Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1185  —  338. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

Frá velferðarnefnd.


     1.      Við lið A.2.
                  a.      Við liðinn Framkvæmd bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eitt af teymunum sérhæfi sig jafnframt í þjónustu við heyrnarlausa og heyrnarskerta einstaklinga sem reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta og glíma við geðröskun.
                  b.      Við liðinn Mælanlegt markmið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Geðheilsuteymi fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta hafi tekið til starfa árið 2017.
     2.      Við lið B.3:
                  a.      Á eftir orðinu „kvíða“ í liðnum Markmið komi: depurð, þunglyndi.
                  b.      Liðurinn Framkvæmd orðist svo: Beitt verði gagnreyndum aðferðum við að skima fyrir kvíða, depurð, þunglyndi og áhrifum áfalla meðal barna. Þeim börnum sem á þurfa að halda verði eftir nákvæma greiningu veitt meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og gagnreyndar aðferðir.
                  c.      Á eftir orðinu „kvíða“ í fyrirsögn komi: depurð.
                  d.      Orðin „í efstu bekkjum grunnskóla“ í fyrirsögn falli brott.
     3.      Liðurinn Mælanlegt markmið í lið C.1 orðist svo: Starfshópur skili áætlun með gagnreyndum aðferðum um hvernig unnið skuli gegn fordómum í garð geðfatlaðra árið 2017.
     4.      Í stað orðanna „þeim dreift til íslenskra fjölmiðla og fylgt eftir með markvissum hætti“ í liðnum Framkvæmd í lið C.2 komi: og þeim dreift til íslenskra fjölmiðla.
     5.      Liðurinn Mælanlegt markmið í lið C.3 orðist svo: Fjöldi nýrra hlutastarfa fólks með geðraskanir í lok árs 2018.
     6.      Við lið C.5:
                  a.      Við liðinn Markmið bætist: og lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, nr. 61/2011.
                  b.      Við liðinn Framkvæmd bætist: og lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.
                  c.      Á eftir orðinu „heilbrigðisstarfsfólk“ í liðnum Dæmi um samstarfsaðila komi: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.