Ferill 26. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1015  —  26. mál.
Nr. 18/145.


Þingsályktun

um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2016.