Ferill 589. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
2. uppprentun.

Þingskjal 1522  —  589. mál.
Leiðrétting.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (eigið fé, könnunar- og matsferli, vogunarhlutfall, valdheimildir o.fl.).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í 6. tölul. 1. efnismgr. komi: laga um hlutafélög.
                  b.      13. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: Félag í hliðarstarfsemi: Félag sem hefur að meginstarfsemi að sjá um þjónustu sem er til viðbótar við meginstarfsemi eins eða fleiri fjármálafyrirtækja, t.d. gagnavinnsluþjónustu, umsjón með fasteignum eða aðra þjónustu sem samrýmist starfsemi fjármálafyrirtækja.
                  c.      34. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: Hæft fjármagn: Samtala eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 1 skv. 84. gr. a og 84. gr. b og eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2 skv. 84. gr. c sem að hámarki nema þriðjungi af eiginfjárgrunnsgerningum þáttar 1, ásamt frádráttarliðum skv. 85. gr.
                  d.      36. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: Veltubók: Allar stöður í fjármálagerningum og hrávörum sem fjármálafyrirtæki heldur, annaðhvort vegna veltuviðskipta eða til að verja stöður sem haldið er vegna veltuviðskipta.
                  e.      Í stað hugtaksins „ Gervieignarhlutur“ í 39. tölul. 1. efnismgr. komi: Tilbúinn eignarhlutur.
     2.      Á eftir 8. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (9. gr.)
                       Lokamálsliður 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur sem kveða nánar á um starfsemi innri endurskoðunardeildar.
                  b.      (10. gr.)
                       Á eftir orðunum „aðila í nánum tengslum“ í 3. málsl. 2. mgr. 17. gr. a laganna kemur: venslaða aðila.
     3.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðsins „áhættur“ í 1. málsl. komi: áhættu.
                  b.      Á eftir orðinu „árlega“ í 3. málsl. komi: annaðhvort að fullu eða með tilvísun.
     4.      Við b-lið 11. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur skulu setja tryggingu fyrir tjóni sem þau kunna að valda viðskiptavinum sínum í starfsemi sinni. Nánari ákvæði um fjárhæð trygginga og lágmarksskilmála að öðru leyti skal setja í reglugerð.
     5.      Á eftir 14. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í lok 1. mgr. 29. gr. laganna kemur: laga um hlutafélög.
     6.      Á eftir b-lið 15. gr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „aðila og aðila í nánum tengslum við hann“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: aðila og nánum fjölskyldumeðlimum hans og aðila í nánum tengslum við þá.
     7.      Í stað d–f-liðar 19. gr. komi einn stafliður, svohljóðandi: 7. mgr. orðast svo:
                  Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
     8.      Við 20. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu um vogunarhlutfall sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
     9.      21. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
                  a.      2. mgr. fellur brott.
                  b.      Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í 4. mgr. kemur: laga um hlutafélög.
     10.      Á eftir 22. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                   Við 54. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                   Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja.
     11.      Á eftir 23. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í 62. gr. laganna komi: laga um hlutafélög.
     12.      Á eftir 24. gr. komi tíu nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (30. gr.)
                       Við 78. gr. a laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun útlána- og mótaðilaáhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  b.      (31. gr.)
                       Við 78. gr. b laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun eftirstæðrar áhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  c.      (32. gr.)
                       Við 78. gr. c laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun samþjöppunaráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  d.      (33. gr.)
                       Við 78. gr. d laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun áhættu vegna verðbréfunar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  e.      (34. gr.)
                       Við 78. gr. e laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun markaðsáhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  f.      (35. gr.)
                       Við 78. gr. f laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun vaxtaáhættu vegna viðskipta utan veltubókar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  g.      (36. gr.)
                       Við 78. gr. g laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun rekstraráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  h.      (37. gr.)
                       Við 78. gr. h laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur í samræmi við 2. mgr. 79. gr. um meðhöndlun lausafjáráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  i.      (38. gr.)
                       Við 78. gr. i laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun áhættu vegna óhóflegrar vogunar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
                  j.      (39. gr.)
                       2. málsl. 1. mgr. 79. gr. laganna fellur brott.
     13.      Í stað orðanna „séu nægjanlegar“ í fyrri málslið 4. mgr. a-liðar (80. gr.) 25. gr. komi: séu fullnægjandi.
     14.      Við 27. gr.
                  a.      Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Eiginfjárgrunnur fjármálafyrirtækis skal samsettur af þætti 1, sbr. 84. gr. a og 84. gr. b, þætti 2, sbr. 84. gr. c, og frádráttarliðum skv. 85. gr.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
     15.      Við 28. gr.
                  a.      Í stað orðsins „eiginfjárgrunnsgerninga“ í b-lið 1. mgr. a-liðar (84. gr. a) komi: fjármagnsgerninga.
                  b.      C-liður 1. mgr. c-liðar (84. gr. c) orðist svo: hjá fjármálafyrirtækjum sem nota staðalaðferð, almennar leiðréttingar vegna útlánaáhættu, að hámarki 1,25% af áhættuvegnum eignum reiknuðum samkvæmt staðalaðferð.
                  c.      D-liður 1. mgr. c-liðar (84. gr. c) orðist svo: hjá fjármálafyrirtækjum sem nota innramatsaðferð, jákvæð staða vegna útreikninga á væntu tapi, að hámarki 0,6% af áhættuvegnum eignum reiknuðum samkvæmt innramatsaðferð.
     16.      Í stað „5. málsl.“ í c-lið 32. gr. komi: 6. málsl.
     17.      Í stað orðsins „gervieignarhlut“ í f-, g- og h-lið 1. mgr., a-, b- og c-lið 4. mgr. og a-, b- og c-lið 5. mgr. 35. gr. komi: tilbúinn eignarhlut.
     18.      Á eftir 36. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í lokamálslið 3. mgr. 89. gr. laganna kemur: laga um hlutafélög.
     19.      Við 39. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætast átta nýir töluliðir, svohljóðandi:
         53.     78. gr. a um meðhöndlun útlána- og mótaðilaáhættu.
         54.     78. gr. c um meðhöndlun samþjöppunaráhættu.
         55.     78. gr. e um meðhöndlun markaðsáhættu.
         56.     78. gr. g um meðhöndlun rekstraráhættu.
         57.     78. gr. h um meðhöndlun lausafjáráhættu.
         58.     7. mgr. 84. gr. um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um eigið fé og eiginfjárgrunn.
         59.     7. mgr. 30. gr. um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar.
         60.     2. mgr. 30. gr. a um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um vogunarhlutfall.
     20.      Á eftir 40. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. b laganna:
                  a.      Á eftir orðinu „eiginfjárgrunns“ í b-lið 2. mgr. kemur: eiginfjárauka.
                  b.      Við a-lið 3. mgr. bætist: og eiginfjáraukum.
                  c.      Á eftir c-lið 3. mgr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: útreikning á eiginfjárkröfum byggðum á innri líkönum.
     21.      Lokamálsliður 41. gr. orðist svo: Í reglunum skal kveðið á um hvaða val- og heimildarákvæði reglugerðarinnar skuli beitt hér á landi.
     22.      Við 42. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa færri ársverk en 30 og þar sem eignir eru ekki umfram 20 milljarða íslenskra króna í lok síðastliðins reikningsárs skal gildi verndunarauka skv. 86. gr. e hæst vera 1% til 31. desember 2016, 1,75% frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 og 2,5% frá 1. janúar 2018.