Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1496  —  160. mál.
Nr. 48/145.


Þingsályktun

um aðgerðaáætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum.


    Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að skipa starfshóp sem vinni skýrslu um hvernig efla megi hafrannsóknir hér á landi með tilliti til súrnunar hafsins og þeirra breytinga sem verða á lífríki þess. Í starfshópnum verði m.a. fulltrúar Háskóla Íslands, Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Starfshópurinn skili ráðherra skýrslu fyrir árslok 2016 sem ráðherra kynni fyrir Alþingi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.