á slíkum viðskiptum, þ.m.t. hvers konar fyrirkomulag um yfirfærslur eigna í fríðu,
d)    samræmingu aðgerða í lok uppgjörsárs,
e)    hvaða upplýsingar vörsluaðila höfuðsjóðsins ber að veita vörsluaðila fylgisjóðsins um brot höfuðsjóðsins á lögum og sjóðsreglum eða stofnsamningi og hvernig og hvenær skal veita upplýsingarnar,
f)    verklag við meðhöndlun sérstakra umsókna um aðstoð frá einum vörsluaðila til annars,
g)    greiningu á einstökum óvæntum atburðum sem einn vörsluaðili ætti að tilkynna hinum vörsluaðilanum í hverju tilviki fyrir sig og hvernig og hvenær slíkt skal gert.

25. gr.
Val á gildandi lögum

1.     Aðildarríki skulu tryggja að þegar fylgisjóður og höfuðsjóður hafa gert samkomulag í samræmi við 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, kveði samkomulagið milli vörsluaðila höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins á um að lög þess aðildarríkis, sem gilda um viðkomandi samkomulag í samræmi við 14. gr. þessarar tilskipunar, gildi einnig um samkomulagið um upplýsingaskipti milli vörsluaðilanna og að báðir vörsluaðilarnir samþykki að dómstólar þess aðildarríkis hafi einir dómsvald.
2.     Aðildarríki skulu tryggja að þegar innri hátternisreglur viðskipta koma í stað samkomulagsins milli fylgisjóðs og höfuðsjóðs í samræmi við þriðju undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB kveði samkomulagið milli vörsluaðila höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins á um að lögin sem gilda um samkomulagið um upplýsingaskipti milli vörsluaðilanna skulu annað hvort vera lög aðildarríkisins þar sem fylgisjóðurinn er stofnsettur eða, ef það er ekki sama aðildarríki, lög aðildarríkisins þar sem höfuðsjóðurinn er stofnsettur og að báðir vörsluaðilarnir samþykki að dómstólar viðkomandi aðildarríkis hafi einir dómsvald.

26. gr.
Skýrslugjöf vörsluaðila höfuðsjóðsins um frávik frá réttri framkvæmd

Frávikin sem um getur í 2. mgr. 61. gr. tilskipunar 2009/65/EB sem vörsluaðili höfuðsjóðsins verður var við meðan á störfum hans stendur samkvæmt landslögum og sem gætu haft neikvæð áhrif á fylgisjóðinn skulu fela í sér, en ekki takmarkast við:
a)    skekkjur í útreikningi á verðmæti hreinnar eignar höfuðsjóðsins,
b)    skekkjur í viðskiptum eða uppgjöri á kaupum, áskriftum eða óskum fylgisjóðsins eftir endurkaupum eða innlausn á hlutdeildarskírteinum í höfuðsjóðnum,
c)    skekkjur í greiðslum eða eignfærslu tekna af höfuðsjóðnum eða í útreikningum á staðgreiðslusköttum,
d)    brot á fjárfestingarmarkmiðum, -stefnu eða -áætlun höfuðsjóðsins, eins og þeim er lýst í sjóðsreglunum eða stofnsamningi, lýsingu eða lykilupplýsingum fyrir fjárfesta sjóðsins,
e)    brot á fjárfestingar- eða lántökutakmörkum sem sett eru fram í landslögum eða sjóðsreglunum, stofnsamningnum, lýsingunni eða lykilupplýsingum fyrir fjárfesta.

2. undirþáttur
Endurskoðendur
27. gr.
Samkomulag um upplýsingaskipti á milli endurskoðenda

1.     Samkomulagið um upplýsingaskipti milli endurskoðanda höfuðsjóðsins og endurskoðanda fylgisjóðsins sem um getur í 1. mgr. 62. gr. tilskipunar 2009/65/EB skal fela í sér eftirfarandi:
a)    tilgreiningu gagna og upplýsingaflokka sem endurskoðendurnir koma til með að skiptast reglulega á,
b)    hvort annar endurskoðandinn leggi fram upplýsingarnar eða gögnin sem um getur í a-lið til hins endurskoðandans eða hvort óska þurfi eftir þeim,
c)    hvernig og hvenær, þ.m.t. allir gildandi frestir, sending upplýsinga frá endurskoðanda höfuðsjóðsins til endurskoðanda fylgisjóðsins fer fram,
d)    samræmingu á þátttöku hvers endurskoðanda fyrir sig í aðgerðum í lok uppgjörsárs fyrir viðkomandi verðbréfasjóð,
e)    greiningu á málefnum sem ber að meðhöndla sem frávik sem birta skal í endurskoðunarskýrslu höfuðsjóðsins að því er varðar aðra undirgrein 2. mgr. 62. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
f)    hvernig og hvenær skal meðhöndla sérstakar umsóknir eins endurskoðandans um aðstoð hins endurskoðandans, þ.m.t. ósk um nánari upplýsingar um frávik sem birt eru í endurskoðunarskýrslu endurskoðanda höfuðsjóðsins.
2.     Samkomulagið sem um getur í 1. mgr. skal fela í sér ákvæði um undirbúning endurskoðunarskýrslnanna sem um getur í 2. mgr. 62. gr. og 73. gr. tilskipunar 2009/65/EB og hvernig og hvenær skal leggja fram endurskoðunarskýrslu höfuðsjóðsins og drög að henni til endurskoðanda fylgisjóðsins.
3.     Ef fylgisjóðurinn og höfuðsjóðurinn loka ekki uppgjörsári sínu á sama degi skal í samkomulaginu sem um getur í 1. mgr. fjalla um með hvaða hætti og hvenær endurskoðandi höfuðsjóðsins skal taka saman sérstöku skýrsluna sem krafist er í fyrstu undirgrein 2. mgr. 62. gr. tilskipunar 2009/65/EB og leggja hana og drög að henni fram til endurskoðanda fylgisjóðsins.

28. gr.
Val á gildandi lögum

1.     Aðildarríki skal tryggja að þegar fylgisjóður og höfuðsjóður hafa gert samkomulag, í samræmi við 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/65/EB, kveði samkomulagið milli endurskoðenda höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins á um að lög þess aðildarríkis, sem gilda um viðkomandi samkomulag í samræmi við 14. gr. þessarar tilskipunar, gildi einnig um samkomulagið um upplýsingaskipti milli endurskoðendanna og að báðir endurskoðendurnir samþykki að dómstólar þess aðildarríkis hafi einir dómsvald.
2.     Aðildarríki skulu tryggja að þegar innri hátternisreglur viðskipta hafa komið í stað samkomulagsins milli fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins í samræmi við þriðju undirgrein 1. mgr. 60. gr. tilskipunar 2009/ 65/EB kveði samkomulagið milli endurskoðenda höfuðsjóðsins og fylgisjóðsins á um að lögin sem gilda um samkomulagið um upplýsingaskipti milli endurskoðendanna skulu annað hvort vera lög aðildarríkisins þar sem fylgisjóðurinn er stofnsettur eða, ef það er ekki sama aðildarríki, lög aðildarríkisins þar sem höfuðsjóðurinn er stofnsettur og að báðir endurskoðendurnir samþykki að dómstólar viðkomandi aðildarríkis hafi einir dómsvald.

4. ÞÁTTUR
Háttur á veitingu upplýsinga til
eigenda hlutdeildarskírteina
29. gr.
Háttur á veitingu upplýsinga til eigenda hlutdeildarskírteina

Aðildarríki skulu tryggja að fylgisjóðurinn veiti upplýsingarnar til eigenda hlutdeildarskírteina skv. 1. mgr. 64. gr. tilskipunar 2009/65/EB á sama hátt og mælt var fyrir um í 7. gr. þessarar tilskipunar.

IV. KAFLI
TILKYNNINGARAÐFERÐ
30. gr.
Umfang upplýsinga sem aðildarríki eiga að gera aðgengilegar í samræmi við 3. mgr. 91. gr. tilskipunar 2009/65/EB

1.     Aðildarríki skulu tryggja að eftirfarandi flokkar upplýsinga um viðeigandi lög og stjórnsýslufyrirmæli séu gerðir aðgengilegir í samræmi við 3. mgr. 91. gr. tilskipunar 2009/65/EB:
a)    skilgreiningin á hugtakinu „markaðssetning á hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóðs“ eða jafngildu lagalegu hugtaki, annað hvort eins og það er sett fram í landslöggjöf eða notað í raun,
b)    kröfur um inntak, framsetningu og kynningu markaðsefnis, þ.m.t. allar lögboðnar viðvaranir og takmarkanir á notkun tiltekinna orða eða orðasambanda,
c)    með fyrirvara um IX. kafla tilskipunar 2009/65/ EB, upplýsingar um allar viðbótarupplýsingar sem krafist er að birta skuli fjárfestum,
d)    upplýsingar um allar undanþágur frá reglum eða kröfum að því er varðar fyrirkomulag markaðssetningar sem gilda í viðkomandi aðildarríki um tiltekna verðbréfasjóði, tiltekna flokka hlutabréfa verðbréfasjóðs eða tiltekna flokka fjárfesta,
e)    kröfur um hvers konar skýrslugjöf eða sendingu upplýsinga til lögbærra yfirvalda þess aðildarríkis og málsmeðferð við framlagningu á uppfærðum útgáfum gagna sem krafist er,
f)    kröfur um hvers konar þóknanir eða aðrar fjárhæðir sem skal greiða lögbærum yfirvöldum eða öðrum lögskipuðum aðilum í því aðildarríki, annaðhvort við upphaf markaðssetningar eða reglulega eftir það,
g)    kröfur í tengslum við aðstöðu sem skal gera aðgengilega fyrir eigendur hlutdeildarskírteina eins og krafist er í 92. gr. tilskipunar 2009/65/EB,
h)    skilyrði fyrir því að verðbréfasjóður frá öðru aðildarríki geti tekið hlutdeildarskírteini sín af markaði í viðkomandi aðildarríki,
i)    nákvæmt inntak upplýsinganna sem aðildarríki krefst að teknar séu með í B-hluta tilkynningarinnar eins og um getur í 1. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda ( 1 ),
j)    tilgreint tölvupóstfang að því er varðar 32. gr.
2.     Aðildarríki skulu veita upplýsingarnar sem tilgreindar eru í 1. mgr. sem lýsingu í samfelldu máli eða samsetningu af samfelldu máli og röð tilvísana eða tengla í frumskjölin.

31. gr.
Aðgangur gistiaðildarríkis verðbréfasjóðs að skjölum

1.     Aðildarríki skulu krefjast þess að verðbréfasjóðir tryggi að rafrænt eintak hvers einasta skjals sem um getur í 2. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB sé gert aðgengilegt á vefsetri verðbréfasjóðsins eða vefsetri rekstrarfélagsins sem stjórnar viðkomandi verðbréfasjóði eða á öðru vefsetri sem verðbréfasjóður hefur tilgreint í tilkynningu sinni, sem lögð er fram í samræmi við 1. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB eða uppfærslur á henni. Öll gögn sem gerð eru aðgengileg á vefsetri skulu lögð fram á rafrænu formi sem er almennt notað.
2.     Aðildarríki skulu krefjast þess að verðbréfasjóðir tryggi að gistiaðildarríki verðbréfasjóðsins hafi aðgang að vefsetrinu sem um getur í 1. mgr.

32. gr.
Uppfærslur gagna

1.     Lögbær yfirvöld skulu tilgreina tölvupóstfang í þeim tilgangi að taka við tilkynningum um uppfærslur og breytingar á gögnum sem um getur í 2. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, skv. 7. mgr. 93. gr. þeirrar tilskipunar.
2.     Aðildarríki skulu leyfa verðbréfasjóðum að tilkynna um hvers konar uppfærslu eða breytingu á gögnunum sem um getur í 2. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, skv. 7. mgr. 93. gr. sömu tilskipunar með tölvupósti, sem skal senda á tölvupóstfangið sem um getur í 1. mgr.
Í tölvupóstinum sem sendur er til að tilkynna um slíka uppfærslu eða breytingu má annað hvort lýsa uppfærslunni eða breytingunni sem hefur verið framkvæmd, eða leggja fram nýja útgáfu gagnanna í viðhengi.
3.     Aðildarríki skulu krefjast þess að öll gögn sem send eru sem viðhengi við tölvupóstinn, sem um getur í 2. mgr., skulu lögð fram á rafrænu formi sem almennt er notað.

33. gr.
Þróun almennra gagnavinnslukerfa

1.     Til að auðvelda aðgengi lögbærra yfirvalda gistiaðildarríkis verðbréfasjóðs að upplýsingum eða gögnum sem um getur í 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 93. gr. tilskipunar 2009/65/EB, að því er varðar 7. mgr. 93. gr. þeirrar tilskipunar, mega lögbær yfirvöld aðildarríkja koma á fót, með samræmdum hætti, háþróuðu rafrænu gagnavinnslukerfi og miðlægu geymslukerfi sem er sameiginlegt fyrir öll aðildarríki.
2.     Samræming milli aðildarríkja sem um getur í 1. mgr. skal fara fram innan samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlitsaðila.

V. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
34. gr.
Lögleiðing

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari eigi síðar en 30. júní 2011.
Þau skulu þó samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að 7. gr. og 29. gr. eigi síðar en 31. desember 2013.
Þau skulu þegar í stað senda framkvæmdastjórninni texta þessara ákvæða og samsvörunartöflu yfir viðkomandi ákvæði og þessa tilskipun.
Þegar aðildarríkin samþykkja þessi ákvæði skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þau eru birt opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.
2.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

35. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

36. gr.
Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.
    Gjört í Brussel, 1. júlí 2010.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
José Manuel BARROSO
forseti.

Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 42.
Neðanmálsgrein: 4
(4)    Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 28.
Neðanmálsgrein: 5
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 6
(1)    Stjtíð. ESB L 302, 17.11.2009, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 7
(1)    Sjá bls. 42 í þessum Stjórnartíðindum.
Neðanmálsgrein: 8
(2)    Stjtíð. ESB L 145, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 9
(1)    Stjtíð. ESB L 241, 2.9.2006, bls. 26.
Neðanmálsgrein: 10
(2)    Stjtíð. ESB L 25, 29.1.2009, bls. 18.
Neðanmálsgrein: 11
(1)    Stjtíð. EB L 302, 17.11.1999, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 12
(1)    Stjtíð. ESB L 25, 29.1.2009, bls. 18.
Neðanmálsgrein: 13
(1)    Stjtíð. ESB L 302, 17.11.2009, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 14
(2)    Stjtíð. ESB L 145, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 15
(3)    Stjtíð. ESB L 241, 2.9.2006, bls. 26.
Neðanmálsgrein: 16
(1)    Sjá bls. 1 í þessum Stjórnartíðindum.
Neðanmálsgrein: 17
(1)    Stjtíð. ESB L 96, 12.4.2003, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 18
(1)    Stjtíð. ESB L 177, 4.7.2008, bls. 6.
Neðanmálsgrein: 19
(1)    Stjtíð. ESB L 79, 20.3.2007, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 20
(2)    Stjtíð. ESB L 25, 29.1.2009, bls. 18.
Neðanmálsgrein: 21
(1)    Stjtíð. ESB L 302, 17.11.2009, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 22
(1)    Stjtíð. ESB L 177, 4.7.2008, bls. 6.
Neðanmálsgrein: 23
(1)    Stjtíð. ESB L 25, 29.1.2009, bls. 18.
Neðanmálsgrein: 24
(1)    Sjá bls. 1 í þessum Stjórnartíðindum.
Neðanmálsgrein: 25
(1)    Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 42.
Neðanmálsgrein: 26
(1)    Stjtíð. ESB L 176, 10.7.2010, bls. 16.