Ferill 864. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.
Þingskjal 1636 — 864. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2016 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn.
(Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015–2016.)
Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2016, frá 29. apríl 2016, um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB frá 26. febrúar 2014 um gerð sérleyfissamninga.
2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB.
3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/25/ESB frá 26. febrúar 2014 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2004/17/EB.
Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.
Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2016, frá 29. apríl 2016, um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB frá 26. febrúar 2014 um gerð sérleyfissamninga, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/25/ESB frá 26. febrúar 2014 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2004/17/EB.
Helsta markmiðið með tilskipunum 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er að tryggja gagnsæi jafnt aðgengi og auka samkeppni um opinbera samninga á Evrópska efnahagssvæðinu.
Markmiðið með tilskipun 2014/23/ESB er að koma á heildstæðum reglum um sérleyfissamninga þar sem slíkir samningar eru skilgreindir með skýrum og nákvæmum hætti vegna erfiðleika sem upp hafa komið við að greina á milli sérleyfissamninga og annarra opinberra innkaupa.
Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðanna sem um ræðir, en þær fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar sem hér um ræðir er fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðunum sjálfum.
2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér á landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en jafnframt getur Alþingi heimilað stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES- samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir og 7. mgr. 45. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, sem kveður á um að stjórnskipulegum fyrirvara skv. 103. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið beri að aflétta með þingsályktun, er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.
3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB frá 26. febrúar 2014 um gerð sérleyfissamninga, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/25/ESB frá 26. febrúar 2014 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2004/17/EB.
Í fyrsta lagi er um að ræða tilskipun 2014/24/ESB sem varðar innkaup opinberra aðila á vörum, verkum og þjónustu og kemur hún í stað núgildandi tilskipunar 2004/18/EB um sama efni.
Í öðru lagi er um að ræða tilskipun 2014/25/ESB sem varðar innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti og kemur hún í stað núgildandi tilskipunar 2004/17/EB um sama efni.
Helsta markmið framangreindra tilskipana er að tryggja gagnsæi og jafnt aðgengi og auka samkeppni um opinbera samninga á Evrópska efnahagssvæðinu. Með tilskipununum eru stigin skref í þá átt að nútímavæða opinber innkaup með einföldun á innkaupaferlinu og auknum sveigjanleika. Opinberum aðilum verður þannig gert mögulegt að stunda hagkvæmari innkaup. Í því sambandi eru möguleikar á rafrænum innkaupum auknir, en mælt er fyrir um að öll samskipti og upplýsingagjöf í innkaupferli fari að jafnaði fram með rafrænum aðferðum í stað bréflegra samskipta. Í samræmi við áherslur um rafræn samskipti er í tilskipununum mælt fyrir um aukna möguleika fyrir kaupendur til að stytta frest til að taka við tilboðum í tilteknum innkaupaferlum þegar leggja má fram tilboð með rafrænum aðferðum. Ef ekki er unnt að veita rafrænan aðgang að útboðsgögnum, rekstraraðila að endurgjaldslausu, ber kaupanda að hafa lengri frest til taka við tilboðum. Með þessu er aukinn hvati fyrir kaupendur að innleiða rafræn ferli við innkaup, bæði til hagræðis fyrir kaupendur og aðila markaðarins.
Í tilskipununum er mælt fyrir um tvö ný innkaupaferli, annars vegar svokallað nýsköpunarsamstarf (e. innovation partnership) og hins vegar samkeppnisútboð (e. competitive procedure with negotiation). Nýsköpunarsamstarf heimilar kaupanda og bjóðanda að vinna saman að því að þróa nýsköpunarlausnir sem ekki eru þegar til staðar á markaðnum. Samkeppnisútboð er innkaupaferli sem nýtist þegar kaupendur geta ekki skilgreint leiðir til að uppfylla eigin þarfir eða metið hvað er í boði á markaðnum. Sú staða getur einkum komið upp þegar um er að ræða þjónustu eða vörur sem krefjast breytinga eða hönnunar, t.d. við flókin innkaup á sértækri vöru, hugverkaþjónustu eða ýmiss konar ráðgjafarþjónustu.
Jafnframt verður í auknum mæli heimilt að taka tillit til samfélagslegra þátta við innkaup með því að horfa m.a. til markmiða um umhverfisvernd, félagslegrar ábyrgðar, nýsköpunar, baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, atvinnu, heilbrigðismála og annarra félags- og umhverfissjónarmiða. Þá er aukin áhersla lögð á að valforsendur við hagkvæmasta tilboðið endurspegli besta hlutfallið milli verðs og gæða, en með því er dregið úr vægi þeirrar valforsendu sem eingöngu byggist á verði.
Í tilskipun 2014/24/ESB kemur fram að margir rekstraraðilar, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki, telji ýmiss konar stjórnsýslubyrði vera meiri háttar hindrun fyrir þátttöku þeirra í opinberum innkaupum vegna þess að nauðsynlegt er að útbúa umtalsverðan fjölda vottorða og annarra skjala sem tengjast útilokunarviðmiðunum og hæfiskröfum. Með framangreindum tilskipunum er litlum og meðalstórum fyrirtækjum gert auðveldara að taka þátt í útboðum, til dæmis með því að draga úr skrifræðiskröfum. Þannig mun bjóðandi ekki þurfa að leggja fram fjölda af gögnum og skjölum í upphafi hvers innkaupaferlis til sönnunar á hæfiskröfum. Hins vegar mun sá bjóðandi sem hlýtur opinberan samning þurfa að standa skil á öllum slíkum gögnum þegar ákvörðun um val á tilboði liggur fyrir. Þá verður einnig heimilt að skipta samningum upp í smærri einingar til að auðvelda minni fyrirtækjum að taka þátt í útboðum.
Með tilskipun 2014/24/ESB er kynnt til sögunnar ný málsmeðferð við útboð sem nota má um tiltekna þjónustu á sviði heilbrigðis-, félags- og menningarmála. Sú málsmeðferð kveður á um hærri viðmiðunarfjárhæð en gildir um aðra þjónustusamninga vegna skyldu til útboðs, auk þess sem málsmeðferðin er einfaldari, en einungis ber að auglýsa innkaupin fyrir fram með almennri auglýsingu. Þá verður jafnframt heimilt að takmarka aðgengi að tilteknum innkaupaferlum við ákveðin fyrirtæki sem uppfylla sérstök skilyrði, t.d. fyrirtæki sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða.
Þá ber einnig að nefna að tilskipun 2014/24/ESB felur í sér skýrari ákvæði um hvenær samningar teljast vera innanhússamningar, þ.e. þegar opinberir aðilar gera samninga við aðra opinbera aðila.
Í þriðja lagi er um að ræða tilskipun 2014/23/ESB sem varðar samræmdar reglur um gerð sérleyfissamninga. Ekki hafa áður verið settar heildstæðar reglur um gerð sérleyfissamninga á vegum Evrópusambandsins. Sérleyfissamningar eru oftast verðmætir langtímasamningar þar sem nauðsynlegt er að viðhalda miklum sveigjanleika við samningskaup til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu. Þar af leiðandi hefur ekki verið talið hagkvæmt að hafa of íþyngjandi regluverk í kringum slíka samninga eins og almennt tíðkast um önnur opinber innkaup.
Í tilskipuninni eru sérleyfissamningar skilgreindir með skýrum og nákvæmum hætti vegna erfiðleika sem hafa komið upp við að greina á milli sérleyfissamninga og annarra opinberra innkaupa. Þá kveður tilskipunin á um almennar reglur sem varða val og valforsendur við útgáfu sérleyfis. Þeim er ætlað að tryggja að valforsendur og önnur viðmið séu birt fyrir fram, hlutlæg og án mismununar. Reglurnar eru almennt mun einfaldari og sveigjanlegri en sambærileg ákvæði sem gilda um opinber innkaup og samninga sem gerðir eru á þeim grundvelli. Til að auka gagnsæi verður opinberum aðilum jafnframt skylt að birta tilkynningu um útgáfu sérleyfis ef verðmæti samnings nær ákveðnum mörkum.
4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
Innleiðing gerðanna þriggja kallar á heildarendurskoðun núgildandi löggjafar um opinber innkaup. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú þegar lagt fram frumvarp til nýrra laga um opinber innkaup sem fela í sér innleiðingu á tilskipununum þremur.
Fylgiskjal I.
ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR
nr. 97/2016
frá 29. apríl 2016
um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn (Opinber innkaup)
SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,
með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, (hér eftir „EES-samningurinn“), einkum 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Fella ber inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB frá 26. febrúar 2014 um gerð sérleyfissamninga ( 1 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 114, 5.5.2015, bls. 24.
2) Fella ber inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB ( 2 ).
3) Fella ber inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/25/ESB frá 26. febrúar 2014 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2004/17/EB ( 3 ).
4) Tilskipun 2014/24/ESB fellir niður tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB ( 4 ), sem hefur verið felld inn í EES-samninginn og ber því að fella gerðina brott úr samningnum.
5) Tilskipun 2014/25/ESB fellir niður tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB ( 5 ), sem hefur verið felld inn í EES-samninginn og ber því að fella gerðina brott úr samningnum.
6) XVI. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
2. gr.
3. gr.
4. gr.
Gjört í Brussel 29. apríl 2016.
Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
Claude Maerten
formaður.
VIÐAUKI við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2016 frá 29. apríl 2016
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á XVI. viðauka við EES-samninginn (Opinber innkaup), þ.m.t. 1.–14. viðbæti við þann viðauka, eins og tilgreint er í eftirfarandi greinum.
1. gr.
2. gr.
„2. 32014 L 0024: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB (Stjtíð. ESB L 94, 28.3.2014, bls. 65).
Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Skilja ber tilvísanir til 107. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins sem tilvísanir til 61. gr. EES-samningsins.
b) Skilja ber tilvísanir til 346. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins sem tilvísanir til 123. gr. EES-samningsins.
c) Viðbætar 1.–3. við þennan viðauka eru I., III. og XI. viðauka til fyllingar.
d) Í 73. gr. skal skilja orðin „sáttmálunum og þessari tilskipun sem lýst hefur verið yfir af Evrópudómstólnum með málsmeðferð skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ sem „samkvæmt EES-samningnum og þessari tilskipun sem lýst hefur verið yfir af EFTA-dómstólnum með málsmeðferð skv. 31. gr. samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“.
e) 25. gr. gildir ekki.
f) Tilvísanir til samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í X. viðauka skulu ekki gilda að því er varðar Liechtenstein.“
3. gr.
Í stað 4. liðar (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB) komi eftirfarandi:
„4. 32014 L 0025: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/25/ESB frá 26. febrúar 2014 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2004/17/EB (Stjtíð. ESB L 94, 28.3.2014, bls. 243).
Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Skilja ber tilvísanir til 107. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins sem tilvísanir til 61. gr. EES-samningsins.
b) 43. gr., 85. gr. og 86. gr. gilda ekki.
c) Skilja ber tilvísanir til 346. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins sem tilvísanir til 123. gr. EES-samningsins.
d) Í 90. gr. skal skilja orðin „sáttmálunum og þessari tilskipun sem lýst hefur verið yfir af Evrópudómstólnum með málsmeðferð skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ sem „samkvæmt EES-samningnum og þessari tilskipun sem lýst hefur verið yfir af EFTA-dómstólnum með málsmeðferð skv. 31. gr. samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“.
e) Tilvísanir til samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í XIV. viðauka skulu ekki gilda að því er varðar Liechtenstein.“
4. gr.
Eftirfarandi undirliður bætist við í 5. lið (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 89/665/EBE og 5a (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 92/13/EBE):
„– 32014 L 0023: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins frá 26. febrúar 2014 (Stjtíð. ESB L 94, 28.3.2014, bls. 1), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 114, 5.5.2004, bls. 24.“
5. gr.
Eftirfarandi texti bætist við í lið 6e (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/55/EB):
„6f. 32014 L 0023: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB frá 26. febrúar 2014 um gerð sérleyfissamninga (Stjtíð. ESB L 94, 28.3.2014, bls. 1), sbr. leiðréttingarnar sem birtust í Stjtíð. ESB L 114, 5.5.2015, bls. 24.
Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Skilja ber tilvísanir til 346. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins sem tilvísanir til 123. gr. EES-samningsins.
b) Í stað c-liðar 44. gr. komi eftirfarandi:
„EFTA-dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu, með málsmeðferð skv. 31. gr. samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, að EFTA-ríki hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum með því að samningsyfirvald eða samningsstofnun, sem tilheyrir EFTA-ríkinu, hefur veitt viðkomandi sérleyfi án þess að fara að skyldum sínum samkvæmt EES- samningnum og þessari tilskipun.“
c) Tilvísanir til samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í X. viðauka skulu ekki gilda að því er varðar Liechtenstein.“
6. gr.
Í stað viðbæta 1.–14. komi eftirfarandi:
1. viðbætir
SKRÁR YFIR YFIRVÖLD Á VEGUM RÍKISINS SEM UM GETUR Í ANNARRI UNDIRGREIN 1. MGR. 2. GR. TILSKIPUNAR 2014/24/ESB
I. ÍSLAND: | |
Forsætisráðuneytið | Prime Minister's Office |
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið | Ministry of Industries and Innovation |
Fjármála- og efnahagsráðuneytið | Ministry of Finance and Economic Affairs |
Innanríkisráðuneytið | Ministry of the Interior |
Mennta- og menningarmálaráðuneytið | Ministry of Education, Science and Culture |
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið | Ministry for the Environment and Natural Resources |
Utanríkisráðuneytið | Ministry for Foreign Affairs |
Velferðarráðuneytið | Ministry of Welfare |
II. LIECHTENSTEIN: | |
Regierung des Fürstentums Liechtenstein | Government of the Principality of Liechtenstein |
III. NOREGUR: | |
Statsministerens kontor | Office of the Prime Minister |
Arbeids- og sosialdepartementet | Ministry of Labour and Social Affairs |
Barne-, likestillings- og inkluderingsdepartementet | Ministry of Children, Equality and Social Inclusion |
Finansdepartementet | Ministry of Finance |
Forsvarsdepartementet | Ministry of Defence |
Helse- og omsorgsdepartementet | Dept. of Health and Human Services. |
Justis- og beredskapsdepartementet | Ministry of Justice and Public Security |
Klima- og Energiministeriet | Ministry of Climate and Environment |
Kommunal- og moderniseringsdepartementet | Ministry of Local Government and Modernisation |
Kulturdepartementet | Ministry of Culture |
Kunnskapsdepartementet | Ministry of Education and Research |
Landbruks- og matdepartementet | Ministry of Agriculture and Food |
Nærings- og fiskeridepartementet | Ministry of Trade, Industry and Fisheries |
Olje- og energidepartementet | Ministry of Petroleum and Energy |
Samferdselsdepartementet | Ministry of Transport and Communication |
Utenriksdepartementet | Ministry of Foreign Affairs |
Skrifstofur og stofnanir sem heyra undir þessi ráðuneyti.
2. viðbætir
SKRÁ YFIR VÖRUR SEM UM GETUR Í B-LIÐ 4. GR. TILSKIPUN 2014/24/ESB MEÐ HLIÐSJÓN AF SAMNINGUM SEM SAMNINGSYFIRVÖLD GERAÁ SVIÐI VARNARMÁLA
ÍSLAND
LIECHTENSTEIN
NOREGUR
Eini textinn sem við á að því er þessa tilskipun varðar er textinn í 2. lið 4. viðauka við samninginn um opinber innkaup (GPA) sem eftirfarandi viðmiðunarskrá yfir vörur byggist á:
25. kafli: Salt, brennisteinn, mold og steintegundir, gipsefni, kalk og sement
26. kafli: Málmgrýti, gjall og aska
27. kafli: Eldsneyti úr steinaríkinu, jarðolíur og efni eimd úr þeim, jarðbiksefni, jarðvax
úr 27.10: tiltekið vélaeldsneyti
28. kafli: Ólífræn efni, lífræn eða ólífræn sambönd góðmálma, sjaldgæfra jarðmálma, geislavirkra frumefna og samsætna
úr 28.09: sprengiefni
úr 28.13: sprengiefni
úr 28.14: táragas
úr 28.28: sprengiefni
úr 28.32: sprengiefni
úr 28.39: sprengiefni
úr 28.50: eiturefni
úr 28.51: eiturefni
úr 28.54: sprengiefni
29. kafli: Lífræn efni
úr 29.03: sprengiefni
úr 29.04: sprengiefni
úr 29.07: sprengiefni
úr 29.08: sprengiefni
úr 29.11: sprengiefni
úr 29.12: sprengiefni
úr 29.13: eiturefni
úr 29.14: eiturefni
úr 29.15: eiturefni
úr 29.21: eiturefni
úr 29.22: eiturefni
úr 29.23: eiturefni
úr 29.26: sprengiefni
úr 29.27: eiturefni
úr 29.29: sprengiefni
30. kafli: Vörur til lækninga
31. kafli: Áburður
32. kafli: Sútunar- og litakjarnar; tannín og afleiður þeirra; leysilitir, dreifulitir og önnur litarefni; málning og lökk; kítti og önnur þéttiefni; blek
33. kafli: Rokgjarnar olíur og resinóíð; ilmvörur, snyrtivörur eða hreinlætisvörur
34. kafli: Sápa, lífræn yfirborðsvirk efni, þvottaefni, smurefni, gervivax, unnið vax, fægi- og ræstiefni, kerti og áþekkar vörur, mótunarefni og „tannvax“
35. kafli: Albúmínkennd efni; lím; ensím
37. kafli: Ljósmynda- og kvikmyndavörur
38. kafli: Ýmsar kemískar vörur
úr 38.19: eiturefni
39. kafli: Gerviresín og plastefni, sellúlósaesterar- og etrar og vörur úr því
úr 39.03: sprengiefni
40. kafli: Gúmmí, gervigúmmí, faktis og vörur úr því
úr 40.11: skotheldir hjólbarðar
41. kafli: Óunnar húðir og skinn (þó ekki loðskinn) og leður
42. kafli: Vörur úr leðri; reiðtygi og aktygi; ferðabúnaður, handtöskur og áþekkar hirslur; vörur úr dýraþörmum (þó ekki silkiormaþörmum)
43. kafli: Loðskinn og loðskinnsgervi; framleiðsla úr þeim
44. kafli: Viður og vörur úr viði; viðarkol
45. kafli: Korkur og vörur úr korki
46. kafli: Framleiðsla úr hálmi, espartó og öðrum fléttiefnum; körfugerðarvörur, og tágasmíði
47. kafli: Efni til pappírsgerðar
48. kafli: Pappír og pappi; vörur úr pappírsdeigi, pappír eða pappa
49. kafli: Prentaðar bækur, blöð, myndir og aðrar vörur prentiðnaðar; handrit, vélrit og uppdrættir
65. kafli: Höfuðfatnaður og hlutar til hans
66. kafli: Regnhlífar, sólhlífar, göngustafir, setustafir, svipur, keyri og hlutar til þeirra
67. kafli: Unnar fjaðrir og dúnn og vörur úr fjöðrum eða dún; gerviblóm; vörur úr mannshári
68. kafli: Vörur úr steini, gipsefni, sementi, asbesti, gljásteini eða áþekkum efnum
69. kafli: Leirvörur
70. kafli: Gler og glervörur
71. kafli: Perlur, eðalsteinar eða hálfeðalsteinar, góðmálmar, málmar klæddir góðmálmi, og vörur úr þessum efnum; glysvarningur
73. kafli: Vörur úr járni eða stáli
74. kafli: Kopar og vörur úr honum
75. kafli: Nikkill og vörur úr honum
76. kafli: Ál og vörur úr því
77. kafli: Magnesíum og beryllíum og vörur úr þeim
78. kafli: Blý og vörur úr því
79. kafli: Sink og vörur úr því
80. kafli: Tin og vörur úr því
81. kafli: Aðrir ódýrir málmar, keramíkmelmi; vörur úr þeim
82. kafli: Verkfæri, áhöld, eggjárn, skeiðar og gafflar, úr ódýrum málmi; hlutar til þeirra
úr 82.05: handverkfæri
úr 82.07: verkfæri, hlutar
83. kafli: Ýmsar vörur úr ódýrum málmi
84. kafli: Katlar, vélbúnaður og vélræn tæki; hlutar til þeirra
úr 84.06: hreyflar
úr 84.08: aðrir hreyflar
úr 84.45: vélbúnaður
úr 84.53: sjálfvirkar gagnavinnsluvélar
úr 84.55: hlutar vélbúnaðar í 84.53
úr 84.59: kjarnakljúfar
85. kafli: Rafbúnaður og -tæki og hlutar til þeirra
úr 85.13: fjarskiptabúnaður
úr 85.15: senditæki
86. kafli: Eimreiðar, vagnar og hlutar til þeirra fyrir járnbrautir eða sporbrautir; sporbúnaður og tengihlutar fyrir járnbrautir eða sporbrautir og hlutar til þeirra; hvers konar vélrænn umferðamerkjabúnaður (þar með talinn rafknúinn)
úr 86.02: brynvarðar eimreiðar, rafknúnar
úr 86.03: aðrar brynvarðar eimreiðar
úr 86.05: brynvarðir vagnar
úr 86.06: viðgerðarvagnar
úr 86.07: vagnar
87. kafli: Ökutæki, þó ekki járnbrautar- eða sporbrautarvagnar, og hlutar til þeirra
úr 87.01: dráttarbifreiðar
úr 87.02: hernaðarökutæki
úr 87.03: gálgabifreiðar
úr 87.08: skriðdrekar og önnur brynvarin ökutæki
úr 87.09: bifhjól
úr 87.14: tengivagnar
89. kafli: Skip, bátar og fljótandi mannvirki
úr 89.01A: herskip
90. kafli: Áhöld og tækjabúnaður til optískra nota, ljósmyndunar, kvikmyndunar, mælinga, prófunar, nákvæmnivinnu, lyflækninga eða skurðlækninga; hlutar til þeirra
úr 90.05: sjónaukar
úr 90.13: ýmis tæki, leysitæki
úr 90.14: fjarmælar
úr 90.28: rafmagns- og rafeindamælitæki
úr 90.11: smásjár
úr 90.17: lækningatæki
úr 90.18: tæki til mekanóterapí
úr 90.19: búnaður til réttilækninga
úr 90.20: röntgentæki
91. kafli: Klukkur og úr og hlutar til þeirra
92. kafli: Hljóðfæri, hljóðupptöku- og hljóðflutningstæki; mynda- og hljóðupptökutæki og mynda- og hljóðflutningstæki fyrir sjónvarp, hlutar og fylgihlutir til þess konar vara
94. kafli: Húsgögn og hlutar til þeirra; sængurfatnaður, dýnur, rúmbotnar, púðar og áþekkur stoppaður húsbúnaður
úr 94.01A: flugvélasæti
95. kafli: Vörur og framleiðsluvörur, steyptar og skornar út
96. kafli: Sópar, burstar, duftpúðar og síur
98. kafli: Ýmsar framleiddar vörur
3. viðbætir
SKRÁR SEM UM GETUR Í 2. MGR. 58. GR. TILSKIPUNAR 2014/24/ESB
– á Íslandi „ríkisskattstjóri“
– í Liechtenstein „Gewerberegister“ og „Handelsregister“
– í Noregi „Foretaksregisteret“
Fylgiskjal II.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB frá 26. febrúar 2014 um gerð sérleyfissamninga.
www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1636-f_II.pdf
Fylgiskjal III.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB.
www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1636-f_III.pdf
Fylgiskjal IV.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/25/ESB frá 26. febrúar 2014 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2004/17/EB.
www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1636-f_IV.pdf
- Neðanmálsgrein: 1
- (1) Stjtíð. ESB L 94, 28.3.2014, bls. 1.
- Neðanmálsgrein: 2
- (2) Stjtíð. ESB L 94, 28.3.2014, bls. 65.
- Neðanmálsgrein: 3
- (3) Stjtíð. ESB L 94, 28.3.2014, bls. 243.
- Neðanmálsgrein: 4
- (4) Stjtíð. ESB L 134, 30.4.2004, bls. 114.
- Neðanmálsgrein: 5
- (5) Stjtíð. ESB L 134, 30.4.2004, bls. 1.
- Neðanmálsgrein: 6
- (*) Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.