Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1006  —  558. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur
um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert er hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði af þinglýstum lánum sem veitt voru hjá Íbúðalánasjóði annars vegar og öðrum kröfuhöfum hins vegar á tímabilinu 1. október 2014 til 31. desember 2015 og hvert er hlutfallið miðað við lánsfjárhæð? Svar óskast sundurliðað eftir árum og þinglýsingarumdæmum.

    Leitað var til Þjóðskrár Íslands til að fá svar við fyrirspurninni. Niðurstöður stofnunarinnar um fjölda og fjárhæðir eftir þinglýsingarumdæmum samkvæmt meðfylgjandi töflu eru byggðar á eftirfarandi forsendum. Þar sem útgáfudagur skjals ákvarðar flokkun milli ára eru nokkur skjöl einnig skráð á nýsameinuð embætti á árinu 2014.
     1.      Veðandlagið er íbúð.
     2.      Ef jörð, þá þarf að vera fastanúmer á jörðinni sem er skráð sem íbúð.
     3.      Notkunarkóði fastanúmers ákvarðar hvort eign sé íbúð (ibnotkun).
     4.      Fjárupphæðir eru eins og þær eru í skjölunum.
     5.      Ef lán er gengislán var upphæð í mynt margfaldað með skráðu gengi til að reikna íslenskar krónur.
     6.      Tegundir lána sem eru með í menginu: Veðskuldabréf, bæði nýútgefin og endurútgefin. Það athugist að tryggingabréf eru ekki tekin með.
     7.      Útgáfudagur skjals ákvarðar flokkun milli ára.
     8.      Kennitalan 6611983629 var notuð til að ákvarða að kröfuhafi sé Íbúðalánasjóður.
     9.      Tímabil sem miðað var við var 1. október 2014 til 31. desember 2015.

Nafn Ár Hlutfall, fjöldi ÍLS Hlutfall, fjöldi annar Hlutfall kr., ÍLS Hlutfall kr., annar
411 Reykjavík 2014 8% 92% 7% 93%
412 Akranes 2014 11% 89% 6% 94%
413 Borgarnes 2014 9% 91% 5% 95%
414 Stykkishólmur 2014 16% 84% 22% 78%
416 Patreksfjörður 2014 8% 92% 7% 93%
417 Bolungarvík 2014 0% 100% 0% 100%
418 Ísafjörður 2014 3% 97% 5% 95%
419 Hólmavík 2014 25% 75% 50% 50%
420 Blönduós 2014 0% 100% 0% 100%
421 Sauðárkrókur 2014 3% 97% 1% 99%
422 Siglufjörður 2014 5% 95% 4% 96%
424 Akureyri 2014 10% 90% 10% 90%
425 Húsavík 2014 5% 95% 1% 99%
426 Seyðisfjörður 2014 10% 90% 7% 93%
428 Eskifjörður 2014 6% 94% 11% 89%
429 Höfn 2014 4% 96% 3% 97%
430 Vík 2014 50% 50% 70% 30%
431 Hvolsvöllur 2014 13% 88% 33% 67%
432 Vestmannaeyjar 2014 4% 96% 2% 98%
433 Selfoss 2014 10% 90% 13% 87%
434 Keflavík 2014 14% 86% 10% 90%
436 Hafnarfjörður 2014 7% 93% 3% 97%
437 Kópavogur 2014 5% 95% 3% 97%
441 Höfuðborgarsvæðið 2014 7% 93% 6% 94%
442 Vesturland 2014 29% 71% 8% 92%
443 Vestfirðir 2014 0% 100% 0% 100%
444 Norðurland vestra 2014 0% 100% 0% 100%
445 Norðurland eystra 2014 12% 88% 1% 99%
446 Austurland 2014 0% 100% 0% 100%
447 Suðurland 2014 10% 90% 10% 90%
448 Suðurnes 2014 13% 88% 16% 84%
449 Vestmannaeyjar 2014 0% 100% 0% 100%
441 Höfuðborgarsvæðið 2015 8% 92% 5% 95%
442 Vesturland 2015 4% 96% 5% 95%
443 Vestfirðir 2015 6% 94% 6% 94%
444 Norðurland vestra 2015 5% 95% 4% 96%
445 Norðurland eystra 2015 7% 93% 7% 93%
446 Austurland 2015 8% 92% 6% 94%
447 Suðurland 2015 5% 95% 5% 95%
448 Suðurnes 2015 34% 66% 18% 82%
449 Vestmannaeyjar 2015 3% 97% 1% 99%