Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1203  —  581. mál.
Nr. 27/145.


Þingsályktun

um skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðis­ráð­herra að skipa starfshóp sem fái það verk­efni að móta viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki. Hópurinn skuli sérstaklega meta þörfina á skipulagðri skráningu sykursýki á Íslandi og reglulegri skimun fyrir sykursýki hjá áhættuhópum. Við matið verði miðað við að heilsugæslan veiti ráðgjöf samhliða skimuninni og fylgi henni eftir þegar við á.
    Í starfshópnum verði fulltrúar stærstu heilbrigðis­stofnana, svo sem Landspítala og Sjúkra­hússins á Akureyri, heilsugæslunnar, embættis landlæknis og samtaka sjúklinga og fagstétta.
    Heilbrigðis­ráð­herra skili Alþingi skýrslu um niðurstöður starfshópsins eigi síðar en 1. janúar 2017.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 2016.