Ferill 688. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Nr. 14/144.

Þingskjal 1552  —  688. mál.


Þingsályktun

um ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016–2019.


    Alþingi ályktar, sbr. 6. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, að stjórnvöld fylgi stefnumörkun um ríkisfjármál fyrir árin 2016–2019 samkvæmt eftirfarandi yfirliti um áformaða afkomu- og skuldaþróun þar sem fram kemur áætlun um tekjuöflun ríkisins og meginskiptingu útgjalda (ramma) fyrir fjárlagaárið 2016 og næstu þrjú ár þar á eftir á grundvelli þeirra forsendna sem ríkisfjármálaáætlunin er reist á.


Rekstrargrunnur, mia.kr.
Áætlun
2016
Áætlun
2017
Áætlun
2018
Áætlun
2019
Heildartekjur 682,0 719,9 735,7 771,3
    Þar af skatttekjur 629,3 666,7 679,1 714,8
Heildargjöld 671,0 679,1 706,8 733,4
    Rekstrargjöld 278,5 293,2 308,1 325,1
    Fjármagnskostn­aður 77,4 77,0 78,0 74,3
    Tilfærsluútgjöld 257,6 268,2 279,2 290,9
    Viðhald 10,2 10,5 10,7 10,7
    Fjárfesting 47,3 30,2 30,7 32,3
Heildarjöfnuður ríkissjóðs 11,0 40,8 28,9 37,9
    sem hlutfall af VLF (%) 0,5 1,7 1,1 1,4
    Frumtekjur 665,1 702,4 716,1 752,5
    Frumgjöld 593,6 602,1 628,8 659,1
Frumjöfnuður ríkissjóðs 71,5 100,3 87,3 93,4
    sem hlutfall af VLF (%) 3,1 4,2 3,4 3,5
    Vaxtatekjur 16,9 17,5 19,7 18,9
    Vaxtagjöld 77,4 77,0 78,0 74,3
Fjármagnsjöfnuður -60,5 -59,4 -58,4 -55,4
    sem hlutfall af VLF (%) -2,7 -2,5 -2,3 -2,1
Heildarskuldir ríkissjóðs 1.340,3 1.326,9 1.367,3 1.323,8
    sem hlutfall af VLF (%) 58,8 55,1 53,8 49,4
Óreglulegir og tímabundnir liðir eru meðtaldir í töflunni. Það felur t.d. í sér að fjárfestingarútgjöld lækka mikið milli áranna 2016 og 2017 þegar 18,4 mia.kr. framlög vegna niðurfærslu húsnæðisskulda fjara út en þau teljast til fjármagnstilfærslna.


Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.