Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1029  —  76. mál.
Nr. 21/145.


Þingsályktun

um greiningu á möguleikum þess að móta sam­eigin­lega langtímastefnu fyrir sam­göngur og innviði á Vestur-Norðurlöndum.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að vinna ásamt landsstjórnum Færeyja og Grænlands greiningu með það að markmiði að kanna möguleika þess að móta sam­eigin­lega langtímastefnu á sviði samgangna og innviða á Vestur-Norðurlöndum til að svæðið sem heild standi betur að vígi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni á norðurslóðum.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2016.