Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1309  —  244. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 1180 [Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða].

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (JónG, HarB, ÁsF, PJP, ÞorS, ÞórE).

    E-liður tillögugreinarinnar falli brott.


Greinargerð.

    Hér er lagt til að fallið verði frá tillögu um að Haga­vatnsvirkjun færist í nýtingarflokk enda eiga önnur sjónarmið við um hana en aðrar virkjanir í tillögunni og hefur meiri hlutinn auk þess komist að samkomulagi við um­hverfis- og auðlindaráðherra um tillögu í þessa veru.