Ferill 685. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.Þingskjal 1113  —  685. mál.Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015
um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015–2016.)
    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, frá 29. september 2015, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB frá 24. nóvember 2010 um losun í iðnaði (samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun) (endurútgefin), auk tengdra gerða.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, frá 29. september 2015, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB frá 24. nóvember 2010 um losun í iðnaði (samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun) (endurútgefin), auk tengdra gerða.
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB frá 24. nóvember 2010 um losun í iðnaði kveður einkum á um heildstæða nálgun þar sem taka skal tillit til umhverfisins í heild, þ.e. mengunar í lofti, vatni og jarðvegi.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðanna sem um ræðir, en þær fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðunum sjálfum.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt sam­þykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en jafnframt getur Alþingi heimilað stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samn­ingnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipu­legum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir og 7. mgr. 45. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, sem kveður á um að stjórnskipulegum fyrirvara skv. 103. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið beri að aflétta með þingsályktun, er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB frá 24. nóvember 2010 um losun í iðnaði (samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun) (endurútgefin), auk tengdra gerða.
          1.      Tilskipun 2010/75/ESB sameinar sjö eldri gerðir um samþættar mengunarvarnir og hafa allar verið teknar upp í EES-samninginn og innleiddar hér á landi nema ein, tilskipun 2001/80/EB um takmörkun á losun tiltekinna mengunarefna frá stórum brennsluverum (framleiða rafmagn og eru yfir 50MW afli), sem var ekki innleidd hér á landi þar sem slík brennsluver eru ekki hér á landi. Auk tilskipunar 2010/75/ESB er um að ræða tólf EES-gerðir sem útfæra efni tilskipunarinnar nánar og er greint frá efni þeirra hér eftir í 2.–13. tölul. Um er að ræða endurútgáfu og uppfærslu á eldri gerðum í þeim tilgangi að auka skýrleika reglnanna. Með tilskipuninni eru samþætt mál í heild sem varða tiltekna mengandi starfsemi og gengur tilskipunin lengra en eldri tilskipanir. Tilskipunin byggist á heildstæðri nálgun þar sem taka skal tillit til umhverfisins í heild, þ.e. mengunar í lofti, vatni og jarðvegi. Meðal helstu nýmæla tilskipunarinnar eru ákvarðanir á bestu aðgengilegu tækni (BAT) og gildi þeirra með tilkomu svokallaðra niðurstaðna um bestu aðgengilegu tækni (BAT Conclusions – BATC). Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun setja fram, í samráði við aðildarríkin og hagsmunaaðila, viðmið varðandi tiltekna starfsemi. Þessi viðmið verða sett sem sérstakar gerðir af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, þ.e. BAT ákvarðanir (BATC).
                   Kostnaður við innleiðingu tilskipunar 2010/75/ESB og tengdra gerða er talinn óveru­legur og rúmast innan núverandi fjárheimilda Umhverfisstofnunar. Auknar kröfur í tilskipuninni geta haft áhrif á starfsleyfisvinnslu fyrirtækja og nýjar BAT-kröfur hafa þau áhrif að endurskoða þarf gildandi starfsleyfi. Vænta má að aukinn kostnaður fyrir fyrirtæki muni fylgja þessu sem mun endurspeglast í hærri starfsleyfisgjöldum hjá Umhverfisstofnun.
          2.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/115/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða landsbundnar umbreytingaráætlanir sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði. Ákvörðunin snýr að því að settar eru reglur um hvernig gera eigi landsáætlanir til endanlegrar aðlög­unar/upptöku ákvæða tilskipunar 2010/75/ESB varðandi stórar sorpbrennslustöðvar í skilningi tilskipunarinnar. Slíkar sorpbrennslustöðvar eru ekki starfandi á Íslandi og ekki er líklegt að á því verði breyting í fyrirsjáanlegri framtíð. Því er ekki talið að slíka landsáætlun þurfi að gera hér á landi.
          3.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/119/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða leiðbeiningar um söfnun upplýsinga og gerð tilvísunar­skjala um bestu, fáanlegu tækni og um gæðatryggingu þeirra sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði. Ákvörðunin birtir leiðbein­ingar til aðildarríkja um hvernig eigi að safna gögnum og hvernig BAT-skjöl eru unnin, viðmiðunarefni og gæðatryggingu þeirra. Leiðbeiningarnar eru settar fram í viðauka við tilskipunina.
          4.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/134/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á gleri. Niðurstöður BAT fyrir glerframleiðslu eru birtar í viðauka við ákvörðunina. BAT fyrir glerframleiðslu nær yfir starfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun 2010/75/ESB sem er:
                  a)      Framleiðsla á gleri, þ.m.t. glertrefjum með bræðsluafkastagetu sem er meiri en 20 tonn á dag.
                  b)      Bræðsla á steinefnum, þ.m.t. framleiðsla á steinefnatrefjum með bræðsluafkastagetu sem er meiri en 20 tonn á dag.
          5.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/135/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á járni og stáli. Niðurstöður BAT fyrir járn og stálframleiðslu eru birtar í viðauka við ákvörðunina.
          6.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/249/ESB frá 7. maí 2012 um ákvörðun á ræsingar- og stöðvunartímabilum að því er varðar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði. Ákvörðunin snýr að því að reglur eru settar til að ákvarða ræsingar- og stöðvunartíma stórra sorpbrennslustöðva í skilningi tilskip­unarinnar. Tilskipunin kveður á um að settar séu slíkar reglur og tilgangur þeirra er að skýra til fullnustu hvernig reikna eigi út losunartölurnar. Stórar sorpbrennslustöðvar eru ekki starfandi á Íslandi og ekki er líklegt að á því verði breyting í fyrirsjáanlegri framtíð.
          7.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/795/ESB frá 12. desember 2012 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði. Framkvæmdastjórnin hefur útbúið spurn­ingalista fyrir aðildarríkin sem afmarka þær upplýsingar sem þau eiga að gefa vegna tilskipunarinnar. Spurningalistarnir eru settir fram í tveimur viðaukum í ákvörðuninni. Fyrri viðaukinn (viðauki 1) beinist meira að því hvernig til tekst með sjálfa innleiðing­una en sá seinni (viðauki 2) beinist meira að reglulegum framkvæmdaratriðum.
          8.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/84/ESB frá 11. febrúar 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna sútunar á húðum og skinnum. Starfsemi sem fellur undir ákvörðunina er nánar tiltekið sútun á húðum og skinnum þar sem hámarksafköst eru yfir 12 tonnum af fullkláraðri afurð á dag.
          9.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/163/ESB frá 26. mars 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á sementi, kalki og magnesíumoxíði. BAT-niðurstöður fyrir framleiðslu á sementi, kalki og magnesíumoxíði eru birtar í viðauka við ákvörðunina. Starfsemi sem fellur undir ákvörðunina er nánar tiltekið:
                  a)      framleiðsla á sementsgjalli í hverfiofni þar sem hámarksafköst eru yfir 500 tonnum á dag eða í öðruvísi ofnum með hámarksafköst yfir 50 tonnum á dag,
                  b)      framleiðsla á kalki í ofnum með hámarksafköst yfir 50 tonnum á dag,
                  c)      framleiðsla á magnesíumoxíði í í ofnum með hámarksafköst yfir 50 tonnum á dag.
          10.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/732/ESB frá 9. desember 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna klóralkalíframleiðslu. Starfsemi sem fellur undir ákvörðunina er nánar tiltekið eftirfarandi iðnaðarframleiðsla sem á sér stað sem rafgreining á pækli:
                  a)      á ólífrænu gasi svo sem ammóníaki, klór eða vetnisklóríði, flúor eða vetnisflúoríði, oxíðum kolefnis, brennisteinsefnasamböndum, köfnunarefnisoxíðum, vetni, brenni­steinsdíoxíð, karbónýlklóríði,
                  b)      á ólífrænum bösum á borð við ammóníumhýdroxíð, kalíumhýdroxíð og natríum­hýdroxíð.
          11.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/687/ESB frá 26. september 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á pappírsdeigi, pappír og pappa. BAT-niðurstöður fyrir framleiðslu á pappírsdeigi, pappír og pappa eru birtar í viðauka við ákvörðunina. Starfsemi sem fellur undir ákvörðunina er nánar tiltekið:
                  a)      Pappírsdeig úr við og öðrum trefjaefnum.
                  b)      Pappír eða pappaumbúðir með framleiðslugetu yfir 20 tonn á dag.
          12.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/738/ESB frá 9. október 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna hreinsunar á jarðolíu og gasi. BAT-niðurstöður fyrir hreinsun jarðolíu og gass eru birtar í viðauka við ákvörðunina. Starfsemi sem fellur undir ákvörðunina er hreinsun jarðolíu og gass án tillits til umfangs.
          13.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/768/ESB frá 30. október 2014 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar samþætta mengunarvarnatækni sem notuð er í jarðolíu- og gashreinsunarstöðvum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB. Um er að ræða ákvörðun um útfærslu sem leiðir af ákvæðum í BAT-niðurstöðum, sbr. framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/738/ESB frá 29. september 2014 sem ákvarðar niðurstöður sem gilda fyrir bestu fáanlegu tækni (BAT) fyrir hreinsun jarðolíu og gass. Valið er hver gerð, snið og tíðni upplýsingargjafar á að vera, sem sú ákvörðun kveður á um. Starfsemi sem fellur undir ákvörðunina er hreinsun jarðolíu og gass án tillits til umfangs.

4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing gerðanna kallar á breytingar á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og meng­unarvarnir. Gert er ráð fyrir því að umhverfis- og auðlindaráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á framangreindum lögum á yfirstandandi þingi.


Fylgiskjal I.ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR
nr. 229/2015

frá 25. september 2015

um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

          1)      Fella ber inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB frá 24. nóvember 2010 um losun í iðnaði (samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun) (endurútgefin) ( 1 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 158, 19.6.2012, bls. 25.

          2)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/115/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða landsbundnar umbreytingaráætlanir sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði ( 2 ).

          3)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/119/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða leiðbeiningar um söfnun upplýsinga og gerð tilvísunarskjala um bestu, fáanlegu tækni og um gæðatryggingu þeirra sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði ( 3 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 328, 28.11.2012, bls. 27.

          4)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/134/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á gleri ( 4 ).

          5)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/135/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á járni og stáli ( 5 ).

          6)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/249/ESB frá 7. maí 2012 um ákvörðun á ræsingar- og stöðvunartímabilum að því er varðar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði ( 6 ).

          7)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/795/ESB frá 12. desember 2012 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði ( 7 ).

          8)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/84/ESB frá 11. febrúar 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna sútunar á húðum og skinnum ( 8 ).

          9)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/163/ESB frá 26. mars 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á sementi, kalki og magnesíumoxíði ( 9 ).

          10)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/732/ESB frá 9. desember 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna klóralkalíframleiðslu ( 10 ).

          11)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/687/ESB frá 26. september 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á pappírsdeigi, pappír og pappa ( 11 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 348, 4.12.2014, bls. 30.

          12)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/738/ESB frá 9. október 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna hreinsunar á jarðolíu og gasi ( 12 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 62, 6.3.2015, bls. 35.

          13)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/768/ESB frá 30. október 2014 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar samþætta meng­unarvarnatækni sem notuð er í jarðolíu- og gashreinsunarstöðvum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB ( 13 ).

          14)      Tilskipanir ráðsins 89/369/EBE ( 14 ), 89/429/EBE ( 15 ) og 94/67/EB ( 16 ), sem hafa verið felldar inn í EES-samninginn, voru felldar úr gildi samkvæmt ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2000/76/EB ( 17 ), en sú gerð hefur verið felld inn í EES-samninginn og ber því að fella tilvísanir í tilskipanir 89/369/EBE, 89/429/EBE og 94/67/EB úr EES-samningnum.

          15)      Samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2010/75/ESB falla úr gildi tilskipanir ráðsins 78/176/EBE ( 18 ), 82/883/EBE ( 19 ), 92/112/EBE ( 20 ) og 1999/13/EB ( 21 ) og tilskipanir Evrópuþingsins og ráðsins 200/76/EB og 2008/1/EB ( 22 ), en þær gerðir hafa verið felldar inn í EES-samninginn og ber því að fella þær úr EES-samningnum.

          16)      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/631/ESB ( 23 ), sem hefur verið felld inn í EES-samninginn, er orðin úrelt og ber því að fella hana úr EES-samningn­um.

          17)      Samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2010/75/ESB fellur úr gildi, frá og með 1. janúar 2016, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/80/EB ( 24 ), en sú gerð hefur verið felld inn í EES-samninginn og ber því að fella hana úr EES-samningnum frá og með 1. janúar 2016.

          18)      XX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.

    Ákvæði XX. viðauka við EES-samninginn breytist sem hér segir:
          1.      Liðir 1f (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/1/EB) til 1fd (framkvæmdar­ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/631/ESB) hljóði svo:

        „1f.     32010 L 0075: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB frá 24. nóvem­ber 2010 um losun í iðnaði (samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun) (endurútgefin) (Stjtíð. ESB L 334, 17.12.2010, bls. 17), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 158, 19.6.2012, bls. 25.

        Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

        Við upptöku tilskipunarinnar í samning þennan eru engin stór brennsluver, sorpbrennslustöðvar eða sorpsambrennslustöðvar, eða stöðvar sem framleiða títandíoxíð, eins og um getur í III., IV. og VI. kafla tilskipunarinnar, starfrækt í Liechtenstein. Liechtenstein mun hlíta tilsvarandi ákvæðum ef og þegar slík ver og stöðvar hefja rekstur.

    1fa.     32012 D 0115: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/115/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða landsbundnar umbreytingar­áætlanir sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði (Stjtíð. ESB L 52, 24.2.2012, bls. 12).

    1fb.     32012 D 0119: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/119/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða leiðbeiningar um söfnun upplýsinga og gerð tilvísunarskjala um bestu, fáanlegu tækni og um gæðatrygg­ingu þeirra sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði (Stjtíð. ESB L 63, 2.3. 2012, bls. 1), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 328, 28.11.2012, bls. 27.

    1fc.     32012D 0134: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/134/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á gleri (Stjtíð. ESB L 70, 8.3. 2012, bls. 1).

    1fd.     32012 D 0135: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/135/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á járni og stáli (Stjtíð. ESB L 70, 8.3. 2012, bls. 63).

    1fe.     32012 D 0249: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/249/ESB frá 7. maí 2012 um ákvörðun á ræsingar- og stöðvunartímabilum að því er varðar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði (Stjtíð. ESB L 123, 9.5. 2012, bls. 44).

    1ff.     32012 D 0795: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/795/ESB frá 12. desember 2012 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði (Stjtíð. ESB L 349, 19.12. 2012, bls. 57).

    1fg.     32013 D 0084: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/84/ESB frá 11. febrúar 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna sútunar á húðum og skinnum (Stjtíð. ESB L 45, 16.2. 2013, bls. 13).

    1fh.     32013 D 0163: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/163/ESB frá 26. mars 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á sementi, kalki og magnesíumoxíði (Stjtíð. ESB L 100, 9.4. 2013, bls. 1).

    1fi.     32013 D 0732: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/732/ESB frá 9. desember 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna klóralkalíframleiðslu (Stjtíð. ESB L 332, 11.12. 2013, bls. 34).

    1fj.     32014 D 0687: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/687/ESB frá 26. september 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á pappírsdeigi, pappír og pappa (Stjtíð. ESB L 284, 30.9. 2014, bls. 76), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 348, 4.12.2014, bls. 30.

    1fk.     32014 D 0738: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/738/ESB frá 9. október 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna hreinsunar á jarðolíu og gasi (Stjtíð. ESB L 307, 28.10. 2014, bls. 38), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 62, 6.3.2015, bls. 35.

    1fl.     32014 D 0768: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/768/ESB frá 30. október 2014 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar samþætta mengunarvarnatækni sem notuð er í jarðolíu- og gashreinsunarstöðvum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB (Stjtíð. ESB L 315, 1.11. 2014, bls. 15).“

          2.      Texti 20. liðar (tilskipun ráðsins 89/369/EBE), 21. liðar (tilskipun ráðsins 89/429/EBE), liðar 21ab (tilskipun ráðsins 1999/13/EB), liðar 21b (tilskipun ráðsins 94/67/EB), 28. liðar (tilskipun ráðsins 78/176/EBE), 30. liðar (tilskipun ráðsins 82/883/EBE), liðar 32b (tilskipun ráðsins 92/112/EBE) og liðar 32f (tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2000/76/EB) og viðbætirinn falli brott.

          3.      Texti liðar 19a (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/80/EB) falli brott frá og með 1. janúar 2016.

2. gr.

Íslenskur og norskur texti tilskipunar 2010/75/ESB, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 158, 19.6.2012, bls. 25, og framkvæmdarákvarðana 2012/115/ESB, 2012/119/ESB, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 328, 28.11.2012, bls. 27, 2012/134/ESB, 2012/135/ESB, 2012/249/ESB, 2012/795/ESB, 2013/84/ESB, 2013/163/ESB, 2013/732/ESB, 2014/687/ESB, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 348, 4.12.2014, bls. 30, 2014/738/ESB, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 62, 6.3.2015, bls. 35, og 2014/768/ESB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.

Ákvörðun þessi öðlast gildi 26. september 2015, að því tilskildu að allar tilkynningar sam­kvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ).

4. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 25. september 2015.
Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
Ingrid Schulerud
formaður.Fylgiskjal II.


Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB frá 24. nóvember 2010
um losun í iðnaði (samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun)
(endurútgefin).


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1113-f_II.pdf

Neðanmálsgrein: 1

    1 Stjtíð. ESB L 334, 17.12.2010, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 2
    2 Stjtíð. ESB L 52, 24.2.2012, bls. 12.
Neðanmálsgrein: 3
    3 Stjtíð. ESB L 63, 2.3. 2012, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 4
    4 Stjtíð. ESB L 70, 8.3. 2012, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 5
    5 Stjtíð. ESB L 70, 8.3. 2012, bls. 63.
Neðanmálsgrein: 6
    6 Stjtíð. ESB L 123, 9.5. 2012, bls. 44.
Neðanmálsgrein: 7
    7 Stjtíð. ESB L 349, 19.12. 2012, bls. 57.
Neðanmálsgrein: 8
    8 Stjtíð. ESB L 45, 16.2. 2013, bls. 13.
Neðanmálsgrein: 9
    9 Stjtíð. ESB L 100, 9.4. 2013, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 10
    10 Stjtíð. ESB L 332, 11.12. 2013, bls. 34.
Neðanmálsgrein: 11
    11 Stjtíð. ESB L 284, 30.9. 2014, bls. 76.
Neðanmálsgrein: 12
    12 Stjtíð. ESB L 307, 28.10. 2014, bls. 38.
Neðanmálsgrein: 13
    13 Stjtíð. ESB L 315, 1.11.2014, bls. 15.
Neðanmálsgrein: 14
    14 Stjtíð. EB L 163, 14.6.1989, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 15
    15 Stjtíð. EB L 203, 15.7.1989, bls. 50.
Neðanmálsgrein: 16
    16 Stjtíð. EB L 365, 31.12.1994, bls. 34.
Neðanmálsgrein: 17
    17 Stjtíð. EB L 332, 28.12.2000, bls. 91.
Neðanmálsgrein: 18
    18 Stjtíð. EB L 54, 25.2.1978, bls. 19.
Neðanmálsgrein: 19
    19 Stjtíð. EB L 378, 31.12.1982, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 20
    20 Stjtíð. EB L 409, 31.12.1992, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 21
    21 Stjtíð. EB L 85, 29.3.1999, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 22
    22 Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2008, bls. 8.
Neðanmálsgrein: 23
    23 Stjtíð. ESB L 247, 24.9.2011, bls. 47.
Neðanmálsgrein: 24
    24 Stjtíð. EB L 309, 27.11.2001, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 25
    * Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.