Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1615, 145. löggjafarþing 589. mál: fjármálafyrirtæki (eigið fé, könnunar- og matsferli, vogunarhlutfall, EES-reglur).
Lög nr. 96 13. september 2016.

Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (eigið fé, könnunar- og matsferli, vogunarhlutfall, valdheimildir o.fl.).


1. gr.

     1. gr. a laganna orðast svo:
     Í lögum þessum merkir:
 1. Fjármálafyrirtæki: Viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.
 2. Lánastofnun: Fyrirtæki sem tekur á móti innlánum eða öðrum endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi og veitir lán fyrir eigin reikning. Fjármálafyrirtæki sem hefur fengið starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr. telst vera lánastofnun.
 3. Staðbundið fyrirtæki: Verðbréfafyrirtæki sem stundar viðskipti fyrir eigin reikning á mörkuðum fyrir staðlaða framvirka samninga, valrétti eða aðrar afleiður og á lausafjármörkuðum, eingöngu í þeim tilgangi að verja stöður á afleiðumörkuðum, eða það stundar viðskipti fyrir reikning annarra sem eiga aðild að sömu mörkuðum og þar sem gert er ráð fyrir að uppgjörsaðilar ábyrgist að staðið verði við samninga sem slíkt fyrirtæki gerir.
 4. Vátryggingafélag: Vátryggingafélag eins og það er skilgreint í lögum um vátryggingastarfsemi.
 5. Fjármálasamsteypa: Samstæða félaga eða félög sem hafa með sér náin tengsl, sbr. 23. tölul., þar sem eftirlitsskyldur aðili fer fyrir samstæðunni og a.m.k. einn aðili innan samstæðunnar starfar á fjármálasviði og annar aðili starfar á vátryggingasviði og þar sem umsvif á samstæðugrundvelli og/eða samanlögð umsvif á fjármálasviði annars vegar og hins vegar samsvarandi umsvif á vátryggingasviði eru hvor um sig talin mikilvæg samkvæmt reglum sem Fjármálaeftirlitið setur skv. 3. mgr. 109. gr. Fari enginn eftirlitsskyldur aðili fyrir samstæðunni, en starfsemi samstæðunnar fer aðallega fram á fjármála- eða vátryggingasviði samkvæmt skilgreiningu í reglum sem Fjármálaeftirlitið setur skv. 3. mgr. 109. gr., telst samstæðan vera fjármálasamsteypa. Sérhverja undirsamstæðu sem uppfyllir skilyrði 1. málsl. þessa töluliðar skal líta á sem fjármálasamsteypu.
 6. Framkvæmdastjóri: Einstaklingur sem stjórn fjármálafyrirtækis ræður til þess að standa fyrir rekstri þess í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög eða laga þessara, burt séð frá starfsheiti að öðru leyti.
 7. Lykilstarfsmaður: Einstaklingur í stjórnunarstarfi, annar en framkvæmdastjóri, sem hefur umboð til að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á framtíðarþróun og afkomu fyrirtækisins.
 8. Kaupauki: Starfskjör starfsmanns fjármálafyrirtækis sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns þar sem endanleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram.
 9. Móðurfélag: Fyrirtæki telst vera móðurfélag þegar það:
  1. ræður yfir meiri hluta atkvæða í öðru fyrirtæki,
  2. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur rétt til að tilnefna eða víkja frá meiri hluta stjórnarmanna eða stjórnenda,
  3. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur rétt til að hafa ráðandi áhrif á starfsemi þess á grundvelli samþykkta fyrirtækisins eða samnings við það,
  4. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og ræður, á grundvelli samnings við aðra hluthafa eða eignaraðila, meiri hluta atkvæða í fyrirtækinu eða
  5. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur ráðandi stöðu í því.
       Við mat á atkvæðisrétti og réttindum til að tilnefna eða víkja frá stjórnarmönnum eða stjórnendum skal leggja saman réttindi sem móðurfélag og dótturfélag ráða yfir.
       Við mat á atkvæðisrétti í dótturfélagi skal ekki talinn með atkvæðisréttur sem fylgir eigin hlutum dótturfélagsins eða dótturfélögum þess.
 10. Dótturfélag: Fyrirtæki sem hafa þau tengsl við fjármálafyrirtæki eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði sem lýst er í 9. tölul. teljast vera dótturfélög. Fyrirtæki sem er dótturfélag dótturfélags telst einnig vera dótturfélag móðurfélags.
 11. Samstæða: Móðurfélag og dótturfélög þess mynda samstæðu.
 12. Útibú: Starfsstöð sem lögum samkvæmt er háð fjármálafyrirtæki, sem hún er hluti af, og annast með beinum hætti öll eða hluta þeirra viðskipta sem fjármálafyrirtæki stundar.
 13. Félag í hliðarstarfsemi: Félag sem hefur að meginstarfsemi að sjá um þjónustu sem er til viðbótar við meginstarfsemi eins eða fleiri fjármálafyrirtækja, t.d. gagnavinnsluþjónustu, umsjón með fasteignum eða aðra þjónustu sem samrýmist starfsemi fjármálafyrirtækja.
 14. Eignarhaldsfélag á fjármálasviði: Fjármálastofnun sem ekki er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þar sem dótturfélögin eru annaðhvort eingöngu eða aðallega fjármálafyrirtæki eða fjármálastofnanir og a.m.k. eitt dótturfélagið er fjármálafyrirtæki.
 15. Blandað eignarhaldsfélag: Móðurfélag sem ekki er eignarhaldsfélag á fjármálasviði, fjármálafyrirtæki eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þar sem a.m.k. eitt dótturfélag er fjármálafyrirtæki.
 16. Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi: Móðurfélag sem ekki er eftirlitsskylt en það ásamt dótturfélögum sínum, þar sem a.m.k. eitt þeirra er eftirlitsskylt og er með höfuðstöðvar í aðildarríki, og öðrum aðilum myndar fjármálasamsteypu.
 17. Fjármálastofnun: Fyrirtæki, annað en fjármálafyrirtæki, sem hefur að meginstarfsemi að afla eignarhluta eða sinna einni eða fleiri tegundum starfsemi sem um getur í 2.–12. og 15. tölul. 1. mgr. 20. gr., þ.m.t. eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög og greiðslustofnanir í skilningi laga um greiðsluþjónustu, en að undanskildum eignarhaldsfélögum á vátryggingasviði og blönduðum eignarhaldsfélögum á vátryggingasviði eins og þau eru skilgreind í lögum um vátryggingastarfsemi.
 18. Aðili á fjármálamarkaði: Eftirtaldir aðilar teljast aðilar á fjármálamarkaði:
  1. Fjármálafyrirtæki.
  2. Fjármálastofnun.
  3. Félag í hliðarstarfsemi sem er hluti af samstæðustöðu fjármálafyrirtækis.
  4. Vátryggingafélag.
  5. Vátryggingafélag utan Evrópska efnahagssvæðisins.
  6. Endurtryggingafélag.
  7. Endurtryggingafélag utan Evrópska efnahagssvæðisins.
  8. Eignarhaldsfélag á vátryggingasviði.
  9. Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi.
  10. Blandað eignarhaldsfélag á vátryggingasviði.
  11. Vátryggingafélag sem er undanskilið gildissviði tilskipunar 2009/138/EB skv. 4. gr. þeirrar tilskipunar.
  12. Fyrirtæki utan Evrópska efnahagssvæðisins með meginstarfsemi sambærilega við starfsemi skv. a–j-lið.
 19. Hlutdeildarfélag: Félag sem fjármálafyrirtæki hefur veruleg áhrif á eða þar sem beinn eða óbeinn eignarhluti nemur 20% eða meira af atkvæðisrétti eða hlutafé.
 20. Venslaðir aðilar: Til venslaðra aðila teljast tengdir aðilar samkvæmt settum reikningsskilareglum, sbr. lög um ársreikninga. Til venslaðra aðila geta einnig talist aðrir aðilar sem Fjármálaeftirlitið metur að eigi beinna og skyldra hagsmuna að gæta vegna starfsemi fjármálafyrirtækis.
 21. Virkur eignarhlutur: Bein eða óbein hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.
 22. Yfirráð: Tengsl milli móðurfélags og dótturfélags, eins og þau eru skilgreind í lögum um ársreikninga, eða sambærilegt samband milli einstaklings eða lögaðila og félags.
 23. Náin tengsl: Náin tengsl teljast vera til staðar þegar einstaklingar og/eða félög tengjast með einhverjum eftirfarandi hætti:
  1. með hlutdeild í formi beins eignarréttar eða yfirráðum sem nemur 20% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðavægi félags,
  2. með yfirráðum eða
  3. með varanlegum tengslum þeirra við sama þriðja aðila í gegnum yfirráðatengsl.
 24. Hópur tengdra viðskiptamanna: Það telst hópur tengdra viðskiptamanna ef öðru eftirtalinna skilyrða er fullnægt:
  1. tveir eða fleiri einstaklingar eða lögaðilar sem, nema sýnt sé fram á annað, mynda eina áhættu vegna þess að einn þeirra hefur bein eða óbein yfirráð yfir hinum eða
  2. tveir eða fleiri einstaklingar eða lögaðilar þar sem enginn einn hefur yfirráð yfir hinum, eins og skilgreint er í a-lið, en þeir teljast til sömu áhættu vegna þess að þeir eru svo fjárhagslega tengdir að líkur eru á að ef einn þeirra lendir í fjárhagserfiðleikum, einkum í tengslum við fjármögnun eða endurgreiðslu skulda, eigi hinn aðilinn eða allir í erfiðleikum með fjármögnun eða endurgreiðslu skulda.
 25. Samstarf: Samstarf skal m.a. vera talið á milli aðila ef þeir hafa gert með sér samkomulag um að einn eða fleiri saman nái virkum eignarhlut í félagi, hvort sem samkomulagið er formlegt eða óformlegt, skriflegt, munnlegt eða með öðrum hætti. Samstarf skal alltaf talið vera fyrir hendi þegar um eftirfarandi tengsl er að ræða, nema sýnt sé fram á hið gagnstæða:
  1. Hjón, aðilar í skráðri sambúð og börn hjóna eða aðila í skráðri sambúð. Foreldrar og börn teljast enn fremur aðilar í samstarfi.
  2. Tengsl milli aðila sem fela í sér bein eða óbein yfirráð annars aðilans yfir hinum eða ef tvö eða fleiri félög eru beint eða óbeint undir yfirráðum sama aðila. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, c- og d-lið.
  3. Félög sem aðili á með beinum eða óbeinum hætti verulegan eignarhlut í, þ.e. aðili á með beinum eða óbeinum hætti a.m.k. 20% hluta atkvæðisréttar í viðkomandi félagi. Félag, móðurfélag þess, dótturfélög og systurfélög teljast í samstarfi. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, b- og d-lið.
  4. Tengsl á milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdastjóra þess.
 26. Aðildarríki: Ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar.
 27. Fjármálagerningur: Fjármálagerningur eins og hann er skilgreindur samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og aðrir gerningar sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 2. mgr.
 28. Stofnframlag: Með stofnframlagi fjármálafyrirtækis er átt við fjárhæð og tegund þess eigin fjár sem fjármálafyrirtæki skal hafa til þess að hljóta starfsleyfi.
 29. Stór áhættuskuldbinding: Áhættuskuldbinding, þ.e. lánveitingar, verðbréfaeign, eignarhlutir og veittar ábyrgðir fjármálafyrirtækis, svo og aðrar skuldbindingar gagnvart fjármálafyrirtækinu, sem nemur 10% eða meira af eiginfjárgrunni þess.
 30. Verðbréfun: Viðskiptasamningur eða kerfisfyrirkomulag þar sem útlánaáhætta tengd ákveðinni áhættuskuldbindingu eða safni áhættuskuldbindinga er skipt í áhættulög eignasafns og hefur bæði eftirfarandi einkenna:
  1. greiðslur samkvæmt viðskiptasamningnum eða kerfisfyrirkomulaginu eru háðar afkomu og efndum af áhættuskuldbindingunni eða safni áhættuskuldbindinga og
  2. forgangsröðun áhættulaganna ákvarðar dreifingu taps á líftíma viðskiptasamningsins eða kerfisfyrirkomulagsins.
 31. Verðbréfuð staða: Áhættuskuldbinding vegna verðbréfunar.
 32. Endurverðbréfun: Verðbréfun þar sem áhætta tengd undirliggjandi safni áhættuskuldbindinga er lagskipt í hluta og að lágmarki ein undirliggjandi áhættuskuldbinding er verðbréfuð staða.
 33. Endurverðbréfuð staða: Áhættuskuldbinding vegna endurverðbréfunar.
 34. Hæft fjármagn: Samtala eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 1 skv. 84. gr. a og 84. gr. b og eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2 skv. 84. gr. c sem að hámarki nema þriðjungi af eiginfjárgrunnsgerningum þáttar 1, ásamt frádráttarliðum skv. 85. gr.
 35. Stöður sem er haldið vegna veltuviðskipta: Einhver af eftirfarandi stöðum:
  1. stöður fyrir eigin reikning og stöður sem tengjast tiltekinni þjónustu fyrir viðskiptavin og viðskiptavakt,
  2. stöður sem ætlunin er að selja aftur innan skamms tíma eða
  3. stöður sem teknar eru til að hagnast á skammtímamismun á milli kaup- og söluverðs eða öðrum verð- og vaxtabreytingum.
 36. Veltubók: Allar stöður í fjármálagerningum og hrávörum sem fjármálafyrirtæki heldur, annaðhvort vegna veltuviðskipta eða til að verja stöður sem haldið er vegna veltuviðskipta.
 37. Óbeinn eignarhlutur: Áhættuskuldbinding gagnvart millilið sem ber áhættu vegna fjármagnsgernings útgefnum af aðila á fjármálamarkaði þar sem tap fjármálafyrirtækisins, ef til þess kæmi að slíkur fjármagnsgerningur yrði endanlega afskrifaður, yrði ekki verulega frábrugðið því tapi sem fjármálafyrirtækið yrði fyrir vegna beins eignarhlutar í sömu fjármagnsgerningum.
 38. Krosseignarhald: Eignarhlutur fjármálafyrirtækis í eiginfjárgrunnsgerningum eða öðrum fjármagnsgerningum útgefnum af aðila á fjármálamarkaði þar sem þessir aðilar eiga einnig eiginfjárgrunnsgerninga útgefna af fjármálafyrirtækinu.
 39. Tilbúinn eignarhlutur: Fjárfesting fjármálafyrirtækis í fjármálagerningi þar sem virði hans tengist með beinum hætti virði fjármagnsgernings útgefnum af aðila á fjármálamarkaði.

     Ráðherra er heimilt í reglugerð að setja nánari ákvæði um skilgreiningu hugtakanna hópur tengdra viðskiptamanna og fjármálagerningur.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 6. tölul. 1. mgr. fellur brott.
 2. 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. c- og d-lið 6. tölul. og 7. tölul. 1. mgr. 3. gr.


3. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „18. gr.“ í 9. tölul. 5. gr. laganna kemur: 23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a og 3. mgr. 7. gr.

4. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Starfsleyfi skal ekki veitt ef náin tengsl umsækjanda, sbr. 23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a, við einstaklinga eða lögaðila hindra eftirlit með fyrirtækinu af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Hið sama á við ef lög eða reglur sem gilda um slíka tengda aðila hindra eftirlit.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „18. gr.“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: 23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a og 3. mgr. 7. gr.
 2. Í stað tilvísunarinnar „84. gr. b“ í 10. tölul. 1. mgr. kemur: 86. gr. b.
 3. Í stað tilvísunarinnar „6. mgr. 84. gr. a“ í 10. tölul. 1. mgr. kemur: 6. mgr. 86. gr. a.


6. gr.

     Orðið „verðbréfamiðlun“ í 1. mgr. 12. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

     14. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Stofnframlag lánastofnunar.
     Við veitingu starfsleyfis skal lágmark innborgaðs stofnframlags lánastofnunar vera jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum. Til stofnframlags skv. 1. málsl. telst einn eða fleiri af eftirfarandi eiginfjárliðum:
 1. Fjármagnsgerningar, þ.m.t. innborgað hlutafé og stofnfé, sem uppfylla skilyrði 84. gr. b.
 2. Yfirverðsreikningur vegna eiginfjárgerninga skv. 1. tölul., þ.m.t. yfirverðsreikningur hlutafjár og stofnfjár.
 3. Óráðstafað eigið fé.
 4. Varasjóður.

     Þrátt fyrir 1. mgr. getur stofnframlag sparisjóðs sem starfar á afmörkuðu, staðbundnu starfssvæði og hefur starfsleyfi skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. og starfsheimildir skv. 1.–6., 10., 13. og 14. tölul. 1. mgr. 20. gr. að lágmarki numið jafnvirði 1 milljónar evra (EUR) í íslenskum krónum. Með afmörkuðu, staðbundnu starfssvæði er átt við að sparisjóður hafi ekki heimild til að stunda starfsemi skv. B-hluta V. kafla.
     Sé hlutafé eða stofnfé skv. 1. eða 2. mgr. skráð í íslenskum krónum skal miða við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
     Óski lánastofnun eftir nýju starfsleyfi skal bókfært eigið fé í stað hlutafjár eða stofnfjár ekki nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 1. eða 2. mgr. eða 14. gr. a.
     Eiginfjárgrunnur lánastofnunar skv. 84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr. má á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 1. eða 2. mgr.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.

8. gr.

     Á eftir 14. gr. laganna kemur ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Stofnframlag verðbréfafyrirtækja, staðbundinna fyrirtækja og rekstrarfélaga verðbréfasjóða.
     Við veitingu starfsleyfis skal lágmark innborgaðs stofnframlags verðbréfafyrirtækis, staðbundins fyrirtækis og rekstrarfélags verðbréfasjóða vera eins og það er tilgreint í þessari grein. Til stofnframlags skv. 1. málsl. telst einn eða fleiri af eftirfarandi eiginfjárliðum:
 1. Fjármagnsgerningar, þ.m.t. innborgað hlutafé og innborgað stofnfé sem uppfylla skilyrði 84. gr. b.
 2. Yfirverðsreikningur vegna eiginfjárgerninga skv. 1. tölul., þ.m.t. yfirverðsreikningur hlutafjár og stofnfjár.
 3. Óráðstafað eigið fé.
 4. Varasjóður.

     Hlutafé verðbréfafyrirtækis skal að lágmarki nema jafnvirði 730 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum.
     Þrátt fyrir 2. mgr. getur hlutafé verðbréfafyrirtækis að lágmarki numið jafnvirði 125 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum ef verðbréfafyrirtækið uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
 1. Það hefur ekki starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.
 2. Það hefur starfsheimild skv. a-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. og a.m.k. eina eða fleiri af þeim starfsheimildum sem getið eru um í a-, b- og d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.

     Þrátt fyrir 2. og 3. mgr. getur hlutafé verðbréfafyrirtækis að lágmarki numið jafnvirði 50 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum ef verðbréfafyrirtæki hefur ekki starfsheimild skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. og a-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr.
     Hlutafé staðbundins fyrirtækis skal að lágmarki nema jafnvirði 50 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum ef það veitir þjónustu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu skv. 36. og/eða 37. gr.
     Hlutafé rekstrarfélags verðbréfasjóða skal að lágmarki nema jafnvirði 125 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum. Hlutafé skal hækka um sem nemur 0,02% af eignum verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sem eru í rekstri rekstrarfélagsins og eru umfram jafnvirði 250 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum. Hlutafé skv. 1. og 2. málsl. þarf þó ekki að fara yfir jafnvirði 10 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum. Með eignum rekstrarfélags samkvæmt þessari málsgrein skal telja eignir verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
     Sé hlutafé skráð í íslenskum krónum skal miða við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
     Óski fyrirtæki samkvæmt þessari grein eftir nýju starfsleyfi skal bókfært eigið fé í stað hlutafjár ekki nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í þessari grein eða 14. gr.
     Eiginfjárgrunnur fyrirtækis samkvæmt þessari grein má á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 2.–5. mgr.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.

9. gr.

     Lokamálsliður 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur sem kveða nánar á um starfsemi innri endurskoðunardeildar.

10. gr.

     Á eftir orðunum „aðila í nánum tengslum“ í 3. málsl. 2. mgr. 17. gr. a laganna kemur: venslaða aðila.

11. gr.

     18. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Upplýsingaskylda fjármálafyrirtækis.
     Fjármálafyrirtæki skal upplýsa opinberlega um áhættu, áhættustýringu og eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að ákveða tíðni slíkrar upplýsingagjafar, hvenær upplýsingarnar skuli birtar og að þær skuli birta í sérstökum miðli, öðrum en ársreikningum fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að móðurfélag fjármálafyrirtækis birti árlega, annaðhvort að fullu eða með tilvísun, lýsingu á uppbyggingu samstæðu fyrirtækisins og upplýsingar um stjórnarhætti og skipurit þess. Upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækis skal afmarka nánar með reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 20. gr. laganna:
 1. 11. tölul. orðast svo: Eignastýringar og ráðgjafar.
 2. Í stað orðsins „ávöxtunar“ í 12. tölul. kemur: umsýslu.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „stjórnunar“ í a-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: umsýslu.
 2. Við bætast fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 3.      Verðbréfafyrirtæki sem uppfyllir öll eftirtalin skilyrði ber takmarkaðar starfsskyldur samkvæmt lögum þessum:
  1. Fyrirtækið hefur ekki heimild til að veita þjónustu skv. a-lið 2. tölul. 1. mgr.
  2. Fyrirtækið veitir einungis þjónustu skv. a-, b-, d- og/eða e-lið 1. tölul. 1. mgr.
  3. Fyrirtækið hefur ekki heimild til þess að varðveita reiðufé eða fjármálagerninga í eigu viðskiptavina og stofna til skuldbindinga við viðskiptavini sína.

       Verðbréfafyrirtæki sem ber takmarkaðar starfsskyldur samkvæmt lögum þessum er undanþegið eftirfarandi skyldum og kröfum um:
  1. upplýsingaskyldu um áhættu, áhættustýringu og eiginfjárstöðu skv. 18. gr.,
  2. laust fé skv. 83. gr.,
  3. takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum skv. 30. gr.,
  4. að takmarka vogun og reikna út vogunarhlutfall skv. 30. gr. a,
  5. takmörkun á kaupaukum og kaupaukakerfi skv. 57. gr. a og
  6. samanlagða kröfu um eiginfjárauka skv. 86. gr. a.

       Verðbréfafyrirtæki sem telst staðbundið fyrirtæki er undanþegið skyldum og kröfum skv. 4. mgr. og er ekki skylt að reikna út eiginfjárkröfur í samræmi við IX. og X. kafla.
       Heimilt er að kveða á um að verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur setji tryggingu fyrir tjóni sem þau kunna að valda viðskiptavinum sínum í starfsemi sinni. Nánari ákvæði um fjárhæð trygginga og lágmarksskilmála að öðru leyti skal setja í reglugerð.
       Verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur skulu setja tryggingu fyrir tjóni sem þau kunna að valda viðskiptavinum sínum í starfsemi sinni. Nánari ákvæði um fjárhæð trygginga og lágmarksskilmála að öðru leyti skal setja í reglugerð.


14. gr.

     26. gr. laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Rekstrarfélagi er einnig heimilt að stunda þá starfsemi sem kveðið er á um í 1.–3. tölul. en heimild til þess að stunda starfsemi skv. 2. og 3. tölul. er þó bundin því skilyrði að rekstrarfélagið stundi starfsemi skv. 1. tölul.
 2. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Vörslu og umsýslu í tengslum við hluti og hlutdeildarskírteini sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
 3. 3. mgr. orðast svo:
 4.      Rekstrarfélagi verðbréfasjóða er óheimilt, í tengslum við rekstur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem það stýrir, að nýta sér sameiginlegan atkvæðisrétt í sjóðunum þannig að það geti haft veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Fjármálafyrirtæki mega ekki eiga virka eignarhluti í einstökum fyrirtækjum, sem ekki eru fjármálafyrirtæki, aðilar á fjármálamarkaði eða fyrirtæki sem sinna annarri þjónustustarfsemi og hliðarstarfsemi, sbr. 21. gr., sem nema hærri fjárhæð en 15% af hæfu fjármagni hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis.
 3. Í stað orðsins „eiginfjárgrunni“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: hæfu fjármagni.
 4. Orðin „áður en tekið hefur verið tillit til frádráttar skv. 5. mgr. 85. gr.“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
 5. 2. og 3. málsl. 2. mgr. falla brott.
 6. Orðin „og 2.“ í 4. málsl. 2. mgr. falla brott.
 7. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal kveða nánar á um undanþágu tímabundinna eignarhluta í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
 8. 3. mgr. orðast svo:
 9.      Við útreikning á eiginfjárkröfum skv. 84. gr. og 84. gr. e skal fjármálafyrirtæki beita 1250% áhættuvog á þá fjárhæð sem hærri er samkvæmt eftirfarandi tveimur stafliðum:
  1. þá fjárhæð virkra eignarhluta sem fer fram yfir 15% af hæfu fjármagni, sbr. 1. mgr., eða
  2. heildarfjárhæð samtölu virkra eignarhluta sem fer fram yfir 60% af hæfu fjármagni, sbr. 1. málsl. 2. mgr.

 10. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 11.      Í stað þess að beita 1250% áhættuvog á fjárhæð skv. 3. mgr. er fjármálafyrirtæki heimilt að draga fjárhæðina frá eiginfjárgrunni. Kveðið skal nánar á um þá heimild í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.
 12. Í stað orðsins „fjármálafyrirtækjum“ í 4. mgr. kemur: fyrirtækjum.


17. gr.

     Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í lok 1. mgr. 29. gr. laganna kemur: laga um hlutafélög.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. a laganna:
 1. Í stað orðsins „aðila“ í fyrra skiptið í 1. málsl. 2. mgr. kemur: nánum fjölskyldumeðlimum þeirra eða aðila.
 2. Í stað orðsins „aðila“ í seinna skiptið í 2. málsl. 2. mgr. kemur: nánum fjölskyldumeðlimum þeirra eða aðila.
 3. Í stað orðanna „aðila og aðila í nánum tengslum við hann“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: aðila og nánum fjölskyldumeðlimum hans og aðila í nánum tengslum við þá.
 4. Í stað orðanna „og stjórnarmanna“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stjórnarmanna og nána fjölskyldumeðlimi þeirra.
 5. Orðin „þegar um hóp náinna aðila er að ræða“ í 3. mgr. falla brott.
 6. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 7.      Um lánveitingar til venslaðra aðila, annarra en þeirra sem fjallað er um í 2. og 3. mgr., fer skv. 5. mgr. 107. gr.
 8. Fyrirsögn greinarinnar verður: Lánveitingar, þar á meðal til venslaðra aðila.


19. gr.

     Í stað orðanna „reglur sem Fjármálaeftirlitið setur“ í 1. mgr. 29. gr. b laganna kemur: kröfur samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.

20. gr.

     29. gr. d laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Reglugerð um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar.
     Ráðherra setur reglugerð um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar, sbr. 117. gr. a. Í reglugerðinni skal útfæra nánar ákvæði 29. gr. b og 29. gr. c og kveða m.a. á um hversu háu hlutfalli áhættu útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi skal halda eftir og um viðbrögð við viðvarandi lausafjárþurrð á fjármálamarkaði.
     Ef brotið er gegn ákvæðum reglugerðarinnar ber Fjármálaeftirlitinu að krefjast a.m.k. 250% hækkunar á áhættuvog við eiginfjárútreikning. Ef brot telst óverulegt að mati Fjármálaeftirlitsins er heimilt að falla frá auknum eiginfjárkröfum.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. e laganna:
 1. Í stað orðanna „reglna skv. 29. gr. b og 29. gr. d“ í 1. málsl. kemur: reglugerðar skv. 117. gr. a.
 2. Í stað orðanna „reglum Fjármálaeftirlitsins skv. 29. gr. d“ í 2. málsl. kemur: reglugerð skv. 117. gr. a.


22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „eiginfjárgrunni“ hvarvetna í 1.–3. mgr. kemur: hæfu fjármagni.
 2. Í stað tilvísunarinnar „84. og 85. gr.“ í 1. mgr. kemur: 84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr.
 3. Orðið „verðbréfamiðlanir“ í 4. mgr. fellur brott.
 4. 7. mgr. orðast svo:
 5.      Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.


23. gr.

     Á eftir 30. gr. laganna kemur ný grein, 30. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Vogunarhlutfall.
     Fjármálafyrirtæki skal uppfylla kröfur um hlutfall vogunar hverju sinni. Vogunarhlutfallið skal reiknað sem þáttur 1 skv. 84. gr. a og 84. gr. b, sbr. 85. gr., deilt með heildaráhættuskuldbindingum, þ.e. eignum og liðum utan efnahags að teknu tilliti til viðeigandi breytistuðla. Eignaliðir og liðir utan efnahags sem dregnir eru frá við ákvörðun þáttar 1 eru undanskildir við útreikning heildaráhættuskuldbindinga. Vogunarhlutfall skal reiknað sem einföld staða í lok hvers ársfjórðungs. Vogunarhlutfall fjármálafyrirtækis skal ekki fara undir 3%. Fjármálaeftirlitið setur reglur um gagnaskil og gagnsæi vegna vogunarhlutfalls, sbr. 117. gr. b, svo og reglur til nánari afmörkunar á útreikningum varðandi vogunarhlutfall fjármálafyrirtækja, sbr. 117. gr. c.
     Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu um vogunarhlutfall sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. 2. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í 4. mgr. kemur: laga um hlutafélög.


25. gr.

     Í stað orðanna „fyrirtækja sem tengjast fjármálasviði“ tvívegis í 2. málsl. 35. gr. laganna kemur orðið: fjármálastofnana.

26. gr.

     Við 54. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja.

27. gr.

     Í stað orðanna „þá sem eru í nánum tengslum við framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis“ í 1. mgr. 57. gr. laganna kemur: nána fjölskyldumeðlimi framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis.

28. gr.

     Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í 62. gr. laganna komi: laga um hlutafélög.

29. gr.

     Í stað orðanna „breytilegum starfskjörum“ í 3. mgr. 78. gr. laganna kemur: kaupaukum.

30. gr.

     Við 78. gr. a laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun útlána- og mótaðilaáhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

31. gr.

     Við 78. gr. b laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun eftirstæðrar áhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

32. gr.

     Við 78. gr. c laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun samþjöppunaráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

33. gr.

     Við 78. gr. d laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun áhættu vegna verðbréfunar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

34. gr.

     Við 78. gr. e laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun markaðsáhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

35. gr.

     Við 78. gr. f laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun vaxtaáhættu vegna viðskipta utan veltubókar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

36. gr.

     Við 78. gr. g laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun rekstraráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

37. gr.

     Við 78. gr. h laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur í samræmi við 2. mgr. 79. gr. um meðhöndlun lausafjáráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

38. gr.

     Við 78. gr. i laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun áhættu vegna óhóflegrar vogunar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.

39. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 79. gr. laganna fellur brott.

40. gr.

     Á eftir 79. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 80.–82. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (80. gr.)
Könnunar- og matsferli og álagspróf Fjármálaeftirlitsins.
     Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu reglulega leggja mat á tegund, dreifingu og fjárhæð eiginfjárþarfar fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess, þ.m.t. áhættu sem felst í, eða getur hlotist af, starfsemi þess.
     Fjármálaeftirlitið skal kanna og meta fyrirkomulag og aðferðir fjármálafyrirtækis við mat á áhættu til að uppfylla kröfur laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra. Við athugunina skal Fjármálaeftirlitið m.a. kanna stefnur og innri ferla, sbr. 3. mgr. 17. gr., og framkvæmd þeirra hjá fjármálafyrirtækinu. Við könnun og mat ber Fjármálaeftirlitinu að horfa til þeirra viðmiða sem fram koma í 81. gr., eftir því sem við á.
     Könnun og mat skv. 2. mgr. skal ná yfir allar skyldur og kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækis samkvæmt lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru með stoð í þeim. Fjármálaeftirlitið skal við matið leggja áherslu á eftirfarandi þætti:
 1. áhættu sem fjármálafyrirtæki stendur frammi fyrir eða gæti staðið frammi fyrir,
 2. áhættu í fjármálakerfinu sem rekja má til fjármálafyrirtækis, með hliðsjón af tilmælum fjármálastöðugleikaráðs varðandi kerfisáhættu, eftir því sem við á, og
 3. áhættu sem álagspróf leiða í ljós, með hliðsjón af eðli, umfangi og því hversu margþætt starfsemi fjármálafyrirtækisins er.

     Á grundvelli könnunar og mats skv. 2. og 3. mgr. ákvarðar Fjármálaeftirlitið hvort fyrirkomulag, ráðstafanir og aðferðir fjármálafyrirtækis, ásamt innri ferlum og framkvæmd þeirra, séu fullnægjandi, hvort stjórnarhættir séu traustir og hvort eiginfjárgrunnur og framkvæmd lausafjárstýringar sé fullnægjandi með hliðsjón af þeirri áhættu sem felst í starfseminni. Fjármálaeftirlitið leitar álits Seðlabanka Íslands varðandi viðmið við mat á framkvæmd lausafjárstýringar lánastofnana í upphafi og við lok könnunar- og matsferlis.
     Fjármálaeftirlitið ákveður tíðni og umfang könnunar og mats með tilliti til stærðar fjármálafyrirtækis, kerfislegs mikilvægis, eðlis, umfangs og þess hversu margþætt starfsemin er. Matið skal uppfært a.m.k. árlega hjá fjármálafyrirtækjum sem talin eru upp í 2. mgr. 82. gr.
     Fjármálaeftirlitið skal framkvæma álagspróf á fjármálafyrirtækjum í tengslum við könnunar- og matsferli. Slík álagspróf skulu framkvæmd árlega og oftar ef Fjármálaeftirlitið telur slíkt nauðsynlegt, en þó með hliðsjón af tíðni og umfangi könnunar og mats skv. 5. mgr.
     
     b. (81. gr.)
Tæknileg viðmið vegna könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlitsins.
     Könnun og mat Fjármálaeftirlitsins skv. 80. gr. skal auk útlána-, markaðs- og rekstraráhættu m.a. ná til eftirfarandi þátta í starfsemi fjármálafyrirtækis:
 1. álagsprófa fjármálafyrirtækja sem beita innramatsaðferð til að meta útlánaáhættu samkvæmt ákvæðum reglugerðar sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a,
 2. samþjöppunaráhættu skv. 78. gr. c og hvort fjármálafyrirtækið fylgi ákvæðum 30. gr. um stórar áhættuskuldbindingar og stjórnvaldsheimildum settum á grundvelli þeirra,
 3. hvort aðferðir og innri ferlar, sem notuð eru til að stýra þeirri eftirstæðu áhættu sem mildun útlánaáhættu fjármálafyrirtækis nær ekki til, séu áreiðanleg og viðeigandi,
 4. athugunar á hvort eiginfjárframlag vegna eigna sem hafa verið verðbréfaðar sé nægjanlegt með tilliti til hagræns inntaks þeirra og þess áhættustigs sem hefur áunnist við yfirfærslu áhættu,
 5. áhættustýringar og áhættumælinga vegna lausafjáráhættu, þ.m.t.:
  1. mismunandi sviðsmyndagreiningar,
  2. stýringar þátta til mildunar lausafjáráhættu, einkum með hliðsjón af magni, samsetningu og gæðum varaforða lauss fjár og
  3. að virk viðlagaáætlun sé til staðar,
 6. áhrifa af áhættudreifingu og hvernig áhættudreifing er metin í áhættustýringarkerfum,
 7. niðurstaðna álagsprófa fjármálafyrirtækis sem notar innri líkön til að reikna eiginfjárkröfu vegna markaðsáhættu,
 8. landfræðilegrar staðsetningar áhættuskuldbindinga,
 9. viðskiptalíkans og
 10. mats á kerfisáhættu í samræmi við viðmið skv. 3. mgr. 80. gr.

     Fjármálaeftirlitið skal reglulega meta framkvæmd lausafjárstýringar fjármálafyrirtækis og áhættu tengda henni og stuðla að því að fyrirtækið þrói trausta aðferðafræði fyrir lausafjárstýringu í samræmi við e-lið 1. mgr. Við framkvæmd matsins skal Fjármálaeftirlitið horfa til mikilvægis fjármálafyrirtækisins á fjármálamarkaði og leita álits Seðlabanka Íslands varði framkvæmdin lánastofnanir.
     Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með því hvort fjármálafyrirtæki veitir óbeinan stuðning við verðbréfun. Hafi fjármálafyrirtæki oftar en einu sinni veitt óbeinan stuðning við verðbréfun skal Fjármálaeftirlitið grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við 86. gr. g.
     Í tengslum við 4. mgr. 80. gr. skal Fjármálaeftirlitið meta hvort breytingar á virðismati staðna eða eignasafna í veltubók geri fjármálafyrirtæki kleift að selja eða verja eignir á skömmum tíma án þess að verða fyrir umtalsverðu tapi miðað við eðlilegar markaðsaðstæður.
     Við könnun og mat skal Fjármálaeftirlitið athuga áhrif fastvaxtaáhættu vegna liða utan veltubókar. Fjármálafyrirtæki skal grípa til ráðstafana ef skyndileg breyting á vöxtum, sem nemur 200 punktum, eða önnur sambærileg breyting getur haft þau áhrif að hagrænt virði fyrirtækisins rýrnar um fjárhæð sem er hærri en 20% af eiginfjárgrunni þess.
     Við könnun og mat skal Fjármálaeftirlitið meta áhættu vegna óhóflegrar vogunar fjármálafyrirtækis, m.a. með hliðsjón af vogunarhlutfalli þess. Við mat Fjármálaeftirlitsins á kerfum og ferlum fjármálafyrirtækis til að stýra áhættu vegna vogunar skal einnig taka mið af viðskiptalíkani fjármálafyrirtækisins.
     Fjármálaeftirlitið skal kanna og meta stjórnarhætti fjármálafyrirtækis, fyrirtækjamenningu og gildi, getu og hæfni stjórnarmanna fjármálafyrirtækis til að sinna skyldum sínum. Fjármálaeftirlitið skal taka mið af nauðsynlegum gögnum til þess að framkvæma könnun og mat samkvæmt ákvæði þessu, þar á meðal fundargerðum, fundardagskrám og öðrum fundargögnum stjórnar og undirnefnda og niðurstöðum úr frammistöðumati stjórnar.
     
     c. (82. gr.)
Eftirlitsáætlun.
     Fjármálaeftirlitið skal a.m.k. árlega gera áætlun um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Við gerð eftirlitsáætlunar skal horft til þess hvað könnunar- og matsferli skv. 80. og 81. gr. felur í sér. Í eftirlitsáætlun skal m.a. kveðið á um eftirtalin atriði:
 1. með hvaða hætti Fjármálaeftirlitið hyggst framfylgja lögbundnum verkefnum og nýta tilföng, þ.m.t. mannafla og fjármuni,
 2. hvaða fjármálafyrirtæki sæti auknu eftirliti, sbr. 3. mgr., og til hvaða ráðstafana hafi verið gripið til að sinna því eftirliti og
 3. tíma- og verkáætlun um vettvangsathuganir á starfsstöðvum fjármálafyrirtækis, þ.m.t. í útibúum og dótturfélögum innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins.

     Eftirlitsáætlun skal ná til eftirfarandi fjármálafyrirtækja:
 1. þeirra fjármálafyrirtækja þar sem könnun og mat skv. 80. gr. eða álagspróf skv. 6. mgr. 80. gr. og a- og g-lið 1. mgr. 81. gr. gefa til kynna að veruleg áhætta felist í starfseminni sem ógnað geti fjárhagsstöðu þeirra eða að fjármálafyrirtæki brjóti gegn eða uppfylli ekki skilyrði laga þessara eða stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru með stoð í þeim,
 2. fjármálafyrirtækja sem kerfisáhætta stafar af,
 3. fjármálafyrirtækja sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að undirgangist árlega skoðun.

     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að grípa til eftirtalinna aðgerða til að fylgja eftir niðurstöðum könnunar- og matsferlis skv. 80. gr.:
 1. fjölga vettvangsathugunum á starfsstöðvum fjármálafyrirtækis,
 2. koma á fastri viðveru stofnunarinnar á starfsstöðvum fjármálafyrirtækis,
 3. krefjast aukinnar og/eða tíðari upplýsingagjafar,
 4. taka viðskipta- og/eða rekstraráætlun fjármálafyrirtækis til nánari eða tíðari athugunar og
 5. gangast fyrir ítarlegri skoðun á mikilvægum áhættuþáttum í starfsemi fjármálafyrirtækis.

     Eftirlitsáætlun skv. 1. mgr. kemur ekki í veg fyrir að Fjármálaeftirlitið geri vettvangsathugun í útibúi skv. 5. eða 6. mgr. 108. gr.

41. gr.

     Við 83. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Við mat Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjármálafyrirtæki uppfylli skyldur skv. 1. mgr. ber Fjármálaeftirlitinu að líta til stjórnvaldsfyrirmæla og viðmiða Seðlabanka Íslands og annarra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði.

42. gr.

     84. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Almennar kröfur vegna eiginfjárgrunns.
     Eiginfjárgrunnur fjármálafyrirtækis skal samsettur af þætti 1, sbr. 84. gr. a og 84. gr. b, þætti 2, sbr. 84. gr. c, og frádráttarliðum skv. 85. gr. Þáttur 1 skiptist í almennt eigið fé og viðbótar eigið fé. Eftirfarandi skilyrði gilda um einstaka þætti:
 1. Almennt eigið fé þáttar 1 skal, eftir frádrátt skv. 85. gr., nema að lágmarki 4,5% af áhættugrunni.
 2. Þáttur 1 skal, eftir frádrátt skv. 85. gr., nema að lágmarki 6% af áhættugrunni.
 3. Eiginfjárgrunnur í heild skal á hverjum tíma nema að lágmarki 8% af áhættugrunni.

     Fjármagnsgerningar, sem fjármálafyrirtæki getur ákveðið einhliða að greiða vexti eða arð af með öðru en reiðufé eða eiginfjárgrunnsgerningum, geta ekki talist til eiginfjárgrunnsgerninga nema með fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins.
     Fjármálafyrirtæki þarf fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins til að gera annað eða hvort tveggja af eftirfarandi:
 1. Lækka, innleysa eða endurkaupa gerninga í almennu eigin fé þáttar 1 sem fjármálafyrirtæki hefur gefið út í samræmi við lög um hlutafélög.
 2. Innkalla, innleysa, endurgreiða eða endurkaupa gerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1 eða þáttar 2, eftir því sem við á, fyrir samningsbundinn gjalddaga þeirra.

     Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálafyrirtæki heimild til að telja hagnað samkvæmt ósamþykktu, en könnuðu, ársuppgjöri eða árshlutauppgjöri til þáttar 1. Kveðið skal nánar á um þá heimild í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
     Við útreikning á hlutföllum skv. 1. mgr. skal taka tillit til hlutdeildar minni hluta í almennu eigin fé þáttar 1, viðbótar eigin fé þáttar 1 eða í þætti 2 hjá dótturfélögum. Í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a skal kveða nánar á um útreikning á hlutdeild minni hluta í eigin fé dótturfélaga samkvæmt samstæðureikningsskilum.
     Fjármálaeftirlitið setur reglur um útreikning á eiginfjárgrunni og áhættugrunni fyrir fjármálasamsteypur.
     Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.

43. gr.

     Á eftir 84. gr. laganna koma sex nýjar greinar, 84. gr. a – 84. gr. f, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (84. gr. a.)
Almennt eigið fé þáttar 1.
     Til almenns eigin fjár þáttar 1 teljast:
 1. fjármagnsgerningar, þ.m.t. innborgað hlutafé og innborgað stofnfé, sem uppfylla skilyrði 2. mgr.,
 2. yfirverðsreikningur vegna fjármagnsgerninga skv. a-lið, þ.m.t. yfirverðsreikningur hlutafjár og stofnfjár,
 3. óráðstafað eigið fé og
 4. varasjóðir.

     Til fjármagnsgerninga almenns eigin fjár skv. a-lið 1. mgr. teljast fjármagnsgerningar sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
 1. þeir eru útgefnir beint af fjármálafyrirtækinu sjálfu með lögmætum hætti,
 2. þeir eru innborgaðir að fullu og ekki fjármagnaðir beint eða óbeint af fjármálafyrirtækinu,
 3. þeir teljast til eigin fjár samkvæmt þeim reikningsskilareglum sem eiga við,
 4. þeir eru varanlegir,
 5. þeir hafa jafnstæðan forgang til arðgreiðslna,
 6. í þeim felast engar kvaðir um að fjármálafyrirtæki sé skylt að greiða út arð,
 7. þeir mæta rekstrartapi fjármálafyrirtækis á undan öllum öðrum fjármagnsgerningum sem fjármálafyrirtækið gefur út,
 8. við gjaldþrot eða slit skal gera þá upp á eftir öllum öðrum kröfum,
 9. þeir eru ekki bundnir neins konar samningum sem færir kröfur sem þeim eru tengdar í hærri forgangsröð við slit eða gjaldþrot og
 10. þeir uppfylla önnur skilyrði varðandi eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár sem koma fram í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.

     
     b. (84. gr. b.)
Viðbótar eigið fé þáttar 1.
     Viðbótar eigið fé þáttar 1 telst vera:
 1. fjármagnsgerningar sem uppfylla skilyrði 2. mgr. og
 2. yfirverðsreikningur vegna fjármagnsgerninga skv. a-lið.

     Til fjármagnsgerninga viðbótar eigin fjár skv. a-lið 1. mgr. teljast fjármagnsgerningar sem teljast ekki til almenns eigin fjár eða þáttar 2 og uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
 1. þeir eru útgefnir og innborgaðir að fullu,
 2. þeir eru ekki keyptir af fjármálafyrirtækinu, dótturfélögum eða hlutdeildarfélögum þess,
 3. þeir eru ekki fjármagnaðir beint eða óbeint af fjármálafyrirtækinu,
 4. þeir eru flokkaðir í forgangsröð á eftir fjármagnsgerningum þáttar 2 við slit fjármálafyrirtækisins,
 5. þeir eru ekki bundnir neins konar samningum sem færir kröfur þeim tengdar í hærri forgangsröð við slit eða gjaldþrot,
 6. þeir eru varanlegir og skilmálar þeirra fela ekki í sér hvata fyrir fjármálafyrirtæki til að innleysa þá,
 7. þegar skilmálar gerninganna fela í sér einn eða fleiri kauprétti og eingöngu er heimilt að nýta þá með samþykki útgefanda,
 8. einungis er heimilt að innkalla, innleysa eða endurkaupa þá fimm árum eftir útgáfu þeirra, og að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins,
 9. skilmálar gerninganna fela í sér að ef til kveikjuviðburðar kemur verði höfuðstóll gerninganna færður niður, að hluta eða í heild, varanlega eða tímabundið, eða honum breytt í almennan eiginfjárgrunnsgerning þáttar 1,
 10. þeir uppfylla önnur skilyrði varðandi eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár sem koma fram í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a. Vegna h-liðar þurfa fjármagnsgerningar að uppfylla skilyrði 3. mgr. 84. gr. sem verða útfærð í sértækum ákvæðum reglugerðarinnar.

     
     c. (84. gr. c.)
Þáttur 2.
     Til þáttar 2 teljast eftirtaldir eiginfjárliðir:
 1. fjármagnsgerningar og víkjandi lán sem uppfylla skilyrði 2. mgr.,
 2. yfirverðsreikningur vegna fjármagnsgerninga skv. a-lið,
 3. hjá fjármálafyrirtækjum sem nota staðalaðferð, almennar leiðréttingar vegna útlánaáhættu, að hámarki 1,25% af áhættuvegnum eignum reiknuðum samkvæmt staðalaðferð,
 4. hjá fjármálafyrirtækjum sem nota innramatsaðferð, jákvæð staða vegna útreikninga á væntu tapi, að hámarki 0,6% af áhættuvegnum eignum reiknuðum samkvæmt innramatsaðferð.

     Eiginfjárliðir skv. a-lið 1. mgr. teljast fjármagnsgerningar, og eftir atvikum víkjandi lán, sem teljast ekki til almenns eigin fjár eða viðbótar eigin fjár þáttar 1 og uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
 1. þeir eru útgefnir eða eftir atvikum þeirra aflað og þau innborguð að fullu,
 2. þeir eru ekki keyptir af eða eftir atvikum þau fengin að láni frá fjármálafyrirtækinu, dótturfélögum eða hlutdeildarfélögum þess,
 3. þeir eru ekki fjármagnaðir af eða eftir atvikum þau fengin að láni beint eða óbeint frá fjármálafyrirtækinu,
 4. krafa bundin við höfuðstól fjármagnsgernings eða víkjandi láns er við slit eða gjaldþrot fjármálafyrirtækis aftar í kröfuröð en allar kröfur sem ekki eru víkjandi,
 5. þeir eru ekki bundnir neins konar samningum sem færir kröfur þeim tengdar í hærri forgangsröð við slit eða gjaldþrot,
 6. upphaflegur lokagjalddagi fjármagnsgerninganna, og eftir atvikum víkjandi lána, er að lágmarki fimm árum eftir útgáfu,
 7. skilmálar þeirra fela ekki í sér hvata fyrir fjármálafyrirtæki til að innleysa þá, eða eftir atvikum endurgreiða þá, fyrir lokagjalddaga,
 8. þegar skilmálar gerninga eða víkjandi lána fela í sér einn eða fleiri kauprétti er eingöngu heimilt að nýta þá með samþykki útgefanda eða eftir atvikum lántaka,
 9. einungis er heimilt að innkalla, innleysa eða endurkaupa þá, eða eftir atvikum endurgreiða lánin, fimm árum eftir útgáfu þeirra að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins og
 10. þeir uppfylla önnur skilyrði varðandi eiginfjárgrunnsgerninga og víkjandi lán þáttar 2 sem koma fram í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a. Vegna i-liðar þessarar málsgreinar þurfa fjármagnsgerningar að uppfylla skilyrði 3. mgr. 84. gr. sem verða útfærð í sértækum ákvæðum reglugerðarinnar.

     Þegar fimm ár eru eftir af lánstímanum skal sá hluti lánsins sem reiknast til eiginfjárgrunns færast niður um 20% af nafnvirði fyrir hvert ár eða hlutfallslega fyrir hluta úr ári sem líður af þessum fimm árum. Sé um að ræða lán sem greiðist niður með afborgunum á lánstímanum skal reikna eftirstöðvar hvers árs niður á sambærilegan hátt. Eingöngu er heimilt að telja með innborgaðar fjárhæðir.
     
     d. (84. gr. d.)
Lágmarkskröfur hæfs fjármagns verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða.
     Þrátt fyrir 1. mgr. 84. gr. skal hæft fjármagn verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða aldrei nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði síðasta reikningsárs. Fjármálaeftirlitið getur heimilað undanþágu frá þessari kröfu ef grundvallarbreyting hefur orðið á starfsemi fyrirtækisins á milli ára. Á fyrsta starfsári verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða skal hæft fjármagn þess ekki nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði samkvæmt rekstraráætlun starfsársins. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að gerð sé breyting á rekstraráætluninni ef það telur að hún gefi ekki rétta mynd af þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er. Ráðherra getur, með setningu reglugerðar á grundvelli 117. gr. a, heimilað öðrum verðbréfafyrirtækjum en þeim sem bera takmarkaðar starfsskyldur, sbr. 25. gr., að reikna eiginfjárkröfur í samræmi við þetta ákvæði. Slík heimild skal veitt á grundvelli starfsheimilda verðbréfafyrirtækisins.
     
     e. (84. gr. e.)
Skilgreining áhættugrunns.
     Áhættugrunnur er samtala eftirfarandi áhættuþátta, sbr. einnig 3. mgr.:
 1. vegin útlánaáhætta og þynningaráhætta,
 2. eiginfjárkröfur vegna stöðuáhættu fjármálagerninga og umframáhættu vegna stórra áhættuskuldbindinga í veltubók,
 3. eiginfjárkröfur vegna gjaldmiðlaáhættu, uppgjörsáhættu og hrávöruáhættu,
 4. eiginfjárkröfur vegna áhættu sem tengist OTC-afleiðusamningum vegna aðlögunar á útlánavirði,
 5. eiginfjárkröfur vegna rekstraráhættu og
 6. vegin mótaðilaáhætta veltubókarviðskipta vegna afleiðusamninga og annarra flókinna fjármálagerninga sem starfsemi fjármálafyrirtækis felur í sér.

     Við útreikning á c–e-lið 1. mgr. í áhættugrunni skal taka tillit til allrar starfsemi fjármálafyrirtækis. Enn fremur skal við útreikning á áhættugrunni margfalda eiginfjárkröfur vegna b–e-liðar 1. mgr. með stuðlinum 12,5.
     Áhættugrunnur verðbréfafyrirtækis sem ekki hefur starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og hefur starfsheimildir skv. b- og d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. og rekstrarfélags verðbréfasjóða skal reiknaður sem sú fjárhæð sem hærri er samkvæmt eftirfarandi tveimur stafliðum:
 1. áhættugrunnur skv. 1. mgr. að undanskildum áhættugrunni vegna rekstraráhættu eða
 2. fjárhæðin sem tilgreind er í 1. málsl. 84. gr. d margfölduð með stuðlinum 12,5.

     Ef hlutafé verðbréfafyrirtækis skal nema jafnvirði 730 þúsund evra í íslenskum krónum skv. 14. gr. a skal áhættugrunnur þess reiknast sem samtala a- og b-liðar 3. mgr.
     Fjármálafyrirtækjum er heimilt, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins, að beita innri aðferðum við mat á áhættuþáttum í útreikningi á áhættugrunni. Kveðið skal nánar á um skilyrði til að mega nota innri aðferðir við mat á áhættuþáttum vegna áhættugrunns í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a, þar með talið varðandi viðvarandi kröfur til fjármálafyrirtækja til að mega beita innri aðferðum. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um þær kröfur sem fjármálafyrirtæki þurfa að uppfylla til að fá leyfi til að beita innri aðferðum.
     Áhættugrunnur skal afmarkaður nánar með reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a og skal hún m.a. taka til áhættuvoga og útreiknings á áhættuþáttum. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um breytilegar áhættuvogir vegna einstakra áhættuþátta og áhættuskuldbindinga. Í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a skal kveða á um heimildir Fjármálaeftirlitsins til að mæla fyrir um breytilegar áhættuvogir vegna einstakra áhættuþátta og einstakra áhættuskuldbindinga.
     
     f. (84. gr. f.)
Kröfur vegna veltubókar.
     Stöður í veltubók fjármálafyrirtækis skulu annaðhvort vera lausar við kvaðir varðandi seljanleika eða unnt að verja þær gegn áhættu.
     Áform um veltubókarviðskipti skulu byggjast á áætlunum, stefnu og verklagsreglum sem fyrirtækið setur til að halda utan um stöðuna eða eignasafnið.
     Fjármálafyrirtæki skal koma á fót og viðhalda kerfum og stjórntækjum til að halda utan um veltubókina.
     Telja má innri vörn til veltubókar við útreikning á eiginfjárkröfum vegna stöðuáhættu.
     Vegna veltubókar skal fjármálafyrirtæki uppfylla ákvæði reglugerðar sem sett er á grundvelli 117. gr. a, að því er varðar skilyrði og kröfur vegna útreikninga á stöðum í veltubók, áform um veltubókarviðskipti, kerfi og stjórntæki sem notuð eru til að halda utan um veltubókina og innri varnir við útreikning á eiginfjárkröfum.

44. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. a laganna sem verður 86. gr. a:
 1. Í stað tilvísananna „84. gr. b“, „84. gr. c“, „84. gr. d“ og „84. gr. e“ hvarvetna í greininni kemur: 86. gr. b; 86. gr. c; 86. gr. d; og: 86. gr. e.
 2. Í stað orðanna „eiginfjárþáttar A skv. 5. mgr. 84. gr.“ í 1. mgr. kemur: almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 84. gr. a.
 3. Í stað tilvísunarinnar „a-liðar 1. mgr. 84. gr.“ í 2. mgr. kemur: 4. mgr. 86. gr. g.
 4. Í stað tilvísunarinnar „1. málsl. 1. mgr. 84. gr.“ tvívegis í 3. mgr. kemur: 84. gr.
 5. Í stað tilvísunarinnar „a-lið 1. mgr. 84. gr.“ tvívegis í 3. mgr. kemur: 4. mgr. 86. gr. g.
 6. Í stað tilvísunarinnar „1. mgr. 84. gr.“ í 6. mgr. kemur: 84. gr.
 7. Í stað orðanna „breytileg starfskjör“ í 6. mgr. kemur: kaupauka.
 8. Í stað orðanna „breytilegum starfskjörum“ í 7. mgr. kemur: kaupaukum.


45. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. b laganna sem verður 86. gr. b:
 1. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 84. gr.“ í 3. mgr. kemur: 84. gr. e.
 2. Í stað tilvísunarinnar „6. mgr. 84. gr. a“ í 4. mgr. kemur: 6. mgr. 86. gr. a.
 3. Í stað tilvísunarinnar „a–e-lið 1. mgr. 84. gr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr. 86. gr. g.


46. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 84. gr.“ í 84. gr. c laganna, sem verður 86. gr. c, kemur: 84. gr. e.

47. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. d laganna sem verður 86. gr. d:
 1. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 84. gr.“ í 2. mgr. kemur: 84. gr. e.
 2. Orðin „og reglna sem Fjármálaeftirlitið setur um útreikning hlutfalls sveiflujöfnunarauka“ í 3. mgr. falla brott.
 3. 6. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 4. Orðið „verðbréfamiðlun“ í 4. mgr. fellur brott.


48. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. e laganna sem verður 86. gr. e:
 1. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 84. gr.“ í 1. mgr. kemur: 84. gr. e.
 2. Orðið „verðbréfamiðlun“ í 2. mgr. fellur brott.


49. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „84. gr. a“ í 1.–5. mgr. 84. gr. f laganna, sem verður 86. gr. f, kemur: 86. gr. a.

50. gr.

     85. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Frádráttur frá eiginfjárgrunni.
     Frá almennu eigin fé þáttar 1 skal draga eftirtalda liði:
 1. tap og samþykkta arðsúthlutun,
 2. fyrirsjáanlega arðsúthlutun, hafi fjármálafyrirtæki fengið heimild til að telja hagnað samkvæmt ósamþykktu, en könnuðu, ársuppgjöri eða árshlutauppgjöri til þáttar 1 á grundvelli 4. mgr. 84. gr.,
 3. viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir,
 4. reiknaða skattinneign samkvæmt efnahagsreikningi,
 5. neikvæðan mismun á reikningsskilalegri niðurstöðu og niðurstöðu samkvæmt innramatsaðferð á væntu tapi á eignum og skuldbindingum, hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem beita innramatsaðferð,
 6. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár, þ.m.t. hlutabréfa eða stofnfjárbréfa, sem fjármálafyrirtæki á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut og eru gefnir út af fyrirtækinu sjálfu,
 7. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, ef til staðar er krosseignarhald milli þeirra og fjármálafyrirtækisins sjálfs sem Fjármálaeftirlitið telur að hafi verið komið á til að magna upp eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækisins,
 8. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, hvort sem fjármálafyrirtækið á verulegan eignarhlut í þeim eður ei,
 9. þá umframfjárhæð sem fjármálafyrirtæki er skylt að draga frá viðbótar eigin fé þáttar 1, nemi frádráttarliðir skv. 2. mgr. hærri fjárhæð en viðbótar eigin fé fjármálafyrirtækisins,
 10. eftirtaldar áhættuskuldbindingar sem skylt er að meta með 1250% áhættuvægi en fjármálafyrirtæki velur að draga frá eiginfjárgrunni:
  1. eignarhlutir í félögum sem eru umfram þau mörk sem greinir í 1. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 28. gr.,
  2. verðbréfaðar stöður,
  3. aðrar áhættuskuldbindingar sem taldar eru upp í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a,
 11. fyrirsjáanlegar skattálögur, nema fjármálafyrirtæki hafi leiðrétt fjárhæð almenns eigin fjár vegna þeirra.

     Ráðherra er heimilt að mæla fyrir um undanþágu frá frádrætti skv. d-, f-, g- og h-lið 1. mgr. með setningu reglugerðar á grundvelli 117. gr. a.
     Leiði núvirðing skuldbindinga til myndunar eigin fjár skal draga það eigið fé frá almennu eigin fé þáttar 1.
     Frá viðbótar eigin fé þáttar 1 skal draga eftirtalda liði:
 1. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1, þ.m.t. hlutabréfa eða stofnfjárbréfa, sem fjármálafyrirtæki á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut og eru gefnir út af fyrirtækinu sjálfu,
 2. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, ef til staðar er krosseignarhald milli þeirra og fjármálafyrirtækisins sjálfs sem Fjármálaeftirlitið telur að hafi verið komið á til að magna upp eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækisins,
 3. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, hvort sem fjármálafyrirtækið á verulegan eignarhlut í þeim eður ei, að undanskildum stöðum vegna sölutrygginga sem haldið er í fimm virka daga eða skemur,
 4. þá umframfjárhæð sem fjármálafyrirtæki er skylt að draga frá þætti 2, nemi frádráttarliðir skv. 5. mgr. hærri fjárhæð en þáttur 2 og
 5. fyrirsjáanlegar skattálögur, nema fjármálafyrirtæki hafi leiðrétt fjárhæð viðbótar eigin fjár vegna þeirra.

     Frá þætti 2 skal draga eftirtalda eiginfjárliði:
 1. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2 sem fjármálafyrirtæki á beint, óbeint eða í gegnum tilbúinn eignarhlut og eru gefnir út af fyrirtækinu sjálfu,
 2. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða í gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, ef til staðar er krosseignarhald milli þeirra og fjármálafyrirtækisins sjálfs sem Fjármálaeftirlitið telur að hafi verið komið á til að magna upp eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækisins og
 3. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða í gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, hvort sem fjármálafyrirtækið á verulegan eignarhlut í þeim eður ei, að undanskildum stöðum vegna sölutrygginga sem haldið er í fimm virka daga eða skemur.

     Í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a skal kveðið nánar á um frádráttarliði skv. 1., 4. og 5. mgr.
     Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálasamsteypum undanþágu frá kröfum 1. mgr. Kveðið skal nánar á um þá undanþáguheimild í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.
     Þegar fjárfesting fjármálafyrirtækis í hlutum í aðila á fjármálamarkaði, eða eftir atvikum veitt víkjandi lán til sömu aðila, er bráðabirgðaráðstöfun og ætluð sem fjárhagsaðstoð við endurskipulagningu eða til bjargar hlutaðeigandi fyrirtæki er Fjármálaeftirlitinu heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum 4. og 5. mgr.

51. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 86. gr. g, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Valdheimildir vegna eftirlits.
     Fjármálaeftirlitið skal krefjast þess að fjármálafyrirtæki grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta ef fyrirtækið uppfyllir ekki ákvæði laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim.
     Telji Fjármálaeftirlitið líklegt, byggt á gögnum eða upplýsingum sem það býr yfir, að fjármálafyrirtæki geti ekki innan næstu 12 mánaða uppfyllt ákvæði laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim, skal stofnunin krefjast þess að fjármálafyrirtæki grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta.
     Telji Fjármálaeftirlitið að tveimur eða fleiri fjármálafyrirtækjum með sambærileg áhættusnið, t.d. sambærileg viðskiptalíkön, stafi hætta af sambærilegum áhættuþáttum eða feli í sér áhættu gagnvart fjármálakerfinu getur það krafist þess að þau gangist undir sambærilegt eða sama könnunar- og matsferli og gildir skv. 1. og 2. mgr. 80. gr. Hætta af sambærilegum áhættuþáttum eða áhættu gagnvart fjármálakerfinu varðar kerfisáhættu sérstaklega. Nýti Fjármálaeftirlitið þessa heimild er því einnig heimilt að beita umrædda aðila sams konar valdheimildum á grundvelli 4. mgr.
     Til að framfylgja kröfum skv. 2.–4. mgr. 80. gr., 4. mgr. 81. gr. og 1.–3. mgr. þessarar greinar er Fjármálaeftirlitinu heimilt að mæla fyrir um:
 1. hærri eiginfjárgrunn en sem nemur 8% af áhættugrunni, sbr. einnig 86. gr. a – 86. gr. e,
 2. endurbætur á innri ferlum, sbr. 17. gr. og IX. kafla,
 3. að fjármálafyrirtæki setji fram sérstaka áætlun um það hvernig fyrirtækið mun uppfylla kröfur laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim, auk þess að setja fjármálafyrirtækjum tímafresti varðandi framkvæmd áætlunarinnar, þ.m.t. vegna fresta eða endurbóta sem unnar eru á áætluninni,
 4. niðurfærslu á eignum við útreikning á eiginfjárgrunni,
 5. hömlur á eða takmörkun á starfsemi fjármálafyrirtækis eða, eftir því sem við á, með sölu eigna eða viðskiptaeininga sem skapa aukna áhættu,
 6. að dregið sé úr áhættu sem starfsemi, viðskiptaafurðir eða kerfi fjármálafyrirtækis felur í sér,
 7. að fjármálafyrirtæki takmarki kaupauka við hlutfall af hreinum hagnaði þar sem útgreiðsla þeirra leiðir til ófullnægjandi eiginfjárgrunns,
 8. að fjármálafyrirtæki noti hreinan hagnað til að styrkja eiginfjárgrunninn,
 9. að arð- og vaxtagreiðslur til hluthafa, stofnfjáreigenda og fjárfesta skuli takmarkaðar eða bannaðar,
 10. aukin gagnaskil og
 11. sértæka upplýsingagjöf til markaðar.

     Fjármálaeftirlitið skal mæla fyrir um hærri eiginfjárgrunn skv. a-lið 4. mgr. ef:
 1. fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki skilyrði og kröfur skv. 17., 30. og 1. mgr. 80. gr. að því er varðar skipulag, mat á eiginfjárþörf og eftirlit með stórum áhættuskuldbindingum,
 2. áhættuþáttum er ekki mætt með eiginfjárkröfum og eiginfjáraukum samkvæmt lögum þessum og reglugerð á grundvelli 117. gr. a,
 3. ólíklegt er að önnur úrræði, ein og sér, leiði til tímanlegra úrbóta á innri ferlum og kerfum, sbr. 17. gr.,
 4. í ljós kemur við könnunar- og matsferli að fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki 4. mgr. 81. gr. eða þær kröfur sem fjármálafyrirtæki þarf að uppfylla til að nota innri aðferðir við mat á áhættuþáttum,
 5. líkur eru á að áhætta sé vanmetin, þrátt fyrir að skilyrði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru með stoð í þeim séu uppfyllt eða
 6. fjármálafyrirtæki sem beitir innri aðferð við mat á markaðsáhættu tilkynnir Fjármálaeftirlitinu að verulegur munur sé á niðurstöðum álagsprófs og eiginfjárkröfum samkvæmt líkani þess vegna fylgniviðskipta innan veltubókar.

     Til að ákvarða viðhlítandi eiginfjárgrunn á grundvelli könnunar- og matsferlis skv. 80. og 81. gr. skal Fjármálaeftirlitið meta hvort álagning viðbótarkröfu umfram lágmarksfjárhæð vegna eiginfjárgrunns sé nauðsynleg til að ná yfir áhættu sem fjármálafyrirtæki er eða kann að verða óvarið fyrir. Við slíkt mat skal höfð hliðsjón af eftirtöldum þáttum:
 1. eigindlegum og megindlegum þáttum í mati fjármálafyrirtækis á eiginfjárþörf skv. 1. mgr. 80. gr.,
 2. fyrirkomulagi innri ferla og aðferða fjármálafyrirtækis skv. 17. gr. og IX. kafla,
 3. niðurstöðu úr könnunar- og matsferli skv. 2.–6. mgr. 80. gr. og
 4. mati á kerfisáhættu.

     Eigið fé til að mæta kröfu um hærri eiginfjárgrunn skv. a-lið 4. mgr. skal samsett með eftirfarandi hætti:
 1. almennt eigið fé þáttar 1 skal að lágmarki nema 56,25% af viðbótarkröfunni og
 2. eigið fé þáttar 1 skal að lágmarki nema 75% af viðbótarkröfunni.


52. gr.

     Í stað orðsins „hlutafélagalaga“ í lokamálslið 3. mgr. 89. gr. laganna kemur: laga um hlutafélög.

53. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 107. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „fyrirtækja sem tengjast fjármálasviði“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fjármálastofnana.
 2. Á eftir 2. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Viðskiptin skulu lúta sömu reglum og viðskipti við almenna viðskiptamenn í sambærilegum viðskiptum.


54. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „fjármálafyrirtæki“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: blandað eignarhaldsfélag.
 2. Í stað tilvísunarinnar „84. og 85. gr.“ í 1. mgr. kemur: 84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr.
 3. Í stað orðanna „fyrirtæki á fjármálasviði“ í 2. mgr. kemur: fjármálastofnun.
 4. Í stað tilvísunarinnar „18. gr.“ í 3. mgr. kemur: 23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a og 3. mgr. 7. gr.


55. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 110. gr. laganna:
 1. Á eftir 6. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 18. gr. um að upplýsa skuli um áhættur, áhættustýringu og eiginfjárstöðu fyrirtækisins.
 2. 10. tölul. orðast svo: 3. mgr. 27. gr. um að óheimilt sé að nýta sér sameiginlegan atkvæðisrétt í sjóðum sem það stýrir til þess að hafa veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa.
 3. Á eftir 15. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 30. gr. a um upplýsingar um vogunarhlutfall.
 4. 38. tölul. orðast svo: 2. mgr. 84. gr. um fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins.
 5. 39. tölul. orðast svo: 3. mgr. 84. gr. um fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins.
 6. Við bætast átta nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. 78. gr. a um meðhöndlun útlána- og mótaðilaáhættu.
  2. 78. gr. c um meðhöndlun samþjöppunaráhættu.
  3. 78. gr. e um meðhöndlun markaðsáhættu.
  4. 78. gr. g um meðhöndlun rekstraráhættu.
  5. 78. gr. h um meðhöndlun lausafjáráhættu.
  6. 7. mgr. 84. gr. um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um eigið fé og eiginfjárgrunn.
  7. 7. mgr. 30. gr. um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar.
  8. 2. mgr. 30. gr. a um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um vogunarhlutfall.


56. gr.

     6. tölul. 1. mgr. 112. gr. b laganna fellur brott.

57. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. b laganna:
 1. Á eftir orðinu „eiginfjárgrunns“ í b-lið 2. mgr. kemur: eiginfjárauka.
 2. Við a-lið 3. mgr. bætist: og eiginfjáraukum.
 3. Á eftir c-lið 3. mgr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: útreikning á eiginfjárkröfum byggðum á innri líkönum.


58. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 117. gr. c, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Innleiðing reglugerðar um vogunarhlutfall.
     Fjármálaeftirlitið skal setja reglur um útreikning á vogunarhlutfalli, sbr. 30. gr. a, og skulu reglurnar byggjast á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/62 um útreikning á vogunarhlutfalli. Í reglunum skal kveðið á um hvaða val- og heimildarákvæði reglugerðarinnar skuli beitt hér á landi.

59. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (XII.)
     Þau fjármálafyrirtæki sem hafa starfsleyfi á grundvelli 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna við gildistöku laga þessara skulu eftir gildistökuna teljast verðbréfafyrirtæki og hljóta starfsleyfi í samræmi við starfsheimildir sem þau höfðu fyrir á grundvelli 3. gr. laganna, sbr. 25. gr.
     
     b. (XIII.)
     Hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa færri ársverk en 30 og þar sem eignir eru ekki umfram 20 milljarða íslenskra króna í lok síðastliðins reikningsárs skal gildi verndunarauka skv. 86. gr. e hæst vera 1% til 31. desember 2016, 1,75% frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 og 2,5% frá 1. janúar 2018.

60. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. september 2016.