Ferill 184. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1488  —  184. mál.
Nr. 47/145.


Þingsályktun

um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ.


    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra í samvinnu við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og stjórn Gljúfrasteins að hefja uppbyggingu Laxnessseturs að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Leiðarljós Laxnessseturs verði að halda á lofti minningu Halldórs Laxness, veita fræðslu um verk hans og leggja áherslu á að Mosfellssveit og -bær var hans heimabyggð. Þar verði miðstöð allrar þekkingar um Halldór Laxness. Laxnesssetur verði jafnframt bókmenntasetur þar sem aðstaða verði til rannsókna og fræðistarfa.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.