Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1641  —  32. mál.
Nr. 57/145.


Þingsályktun

um endurskoðun laga um lögheimili.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem undirbúi endur­skoðun laga um lögheimili, nr. 21/1990, með það að markmiði að hjónum verði gert fært að eiga lögheimili hvort á sínum staðnum, hvort heldur er þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Einnig verði lagðar til breytingar á öðrum lögum sem þarf að breyta til að markmiðinu verði náð. Ráðherra leggi fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um lögheimili, byggt á tillögum starfshópsins, eigi síðar en 30. mars 2017.

Samþykkt á Alþingi 7. september 2016.