Ferill 609. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



Þingskjal 1053  —  609. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015.

(Lögð fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014–2015.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015 sem gengið var frá með bréfaskiptum í Þórshöfn og Reykjavík 6. og 20. janúar 2015.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015 sem gengið var frá með bréfaskiptum í Þórshöfn og Reykjavík 6. og 20. janúar 2015. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Samningur þessi kveður á um heimildir aðila til veiða á uppsjávarfiski í lögsögu hvors annars á árinu 2015. Hann er óbreyttur frá fyrri árum að öðru leyti en því að ekki var kveðið á um heimildir færeyskra skipa til loðnuveiða í íslenskri lögsögu í samningnum frá árinu 2014 og hefur því ákvæði 1. gr. þessa samnings að geyma heimildir fyrir loðnuveiðar Færeyinga í íslenskri lögsögu fyrir vertíðina 2014/2015, sem og vertíðina 2015/2016.
    Samningurinn gerir ráð fyrir gagnkvæmri heimild skipa hvors aðila til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan lögsögu hins á árinu 2015.
    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á allt að 1.300 lestum af makríl og 2.000 lestum af síld annarri en norsk-íslenskri innan færeyskrar lögsögu á árinu 2015.
    Samningurinn tók gildi til bráðabirgða 20. janúar 2015 og mun öðlast endanlegt gildi þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið fullnægt.
    Áður en samningur þessi var gerður var á grundvelli samnings landanna frá 1976 um heimildir Færeyinga til veiða í lögsögu Íslands ákveðið að færeyskum skipum væri heimilt að veiða 5.600 lestir af botnfiski við Ísland á árinu 2015. Heildarafli þorsks verður þó ekki meiri en 1.375 lestir, heildarafli keilu ekki meiri en 750 lestir og engar veiðar eru heimilaðar á lúðu eða grálúðu.


Fylgiskjal.



SAMNINGUR
milli Íslands og Færeyja
um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015.

a. Bréf utanríkisráðherra Íslands til lögmanns Færeyja.


Reykjavík, 6. janúar 2015


Hr. løgmaður
Kaj Leo Holm Johannesen
Føroya Landsstýri
Torshavn

Hr. løgmaður.

    Ég leyfi mér að vísa til samtala milli sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015.

    Mér skilst að samkomulag hafi orðið um eftirfarandi samning:

„Samningur
milli Íslands og Færeyja
um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015.


1. gr.

    Veiðiheimildir færeyskra nótaskipa á loðnuvertíðinni 2014/2015 og á loðnuvertíðinni 2015/2016 verða 30 þúsund lestir á hvorri vertíð enda verði leyfilegur heildarafli a.m.k. 500 þús. lestir. Verði leyfilegur heildarafli minni en 500 þús. lestir nemur hlutdeild færeyskra skipa 5% af honum.
    Heimilt er færeyskum skipum að landa afla sínum til vinnslu á Íslandi. Verði leyfilegur heildarafli minni en 500 þús. lestir er heimilt að landa til manneldisvinnslu utan Íslands eða taka til manneldisvinnslu um borð í færeyskum vinnsluskipum magn sem nemur allt að 3/ 4 hlutum af kvóta færeyskra skipa, sbr. 1. mgr. Verði leyfilegur heildarafli aftur á móti meiri en 500 þús. lestir er eigi heimilt að landa til manneldisvinnslu utan Íslands eða taka til manneldisvinnslu um borð í færeyskum vinnsluskipum meira en sem nemur 2/ 3 hlutum af kvóta færeyskra skipa, sbr. 1. mgr. Eftir 15. febrúar skal eigi meira en 1/ 3 hluti af kvóta færeyskra skipa fara til manneldisvinnslu utan Íslands.
    Færeyskum skipum er heimilt á loðnuvertíðinni 2015/2016 að veiða allt að 10 þús. lestir af loðnu innan efnahagslögsögu Íslands úr veiðiheimildum sem fengnar eru með samningum færeyskra og grænlenskra stjórnvalda.

2. gr.

    Færeyskum skipum eru heimilar veiðar á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2015. Að höfðu samráði við landstjórn Færeyja geta íslensk stjórnvöld ákveðið að veiðarnar stundi aðeins tiltekinn fjöldi skipa samtímis.

3. gr.

    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan fiskveiðilögsögu Færeyja á árinu 2015. Eigi skulu fleiri en 12 skip stunda veiðar á kolmunna samtímis innan lögsögu Færeyja. Færeyjar áskilja sér rétt til að takmarka fjölda skipanna enn frekar til að forðast öngþveiti á miðunum. Að höfðu samráði við íslensk stjórnvöld getur landstjórn Færeyja ákveðið að veiðar á norsk-íslenskri síld stundi aðeins tiltekinn fjöldi skipa samtímis.

4. gr.

    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á allt að 1.300 lestum af makríl innan fiskveiðilögsögu Færeyja á árinu 2015 og veiðar á allt að 2.000 lestum af síld úr síldarstofnum öðrum en þeim norsk-íslenska.

5. gr.

    Færeysk skip, sem stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan íslenskrar lögsögu, skulu hlíta sömu reglum og gilda um veiðar íslenskra skipa, þar á meðal reglum um veiðarfæri og veiðisvæði. Íslensk skip, sem stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan færeyskrar lögsögu, skulu hlíta sömu reglum og gilda um veiðar færeyskra skipa, þar á meðal reglum um veiðarfæri og veiðisvæði. Skipum við kolmunnaveiðar er óheimilt að hafa um borð veiðarfæri sem nota má til botnfiskveiða.

6. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan lögsögu hins aðilans. Skip sem eru á listum þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila. Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta. Veiðiskip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og staðarákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan daglega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er út úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn. Nánar er kveðið á um tilkynningar þessar í reglugerð.“

    Ef þér staðfestið að ofangreint sé skilningur yðar leyfi ég mér að leggja til að samningur þessi taki gildi til bráðabirgða þegar svarbréf yðar þar um er dagsett og endanlega þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið endanlega fullnægt.


    Virðingarfyllst,
    Gunnar Bragi Sveinsson
    utanríkisráðherra


b. Svarbréf lögmanns Færeyja


Tórshavn, 20. Januar 2015


Harra Uttanríkisráðharri,

    Eg loyvi mær at vísa til samráðingar millum føroyska og íslendska fiskimálaráðharrarnar um fiskiveiði í føroyskum og íslendskum sjógvi í 2015.
    Eg havi skilt, at semja er um fylgjandi:

„Semja
millum Ísland og Føroyar
um fiskiveiði í íslendskum og føroyskum sjógvi í 2015.


1. gr.

    Veiðiheimildirnar hjá føroyskum nótaskipum í lodnuvertíðini 2014/2015 og í lodnuvertíðini 2015/2016 verða 30 túsund tons hvørja av vertíðunum, um heildarlodnukvotan er 500 túsund tons ella meir. Er heildarkvotan minni enn 500 túsund tons, verður parturin hjá føroyskum skipum 5% av heildarkvotuni.
    Loyvt er føroyskum skipum at landa veiðina til framleiðslu í Íslandi. Verður heildarlodnukvotan minni enn 500 túsund tons, er loyvt at landa til matna uttan fyri Ísland ella at virka til matna um borð á føroyskum verksmiðjuskipum nøgd sum svarar til 3/ 4 av kvotuni hjá føroyskum skipum, sbr. 1. grein. Verður heildarkvotan har aftur ímóti størri enn 500 túsund tons, er ikki loyvt at landa til matna uttan fyri Ísland ella at virka til matna um borð á føroyskum skipum meira enn 2/ 3 av føroysku kvotuni, sbr. 1. grein. Eftir 15. februar skal ikki meira enn 1/ 3 av føroysku kvotuni fara til matna uttan fyri Ísland.
    Føroyskum skipum er í lodnuvertíðini 2015/2016 loyvt at veiða upp til 10.000 tons av lodnu í hvørji vertíð í íslendskum búskaparøki við veiðiheimildum, sum eru fíngnar við samráðingum millum Føroyar og Grønland.

2. gr.

    Føroyskum skipum er loyvt at veiða svartkjaft og várgýtandi norðhavssild í íslendskum búskaparøki í 2015. Eftir samráðingar við landsstýrið í Føroyum kunnu íslendskir myndugleikar áseta mest loyvda skipatal, sum kunnu veiða samstundis á leiðini.

3. gr.

    Íslendskum skipum er loyvt at veiða svartkjaft og várgýtandi norðhavssild í føroyskum sjógvi í 2015. Tó kunnu ikki fleiri enn 12 skip verða á svartkjaftaveiðu samstundis í føroyskum sjógvi. Føroyar skila sær rætt til at avmarka talið av íslendskum svartkjaftaskipum, um tað gerst ov trongt á fiskileiðunum. Eftir samráðingar við íslendskar myndugleikar kann Føroya landsstýri áseta mest loyvda tal av skipum, sum kunnu veiða samstundis eftir norðhavssild.

4. gr.

    Íslendskum skipum er loyvt at veiða upp til 1.300 tons av makreli í føroyskum sjógvi í 2015 og at veiða upp til 2.000 tons av sild úr øðrum sildastovni enn várgýtandi norðhavssild.

5. gr.

    Føroysk skip, sum veiða sambært hesi avtalu í íslendskum búskaparøki, skulu fylgja somu veiðireglum, sum galda fyri íslendsk skip um reiðskap og fiskileiðir. Íslendsk skip, sum veiða sambært hesi avtalu í føroyskum sjógvi, skulu fylgja somu veiðireglum, sum galda fyri føroysk skip um reiðskap og fiskileiðir. Skipum, ið veiða eftir svartkjafti, er ikki loyvt at hava reiðskap til botnfiskaveiði um borð.

6. gr.

    Partarnir skulu fráboða ein lista yvir tey fiskifør, sum ætla at veiða á økjunum hjá hvørjum øðrum. Bert tey fiskifør, sum eru á hesum lista, hava loyvi at veiða á økjunum. Áðrenn fiskiskapurin byrjar, skulu avvarðandi myndugleikar hava boð um navn á skipi saman við øðrum upplýsingum av týðningi. Skipið skal boða frá, tá tað kemur á veiðiøkið, uppgeva knøttstøðu og veiðinøgd, sum er veidd, áðrenn komu á økið, og síðani uppgeva knøttstøðu og veiði hvønn dag. Tá skip fer av veiðiøkinum skal mett veiða verða givin upp. Nágreiniligari ásetingar um fráboðanir verða ásettar í kunngerð.“

    Um tygum staðfesta, at tað, ið stendur omanfyri, er i samsvar við fatan tygara, loyvi eg mær at skjóta upp, at henda avtala fær gildi fyribils, tá svarbræv tygara hesum viðvíkjandi er dagsett og endaliga, tá boðað er frá, at stýrisskipanarligu krøvini hjá hvørjum landi eru uppfylt.

Við hávirðing,
Kaj Leo Holm Johannessen
løgmaður