Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 519. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 981 — 519. mál.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvaða ríki á EES-svæðinu uppfylla Maastricht-skilyrðin og hver ekki? Svar óskast flokkað
eftir ríkjum og skilyrðum.
Um Maastricht-skilyrðin.
Í Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins (ESB), sem gekk í gildi árið 1993, voru samþykkt þau skilyrði sem ríki þurfa að uppfylla til að geta tekið upp evru. Þessi skilyrði eru jafnan nefnd Maastricht-skilyrðin og eru eftirfarandi:
– Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.
– Langtíma vextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.
– Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.
– Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu, nema sýnt verði fram á fullnægjandi lækkunarferli að því markmiði. 1
– Að viðkomandi land hafi tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án gengisfellinga og hafi haldið gengi gjaldmiðilsins innan .15% vikmarka.
Framkvæmdastjórn ESB og Seðlabanki Evrópu fylgjast með því að þau aðildarríki sem hyggjast taka upp evru uppfylli ofangreind skilyrði. Þessar stofnanir meta árangur viðkomandi ríkja við að ná þessum markmiðum og gefa út niðurstöður sínar í svokallaðri samleitniskýrslu (e. convergence report) sem gefin er út á tveggja ára fresti, eða oftar ef einstök ríki óska þess. Leiðtogaráð ESB tekur síðan ákvörðun um það hvort ríki fái að taka upp evru á grundvelli álits framkvæmdastjórnarinnar og Seðlabanka Evrópu.
Túlkun Maastricht-skilyrðanna.
Enda þótt Maastricht-skilyrðin séu vel skilgreind er mat á þeim þó háð ýmsum fyrirvörum. Þannig er við ákvörðun á viðmiðunargildi fyrir verðbólgu horft til þess hvort verðbólguþróun í einhverju ríki sé að miklu leyti vegna óvenjulegra aðstæðna (e. outliers). Ef svo er, eru verðbólgutölur þess ríkis ekki hafðar með við útreikning á viðmiðunargildi. Með þessu móti er komið í veg fyrir að viðmiðunargildi fyrir verðbólgu taki mið af óvenjulegum eða tímabundnum aðstæðum sem kunna að koma upp í einstökum ríkjum.
Hið sama á við um útreikning á viðmiðunargildi fyrir vexti. Þeir miðast við að stuðst sé við vexti í þeim þremur ríkjum sem búa við mestan verðstöðugleika, en ef vaxtastig er óeðlilega hátt eða lágt í einhverju þeirra vegna sérstakra aðstæðna eru vextir í því ríki ekki teknir með við útreikning á viðmiðunargildi.
Þá er við mat á fjárlagahalla tekið tillit til þess ef hallinn fari lækkandi og sé nálægt viðmiðunargildi. Einnig er tekið tillit til þess ef fjárlagahallinn er tilkominn vegna tímabundinna eða óvenjulegra aðstæðna.
Loks ber að nefna að mat á Maastricht-skilyrðunum hefur í raun aðeins þýðingu þegar kemur að því að meta hvort einstök ríki uppfylli skilyrði þess að taka upp evru. Þrátt fyrir að ríki uppfylli öll efnahagsleg skilyrði um ríkisfjármál, verðbólgu, vexti og gengisstöðugleika er ekki endilega víst að það dugi til að fá samþykki fyrir upptöku evru. Ríki þurfa einnig að sýna fram á að þau geti uppfyllt skilyrðin til langs tíma en ekki einungis tímabundið.
Staða einstakra ríkja.
Í neðangreindri töflu kemur fram hver staða einstakra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu er gagnvart Maastricht-skilyrðunum árið 2011.
Eins og þar kemur fram eru tvö aðildarríki ESB sem uppfylla öll skilyrðin, þ.e. Danmörk og Svíþjóð. Noregur uppfyllir einnig öll skilyrðin.
Viðmiðunargildi fyrir verðbólgu var reiknað út frá verðbólgu í þeim þremur ríkjum þar sem hún var lægst, þ.e. Írlandi (1,2%), Svíþjóð (1,4%) og Tékklandi (2,1%). Reyndar var verðbólga einnig 2,1% í Slóveníu, en ákveðið var að styðjast frekar við verðbólguþróun í Tékklandi þar sem verðstöðugleiki hefur verið þar meiri sé litið yfir lengra tímabil. Meðaltalsverðbólga á Írlandi, Svíþjóð og Tékklandi var um 1,6% og að viðbættum 1,5% er viðmiðunargildi því 3,1%. Þau ríki sem uppfylla skilyrðið um verðbólgu eru Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Malta, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland.
Viðmiðunargildi fyrir vexti var reiknað sem 5,2%. Byggjast þeir útreikningar á því að stuðst er við meðaltal vaxta í þeim tveimur ríkjum þar sem verðbólga er lægst, þ.e. Svíþjóð (2,6%) og Tékklandi (3,7%) að viðbættum 2%, en vaxtatölur fyrir Írland (9,6%) eru teknar út úr viðmiðuninni þar sem vextir þar eru langt umfram það sem gerist að meðaltali í aðildarríkjunum. Þau ríki sem uppfylla vaxtaskilyrðið eru Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland.
Þau ríki sem uppfylla skilyrðið um fjárlagahalla eru Austurríki, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Lúxemborg, Malta, Svíþjóð og Þýskaland. Til viðbótar er líklegt að Lettland teljist uppfylla skilyrðið, enda hefur fjárlagahalli þar lækkað umtalsvert á undanförnum árum og nálgast nú viðmiðunargildið 3%.
Skilyrðið um skuldir hins opinbera uppfylla Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð og Tékkland.
Maastricht-skilyrðið um a.m.k. tveggja ára þátttöku í ERM II gengissamstarfinu uppfylla einungis Danmörk, Lettland og Litháen. Danmörk hefur hins vegar varanlega undanþágu frá því að taka upp evru. Stjórnvöld í Lettlandi stefna að upptöku evru í ársbyrjun 2014 og þá lýstu stjórnvöld í Litháen því nýlega yfir að þau hygðust taka upp evru á árinu 2015.
Í skýrslu Seðlabanka Íslands, Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, í september 2012, kemur fram að líklegt sé að Ísland muni uppfylla flest Maastricht-skilyrðin á næstu árum, en það sé æskilegt óháð því hvort af aðild Íslands að ESB verði eða ekki.
Í riti Seðlabankans, Peningamál, í nóvember 2012, kemur einnig fram að fjárlagahalli hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, hafi verið nálægt 2% árið 2012. Samkvæmt því hefur skilyrðið um fjárlagahalla verið uppfyllt á því ári. Jafnframt kemur fram í ritinu að vergar skuldir hins opinbera muni lækka hratt á næstu árum og verða um 81% af landsframleiðslu árið 2015 og hreinar skuldir hins opinbera verði þá 53% af landsframleiðslu. Þá segir í samningsafstöðu íslenskra stjórnvalda í aðildarviðræðunum við ESB um 17. kafla um efnahags- og peningamál, að með tilliti til þeirrar hagræðingar sem náðst hefur og áætluð eru í ríkisfjármálum og eigna ríkissjóðs ættu ríkisskuldir ekki að koma í veg fyrir að Maastricht-skilyrðin verði uppfyllt.
Tölur um verðbólgu miðast við samræmda vísitölu neysluverðs. Vextir miðast við meðaltalsnafnvexti langtíma ríkisskuldabréfa. Upplýsingar um vexti á Íslandi og í Noregi eru fengnar frá Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Noregs. Bretland og Danmörk eru með í töflunni, enda þótt þau hafi varanlega undanþágu frá því að taka upp evru. Rauðar tölur tákna að skilyrðinu er ekki fullnægt. Bandstrik (-) þýðir að tölur eru ekki fáanlegar. Heimild (nema annað sé tekið fram): Hagstofa ESB (
Eurostat).
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 981 — 519. mál.
Svar
utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um
hvaða ríki á EES-svæðinu uppfylla Maastricht-skilyrðin.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvaða ríki á EES-svæðinu uppfylla Maastricht-skilyrðin og hver ekki? Svar óskast flokkað
eftir ríkjum og skilyrðum.
Um Maastricht-skilyrðin.
Í Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins (ESB), sem gekk í gildi árið 1993, voru samþykkt þau skilyrði sem ríki þurfa að uppfylla til að geta tekið upp evru. Þessi skilyrði eru jafnan nefnd Maastricht-skilyrðin og eru eftirfarandi:
– Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.
– Langtíma vextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.
– Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.
– Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu, nema sýnt verði fram á fullnægjandi lækkunarferli að því markmiði. 1
– Að viðkomandi land hafi tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án gengisfellinga og hafi haldið gengi gjaldmiðilsins innan .15% vikmarka.
Framkvæmdastjórn ESB og Seðlabanki Evrópu fylgjast með því að þau aðildarríki sem hyggjast taka upp evru uppfylli ofangreind skilyrði. Þessar stofnanir meta árangur viðkomandi ríkja við að ná þessum markmiðum og gefa út niðurstöður sínar í svokallaðri samleitniskýrslu (e. convergence report) sem gefin er út á tveggja ára fresti, eða oftar ef einstök ríki óska þess. Leiðtogaráð ESB tekur síðan ákvörðun um það hvort ríki fái að taka upp evru á grundvelli álits framkvæmdastjórnarinnar og Seðlabanka Evrópu.
Túlkun Maastricht-skilyrðanna.
Enda þótt Maastricht-skilyrðin séu vel skilgreind er mat á þeim þó háð ýmsum fyrirvörum. Þannig er við ákvörðun á viðmiðunargildi fyrir verðbólgu horft til þess hvort verðbólguþróun í einhverju ríki sé að miklu leyti vegna óvenjulegra aðstæðna (e. outliers). Ef svo er, eru verðbólgutölur þess ríkis ekki hafðar með við útreikning á viðmiðunargildi. Með þessu móti er komið í veg fyrir að viðmiðunargildi fyrir verðbólgu taki mið af óvenjulegum eða tímabundnum aðstæðum sem kunna að koma upp í einstökum ríkjum.
Hið sama á við um útreikning á viðmiðunargildi fyrir vexti. Þeir miðast við að stuðst sé við vexti í þeim þremur ríkjum sem búa við mestan verðstöðugleika, en ef vaxtastig er óeðlilega hátt eða lágt í einhverju þeirra vegna sérstakra aðstæðna eru vextir í því ríki ekki teknir með við útreikning á viðmiðunargildi.
Þá er við mat á fjárlagahalla tekið tillit til þess ef hallinn fari lækkandi og sé nálægt viðmiðunargildi. Einnig er tekið tillit til þess ef fjárlagahallinn er tilkominn vegna tímabundinna eða óvenjulegra aðstæðna.
Loks ber að nefna að mat á Maastricht-skilyrðunum hefur í raun aðeins þýðingu þegar kemur að því að meta hvort einstök ríki uppfylli skilyrði þess að taka upp evru. Þrátt fyrir að ríki uppfylli öll efnahagsleg skilyrði um ríkisfjármál, verðbólgu, vexti og gengisstöðugleika er ekki endilega víst að það dugi til að fá samþykki fyrir upptöku evru. Ríki þurfa einnig að sýna fram á að þau geti uppfyllt skilyrðin til langs tíma en ekki einungis tímabundið.
Staða einstakra ríkja.
Í neðangreindri töflu kemur fram hver staða einstakra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu er gagnvart Maastricht-skilyrðunum árið 2011.
Eins og þar kemur fram eru tvö aðildarríki ESB sem uppfylla öll skilyrðin, þ.e. Danmörk og Svíþjóð. Noregur uppfyllir einnig öll skilyrðin.
Viðmiðunargildi fyrir verðbólgu var reiknað út frá verðbólgu í þeim þremur ríkjum þar sem hún var lægst, þ.e. Írlandi (1,2%), Svíþjóð (1,4%) og Tékklandi (2,1%). Reyndar var verðbólga einnig 2,1% í Slóveníu, en ákveðið var að styðjast frekar við verðbólguþróun í Tékklandi þar sem verðstöðugleiki hefur verið þar meiri sé litið yfir lengra tímabil. Meðaltalsverðbólga á Írlandi, Svíþjóð og Tékklandi var um 1,6% og að viðbættum 1,5% er viðmiðunargildi því 3,1%. Þau ríki sem uppfylla skilyrðið um verðbólgu eru Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Malta, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland.
Viðmiðunargildi fyrir vexti var reiknað sem 5,2%. Byggjast þeir útreikningar á því að stuðst er við meðaltal vaxta í þeim tveimur ríkjum þar sem verðbólga er lægst, þ.e. Svíþjóð (2,6%) og Tékklandi (3,7%) að viðbættum 2%, en vaxtatölur fyrir Írland (9,6%) eru teknar út úr viðmiðuninni þar sem vextir þar eru langt umfram það sem gerist að meðaltali í aðildarríkjunum. Þau ríki sem uppfylla vaxtaskilyrðið eru Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland.
Þau ríki sem uppfylla skilyrðið um fjárlagahalla eru Austurríki, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Lúxemborg, Malta, Svíþjóð og Þýskaland. Til viðbótar er líklegt að Lettland teljist uppfylla skilyrðið, enda hefur fjárlagahalli þar lækkað umtalsvert á undanförnum árum og nálgast nú viðmiðunargildið 3%.
Skilyrðið um skuldir hins opinbera uppfylla Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð og Tékkland.
Maastricht-skilyrðið um a.m.k. tveggja ára þátttöku í ERM II gengissamstarfinu uppfylla einungis Danmörk, Lettland og Litháen. Danmörk hefur hins vegar varanlega undanþágu frá því að taka upp evru. Stjórnvöld í Lettlandi stefna að upptöku evru í ársbyrjun 2014 og þá lýstu stjórnvöld í Litháen því nýlega yfir að þau hygðust taka upp evru á árinu 2015.
Í skýrslu Seðlabanka Íslands, Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, í september 2012, kemur fram að líklegt sé að Ísland muni uppfylla flest Maastricht-skilyrðin á næstu árum, en það sé æskilegt óháð því hvort af aðild Íslands að ESB verði eða ekki.
Í riti Seðlabankans, Peningamál, í nóvember 2012, kemur einnig fram að fjárlagahalli hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, hafi verið nálægt 2% árið 2012. Samkvæmt því hefur skilyrðið um fjárlagahalla verið uppfyllt á því ári. Jafnframt kemur fram í ritinu að vergar skuldir hins opinbera muni lækka hratt á næstu árum og verða um 81% af landsframleiðslu árið 2015 og hreinar skuldir hins opinbera verði þá 53% af landsframleiðslu. Þá segir í samningsafstöðu íslenskra stjórnvalda í aðildarviðræðunum við ESB um 17. kafla um efnahags- og peningamál, að með tilliti til þeirrar hagræðingar sem náðst hefur og áætluð eru í ríkisfjármálum og eigna ríkissjóðs ættu ríkisskuldir ekki að koma í veg fyrir að Maastricht-skilyrðin verði uppfyllt.
Staða EES-ríkja gagnvart Maastricht-skilyrðunum árið 2011.
EES-ríki | Verðbólga (%) | Vextir (%) |
Afkoma hins opinbera (% af VLF) |
Heildarskuldir hins opinbera (% af VLF) |
ESB-ríki utan evrusvæðisins: | ||||
Bretland | 4,5 | 2,9 | -7,8 | 85,0 |
Búlgaría | 3,4 | 5,4 | -2,0 | 16,3 |
Danmörk | 2,7 | 2,7 | -1,8 | 46,6 |
Lettland | 4,2 | 5,9 | -3,4 | 42,2 |
Litháen | 4,1 | 5,2 | -5,5 | 38,5 |
Pólland | 3,9 | 6,0 | -5,0 | 56,4 |
Rúmenía | 5,8 | 7,3 | -5,5 | 33,4 |
Svíþjóð | 1,4 | 2,6 | 0,4 | 38,4 |
Tékkland | 2,1 | 3,7 | -3,3 | 40,8 |
Ungverjaland | 3,9 | 7,6 | 4,3 | 81,4 |
ESB-ríki innan evrusvæðisins: | ||||
Austurríki | 3,6 | 3,3 | -2,5 | 72,4 |
Belgía | 3,5 | 4,2 | -3,7 | 97,8 |
Eistland | 5,1 | - | 1,1 | 6,1 |
Finnland | 3,3 | 3,0 | -0,6 | 49,0 |
Frakkland | 2,3 | 3,3 | -5,2 | 86,0 |
Grikkland | 3,1 | 15,8 | -9,4 | 170,6 |
Holland | 2,5 | 3,0 | -4,5 | 65,5 |
Írland | 1,2 | 9,6 | -13,4 | 106,4 |
Ítalía | 2,9 | 5,4 | -3,9 | 120,7 |
Kýpur | 3,5 | 5,8 | -6,3 | 71,1 |
Lúxemborg | 3,7 | 2,9 | -0,3 | 18,3 |
Malta | 2,5 | 4,5 | -2,7 | 70,9 |
Portúgal | 3,6 | 10,2 | -4,4 | 108,1 |
Slóvakía | 4,1 | 4,5 | -4,9 | 43,3 |
Slóvenía | 2,1 | 5,0 | -6,4 | 46,9 |
Spánn | 3,1 | 5,4 | -9,4 | 69,3 |
Þýskaland | 2,5 | 2,6 | -0,8 | 80,5 |
EES-ríki: | ||||
Ísland | 4,2 | 6,7 | -4,4 | 98,8 |
Liechtenstein | - | - | - | - |
Noregur | 1,2 | 3,1 | 13,6 | 29,0 |
Viðmiðunargildi | 3,1 | 5,2 | -3,0 | 60,0 |
- Neðanmálsgrein: 1
- 1 Skuldirnar eru reiknaðar sem vergar skuldir án viðskiptaskulda og lífeyrisskuldbindinga.