Ferill 75. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1028  —  75. mál.
Nr. 20/145.


Þingsályktun

um greiningu á sam­eigin­legum ávinningi að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu við­skipta­ráði.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa ásamt landsstjórnum Færeyja og Grænlands vinnuhóp sérfræðinga sem fengi það verkefni að greina sam­eigin­legan ávinning sem yrði að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu við­skipta­ráði. Vinnuhópurinn greini að lágmarki eftirfarandi:
     a.      kosti og galla þess að gera vestnorrænan fríverslunarsamning eða að öðrum kosti tvíhliða samninga milli Grænlands og Íslands annars vegar, og Grænlands og Færeyja hins vegar,
     b.      á hvaða sviðum löndin hefðu gagnkvæman hag af aukinni fríverslun og á hvaða sviðum aukin fríverslun væri ekki ákjósanleg,
     c.      kosti og galla þess að mynda vestnorrænt fríverslunarsvæði sem fæli í sér frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns,
     d.      kosti og galla þess að stofna vestnorrænt við­skipta­ráð, m.a. með því að kanna tækifæri og hindranir fyrir frjálsum og opnum viðskiptum á milli landanna.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2016.