Ferill 17. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1482  —  17. mál.
Nr. 41/145.


Þingsályktun

um lýðháskóla.


    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að hefja vinnu við gerð frumvarps til almennrar löggjafar um lýðháskóla á Íslandi. Markmið löggjafarinnar verði að gera lýðháskóla að viðurkenndum valkosti í menntun sem njóti lagalegrar umgjarðar og stuðnings hins opinbera. Við vinnuna verði horft til þess fyrirkomulags sem gildir um starfsemi lýðháskóla annars staðar á Norðurlöndum. Ráðherra leggi fram frumvarp eigi síðar en á vorþingi 2017.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.