Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1030  —  77. mál.
Nr. 22/145.


Þingsályktun

um að styrkja samstarf við Grænland og Færeyjar um sjávarútvegsmál.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að styrkja samstarf við landsstjórnir Færeyja og Grænlands um sjávarútvegsmál til að nýta til fulls þá sérstöðu sem Vestur-Norðurlönd hafa sem sjávarútvegssvæði. Ríkisstjórnir landanna kanni hvernig löndin geti aukið samstarf sitt á sviði sjávarútvegsmála og leggi niðurstöðurnar fram í sam­eigin­legri greiningu sem send verði til Vestnorræna ráðsins. Greiningin fjalli m.a. um:
     a.      samstarf á sviði sjávarútvegsmála,
     b.      samstarfsmöguleika á sviði fiskveiðistjórnunar,
     c.      möguleika á sam­eigin­legu vestnorrænu vörumerki og sam­eigin­legri markaðssetningu fiskafurða,
     d.      samstarfsmöguleika á sviði hafrannsókna,
     e.      stöðu um­hverfismála og sjálfbærni,
     f.      kosti og galla aukins samstarfs um betri aðgang að mörkuðum, þar á meðal markaði Evrópusambandsins,
     g.      möguleika á sam­eigin­legri stefnu og samningagerð á sviði sjávarútvegsmála,
     h.      svið þar sem löndin þrjú standa sterkari saman en ein sér þegar kemur að sjávarútvegsmálum.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2016.