Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 67. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 46/143.

Þingskjal 1250  —  67. mál.


Þingsályktun

um samningu stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna.


    Alþingi ályktar að fela forsætisnefnd að skipa hóp sérfræðinga, þar á meðal fulltrúa þingflokka, sem kanni og komi með tillögur um hvernig auka megi hlut Alþingis, þingflokka, þingnefnda og þingmanna, við undirbúning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna sem leggja á fyrir Alþingi, svo og hvernig Alþingi og þingnefndir geti fylgst með og haft eftirlit með innleiðingu og framkvæmd nýrra heildarlaga á viðkomandi málefnasviði.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.