Ferill 20. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1642  —  20. mál.
Nr. 58/145.


Þingsályktun

um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að endurskoða reglur um greiðsluþátttöku ríkis­ins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2016. Við endurskoðunina verði m.a. gætt að eftirtöldum atriðum:
     1.      að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar,
     2.      að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir.

Samþykkt á Alþingi 8. september 2016.