Ferill 783. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1664  —  783. mál.
Nr. 59/145.


Þingsályktun

um staðfestingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Evrópusambandsins um ívilnanir í viðskiptum með landbúnaðarvörur, í formi bréfaskipta og sem breytingu á bókun 3 við EES-samninginn, sem áritaður var 17. september 2015.

Samþykkt á Alþingi 13. september 2016.