Ferill 764. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1585  —  764. mál.
Viðbót.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2019.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Í stað orðanna „skal fjármagna eða styrkja“ í 2. málsl. 1. mgr. 1. kafla komi: fjármagni eða styrki.
     2.      Orðin „með fyrirvara um að fjárframlög fáist til verkefnisins“ í 4. mgr. 11. kafla falli brott.
     3.      Við 14. kafla.
                  a.      Í stað orðsins „skal“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: verði.
                  b.      Orðin „í fjögur ár“ í 3. mgr. falli brott.
     4.      Við 15. kafla.
                  a.      Í stað orðsins „Kennarafélags“ í c-lið 1. mgr. komi: Kennarasambands.
                  b.      Á eftir c-lið 1. mgr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Gerð aðgerðaáætlunar til að jafna kynjahlutfall starfsfólks skóla á öllum skólastigum.
                  c.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Að hvetja háskóla til að innleiða kynjafræði í grunnnám kennaranema og starfandi kennurum bjóðist námskeið í kynjafræðum.
     5.      Orðin „í þrjú ár“ í 4. mgr. 18. kafla falli brott.