Ferill 480. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Nr. 21/144.

Þingskjal 1608  —  480. mál.


Þingsályktun

um að heimila fulltrúum Vestnorræna ráðsins að senda fyrirspurnir til ráðherra.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að heimila fulltrúum Vestnorræna ráðsins að senda fyrirspurnir til ráðherra í tengslum við vinnu ráðsins eða um málefni sem snerta vestnorræna samvinnu. Fyrirspurnir verði sendar á skrifstofu Vestnorræna ráðsins sem sendi þær áfram til viðeigandi ráðherra. Ráðherrann svari fyrirspurn fulltrúa í síðasta lagi átta vikum eftir að hafa fengið hana í hendur.

Samþykkt á Alþingi 2. júlí 2015.