Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.Þingskjal 1114  —  686. mál.Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
nr. 197/2015 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra
og plantna) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015–2016.)
    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015, um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002 (reglugerð um aukaafurðir úr dýrum), auk sex skyldra reglugerða.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015, um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn neðangreindar gerðir:
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002 (reglugerð um aukaafurðir úr dýrum).
    Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 790/2010 frá 7. september 2010 um breytingu á VII., X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun.
    Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 749/2011 frá 29. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun.
    Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1063/2012 frá 13. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun.
    Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 555/2013 frá 14. júní 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar umflutning á tilteknum aukaafurðum úr dýrum frá Bosníu og Hersegóvínu.
    Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 592/2014 frá 3. júní 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar notkun aukaafurða úr dýrum og afleiddra afurða sem eldsneyti í brennsluverum.
    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 197/2015 felur jafnframt í sér að neðangreindar tvær gerðir eru felldar brott úr EES samningnum enda hafa þær verið ógiltar með ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1069/2009 og reglugerðar (ESB) nr. 142/2011:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 frá 3. október 2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 811/2003 frá 12. maí 2003 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar bann við endurvinnslu þegar um er að ræða eina og sömu fiskteg­undina, urðun og brennslu aukaafurða úr dýrum og tilteknar bráðabirgðaráðstafanir.
    Reglugerð (ESB) nr. 1069/2009, auk þeirra sex reglugerða sem getið er að framan og teknar eru upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, kveður einkum á um skilyrði við förgun aukaafurða úr dýrum til að fyrirbyggja áhættu fyrir heilbrigði manna og dýra.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðanna sem um ræðir, en þær fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sam­eigin­legu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sam­eigin­legu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en jafnframt getur Alþingi heimilað stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir og 7. mgr. 45. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, sem kveður á um að stjórnskipulegum fyrirvara skv. 103. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið beri að aflétta með þingsályktun, er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002.
    Reglugerð 1069/2009 segir til um við hvaða aðstæður skuli farga aukaafurðum úr dýrum til að fyrirbyggja útbreiðslu áhættu fyrir heilbrigði manna og dýra. Til viðbótar er í reglugerðinni tilgreint við hvaða skilyrði megi nota aukaafurðir úr dýrum í fóður og í ýmsum tilgangi, svo sem í snyrtivörur, lyf og til tæknilegra nota. Í henni er einnig mælt fyrir um að rekstraraðilar séu skuldbundnir til að taka aukaafurðir úr dýrum til meðferðar í fyrirtækjum og stöðvum sem eru undir opinberu eftirliti. Kveðið er á um nánari framkvæmd reglnanna með reglugerð (ESB) nr. 142/2011.
    Reglugerðir þessar voru settar í kjölfar mats framkvæmdastjórnar ESB á virkni eldri reglna, þ.e. þeirra reglna sem Ísland beitir í dag samkvæmt EES-samningnum, og á heildina litið er umgjörðin um þennan málaflokk áfram með sama móti. Nýju reglugerðunum er ætlað að minnka byrðar á hagsmunaaðila, t.d. með því að einfalda leyfi­sveitingar og setja svokallaðan endapunkt á framleiðsluferil sem undanskilur ákveðnar vörur frá gildissviði reglugerðarinnar. Einnig á að gera reglurnar skýrari og eyða þar með óvissu t.d. hvað varðar gildissvið reglugerðarinnar og tryggja þannig öryggi matvælakeðjunnar og eru nokkrar breytingar gerðar á áhættuflokkun. Að auki veitir reglugerðin ríkjum aukið svigrúm til setningar landsreglna.
    Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 790/2010 breytir viðaukum við reglugerð 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
    Reglugerð 142/2011 kemur í stað eldri reglna um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis og gerðir tengdar henni sem hafa verið í gildi síðan 2010.
    Reglugerð 749/2011 mun innleiða nokkur ákvæði í tilskipun ráðsins nr. 97/78/EB.
    Reglugerð 1063/2012 er um aukaafurðir dýra og tengist innleiðingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011.
    Reglugerð 555/2013 mælir fyrir um skilyrði fyrir aukaafurðir sem fara frá Bosníu og Hersegóvínu til þriðju landa í gegnum Króatíu.
    Með reglugerð 592/2014 er 6. gr. reglugerðar (ESB) nr. 142/2011 breytt þannig að settar eru fram samræmdar kröfur um eftirlit með áhættum fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir um­hverfið, sem stafa af notkun húsdýraáburðar sem eldsneytis í brennsluverum á býlum.
    Í ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 197/2015 er aðlögunartexti þar sem fram kemur að gerðirnar eigi ekki við Ísland að því er varðar lifandi dýr, önnur en fisk og eldisdýr, og dýraafurðir á borð við egg, fósturvísa og sæði.
    Reglugerð 1069/2009 kemur í stað eldri reglugerðar nr. 1774/2002 um afurðir dýra sem ekki eru ætlaðar til manneldis sem hafa verið í gildi hér á landi frá 2010. Eldri reglugerðin og gerðir henni tengdar fela í sér talsverðan kostnað við framkvæmd og eftirlit en ekki er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði við upptöku þeirra gerða sem hér um ræðir.
    Reglugerðirnar hafa verið sendar Samtökum iðnaðarins, Landssamtökum sláturleyfishafa, Um­hverfisstofnun, Matvælastofnun og Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða til umsagnar. Samtök iðnaðarins og Landssamtök sláturleyfishafa sendu saman umsögn þar sem þau sögðu að nýta yrði það svigrúm sem reglugerð (EB) 1069/2009 býður upp á til setningar reglna sem byggjast á aðstæðum í hverju landi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fundað með hagsmunaaðilum um förgun áhættuvefja og lausnir í þeim efnum.

4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing reglugerðanna hér á landi kallar á breytingar á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir, og lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
    Gert er ráð fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á framangreindum lögum á yfirstandandi þingi.


Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR
nr. 197/2015
frá 25. september 2015
um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
     1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002 (reglugerð um aukaafurðir úr dýrum) ( 1 ).

     2)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 790/2010 frá 7. september 2010 um breytingu á VII., X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis ( 2 ).

     3)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun ( 3 ).

     4)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 749/2011 frá 29. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun ( 4 ).

     5)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1063/2012 frá 13. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun ( 5 ).

     6)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 555/2013 frá 14. júní 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar umflutning á tilteknum aukaafurðum úr dýrum frá Bosníu og Hersegóvínu ( 6 ).

     7)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 592/2014 frá 3. júní 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar notkun aukaafurða úr dýrum og afleiddra afurða sem eldsneyti í brennsluverum ( 7 ).

     8)      Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1069/2009 fellur úr gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 ( 8 ), en sú gerð hefur verið felld inn í EES-samninginn og ber því að fella hana úr EES-samningnum.

     9)      Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 142/2011 falla úr gildi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 811/2003 ( 9 ), (EB) nr. 878/2004 ( 10 ), (EB) nr. 79/2005 ( 11 ), (EB) nr. 92/2005 ( 12 ), (EB) nr. 181/2006 ( 13 ), (EB) nr. 197/2006 ( 14 ), (EB) nr. 1192/2006 ( 15 ), (EB) nr. 2007/2006 ( 16 ) og ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar 2003/322/EB ( 17 ), 2003/324/EB ( 18 ) og 2004/407/EB ( 19 ), en þær gerðir hafa verið felldar inn í EES-samninginn og ber því að fella þær úr EES-samningnum.

     10)      Ákvörðun þessi varðar löggjöf um heilbrigði dýra. Ákvæði löggjafar um heilbrigði dýra skulu ekki gilda að því er varðar Liechtenstein meðan ákvæði samnings Evrópubandalagsins og Sambandsríkisins Sviss um verslun með landbúnaðarvörur taka einnig til Liechtensteins, eins og tilgreint er í aðlögunarákvæðum vegna einstakra atvinnugreina í I. viðauka við EES-samninginn. Ákvörðun þessi á því ekki að taka til Liechtensteins.

     11)      I. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.

Ákvæði I. kafla I. viðauka við EES-samninginn breytist sem hér segir:
     1)      Texti liðar 9b (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002) í hluta 7.1 hljóði svo:
                 „ 32009 R 1069: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002 (reglugerð um aukaafurðir úr dýrum) (Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 1).
             Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:
                  a)      Dagsetningin sem um getur í 55. gr. skal, að því er EFTA-ríkin varðar, vera gildistökudagur ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar, sem fellir reglugerð (EB) nr. 1069/2009 inn í EES-samninginn.
                  b)      Ákvæði þessarar gerðar taka til Íslands að því er varðar svið sem um getur í 2. mgr. inngangsorðanna.“
     2)      Eftirfarandi bætist við á eftir lið 9b (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009) í hluta 7.1:
                 „9c.      32011 R 0142: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun (Stjtíð. ESB L 54, 26.2.2011, bls. 1),
                 eins og henni var breytt með:
                           32011 R 0749: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 749/2011 frá 29. júlí 2011 (Stjtíð. ESB L 198, 30.7.2011, bls. 3),
                           32012 R 1063: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1063/2012 frá 13. nóvember 2012 (Stjtíð. ESB L 314, 14.11.2012, bls. 5),
                           32013 R 0555: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 555/2013 frá 14. júní 2013 (Stjtíð. ESB L 164, 18.6.2013, bls. 11),
                           32014 R 0592: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 592/2014 frá 3. júní 2014 (Stjtíð. ESB L 165, 4.6.2014, bls. 33).
Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:
     a)      Orðin „eða til Noregs" komi á eftir orðunum „ætlunin er að senda til aðildarríkis sem tilgreint er í viðaukanum við reglugerð (EB) nr. 546/2006" í fyrirmyndum að heilbrigðisvottorðum í XV. viðauka.
     b)      Orðin „eða Svalbarða“ bætist við á eftir orðunum „töflu 2“ í c-lið 1. þáttar II. kafla XIV. viðauka.
Ákvæði þessarar gerðar taka til Íslands að því er varðar svið sem um getur í 2. mgr. inngangsorðanna.“

2. gr.

Íslenskur og norskur texti reglugerða (EB) nr. 1069/2009. (ESB) nr. 790/2010, (ESB) nr. 142/2011, (ESB) nr. 749/2011, (ESB) nr. 1063/2012, (ESB) nr. 555/2013 og (ESB) nr. 592/2014, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.

Ákvörðun þessi öðlast gildi 26. september 2015, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ).

4. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 25. september 2015.
Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
Ingrid Schulerud
formaður.Fylgiskjal II.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002 (reglugerð um aukaafurðir úr dýrum) (*)


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1114-f_II.pdf


Neðanmálsgrein: 1
    1 Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 2
    2 Stjtíð. ESB L 237, 8.9.2010, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 3
    3 Stjtíð. ESB L 54, 26.2.2011, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 4
    4 Stjtíð. ESB L 198, 30.7.2011, bls. 3.
Neðanmálsgrein: 5
    5 Stjtíð. ESB L 314, 14.11.2012, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 6
    6 Stjtíð. ESB L 164, 18.6.2013, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 7
    7 Stjtíð. ESB L 165, 4.6.2014, bls. 33.
Neðanmálsgrein: 8
    8 Stjtíð. EB L 273, 10.10.2002, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 9
    9 Stjtíð. ESB L 117, 13.5.2003, bls. 14.
Neðanmálsgrein: 10
    10 Stjtíð. ESB L 162, 30.4.2004, bls. 62.
Neðanmálsgrein: 11
    11 Stjtíð. ESB L 16, 20.1.2005, bls. 46.
Neðanmálsgrein: 12
    12 Stjtíð. ESB L 19, 21.1.2005, bls. 27.
Neðanmálsgrein: 13
    13 Stjtíð. ESB L 29, 2.2.2006, bls. 31.
Neðanmálsgrein: 14
    14 Stjtíð. ESB L 32, 4.2.2006, bls. 13.
Neðanmálsgrein: 15
    15 Stjtíð. ESB L 215, 5.8.2006, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 16
    16 Stjtíð. ESB L 379, 28.12.2006, bls. 98.
Neðanmálsgrein: 17
    17 Stjtíð. ESB L 117, 13.5.2003, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 18
    18 Stjtíð. ESB L 117, 13.5.2003, bls. 37.
Neðanmálsgrein: 19
    19 Stjtíð. ESB L 151, 30.4.2004, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 20
    * Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.