Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Nr. 4/144.

Þingskjal 1007  —  425. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 75/2013, frá 3. maí 2013, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010, frá 20. október 2010, um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 363/2012, frá 23. febrúar 2012, um reglur um málsmeðferð við viðurkenningu og afturköllun á viðurkenningu fyrir vöktunarstofnanir eins og kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 607/2012, frá 6. júlí 2012, um ítarlegar reglur varðandi kerfi áreiðanleikakannana og varðandi tíðni og eðli eftirlits með vöktunarstofnunum sem kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010.

Samþykkt á Alþingi 27. febrúar 2015.