Ferill 865. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1688  —  865. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings
Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Frá Páli Val Björnssyni, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Silju Dögg Gunnarsdóttur, Össuri Skarphéðinssyni, Helga Hrafni Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur.


    Við tillögugreinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.

Greinargerð.

    Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefnd­ina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkom­andi aðildarríkis.